Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975 Skoðanir Umræður um stjórnmál og félagsmál s____________________________) Gunnar Hauksson er for- maður Félags sjálfstæðis- manna í Laugarneshverfi. Hann segir, að markmið fé- lagsins sé fyrst og fremst að hafa samband við sjálfstæðis- fólkið í hverfinu. Hlutverk fé- lagsins væri að vera vakandi fyrir málefnum, sem upp kæmu og vörðuðu hverfið og halda um þau fundi. Félagið vildi ná til fólksins í hverfinu, fá fram athugasemdir þess og freista þess síðan að hafa Gunnar Hauksson. áhrif á borgaryfirvöld og Al- þingi til þess að knýja á um framfaramál. Gunnar sagði, að það væri metnaður félagsstjórnarinnar að halda uppi góðu starfi og reyna að efla innbyrðist tengsl hverfisbúa. Félagið yrði að vera vakandi yfir því, sem miður færi og beita sér fyrir úrbótum. Hann sagði, að hverfasamtök sjálfstæðismanna í Reykjavik hefðu upphaflega veriðstofnuð vegna þess að æ erfiðara hafi verið að halda tengslum við fólkið í borginni eftir því sem hún hafi stækkað. Hverfasam- tökin hefðu snúið þessari þróun við og upp úr þeim hefðu hverfafélögin sprottið. Fyrsta eldraun þeirra hefði verið í borgarstjórnarkosningunum sl. vor og ekki væri unnt að segja annað en það starf hafi tekist vel. VEGNA prentvillu, sem varð í útgáfu núgildandi samninga Sóknar, og valdið hefur misskiln- „Halkíonslogn” Látrum 17. feb. UNDANFARIÐ hefir verið besta veður, heldur minnt á vorveður en þorratíð. Svona veðurblíðu til sjós og lands í febrúar kölluðu gamlir menn hér „Halkíonslogn“, því fugl þessi hvað verpa á sjón- um í febrúarmánuði, og þurfa að hafa logn meðan hann ungar út, ef allt á að ganga vel, og það gefur forsjónin honum stundum eins og nú. Annars voru Jjorraþíðurnar aldrei taldar góðs viti. Svartfuglinn er búinn að koma að bjarginu, en hafði stutta við- dvöl, þetta er í fyrsta lagi sem hann sést við bjargið, og voru slík gönuhlaup hans talin vita á harð- indi. Flensa sú sem herjar hér í ná- grenninu, er ekki enn komin hér í hrepp það ég veit, og heilsufar hérgott. —Þórður. Hverfafélögin stefndu að öfl- ugu starfi á þessu ári og ætluðu sér að tryggja virkt félagslíf með fundum og skemmtunum. Hins vegar skorti enn á, að almenningur gerði sér nægi- lega vel grein fyrir eðli þessara félaga og mikilvægi þeirra. Eitt brýrrasta verkefnið nú væri að bæta þar úr. Því væri stundum haldið fram, að stjórnmála- flokkarnir væru svo lokaðir, að fólkið hefði litla möguleika á að komast þar inn og hafa áhrif á gang mála. Hverfafélögin væru markviss tilraun til þess að opna stjórnmálastarfsemina og gefa almenningi kost á að taka þátt í þessu mikilvæga starfi. Með þessum félögum hefðu verið opnaðir nýir möguleikar, sem fólkið yrði að hagnýta sér með því að taka virkan þátt í starfinu. Þá sagði Gunnar, að stjórnin í Laugarneshverfi ætlaði að vinna markvisst að þessum málefnum. Þeir myndu byrja á fundi með umdæmafulltrúum. Þar á eftir myndu þeir gera sérstakt átak til þess að afla nýrra félaga. Að því loknu myndu þeir senda dreifibréf til þess að kynna félagið og hvernig nota megi það til þess að þjóna hagsmunum fólksins. Loks hefðu þeir í hyggju að Ijúka þessari herferð með al- mennum hverfafundi, þar sem öllum íbúum hverfisins yrði boðið að koma. Gunnar sagði, að þegar þessu kynningarstarfi væri lok- ið væri ætlunin að halda uppi reglulegu félagsstarfi með fundum og spilakvöldum, en allt starf byggðist á vilja og áhuga fólksins, án þess yrði lítið gert. Eitt félag gæti ekki starfað, hvernig sem stjórn þess væri, nema fólkið sjálft tæki þátt í starfinu af lifandi áhuga. Með virku og öflugu starfi hverfafélaganna væri unnt að gefa ályktunum þeirra meiri þunga og festu hverfabú- um til heilla. ingi á nokkrum vinnustöðum, þykir félaginu rétt að birta eftir- farandi yfirlýsingu: Að gefnu tilefni vilja undirrit- aðir taka fram að við prentun á samningum Starfsstúlknafélags- ins Sóknar og Ríkisspítalanna, Reykjavikurborgar o.fl. dags. 