Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 4
4 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL T2 21190 21188 LOFTLEIÐIi /^BÍLALEIGAN ^IEYSIR CAR RENTAL -».24460 Æ 28810 PIOMŒETT Útvarp og stereo kasettutæki 4 . , . SKIPAUTfi€RÐ RIKISINS m/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 25. eða miðvikudaginn 26. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: föstudag og mánu- dag til Vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarð- ar, Akureyrar, Húsavikur, Rauf- arhafnar, Þórshafnar, Bakka- fjarðar, Vopnafjarðar og Borgarfjarðar eystri. Vélapakkningar Dodge '46—'58, 6 strokka. Dodge Dart '60—'70, 6—8 strokka. Fiat, allar gerðir. Bedford, 4—6 strokka, dísilhreyfil. Buick, 6—8 strokka. Chevrol. '48—'70, 6—8 strokka. Corvair Ford Cortina '63—'71. Ford Trader, 4—6 strokka. Ford D800 '65—70. Ford K300 '65—'70. Ford, 6-—8 strokka, '52 —'70. Singer-Flillman- Rambler- Renault, flestar gerðir. Rover, bensín- dísilhreyfl- ar. Skoda, allar gerðir. Simca. Taunus 12M, 17M og 20M. Volga. Moskvich 407—408. Vauxhall, 4—6 strokka. Willys '46—'70. Toyota, flestar gerðir. Opel, allar gerðir. Þ.Jónsson & Co Simar 84515—84516. Skeifan 1 7. Alþýðuflokkurinn og stjórnarmyndunin Það er býsna fróðlegt að lesa stjórnmálaskrif landsmála- blaða, sem oft sýna viðfangs- efnin í öðru Ijósi en dagblöð höfuðborgarinnar. 1 aðalmál- gagni norðlenzkra Alþýðu- flokksmanna, Alþýðumannin- um á Akureyri, segir m.a.: „Hér skal ekki gert lítið úr efnahagsvanda okkar tslend- inga nú. Hann blasir við aug- um. Og auðvitað ber okkur öll- um að snúast við honum af manndómi...“ „Mistökin við síðustu stjórn- armyndun vóru þau, að Alþýðu- flokkurinn átti að mynda stjórnina með Framsókn og Sjálfstæði....“ Blaðið segir, að þessa ríkis- stjórn hefði átt að mynda undir forsæti Gylfa Þ. Gíslasonar, „reyndasta og hæfileikamesta stjórnmálaforingjanum, sem nú situr á Alþingi". Það er eftirtektarvert, að þetta höfuðmálgagn norð- lenzkra Alþýðuflokksmanna bendir ekki á nýja vinstri stjórn sem æskilega leið í átök- um við efnahagsvandann. Og það leggur áherzlu á, að mæta þurfi efnahagsvandanum með opnum augum og raunhæfu samátaki. Það er allt annar tónn í skrifum þess en ! Alþýðu blaðinu, sem löngu er hætt að nefna á nafn „hinn ábyrga stjórnmálaflokk", er eitt sinn var inntak boðskaparins. Athyglisvert er, að Alþýðu- maðurinn kveður upp þann dóm eftir nokkra mánaða flokksformennsku Bencdikts Gröndals að hann sé ekki hæf- ur til að mynda stjórn en þegar frá er skilinn lofsöngur Alþýðumannsins um Gylfa Þ. Gfslason, þar sem gætir skiljan- legrar eftirsjár, eftir formanns- skiptin í flokknum, stendur eft- ir sú staðhæfing blaðsins, að Alþýðuflokkurinn hefði átt að mynda ríkisstjórn með núver- andi stjórnarflokkum. Þetta er í sjálfu sér mjög athyglisverð yfirlýsing. En í því efni er ekki úr vegi að minna á, að flokkar geta tekið ábyrga afstöðu og átt aðild að nauðsynlegu samstarfi um lausn aðsteðjandi vanda- mála, þó utan ríkisstjórnar séu. Það er ekki endilega nauðsyn- legt, þó flokkur standi utan rfkisstjórnar, að gerast tagl- -hnýtingur þeirra, er fjarst standa ábyrgð og samátaki í stærsta efnahagsvanda, sem yfir þjóðina hefur lengi dunið. Batnandi manni er bezt að lifa Fyrir skemmstu skrifaði Magnús Kjartansson leiðara f Þjóðviljann, þar sem réttilega er vegið að þvf verðlagskerfi, sem færir innflytjendum hærri álagningu í krónutölu eftir þvf sem innkaupsverð vörunnar er óhagstæðara og hærra. Þetta var óvæntur stuðningur við sjónarmið, sem forráðamenn verzlunarinnar hafa barizt fyr- ir um langt árabil, þ.e. breytt verðlagskerfi. f gær fer afturbati Magnúsar Kjartanssonar enn í vöxt. Þá fjallar