Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 3 BUNAÐARÞING — Frá setningu Búnaðarþings í gærmorgun. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra í ræðustól. Ljósm. Sv. Þorm. Aburðarhækkunín ekki óheft út í verðlagið sagði Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings í gærmorgun BÚNAÐARÞING var sett f gænnorgun að Hótel Sögu. Þingið setti Asgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags Islands og að ræðu hans lokinni ávarpaði Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra þing- fulltrúa. Fundum var framhaldið sfðdegis og gerði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri þá grein fyrir afgreiðslu mála frá sfðasta Búnaðarþingi. 1 dag hefst þingfundur klukkan 9.30, og gerir Ketill Hannesson þá grein fyrir könnun um heppiiegasta bústærð. Klukk- an 16.30 flytur dr. Þórhallur Vilmundarson prófessor erindi um örnefni. 25 fulltrúar sitja á þinginu, þar af tveir sem ekki hafa verið aðalfulltrúar áður, Jón Helgason alþm. Seglbúðum og Gutt- ormur Vigfússon Geitagerði. 11 mál hafa þegar verið lögð fyrir þingið, en venjulega tekur það til meðferðar 30—40 mál. Á málum eftir að fjölga. Stefnt er að þvf að ljúka þinghaldinu á tveimur vikum að þessu sinni, en venjulega hefur Búnaðarþing staðið f þrjár vikur. Afkoma bænda almennt góð 1 upphafi ræðu sinnar við setn- ingu Búnaðarþings i gærmorgun minntist Asgeir Bjarnason fjög- urra frammámanna í landbúnaði sem látist hafa frá þvi siðasta Búnaðarþing var haldið. Það eru þeir Ásgeir L. Jónsson ráðunaut- ur, Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, fyrrverandi formað- ur Búnaöarfélags Islands, Guð- mundur Jónsson bóndi Ljárskóg- um og Jónas Kristjánsson mjólk- urbússtjóri á Akureyri. Því næst flutti Asgeir almennt yfirlit um landbúnaðinn, sagði að tíðarfar hefði víðast hvar verið hagstætt á síðasta ári og heyskap- artíð góð þótt heyfengur hefði sums staðar verið rýr vegna kals í túnum. Afkoma bænda hefði al- mennt verið góð og þvi valdið ágætt vor og gott árferði ásamt ýmsum opinberum ráðstöfunum undanfarinna ára, sem leitt hefðu til þess, að bændur voru nær þvi en oft áður að ná launum sam- kvæmt verðlagsgrundvelli undan- farinna ára. Því næst gerði hann að umtalsefni lánasjóði og trygg- ingar i landbúnaðinum. Þá ræddi Ásgeir um þau skrif og þær um- ræður sem átt hafa sér stað um landbúnaðarmál upp á siðkastið og undirstrikaði í þvi sambandi mikilvægi landbúnaðarins fyrir íslendinga. Þá ræddi hann um hinn mikla efnahagsvanda sem við blasir og þær hækkanir sem orðið hafa, og hvatti bændur til sparsemi. Skattlagning jarðasölu Halldór E. Sigurðsson landbún- aðarráðherra sagði m.a. að siðasta ár hefði verið all umhleypinga- samt í íslenzkum þjóðmálum. Einn merkasti atburður þess varðaði islenzkan landbúnað, þ.e. sú ákvörðun Alþingis á Þingvöll- um að verja 1000 milljónum til landgræðslu í tilefni þjóðhátiðar- innar. Þá talaði hann um aðkall- andi mál fyrir landbúnaðinn sem biðu afgreiðslu á Alþingi, og væri þá fyrst að telja