25. mars 1974, hefur fallið niður í 10. gr. 2.mgr. orðin „og læknishjálp- ar“. Rétt er mgr. svohljóðandi: „Fullra launa, þar með talið vaktaálag, ókeypis lyfja, sjúkra- húsvistar og læknishjálpar að svo miklu leyti sem sjúkrasamlag eða almennar tryggingar greiða ekki slíkan kostnað. Starfsstúlkurnar njóta þessara réttinda sem hér segir:“ Reykjavík, 28. okt. 1974. F.h. Reykjavíkurborgar, Magnús Óskarsson f.h. Fjármálaráðuneytisins Þorsteinn Geirsson. F.h. Starfsstúlknafélagsins Sókn- ar Guðmunda Helgadóttir. Undanfarna daga hafa orðið nokkur blaðaskrif um starfsemi Ferðafélags Islands. Tilefni þess- ara blaðaskrifa er m.a. félags- fundur sem haldinn var mánu- daginn 10. þ.m., þar sem fjallað var um starfsemi félagsins og skipst á skoðunum varðandi ferðalög útlendinga á vegum F.l. Á annað hundrað manns sóttu fundinn og komu þar fram marg- ar gagnlegar ábendingar, þótt margt sem sagt var væri annars eðlis, og skal ekki fjölyrt um það í bili. Rétt er að vekja athygii á þvi að það er aðalfundur félagsins sem er stefnumarkandi, en félags- fundur sem þessi, rétt fyrir aðal- fund, er fyrst og fremst til skrafs og ráóagerða, og e.t.v. vel til þess fallinn að ræða ráóningarsamn- inga starfsfólks félagsins, þótt slíkar umræður ættu helst ekki að ná langt út fyrir stjðrnarfund- ina. Vonandi hefur meirihluti stjórnarinnar áttað sig á þessu þegar til aðalfundar kemur. 1 grein i Þjóðviljanum, mið- vikudaginn 12. þ.m., sem merkt er hj., gætir nokkurra missagna af fundinum. Grein þessi mun skrif- uð af Hjalta Kristgeirssyni. 1 fyr- irsögn greinarinnar segir að skor- ið hafi verið úr á þessum félags- fundi, um stefnu Ferðafélags ls- lands. Þetta er ekki rétt, það verð- ur gert á aðalfundinum mánudag- inn 24. þ.m. Þá segir einnig i greininni: „Ferðafélag lands- manna, ekki ferðaskrifstofa handa útlendingum." Hér er greinarhöfundur vfsvitandi að villa um fyrir almenningi. Ferða- félag Islands hefur vcrið og er ferðafélag tslendinga, — ferðafé- lag landsmanna allra. Það hefur aldrei, svo ég viti til, komið til tals, og engum dottið i hug aó breyta Ferðafélagi Islands í ferðaskrifstofu fyrir útlendirtga. Þá segir í greininni orðrétt: „Hóparnir hafa aðallega komió i gegnum franska ferðaskrifstofu, en i ljós hefur komið að það fyrir- tæki stendur ekki alltof traustum fótum f járhagslega.“ Þessi ferðaskrifstofa sem greinarhöfundur talar um, — NOUVELLES FORNTIERES, — er ferðaklúbbur eða ferðafélag, sem sækir viðskiptavini sína í raó- ir menntamanna og háskólaborg- ara og er með skrifstofur sínar i háskólahverfi í París. Félagíð starfar að þvi er varðar ferðalög til Islands í samvinnu við Loft- leiðir í Paris. Það hefur gefið út litprentaða bæklinga um Island og kynnt land og þjóð svo að til fyrirmyndar er, og á félagið þakk- ir okkar skilið fyrir þá landkynn- ingu. Ferðafólkið hefur borió Is- landi og lslendingum góða sögu og rómað fyrirgreiðslu Ferða- félags Islands. Það sýnir m.a. aukningin sem orðið hefur á ferðalögum þessa fólks hingað, og færði Ferðafélagi Islands eina og hálfa milljón í nettó tekjur á s.l. ári. Þetta franska ferðafólk er hvergi til trafala, það ferðast mest fótgangandi uppi á öræfum Ferðafélag íslands er íslendinga meó fararstjórum frá F.I. Nú hefur komíð fram ósk um fyrir- greiðslu fyrir 18 hópa í sumar, eða nokkur hundruð manns, sem þýðir tvær til tvær og hálf millj. króna nettó tekjur fyrir Ferða- félag Islands, en u.þ.b. þrjátfu milljónir króna sem gjaldeyrir fyrir þjóðarbúió. Hér er litlu til kostað þótt þetta ágæta fólk fái að ganga um vikursanda tslands part úr sumri. Spor þess í sandinn mást út á nokkrum dögum, en eftir verður dýrmætur gjaldeyrir. Og þótt það fari eitthvað upp á jökla, geta JÖKLARAR huggaó sig við það að þar bráðna spor þess, eða hyljast nýsnævi fljót- lega. Hvaðan kemur svo greinar- höfundi sú vitneskja að hann geti fullyrt að félagið standi ekki traustum fótum o.s. frv.? Hefur hann endurskoðað reikninga félagsins, eða hleypur hann eftir ómaklegu gaspri þeirra sem ættu fyrst og fremst að vera þakklátir framkvæmdastjóra F.I., Einari Þ. Guðjohnsen, fyrir skynsamlega fjármálastjórn og fyrirmyndar rekstur á Ferðafélagi lslands, þrátt fyrir alla úrtölumennina sem hann á við að etja. Hvað segja svo lög félagsins um þessi atriði. 