hann í leiðara um hugs- anlega stöðvun hitaveitufram kvæmda í nágrannabyggðum Reykjavíkur, sem ótrúleg skammsýni á tekjuþörf Hita- veitu Reykjavíkur kann að leiða af sér. Á sínum tíma, er Magnús Kjartansson var orku- ráðherra, þvældist hann fyrir gjaldskrármálum hitaveitunn- ar, með þeim afleiðingum, að ekki var hægt að fullnægja skil- yrðum fyrir lánsfjárútvegun til þessara framkvæmda um sinn. Framkvæmdir þessar hófust því síðar og eru nú skemmra á veg komnar en ella hefði verið. Þessi seinkun hefur og gert þessar framkvæmdir dýrari en vera þurfti, ef tekið er tillit til þeirrar verðlagsþróunar, sem orðið hefur bæði innanlands og á innfluttu efni til þeirra. Nú talar Magnús um seinkun þessar framkvæmda sem „þjóðhagslegt hneyksli, er muni valda stórfelldu fjárhags- legu tjóni, bæði fyrir einstakl- inga og búskap landsmanna". Þetta er nákvæm lýsing á hans fyrri afstöðu. En batnandi manni er bezt að lifa. Með hlið- sjón af hinum miklu hækkun- um á olíuvörum verður nýting innlendra orkugjafa enn brýnni og nauðsynlegri. Það verður því að gera allt sem hægt er til að hraða fram- kvæmdum á þeim vettvangi, ekki sfzt þeim viðfangsefnum, sem komin eru á framkvæmda- stig eða vel á veg, svo sem hita- veituframkvæmdum í ná- grannabyggðum Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og Hita- veitu Sigluf jarðar. Það er ánægjulegt að fyrrum þrösk- uldurinn í vegi þessara fram- kvæmda skuli nú hafa snúizt á sveif með eðlilegri framþróun í nýtingu þeirrar orku, sem bíð- ur við bæjardyr þéttbýlla byggðarlaga og leyst getur af hólmi þá sovétolíu, er húseig- endur kaupa nú síhækkandi verði. Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba: Þegar gaman er að vera íslendingur — 25 tonn og 10 á leiðinni. Ég lofa því. Þetta er ótrúlegt — segir mr. Pearce. — Og aðeins 200 þús- und sálir á öllu landir.u. Merki- legt fólk. Það er von að við töpum öllum þorskastríðum við ykkur. — Mr. Brian Pearce er einn þessara þurrlegu, öguðu Eng- lendinga, en í þetta sinn sleppir hann ögn fram af sér beizlinu. Hann er framkvæmdastjóri Samtaka hjálparstofnana hér í Eþíópíu. Orsökin fyrir þessari „útsláttarsemi" er bréf sem hann hefur í höndunum frá hjálparstofnun kirkjunnar á Is- landi með upplýsingum um fatasendingar til Eþíópíu. Hann heldur áfram: — Þetta gat ekki komið sér betur. Litli regntíminn er að byrja og þá herjar lungnabólg- an á þetta skjóllausa fólk. Við sendum út um þessar mundir flutningabíla með korn til verst leiknu staðanna. Þá er ómetan- legt að geta sett fatakassa ofan á farminn og deilt siðan út bæði fæði og klæðum. Flyttu innileg- ustu þakkir til landa þinna. — En Mr. Pearce heldur áfram að ræða um hjálparstarf íslend- inga. — Svona var þetta í fyrra lika. Þegar við áttum varla krónu i kassanum, en lifið lá á að halda áfram útdeilingu mat- ar, kom þá ekki þessi stórhöfð- inglega peningagjöf frá þessari litlu eyju í ísnum. Makalaust fólk. Ég verð að komast þangað einhvern tíma. Ég býð hann velkominn, ef annir leyfa honum einhvern timann að fara héðan. Mr. Pearce hefur mejra að segja: — Og svo reyndist hjálpar- starfið brýnast, þar sem ís- lenzkir kristniboðar voru starf- andi. Þú hefðir átt að sjá þá að verki. Ég hef nú verið í hjálpar- starfi frá stríðslokum og ég þori að fullyrða, að sjaldan hafi orð- ið eins góð nýting á gjafakorni og því sem þessir ágætu tslend- ingar dreifðu. Þeir vissu hvar þörfin var mest, þekktu allar aðstæður og höfðu svo einstak- lega gott lag á heimamönnum, það er ekki öllum gefið. DRYKKjURÆFÍU- / KVENNAFLAGARl l LETÍUAUGUR / ax— VÍE> 5KULUM SATWST EL5KAN &LERTAUIÐ ER BÚIÐ < i.'