Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1975 Framkvi Útgefandi emdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ABalstraeti 6. sími 10 100. Aðalstrseti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuSi innanlands. f lausasölu 3S.00 kr. eintakiS. Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Við stöndum nú frammi fyrir þeirri staóreynd, að opinberir aóilar verða óhjákvæmilega aö skera nióur framkvæmdir í tals- vert rikum mæli. Þetta á vió bæói um rikið sjálft og sveitarfélögin. Aó vísu urðu mörg sveitarfélög aö grípa tii all verulegs niður- skuröar á sl. ári. Þannig ákvaó Reykjavíkurborg t.a.m. þegar á miðju sumri 1974 aö draga verulega úr framkvæmdum og segja má, aö þaó hafi verió gert eins og föng eru á. Viö stöndum nú frammi fyrir þeim vanda aö meta hvers kyns framkvæmdum sé réttast aó skjóta á frest. Hverjum manni má vera ljóst, að framkvæmdir viö virkjun og nýtingu inn- lendrar orku hljóta aö hafa algeran forgang eins og nú háttar. Eftir svo stórkost- legar hækkanir á olíu, sem orðið hafa, er það fullkom- ið ábyrgðarleysi aó láta framkvæmdir af því tagi dragast á langinn. Hér er um að ræða raforku- og hitaveituframkvæmdir. Nú hefur verió upplýst, að Rafmagnsveita Reykjavík- ur og Hitaveitan eiga við mikla f járhagserfiðleika aó etja, þannig aö stöðvun framkvæmda blasir nú vió, ef ekki verður úr bætt. Bæði þessi mikilvægu fyrirtæki hafa farið fram á gjaldskrárhækkanir, sem ekki hafa fengist afgreidd- ar. Hitaveitan hefur þegar stöóvaó framkvæmdir við lagningu hitaveitu til ná- grannabyggðarlaganna af þessum sökum. Hér er um mjög mikilvægar fram- kvæmdir aö ræða, sem létta til muna gjaldabyrði íbúanna á þessu svæði og draga úr oliunotkuninni. Kostnaður vió hitun húsa með heitu vatni er nú rétt rúmlega fjórðungur af kostnaði við olíukyndingu. Það væri því fullkomið ábyrgðarleysi aó láta þess- ar framkvæmdir stöóvast vegna tregðu við að leyfa eólilegar gjaldskrárhækk- anir í samræmi við aukinn tilkostnað. Það skýtur nokkuð skökku við, þegar verólags- yfirvöld leyfa umyróalaust hækkanir á olíu, en draga svo vikum skiptir að leyfa eðlilegar hækkanir á hita- veitugjöldum til þess aó unnt verði að leggja hita- veitu inn á fleiri heimili og spara olíukaupin. Þaó er örugglega ekki rétta leiðin til aó draga úr verðbólg- unni að standa í vegi fyrir þessum framkvæmdum. Hitaveitan þarf að sýna lágmarksarðsemi til þess að geta fengið nauðsynleg erlend lán til þessara fram- kvæmda, og ljóst er, aö það verður ekki dregið öllu lengur aó gera hér á brag- arbót. í þessu sambandi má einnig hreyfa þeirri hug- mynd aö afnema niöur- greióslu á olíu til þeirra aðila, sem nú eru í þann veginn að fá hitaveitu, og nota þá fjármuni, er þannig sparast, tii þess að flýta hitaveituframkvæmd- unum. Það yrði ekki ein- vöróungu hagkvæmt fyrir þjóðarheildina, heldur bendir margt til þess, aó | slík ráðstöfun yröi einnig til hagsbóta fyrir íbúa vió- komandi byggðarlaga. Full ástæða er þvi til að athuga þetta atriði nánar. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur blasa vió al- veg sömu vandamál. Niður- skurður á framkvæmdum Rafmagnsveitunnar mun hafa það í för með sér, að svo til engin ný hús veróa tengd orkuveitukerfinu á þessu ári. Láta mun nærri að fresta verði að leggja rafmagn í 600 hús, ef ekkert verður að gert. Hér er því einnig mjög alvar- legt mál á feróinni, sem gæti haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér, m.a. miklar uppsagnir starfs- fólks. Engum dylst, aó almenn- ingur á i miklum erfið- leikum með að risa undir auknum álögum sem þessum. Þess vegna er eðli- legt aó leitað verði allra ráða til þess aö minnka kostnað þessara fyrir- tækja. Hitt er ljóst, að slík- ar aðgeróir þjóna ekkijtil- gangi, ef þær leiða til stór- felldra uppsagna á starfs- fólki. Albert Guðmundsson hefur lagt til að