1 3. gr. félagslaganna segir: Tilgangi sínum leitast félagið fyrst um sinn við að ná með þeirri starfsemi, sem hér segir 2) Að koma á og efla vin- samlegt samstarf við erlend ferðafélög, sem starfa á svipuðum grundvelli og Ferðafélag tslands. Félagið vill styðja að þvi að kynna landið erlendis og greiða fyrir móttöku ferðamanna með þvf að koma upp gistiskálum og yfirleitt láta slík mál til sfn taka, eftir þvf sem henta þykir og atvik leyfa á hverjum tfma. Innan þessa ramma hefur fram- kvæmdastjórinn algjörlega starf- að með vitund stjórnarinnar hverju sinni, eins og vera ber. Hvað segja lög um ferðamál? I fyrsta kafla um almennar ferða- skrifstofur segir i fyrstu grein: Ferðaskrifstofa merkir í lögum þessum fyrirtæki, sem tekur að sér að veita I atvinnuskyni, að einhverju eða öllu leyti, eftir- greinda þjónustu fyrir almenn- ing: a. Upplýsingar, í einhverri mynd, um innlend eða erlend ferðamál. b. Hvers konar farmiða- sölu með skipum, bifreiðum, flug- vélum eða járnbrautum. c. Útveg- un herbergja eða húsnæðis til gistingar, langan eða skamman tima. d. Skipulagning hópferóa, innanlands eða erlendis, og mót- töku erlendra ferðamanna. Sam- göngumálaráðuneytið sker úr, ef ágreiningur verður um, hvort starfsemi telst falla undir a-d lió hér að framan, svo og um það, hvort hún teljist ferðaskrifstofa i skilningi laga þessara. I 8. grein þessa fyrsta kafla laganna segir svo: Akvæði þessa kafla ná hvorki til Ferðaskrif- stofu rikisins né til viðurkenndra ferðafélaga, eða eigenda sam- göngutækja, að því er tekur til sölu á farseðlum í eigin ferðir eða með eigin samgöngutækjum, né heldur hópferða, sem slíkir aðilar þannig skipuleggja, enda þótt næturgisting fylgi. Það er því. alveg ljóst að Ferðafélag Islands starfar innan þess ramma sem lög um ferðamál setja, án þess að það þurfi að teljast ferðaskrifstofa. 1 fyrrnefndri Þjóðviljagrein segir hj orórétt: „Frávísunartil- laga Einars Guðjohnsen var felld en tillaga Sigurðar aó því búnu samþykkt samhljóða." Hvernig var nú þetta? Einar Þ. Guðjohn- sen bar ekki fram frávísunartil- lögu heldur breytingartillögu við framkomna tillögu Sigurðar o.fl., þar sem skrúðmælgi tillögu- manna var sleppt, en kjarni máls- ins borinn fram í fáum orðum. Tillaga Einars var svona. „Fundurinn ályktar aó vísa ákvörðunum um útlenda hópa á vegum félagsins til aðalfundar og stjórnarinnar." Þessi breyting var felld, en þó efnislega samþykkt í tillögu Siguróar svohljóðandi: „Almennur félagsfundur í F.I., haldinn i Lindarbæ hinn 10. febrúar 1975, ályktar að hópferðir útlendinga á vegum félagsins verði aó vera innan tiltölulega þröngra marka og beinir þvi til aðalfundar og stjórnar féiags- ins, að slik mörk verði sett. Jafn- framt telur fundurinn óhjá- kvæmilegt, að allir samningar um slíkar ferðir séu það tryggilega gerðir, að félagið verði ávallt skaðlaust af þessari starfsemi." Samþykkt með 39 atkvæðum en 70 sátu hjá. Að svo búnu mælist ég til þess að við öll sem störfum í félaginu, sem óbreyttir liðsmenn, við sem vinnum sjálfboðastörfin í ferðunum, vor og haust við ýmsar framkvæmdir félagsins, við sem erum burðarás félagsins, fjöl- sækjum aðalfundinn og stöndum þétt við hlið framkvæmdastjórans Einars Þ. Guðjohnsen í baráttu hans fyrir áframhaldandi upp- byggingu félagsins og þróttmiklu starfi. Það er enginn skaði skeður þótt við komum 1—2 vinsælum félagsmönnum inn í 12 manna stjórn félagsins, — mönnum sem eru í takt við tímann og standa í önn dagsins fyrir félagið. Hitt- umst öll á aðalfundinum. Með félagskveðju. Jón I. Bjarnason. Prentvilla í Sóknarsamningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.