Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975 Skólamáltíðir í skólana? — Afstaða foreldra könnuð Fræðsluskrifstofa Reykjavfkur er um þessar mundir að senda út spurningalista til könnunar á afstöðu foreldra og forráða- manna nemenda í forskóla í 1.—3. bekk og 4.-8. bekk í skyldunámsskóla til skóla- máltfða. Er það liður f athug- unum, sem á undanförnum árum hafa farið fram á vegum fræðsluyfirvalda í Reykjavík um það með hvaða hætti væri unnt að koma á samfelldum skóladegi hjá nemendum, sem oft verða að gera sér fleiri en eina ferð á dag til að sækja kennslustundir skólans, en geta ekki verið allar kennslu- stundirnar án þess að fá að borða. Spurningalistarnir verða sendir heim með nemendum á föstudag og eiga þeir að koma aftur útfylltir á mánudag. Könnunin miðar að þvf að fá að vita hvort foreldrar vilja óbreytt ástand, þ.e. að nemandinn borði heima; að hann hafi hádegismatinn með sér í skólann sem nesti; að hann fái keypta mjólk í skólanum en hafi matinn með sér að öðru leyti, eða að hann fái hádegis- matinn keyptan í skólanum. Og sfðan eru þeir, sem vilja fá mat- inn keyptan spurðir hve mikið hádegismatur fyrir hvern nemdanda megi kosta að hámarki til þess að valið yrði fremur að kaupa hann en að láta nemanda hafa matinn með sér sem nesti að heiman. Gert er ráð fyrir núverandi verðlagi og miðað við 5 valkosti, þar sem maturinn kostar þá frá 80 kr. upp í 175 kr. á dag eða á mánuði 1600 kr. upp í 3500 kr. Er miðað við að foreldrarnir sjálfir greiði fyrir börn sín það, sem maturinn kostar kominn i skólann, en ríki og borg greiði laun starfsfólks við skóla- máltíðir innan hvers skóla. Samkvæmt skýrslu, sem fræðsluráð Reykjavíkur lét gera í maí 1973, og fjallaði um samfelldni í skóladvöl nemenda var skólamáltíð tekin til sér- stakrar athugunar og kom þá m.a. fram að heit máltíð myndi kosta rúmlega helmingi meira en kaldur matur. Með köldum mat var þá átt við matarpakka, sem innihéldi brauð með breytilegu áleggi, ávöxt, t.d. epli eða appelsínu, og 'A lítra af mjólk. Endanleg ákvörðun heil- brigðisyfirvalda skólanna um hvert skuli vera innihald hádegisverðar í skólum Iiggur enn ekki fyrir og er að svo stöddu i þessari könnun miðað við matarpakka og mjólk í líkingu við það, sem fram kom í skýrslu fræðsluráðs frá 1973 og hér hefur verið Iýst. Ekki er ljóst hvað hádegisverður mýndi kosta á nemanda, en fjöldi þeirra nemenda sem kaupa mat, skiptir m.a. máli vegna þess hvaða hagræðingu er hægt að koma við í framleiðslu, t.d. með sjálfvirkum vélakosti. Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn af hlutaðeigandi stjórnvöldum, rfki og Reykja- víkurborg, um það hvort eða hvenær teknar kynnu að verða upp skólamáltíðir. Kennslustundir nemenda í 4.—8. bekk grunnskóla eru það margar að ekki er unnt að láta nemendur i þeim bekkjum ná samfelldum skóladegi nema með því að geta neytt matar um hádegið í skólanum, en börn í forskóla og 1.—3. bekk hafa aftur á móti ekki fleiri viku- legar kennslustundir en svo að þessvegna mætti fá samfelldan skóladag fyrir eða eftir hádegi og því undir foreldrum komið hvort þau börn borðuðu heima eða í skólanum. Hefur fræðslustjórinn í Reykjavík hvatt foreldra eða forráðamenn nemenda til að taka þátt í þessari könnun, sem mun veita mikilvægar upp- lýsingar sem ákvarðanir er síðar kynnu að verða teknar um þetta mál myndu að verulegu leyti byggjast á. Nýtt loðnuverð ákvarðað MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Verðlagsráði