jarðalögin og ábúðarlögin í tengslum víð þau. Kvað Halldór það brýna nauðsyn að sinu mati, að jarðalögin yrðu í aðalatriðum lögfest í þeirri mynd sem þau hefðu verið lögð fram í. Ástæðan væri sú, að land hefði hækkað svo mjög í verði, að von- litið verk væri að byggja upp landbúnaðarframleiðslu á svo dýru landi sem hér væri víða orð- ið. I þessu sambandi hefði sú gagnrýni komið fram, að bændur væru með þessu móti verr settir en aðrir þegnar þjóðfélagsins, sem ættu land og seldu það til annars en landbúnaðar. Þar væri því til aó svara, að eftir sinu mati ætti að leggja skatt á sölu á sliku landi, og kæmi þá til greina það form að skatturinn yrði greiddur á lengri tíma. Orðrétt sagði ráð- herrann i þessu sambandi: „Það er óhugsandi að láta skatt- þegna þjóðfélagsins greiða tekju- skatt af venjulegum aflatekjum, sem eru oft litlar fjárhæðir miðað við þetta, e.t.v. 1—2 milljónir króna, en láta svo hins vegar tugi eða hundruð milljóna kr. tekjur af landsölu vera skattfrjálsar. Ég álít, að þessa breytingu verði að gera, og það eigi að vinna upp á móti því, sem talað er um að bændur myndu tapa við setningu jarðalaganna." Til viðbótar gat ráðherra um eitt mikilvægt frumvarp, þ.e. til laga um búnaðarfræðslu. Merk- asti þáttur þess væri hugmyndin um búnaðarháskóla sem staðsett- ur yrði á Hvanneyri. Ráðherra ræddi um fram- kvæmdir í landbúnaði á árinu 1974 og kvað þær meiri en verið hefði áður. Ur stofnlánadeild landbúnaðarins voru veitt 2129 lán að upphæð 1132,4 milljónir. Til viðbótar hefði veðlánadeild Búnaðarbankans veitt 120 lán til jarðakaupa að fjárhæð 55 milljón- ir. Því næst gerði ráðherra að umtalsefni þær umræður sem átt hafa sérstaðumlandbúnaðinnað undanförnu og þá gagnrýni sem komið hefur fram á hann. Taldi ráðherra þá gagnrýni óréttmæta og kom með ýmis rök máli sínu til stuðnings. Vitnaði ráðherra m.a. í Jón Trausta, sem lætur eina af söguhetjum sínum segja: „borgir hrynja ekki fyrir stóryrðum". Áburðarhækkunin ekki óheft út í verðlagið Loks gerði Halldór E. Sigurðs- son að umtalsefni þann mikla vanda sem við blasir i efnahags- málum og kvað það ljóst að bænd- ur yrðu að bera sinn hluta byrð- anna eins og aðrir landsmenn. Þá gerði hann yfirvofandi stórhækk- anir á áburði að umtalsefni og sagði orðrétt: „Eitt stórmál fær islenska bændastéttin nú í fangið, sem erfitt mun reynast til úrlausnar. Eins og fleiri vandamál atvinnu- veganna snertir mál þetta hags- muni allrar þjóðarinnar, en það er verðhækkun á áburði, sem er frá siðasta ári um 135%. Ef þessi verðhækkun gengur óheft út í verðlag landbúnaðarvara, mun hún valda a.m.k. um 12% hækkun á þeim. Afleiðingar þessara verð- hækkana munu siðar koma fram sem almenn verðhækkun i land- inu, með allt að þvi þreföldum þunga að ári liðnu. Þannig eru áhrif verðlags í efnahagskerfi okkar. Rikisstjórnin fjallar nú um þetta vandamál. Landbúnaðar- ráðuneytið mun láta Búnaðar- þingi i té nefndarálit áburðar- Framhald á bls. 31 Ljósm. Hreggviður Guðgeirsson. NORGLOBAL — Bræðsluskipið Norglobal