Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975 22 Ragnheiður Sig- urðsson -Minning F.4. júlí 1889. D. 13. febrúar 1975. Ragnheiður Grímsdóttir Sigurðsson, ekkja Jóns Hjaltalín Sigurðssonar prófessors, til heimilis að Flókagötu 5, andaöist á Landakotsspitala 13. þ.m. og verður kvödd hinztu kveðju í dag. Hún var á 86. aldursári, fædd 4. júlí 1889. Faðir hennar var Grím- ur bóndi Thorarensen i Kirkjubæ á Rangárvöllum, soni^r Skúia læknis Thorarensen á Móeiðar- hvoli. Kona Skúla var Ragnheiður Þorsteinsdóttir prests í Reykholti Helgasonar. Móðir Ragnheiðar var Jónína Egilsdóttir bónda í Múla i Biskupstungum Pálssonar. Kona Egils var Anna Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlið Halldórssonar. Ragnheiður ólst upp við hin beztu skilyrði í hópi fimm systkina, sem nutu ástar og um- hyggju góðra foreldra. Heimilið var mannmargt, mikil gestakoma og umsvif, svo geta má nærri, að oft hefur verið glatt á hjalla, þó að öllu væri stjórnað með festu. Bernskuheimilió yfirgaf Ragn- heiður tæplega 20 ára og fór til Kaupmannahafnar, þar sem hún dvaldist á annað ár. Þar giftist hún Jóni Hjaltalín Sigurðssyni 1. ágúst 1910. Hann hafði þá verið héraðslæknir í rúm fjögur ár i Rangárhéraði, og þangað lá leiðin eftir brúðkaupið. Rúmu ári síðar var hann settur héraðsiæknir i Reykjavík. Fluttust þau þangað og áttu þar heima upp frá því. Þau hjón eignuðust átta börn, sjö dætur og einn son, og lifa fjögur þeirra móður sína: Guðrún gift Stefáni eand. jur. Þorvarðssyni sendiherra, hann lézt 1951. Ingi- björg gift Bergi G. Gíslason stór- kaupmanni og ræðismanni. Grím- ur héraðslæknir í Hafnarfirði, kona hans er Gerda Jónsson, f. Hansen. Bergljót gift Kjartani Sigurjónssyni skrifstofumanni. Börnin, sem létust á ungum aldri, voru: Þóra, sem dó á fyrsta misseri, Bergljót 17 ára og Gerður 14 ára, sem létust með þriggja mánaða millibili 1930. Sigríður, sem gift var Arna húsgagnasmíða- meistara Skúlasyni, andaðist 1961, 43 ára að aldri. Mann sinn missti Ragnheiður 13. sept. 1955. Síðan hefur hún búið í sama húsi og Guðrún dóttir hennar eins og áður, meðan menn þeirra voru enn á lífi. Þetta er uppistaóan í lifi Ragnheiðar, en eftir er að lýsa ívafinu, hluta hennar sjálfrar til þeirra, sem hún hafði mest sam- skipti við i dáðríku lífi sínu. Það er sagt, að hver sé sinnar gæfu smiður, og það er engum vafa undirorpið, að hún var gæfukona. Foreldrar hennar studdu hana i æsku til aó afla sér þeirrar menntunar, sem hugur hennar kaus. Heima fengu þau systkin uppfræðslu hjá góðum kennara, sem tekinn var á heimilið, því ekki var annarra kosta völ á þeim tíma. Seinna lá leiðin til Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, þar sem hún stundaði tungumálanám píanóleik o.fl., sem að gagni mætti koma, auk matreiðslunáms. Hún valdi sér traustan og góðan mann. Þau eignuðust góð og myndarleg börn, sem ekki mega vamm sitt vita frekar en hún sjálf. Þegar tengdabörnin bættust smám saman i fjölskylduhópinn, tók hún þeim á þann veg, að allt varð órofaheild fyrr en varði. Þau báru einnig umhyggju fyrir henni eins og hennar eigin börn, eftir að hún var orðin ein og jafnan síðan. Auðvitað áttu barnabörnin at- hvarf hjá henni eins og títt er um góðar ömmur, en barnabarna- börnunum hafði hún ekki þrek til að sinna, en broshýr var hún yfir þeim eigi að siður. Þau fyrr- nefndu eru 18, þau síðarnefndu 23. Þau hjón höfðu yndi af