-J 11 ^ -'l. wi^íÍÍtm£m2m^LmLL Og Bretinn hlær við er hann segir mér sögu, sem ég hafði reyndar heyrt áður af þeim löndum í Konsó. — Þessi svokölluðu „frum- stæðu“ þjóðfélög, geta oft kennt okkur sitthvað um samfé- lagshætti. Til dæmis hafa þeir þann háttinn á í Konsó, ef ein- hver verður brotlegur við lög þeirra, að þeir safnast saman, setja þjófinn eða hvað hann hefur nú af sér gert, upp á pall og síða: læja þeir áð honum tímunun. saman. Það er bitur refsing, skal ég segja þér. Nú þegar þeir fóru að dreifa korni I Konsó, vildu þeir sem betur voru staddir líka fá sinn skerf. Skúli og Jónas vissu að ef þeir væru beittir hörðu, kynnu þeir að grípa til skemmdarstarfs I hefndarskyni, dreifa gróusög- um, skemma bíla o.s.frv. Því sögðu okkar menn að þeir væru velkomnir eins og þeir ör- snauðu, bara koma þegar dreif- ingin færi fram. Þegar þeir riku birtust í biðröðinni, gall við hlátur. Menn veltust um af hlátri — og þeir ríku læddust sneyptir burt, höfðu lært sína lexfu, en gátu hins vegar ekki fjandskapast við hjálparstarfið. — Ja, það er að mörgu að gæta. Mr. Pearce telur þá upp þessa íslenzku afbragðsmenn og ber nöfnin þeirra fram á dæma- laust kyndugan hátt: Haraldur Ólafsson, Helgi Hróbjartsson, Jónas Þórarinsson og Skúli Svavarsson. Og enn lofa ég að koma þakklæti hans á fram- færi. Eg spyr Pearce hvað hæft sé í því, að ekki komist öll hjálp á leiðarenda en hafni stundum hjá þeim sem þurfa hennar minna með. — Það er aldrei hægt að kom- ast hjá því að eitthvað lendi á röngum stað. Er ekki vörurýrn- un í beztu fyrirtækjum, hvað þá við þær aðstæður, sem við verð- um að vinna við. Mannlegt eðli er nú einu sinni eins og það er. BIll bilar á vegleysum. Um nótt er hluta farmsins stolið, kannski af sársvöngum, kannski af þeim sem hefur sín- ar hugmyndir um eignarétt. Oftast erum við að verki í neyðaraðstæðum, ókunnugir aðstæðum. Þá er erfitt að greina hver er svengstur, þegar allir eru svangir. Ef við höfum ekki þeim mun betri aðstoðar- menn, eins og í Konsó, geta þorparar smyglað sér aftur i röðina, án þess að við greinum það. Ókunnugum eru öll andlit- in eins. En ekki ætti það draga úr okkur þótt einhve slík mistök verði á umfangs- miklu starfi. Hinir nauðstöddu verða að fá hjálp, og neyð þeirra er nógu sár, þótt við lát- um þá ekki gjalda spillingar samfélagsins. En ekki þurfum við vestrænir heldur að vera hissa. Það er nú svo í Englandi og kannski líka á tslandi, að þeir ríku hreppa stundum það, sem þeim fátæku var ætlað. Og þar er þó eðlilegt ástand. Opnir fjölmiðlar og allt til alls til að uppgötva svik. En satt að segja er ég stund- um stórundrandi hve vel tekst að koma hjálp á rétta staði, við þær firna erfiðu aðstæður, sem vinna verður við. Það þyngir yfir Pearce og hann bætir við: — Hér fyrr á árum var þetta allt léttara. Það kom upp neyð- arástand, hjálp var send og mál- ið leystist. Nú virðist vandamál- ið vera miklu alvarlegra. Sum lönd virðast lifa við sífellda neyð og þar er enginn endir á. Höfðinglegar gjafir frá nægta- samfélögum, lina þjáningar þeirra i svip eins og skylda okk- ar er að gera — en það er engin lausn til frambúðar. Og finnist ekki lausn, sem verður fram- kvæmd fljótlega, lýkur þessu aðeins á einn veg: Hungur um heim allan. — Ég spyr hvort hann sé ekki farinn að þreytast á þessu starfi. — Fyrir löngu síðan vildi ég hætta. En þegar maður hefur séð neyð fólks, getur maður ekki látið eins og maður viti ekki um hana. Maður er knúinn til að gera eitthvað til gagns. Maður verður að þrauka svefn- lausar nætur, martraðir, en starfið veitir líka mikla gleði. Þegar maður finnur að maður er til gagns og þegar allt gengur vel við dreifingu eins og þegar maður vinnur með íslending- um ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.