liggur ennþá á Reyðarfirði og gengur bræðsla loðnunnar rnjög vel. Norglobal hefur tekið við rúmlega 25 þúsund lestum, og er næst hæsta löndunarstöðin það sem af er vertíðinni. óskar tlalldórsson RE 3636 Reykjaborg RE 3583 Grindvíkingur GK 3314 Þórður Jónasson EA 3291 óskar Magnússon AK 3266 Höfrungur III AK 3012 Náttfari ÞII 2768 AlbertGK 2725 ^æberg SU 2711 Ilrafn Sveinbjarnarson GK 2681 Skfrnir AK 2667 Harpa RE 2617 tsleifur VE 2571 Svanur RE 2484 Dagfari ÞII 2479 Magnús NK 2478 Jón G arðar GK 2353 Bjarni ólafsson AK 2299 Sveinn Sveinbjörnsson NK 2249 Halkfon VE 2204 Sigurbjörg ÓF 2117 KeflvfkingurKE 1985 VíðirNK 1920 Járngerður GK 1856 Skógey SF 1815 Álftafell SU 1800 ólafur Magnúvson EA 1718 Ljósfari ÞH 1704 Ársæll Sigurösson GK 1703 ólafur Sigurðsson ÁK 1680 Sandafell GK 1624 Skinney SF 1602 Arsæll KE 1585 Árni Magnússon Sl 1553 Helgall RE 1546 Þórkatla II GK 1546 Hafrún tS 1440 VlðirAK 1365 Kristbjörg II VE 1352 BáraGK 1342 Bergur VE 1335 Arnarnes HF 1258 FaxiGK 1249 (•unnar Jónsson VE 1226 llúnaröst ÁH 1203 Bjarnarey VE 1183 Hinrik Kó 1147 Grfmseyingui (»K 1139 Huginn VE 1136 Hagbarður KE 1107 Ásborg RE 1058 lsleifur IV VE 1022 Afla hefur verió landað á einstökum stöðum sem hér segir: Nafnstaðar Vikuafli Heildarafli (lestir) (lestir) Vestmannaeyjar 11001 37028 Norglobal 9813 25217 Sevðisfjörður 3908 21218 Eskifjörður 4356 20977 Vopnaf jörður 3758 15480 Re> ðarfjörður 3794 14995 Raufarhiifn 2167 12843 Siglufjörður — 10273 Hornafjörður 2787 10186 Fáskrúðsfjörður 1713 7549 Þorlákshöfn 2395 6447 Djúpivogur 1318 6302 Stöðvarfjörður 1987 6013 Grindavfk 729 3108 Breiðdalsvfk 882 2559 Keflavfk — 2153 Reykjavfk 971 2068 Hafnarfjörður 1462 1507 Akranes 184 184 Gísli Árni RE aftur í toppsætið SAMKVÆMT skýrslum Fiskifélags islands fengu 99 skip afla í vikunni og var vikuaflinn samtals 53.225 lestir. Vitaö er um 106 skip er fengið höfðu einhvern afla frá byrjun vertíðar og var heildarafl- inn sl. laugardagskvöld orðin samtals 206.108 lestir. Á sama tíma i fyrra var heildar- aflinn samtats 307.193 lestir og þá höfðu 135 skip fengið einhvern afla. Aflahæsta skipið í vikulokin var Gísli Árni RE 375 með samtals 5.633 lestir. Skipstjórar eru Eggert Gíslason og Sigurður Sigurðsson. Loðnu hefur verið landað á 18 stöðum á landinu auk bræðslu- skipsins Nordglobal. Mestu hefur verið landað i Vestmannaeyjum eða samtals 37.028 lestum, næst er bræðslu- skipið Norglobal með samtals 25.317 lestir. Meðfylgjandi er skýrsla yfir þau skip er fengið hafa 1.000 lestir eða meira svo og skýrsla yfir löndunarstaði. Nafn skips Gisli Árni RE Börkur NK Sigurður RE Súlan EA Loftur Baldvinsson EA Pétur Jónsson RE Helga Guðmundsdóttir BA Guðmundur RE Ásberg RE Rauðsey AK Ililmir SU Jón Finnsson (JK Þorsteinn RE Héðinn ÞII Eldborg BK FífillGK örn KE Ásgeir RE Heimir SU Faxaborg GK Gullberg VE Magn lestir 5633 5618 5527 4832 4476 4382 4343 4325 4273 426! 3927 3894 3892 3863 3780 3720 3706 3695 3681 3665 3651

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.