tónlist, og oft tók læknirinn lagið að áeggjan konu sinnar, en hún lék undir. Fátt létti honum betur þreytu og áhyggjum eftir erfiðan dag. Ekkert jafnaðist þó á við freisið í Barnahvammi, sumar- bústaðnum þeirra í Þrastarskógi með stórfljót á tvo vegu. Þar gat eiginmaðurinn elzt við lax og sil- ung að vild, meðan barnahópur- inn hoppaði um lautir og hóla. Sjálf sá hún þar ekki út úr störf- um á stóru heimili oft með fjölda gesta, en hún var ólöt og fljótvirk, að hverju sem hún gekk. Og árin liðu í birtu og yl. Tuttugu ára hjúskaparafmælið var á næsta leiti, þegar fyrst syrti i áiinn og þrjár af fimm dætrum veiktust samtimis af skæðum sjúkdómi. Baráttan hófst upp á líf og dauða. Maðurinn hennar, læknirinn, var bundinn suður í Vínarborg að búa sig undir læknisstörf í Land- spítala, þar sem hann átti að taka við stjórn. Stéttarbræður hans reyndust Ragnheiði vel, en hún stóð þó ein daga og nætur. Gleði- legur atburður átti sér stað. Þeim hjónum fæddist dóttir nokkrum vikum áður en sú elzta af sjúkl- ingunum var kölluð burt. Þegar holskeflan var liðin hjá, hafði hún fengið mildara blik í auga, og þannig var það við hverja raun, F. 23. febrúar 1919. D. 13. febrúar 1975. Foreldrar Jóns voru hjónin Halldór Samúelsson, formaður á Isafirði og María Jónsdóttir. Þann 9. júlí 1948 giftist Jón eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Einarsdóttur. Þau hjón eiga tvær uppkomnar dætur, sem búa hjá móður sinni, og uppkominn son, sem er giftur og býr í Bandaríkj- unum. Jón gekk i Flensborgarskóla og síðan i Iðnskólann i Reykjavik, en þaðan útskrifaðist hann sem raf- virki árið 1938. Ég kynntist Jóni fyrst í marz 1940 um borð í gamla Lagarfossi á leió frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, en þangað hafði hann farið vegna vegabréfsárit- unar til Bandaríkjanna, sem hann fór þetta vor, og innritaðist þá í Fairfax High School í Los Angel- ailtaf óx hlýjan í svipnum. Hún var ævinlega hin styrka stoð manni sinum og börnum, á hverju sem gekk. Siðustu 14 árin voru henni friðsæl, engir alvarlegir sjúkdómar eða dauði í innsta hringnum. Hún hélt reisn sinni til siðustu stundar, var tilbúin að gefa ráð á báða bóga eins og „Skrifarinn á Stapa“, langömmu- bróðir hennar, en var alltaf hlé- dræg og bauð ekkert siíkt að fyrra bragði. Minningarnar rifjast upp, þegar góður vinur er genginn, og hugurinn fyllist gleði og þakklæti fyrir það, sem var. Eins verður dauðinn fagnaðarefni eftirlifandi ástvinum, þegar sárasti söknuður- inn mildast og þeir finna óum- ræðilega gæzku Guðs, sem veitti að þessu sinni lausn í náð á rétt- um tíma. Sigríður Sigfúsdóttir. es, en þaðan útskrifaðist hann svo árið 1942. Næst bar fundum okk- ar Jóns saman i Reykjavík er hann kom frá Bandaríkjunum og byrjaði i rannsóknarlögreglunni þann 1. febrúar 1948, þar sem hann vann síðan, fyrst í tækni- deild, svo i deild barna og ungl- inga, síðan við almennar rann- sóknir og nú síðast í svikadeild. A árinu 1942 var Jón kallaður í herlögreglulið bandariska flug- hersins og eftir tiiskilda þjálfun, var hann sendur til starfa í Af- ríku á árinu 1943 og síðan til Italíu, er innrásin var gerð í land- ið. 1946 kom hann aftur til Banda- ríkjanna og gekk þá aftur í lög- regluskóla til að læra rannsóknir brotamáia. Fyrir frammistöðu sina i hern- um, var Jón sæmdur The Good Conduct Medal, þrisvar sinnum, og einnig European-African Mid- el East Campaign orðunni með stjörnu. 