kannaðir verói möguleikar á úr- lausn, sem fæli í sér lækk- un á heildsöluverði raf- magns og afnám verðjöfn- unargjaldsins. Rétt er að athuga möguleika sem þessa, því aó vist þarf að gera allt sem unnt er í því skyni að hafa hemil á verð- hækkunum. Á tímum vinstri stjórn- arinnar var reynt að fela verðbólguna meó þvi að neita þjónustufyrirtækjum um eðlilegar gjaldskrár- hækkanir. Fyrirtækin voru þannig knúin til þess að standa undir framkvæmd- um og rekstri með stór- auknum erlendum lánum. Þessi feluleikur varð því enn til þess að auka á erfið- leikana og magna ringul- reiðina. Þetta á nú að vera liðin tíð. Stjórnvöld verða að meta mikilvægi fram- kvæmda og tryggja þeim framgang, sem mesta þýð- ingu hafa. Enginn fer í grafgötur um, að þaö er ekki vanda- laust að leysa mál af þessu tagi með hliðsjón af þeirri verðlagsþróun, sem hér hefur átt sér stað. Hitt sjá allir, að þaó nær ekki nokk- urri átt að láta hitaveitu- framkvæmdir sitja á hak- anum, þó að kostnaður vió þær hafi aukist. Viö sökkv- um aðeins dýpra og aukum enn á erfiðleikana, ef viö teljum okkur trú um að rétt sé að stöóva fram- kvæmdir Hitaveitunnar og halda áfram að kynda með olíu. Hitaveituframkvæmdir má ekki stöðva Jóhann Hjálmarsson STIKUR Er hef ð í háska? Vinur minn, Guðmundur G. Hagalin, hefur oft skrifað af skiln- ingi og velvild um islenska nútimaljóðlist og veit ég að margir hafa fagnað þvi. Deilur um form, rimuð Ijóð og órímuð, eru sem betur fer úr sögunni. Þess vegna kemur það á óvart að Hagalin skuli i grein i Morgunblaðinu sunnudaginn 16. febrúar gera til- raun til þess að vekja upp gamlan draug og vegna þess að allmikils misskilnings gætir i grein hans verður ekki komist hjá að benda lesendum á helstu villurnar. Áhyggjur Hagalins um framtið islenskrar Ijóðlistar birtast hvað skýrast i eftirfarandi orðum: ,,En ávallt hef ég verið uggandi um það, að einsýnir forystumenn og unnendur órímaðra Ijóða kæmu þvi inn hjá ungum skáldum og yfirleitt hinni ungu kynslóð menntamanna, að ekki væri i rauninni unnt að yrkja i hinu forna og langþjálfaða formi Ijóð, sem túlkuðu á viðhlitandi hátt lífsvið horf nútímamannsins, og við ligg- ur, að sú skoðun sé sumum trúar- atriði " Hér er aðeins um getgátur að ræða, enda nefnir Hagalin eng- in dæmi máli sinu til stuðnings. Vonandi gerir hann það fljótlega. Ógeðfelldara er að hann finnur ekki aðra samlikingu til að lýsa þessu þjóðhættulega fólki, sem að hans mati heggur að rótum íslenskrar Ijóðhefðar, en jafna þvi við þann, sem stóð að hinni ein- sýnu stefnuskrá Rauðra penna 1935, en þar var sagt berum orð- um að kommúnistar einir gætu „lýst veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt". Yf irlýsinguna i Rauðum pennum forðum má skilja þegar sá timi er hafður i huga, sem hún er innblás- in af. En ályktun Hagalins um GuðmundurG. Hagalín islenskar nútimabókmenntir er vægast sagt hæpin og varla sam- boðin jafn merkum rithöfundi. Undir lok greinar sinnar kemst hann svo að orði: „Það er óhugnanleg tilhugsun með tilliti til islenzkrar þjóðmenningar i framtiðinni, að hin forna og þraut- þjálfaða Ijóðhefð verði að fullu lögð fyrir róða og i skáldsagna- gerð verði ekki að verulegu leyti höfð að fyrirmynd sú háþroskaða frásagnarlist, sem hér náði hátindi sínum með meistaraverkinu Brennu-Njálssögu heldur riki eftir- öpun erlendra tilrauna i formi og efnisvali, jafnfáránleg. óhrjáleg og neikvæð og hún er óþjóðleg og ólikleg til að öðlast hviii bók- hneigðrar islenzkrar alþýðu. Ef slik þróun yrði hér staðreynd, fæ ég ekki séð með hvaða hætti bók- menntir ættu að geta þrifizt með hinni fámennu, en sannlega bók- elsku íslenzku þjóð." Eins og Hagalín bendir sjálfur á i grein sinni með fjölmörgum dæm- um er siður en svo ástæða til að ætla að islensk Ijóðhefð sé að líða undir lok Og hvað varðar fyrir- myndir eins og Njálu held ég að