sjávarút- vegsins: Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi í dag eftirfarandi lágmarksverð á loðnu til bræðslu eftirgreind timabil áloðnuvertíð 1975: Frá 16. febrúar til 22. febrúar, hvert kg kr. 2.45, frá 23. febrúar til 1. marz, hvert kg kr. 2.10, frá 2. marz til 8. marz, hvert kg kr. 1.75, frá 9. marz til 15. marz, hvert kg kr. 1.65 og frá 16. marz til loka loðnu- vertíðar, hvert kg kr. 1.60. Verð á úrgangsloðnu frá frystihúsum skal vera 10% lægra en ofangreint verð. Auk framangreinds verðs greiði kaupendur kr. 0.10 fyrir hvert kg frá 16. febrúar til 8. marz í loðnuflutningasjóð. Eftir þann tíma er ekki greitt fram- lag i loðnuflutningasjóð. Fulltrúum i Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp frá og með 23. marz og hvenær sem er síðan, með viku fyrir- vara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum loðnuselj- enda gegn atkvæóum fulltrúa loðnukaupenda í nefndinni en í henni áttu sæti: Jón Sigurðs- son, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Jör- undsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljcnda og Guðmund- ur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. Ekið á bíla AÐFARARNÓTT 20. febrúar s.l. var ekið á bifreiðina Y 769, sem er rauður Skódi, þar sem bifreiðin stóð við gangstéttar- brún við Barónsstíg 5. Bifreiðin er öll meira og minna dælduð að aftan. Þá var ekið á bif- reiðina R 33920, sem er Merced- es Benz svartur að lit, þar sem bifreiðin stóð við Stýrimanna- stíg 15 Öldugötumegin. Gerðist þetta frá kl 20 á þriðjudag til klukkan 17 s.l. miðvikudag. Báðar vinstri hurðir eru dæld- aðar. Dökkgrænn litur var í skemmdunum. 1 báðum tilfellunum stungu sökudólgarnir af vettvangi án þess að gefa sig fram. Það eru tilmæli rannsóknarlög- reglunnar að þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta geíið um þessar ákeyrslur hafi þegar samband við rannsóknarlög- regluna. í báðum tilvikunum er um mikið tjón að ræða. Símamynd AP FISKISTRÍÐ — Reiðir fiskimenn stöðvuðu flutningabíla skammt frá París í gær og fleygðu fiski út fyrir vegarbrúnina til að mótmæla lágu fiskverði og innflutningi á ódýrum fiski frá öðrum löndum. 790.892 Bretar at- vinnulausir London, 20. febrúar. AP. ATVINNULAUSUM hefur fjölgað f 790.892 í Bret- landi f þessum mánuði og hafa ekki verið fleiri sfðan í janúar 1973 að þvf er brezka stjórnin tilkynnti f dag. 14.000 fleiri eru atvinnulausir en í síðasta mánuði og 137.000 fleiri en 1 nóvember. Alls eru 3,4% 23 milljóna vinnufærra manna í Bretlandi atvinnulausir. Ekki eru taldir með 60.000 verkamenn sem hefur verið sagt upp til bráðabirgða og heldur ekki þúsundir verkamanna sem vinnutimi hefur verið styttur hjá, þar á meðal 11.000 starfsmenn Ford-verksmiðjanna, sem munu vinna þrjá eða fjóra daga í viku frá og með 3. marz. Atvinnuleysið er mest á Norð- ur-lrlandi. Þar eru 34.691 at- vinnulausir eða 6,8%. Reiðir sjómenn henda físki og loka höfnum Dunkerque, 20. febrúar AP, Reuter REIÐIR fiskimenn lokuðu frönskum höfnum f dag og fleygðu niður fiski til að mót- mæla lækkun á fiskverði og hækkuðu olfuverði, en stjórnin kom til móts við kröfur þeirra. Togarar röðuðu sér við hafnar- mynni og stöðvuðu siglingar til og frá Calais, Boulogne, Le Havre, Dieppe, Treport, Brest, L’Orient og Sables d’Olonne. Siglingar her- skipa voru þó ekki hindraðar f Brest. Mestallar ferjusiglingar yfir Ermarsund lögðust niður nema frá Le Havre, en ferðir loft- púðaskipa gengu samkvæmt áætl- un. Vöruflutningabifreiðar á leið til Parísar með 'fisk á