1 júní á s.l. ári veiktist Jón, sem kom öllum á óvart, því enginn hafði látið sér detta í hug að hann gæti verið veill fyrir hjarta. Hann var veikur fram á haust, en þrátt fyrir að hann væri ekki orðinn heill heilsu, treysti hann sér ekki til að vera aðgerðarlaus lengur og fór að vinna. Þar veit ég að til kom samviskusemi hans, svo og hitt, að hann vildi aldrei láta sína vinnu lenda á öðrum, ef þess var nokkur kostur að koma í veg fyrir slíkt. Þessu hélt hann áfram og vann síðast laugardaginn 8. þ.m. fyrir hádegið, en eftir hádegið féll hann niður og var fluttur meðvitundarlaus í Borgarspítal- ann, þar sem hann andaðist eftir 5 daga legu, án þess að hafa kom- ist4til meðvitundar. Eg hugsa að ég þekki Jón einna bezt þeirra er nutu þeirrar t Eiginkona mín, KRISTÍN M. GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Súgandafirði, sem lézt i Borgarspítalanum þann 15. þ m verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, i dag föstudag 21. febrúar kl 10 30 Kristján B. Magnússon. t Eiginkona min og móðir okkar. MARÍA PÁLSDÓTTIR, Faxabraut 41 D, Keflavik, er andaðist á Landspítalanum 13. þ.m., verður jarðsungin frá Keflavik- urkirkju laugardaginn 22 febrúar kl 2. Sigurður Sturluson og dætur. t Útför eiginkonu minnar og móður ARNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Norðurbyggð 15, Akureyri, verður gerð frá Viðímýrarkirkju, Skagafirði laugardaginn 22 febrúar kl 2 e.h. Vigfús Sigurjónsson, Sigurlaug Vigfúsdóttir t Bálför eiginmanns mí.ns, föður okkar og afa, VILHJÁLMS BALDURS GUÐMUNDSSONAR, frá Kirkjuferju, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24 febrúar, kl 1 30 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag fslands Margrét Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Minningarathöfn og bálför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ÚLFARSDÓTTUR NORÐDAHL frá Fljótsdal, var gerð 1 2 febrúar sl. Athöfnin fór fram i kyrrþey að ósk hinnár látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd Kjartan S. Norðdahl Baldur Norðdahl Bragi Norðdahl Freyja Norðdahl Vignir Norðdahl Ása Norðdahl Þórunn Guðmundsdóttir Ingunn Runólfsdóttir Þórður Guðmundsson Ingibjörg Magnúsdóttir Bragi Erlendsson barnaborn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Steinskoti, Eyrarbakka, sem andaðist 17 þ m. í Sjúkrahúsi Selfoss fer fram frá Eyrarbakka- kirkju laugárdaginn 22 febrúar kl. 1.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU JÓHANNSDÓTTUR, frá Gröf Grundarfirði, fer fram frá Grundarfjarðarkirkju, laugardaginn 22. febrúar kl. 2 e.h Inga Lárusdóttir, Helga Lárusdóttir, Jóhann Lárusson, Sverrir Lárusson, Sigurður Lárusson, Björn Lárusson, tengdabörn og barnabörn. t Innílegar þakkir til allra, sem i orði og verki sýndu hluttekningu, vegna andláts og jarðarfarar, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, frá Húsavik. Sigrún Jónasdóttir, dætur og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, ÁRNA GUNNARS ÞORSTEINSSONAR, Aðalstræti 59, Patreksfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Patreksfjarðar fyrir góða umönnun, sömuleiðis til hreppsnefndar Patrekshrepps fyrir virðingu sýnda hinum látna Bára Halldórsdóttir, börn og tengdabörn. Minning: Jón E. Halldórsson lögregluvarðstjóri Útfaraskreytlngar blómouol Gróðurhúsið v/Sigtún sími 36770'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.