hin gagnorða frásagnarlist sé ung- um rithöfundum ekki siður hug- stæð en sumum eldri rithöfund- um, sem í skáldsögum sínum eru æði margorðir og gefnir fyrir að teygja lopann. Allt tal um óþjóð- legar bókmenntir feltur um sjálft sig. enda getur það bitnað á þeim, sem sist skyldi, jafnvel þeim, sem telja sig helstu ræktendur þjóð- legrar hefðar! Það er nefnilega ekki formið, sem sker úr, heldur andi og hugblær verksins. Meðal þeirra, sem Hagalin nefn- ir, i hópi þeirra skálda, sem yrkja rimuð Ijóð með góðum árangri. er Hannes Pétursson. Hagalin er hrifinn af Rímblöðum Hannesar Hagalin segir: „Sú bók flutti okk- ur á sjötta tug Ijóða, sem öll eru ferhendur, og mér kom til hugar, að með hinum alþýðlegu og prýði- lega ortu ferhendum, sýndi Hannes lit á að gegna svipuðu hlutverki og þeir Snorri Sturluson og Loftur Guttormsson forðum, þá er þeim virtist islenzkri skáldskap- ar- og menningarhefð háski bú- inn." Ekki getur Hagalin Innlanda Hannesar, sem margir munu telja veigamestu Ijóðabók hans til þessa, en i henni eru nær ein- göngu órimuð Ijóð. Ljóðabréf Hannesar eru safn prósaljóða, þar sem hvergi er rim að finna. Í bók, sem ég tók saman fyrir nokkrum árum um íslenska nútímaljóðlist vitna ég i inngangi til orða Steins Steinars, en þau er jafnan hollt að hafa i huga. Matthías Johannessen enda held ég að flestir geri sér grein fyrir þeim sannleika, sem i þeim felst: „Enginn verður skáld fyrir það eitt að sleppa stuðlum, höfuðstöfum og endarimi, á sama hátt og enginn verður skáld fyrir rimið eitt saman." Ég held að Guðmundur G. Hagalin, sem kann vel að meta órímuð Ijóð eins og hann tekur fram i fyrrnefndri grein sinni og hefur oft áður sannað með skrifum sinum, hafi gerst ein um of svartsýnn um framtið bók- menntanna. Það er eins og honum sé ekki sjálfrátt. En það versta við grein hans er að með órökstudd- um fullyrðingum sinum og getgát- um er hann sennilega án þess að gera sér það Ijóst að breikka bilið milli ungra skálda og alþýðu manna. Á þvi átti ég sist von frá honum. f nýlegri grein i Lesbók Morgun- blaðsins, sem fjallar um Ijóð eftir Kristján Karlsson, segir Matthias Johannessen: „Stundum er sagt að fslendingar séu miklir Ijóða- unnendur. Ekki leikur vafi á að það hefur við nokkur rök að styðj- ast, en þó skortir þá oft áhuga á að leita innri merkingar Ijóða og fara þvi gjarna á mis við góða ijóðlist, enda undantekning ef „fræðimenn" sinna sliku. Allir vita hve erfitt, mörg Ijóða Einars Benediktssonar áttu uppdráttar, svo að ekki sé talað um Ijóð yngri táknskálda. Jafnvel sum Ijóð Jónasar Hallgrimssonar hafa aldrei orðið fslendingum eins ná- komin og skyldi, vegna þess að þeir hafa ekki lagt sig niður við að skilja merkingu þeirra." Matthias bendir á að Ijóðaunnendur ættu að reyna að koma til móts við skáld- in, „enda uppskæru þeir þá marg- falt meira fyrir áhuga sinn og Ijóð- elsku en nú er títt". Ekki sakar að geta þess að Ijóð Kristjáns Karlssonar, sem heitir hinu langa nafni Maður kemur i Möðrudal á Fjöllum að kvöldi dags á öndverðri 18. öld og fer ekki þaðan aftur, er ort samkvæmt islenskri braghefð. En eins og Matthias Johannessen sýnir fram á liggur merking þess ekki i aug- um uppi. Bókmenntagagnrýnandi ætti að kappkosta að auka fólki skilning á bókmenntaverkum, en ekki stuðla að tortryggni, sem getur valdið al- gjörum fjandskap milli lesanda og skálds. fslensk bókmenntahefð er ekki í hættu þótt formið breytist með nýjum tima. Ef fólk vill leggja það á sig að kynna sér verk ungra skálda munu viðhorf margra breytast. Gælur við einhvern imyndaðan alþýðlegan smekk, sem menn öðlast án allrar fyrirhafnar, verða aldrei annað en sjálfsblekking. f rauninni er um vantrú á fólki að ræða þegar gert er ráð fyrir að það geti ekki tileinkað sér nema ein- hverja vissa tegund bókmennta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.