markað þar voru stöðvaðar af réiðum fiski- mönnum, sem fleygðu niður 160 lestum af fiskí. Á veginum frá Lille til Parísar stöðvaðist umferð í tvo tíma þegar 80 iestum af fiski hafði verið fleygt úr fimm flutningabifreiðum skammt frá Roy, þar af einum hollenzkum. Sama sagan gerðist við Suvilliers og Boulogne. Séinna átti Marcel Cavaille samgönguráðherra þriggja tfma fund með fulltrúum 30.000 fiski- Aminer hræddur Kampala, 20. febr. Reuter. IDI Amin Ugandaforseti sagði í dag að nærvera bandarfskra her- skipa á Indlandshafi gæti táknað að Bandaríkjamenn ráðgerðu inn- rás í Arabaríki vegna ástandsins í olfumálunum. Amin segir í skeyti til Einingar- samtaka Afríku (OAU) að hann hafi undir höndum upplýsingar um að bandariskir tundurspillar og flugvélamóðurskip séu nú und- an ströndum Austur-Afríku. manna og lýsti þvf yfir að honum loknum að ríkið mundi leggja fram 28 milljón franka aðstoð til að koma til móts við kröfur þeirra. Fiskimennirnir krefjast strangara eftirlits með inn- flutningi, styrkja til að mæta auknum olíukostnaði, ákveðins lágmarksverðs á fiski og ríkisað- stoðar við sjávarútveginn. Fiskimenn kvarta ekki sízt yfir því að ógæftir hömluðu veiðum í nokkra mánuði og þeir misstu tekjur en síðan hafi fiskverð Addis Ababa, 20. febr. NTB — Reuter — AP. HERSTJÖRNIN í Eþfópfu hefur stefnt a.m.k. 90 herforingjum og hermönnum til yfirheyrslu vegna átakanna i Erítreu undanfarið. Evrópumenn, sem fluttir hafa verið á brott frá héraðinu, hafa skýrt frá því að stjórnarherinn hafi myrt óbreytta borgara og framið önnur ódæðisverk á íbú- um Erítreu. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum fóru fram verulegar tilfærslur á hersveitum f kringum höfuðborg héraðsins, Asmara, í dag. Þá skýra sendier- indrekar í Addis Ababa frá þvf að enn haldi arabfskir og palestfnsk- ir ráðgjafar áfram að koma til Erftreu til að ganga f lið með frelsishreyfingunum. Stjórnarherinn gerði í dag árás- ir, m.a. með bandarískum her- flugvélum, á andófssveitir norður af Asmara. Talsmenn frelsis- hreyfinganna hafa sagt að þær muni gera árásir á skip við strönd Rauðahafs ef Bandaríkin haldi áfram að senda stjórnarhernum gögn. Borgarastríðið, sem nú hef- ur staðið í þrjár vikur, hefur leitt til matarskorts í Erítreu, m.a. á smjöri og kjöti: Bandaríska sendi- lækkað vegna mikils afla. Þeir kvarta einnig undan þvf að ódýr fiskur sé fluttur inn frá Hollandi og Bretlandi og vilja að stjórnin stöðvi hann. Að sögn togaraeiganda í Con- carneau á Bretagne hefur verð á ufsa lækkað á einu ári úr 45 cent- um kílóið í 28 cent. Fiski- mennirnir vilja einnig að stjórnin lækki um 5 cent toll sinn af dísel- olíu. Verðið á díselolfu hefur hækkað úr 4 centum í 11 cent lítrinn á einu ári. ráðið i Addis Ababa skýrði frá því i dag, að Bandarikjaménn mundu auka hungursneyðarhjálp sina og veita til hennar 4,1 milljónum dollara. Nemur aðstoð Banda- ríkjamanna vegna þurrkanna í landinu nú 28 milljónum dollara frá árinu 1973. Kona fremur bankarán Beirut, Líbanon 19. febrúar. AP. ÞOKKAFULL ljóshærð stúlka réðst í dag ásamt fjórum karl- mönnum inn í Verzlunarbanka Líbanons og hafði á braut með sér 100 þúsund líbönsk pund (40 þús dollara). Komust ræn- ingjarnir undan. Stúlkan hafði vélbyssu falda undir klæðum sínum. Hún beindi henni að gjaldkera bankans, og afhenti hann henni upphæðina. Leitað er nú bankaræningjanna, en ekki hafði til þeirra spurzt í kvöld. Rannsókn á aðgerð- um Eþíópuhersins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.