Morgunblaðið - 25.02.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.02.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 7 Aðhugsahið óhugsanlega Flestir munu nú vera sammála um, að einokun olíuútflutnings- ríkjanna á framleiðslu sinni hafi verið alvarlegasti atburður ársins 1974. Margir áhrifamikl- ir menn hafa varað við þeirri hættu, sem efnahagslífi verald- ar stafi af fjórföldun olíuverðs-1 ins. Sumir tala jafnvel um að vestrænni menningu sé ógnað. Ef útlitið er svo slæmt, hvernig stendur þá á þvf, að ekki er nein ógnun nægilega sterk til þess að breyta ástand- inu. Þessi einfalda en þó vekj- andi spurning er sett fram í grein, sem sennilega mun hafa mikil áhrif um allan heim. Hún er skrifuð af Fobert W. Tucker prófessor í alþjóðamálum við John Hopkins háskólann, og mun birtast í janúarhefti tíma- ritsins „Commentary". Tucker vekur máls á hugsan- legum hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna við Persaflóa og ræðir það, sem mælir með og móti þeim af kaldri skynsemi. Grein hans er enn athyglis- verðari fyrir þá sök, að hann er þekktur fyrir að mæla með því að dregið verði úr afskiptum Bandaríkjanna af málum ann- arra ríkja. Tucker skýrir hina hefð- bundnu merkinu orðsins ,,kreppa“ í samskiptum ríkja þannig, að þá hafi jafnan verið um að ræða deilur vegna lífs- hagsmuna, að sem „sífellt mátti búast við því“, að neytt yrði hernaðarmáttar. Hér er þó um llfshagsmuni að ræða, en samt sem áður hefur enginn virki- lega hótað hernaðarátökum. Stafar það af einhverjum tak- tískum hindrunum eða hefur orðið „bylting" I alþjóðamál- um? Ef Iitið er á málin frá hag- nýtu sjónarmiði, kveðst Tucker ekki sjá mikla erfiðleika á beit- ingu vopnavals. Það svæði sem bezt væri fallið til hertöku er strandlengjan frá Kuwait til Quatar, en þar eru framleidd um 40 af hundraði allrar oliu- framleiðslu OEPC-rikjanna. Ríkin á þessu svæði eru nú hernaðarlega veik. Þau eru fá- menn og skóglítil og „þess vegna er ekki hægt að bera þau saman við Vietnamaðþvíleyti hve miklu auðveldara er að koma við raunhæfu eftirliti". Á jafn hispurslausan hátt lýsir Tucker því yfir, að hann telji afskipti Sovétríkjanna af hern;1 .araðgerðum ólíkleg. Hann álítur, að framleiðslu- mannvirki á svæðinu muni verða eyðilögð, en telur að í versta falli muni þau verða tek- in til starfa á ný eftir þrjá eða fjóra mánuði. Síðan, segir Tucker, gætu Bandarikjamenn framleitt olíu i þeim tilgangi að rjúfa einok- unina. Þeir ættu að sýna fram á, að þeir hefðu ekki skorizt í leikinn til þess að hagnast á því, og það gætu þeir gert með því „að selja olíuna á kostnaðarverði". Stóru olíu- félögin ættu ekki að fá að halda áfram að „stórgræða". Kojna yrði heiðarlega fram við fram- leiðslurikin og tryggja þeim sanngjarnt verð (augljóslega 5 til 6 dollara fyrir tunnuna, þótt Tucker nefni það ekki beinlín- is). Þessu verði mætti breyta í framtíðinni í samræmi við breytingar á heimsmarkaðs- verði. Fyrir þá, sem stunda realpoli- tik og hugsa allt út frá hern- aðarmætti er óneitanlega mikil rökvísi í kenningu Tuckers. Fyrst Bandarikin gátu farið I stríð í Víetnam, þar sem við átt um í rauninni engra hagsmuna að gæta, hvorki pólitfskra né efnahagslegra, hví skyldum við þá ekkert aðhafast þegar vest- ræn siðmenning er sögð í hættu. ,;Raunsæismennirnir“ létu okkur berjast í Víetnam i meira en áratug og sögðu að það væri til þess að sýna fram á ákveðni okkar og trú á málstaðinn. Hið kaldhæðnislega við það ranga og siðlausa ævintýri var auðvit- að, að það eyðilagði viljastyrk I 1 % I'u / V V sfe - 1 iNeUrJJorkStme^ jC2T^\ eftir Anthony Lewis bandarisku þjóðarinnar; ekki aðeins viljann til þess að berj- ast, heldur einnig viljann til þess að bregðast hraustlega við þegar verja þurfti mikilvæga hagsmuni, — án þess þó að grípa til vopna. Hið „furðulega" við afstöðu Bandarikjanna í olíukrepp- unni, svo notuð séu orð Tuckers, er, að þau hafa ekkert gert, hvorki á pólitíska né efna- hagslega sviðinu. Heima fyrir hafa tveir forsetar eytt heilu ári til einskis, þar sem þeir neita að ómaka kjósendur. Öll- um er ljóst að skera verður niður orkuneyzluna, en við lát- um vaða á súðum. Erlendis keppumst við við að selja nýjustu og fullkomnustu vopn- in, fyrir billjónir, til ríkjanna við Persaflóa; við erum að vopna þá, sem eru að tortfma okkur. Grein Tuckers hefur vafa- laust náð tilgangi sínum að þvf leyti sem hún hjálpar okkur til skilnings á því, hvað er í raun- inni um að ræða. Að öðru leyti heldur hann því fram, að með bandarískri hernaðaríhlutun megi finna skjóta og örugga lausn á oliukreppunni, og þar held ég hann fara villur vegar. Reynslan hefur kennt okkur, að hyggilegt er að vera ekki jafn bjartsýnn og Tucker er um áhrifamátt bandariskra hernaðaraðgerða. Við verðum einnig að treysta því varlega að Sovétríkin muni sitja hjá, og við ættum að varast þjóðlegar hefndaraðgerðir þeirra sem yrðu fyrir barðinu á hernaðar- aðgerðum okkar. Einnig hlýtur maður að trúa varlega þeirri hugsjón, að Bandaríkjamenn muni skipuleggja svo olíusöl- una, að til heilla horfði fyrir aðrar þjóðir. Auk þessara hagnýtu hug- leiðinga ættum við að lfta eilítið á siðferðislegu hliðina, eða öllu heldur, hvað er skynsamlegt. Væri skynsamlegt að leggja út i styrjöld með öllum þeim afleið- ingum, sem hún getur haft, til þess eins að lækka verðið á olíutunnunni úr 10 dollurum í 6? Með því er aðeins hægt að mæla, ef allt annað leiðir til ófarnaðar. Nú vitum við hins vegar, að oliuframleiðslan er takmörkuð, og að aukin eftir- spurn myndi leiða til verð- hækkana áður en langt um liði, hvaða stefna sem yrði tekin. Samtök olíuframleiðsluríkj- anna hafa komið okkur í mjög erfiða klemmu og þeim verður að mæta með stjórnmálalegum og efnahagslegum aðgerðum. Þegar til lengdar lætur, og það er ekki langt þangað til, mun- um við geta aðlagazt þvi að við höfum ekki lengur ótak- markaða og ódýra orku. Draum- ar um sigursæla fallbyssubáta munu ekki verða til þess að hjálpa okkur að aðlagast þess- Um breyttu aðstæðum. Þeir mundu leiða af sér hættulegar draumsýnir um að hagvöxtur eftirstríðsáranna, sem byggðist á ódýrri orku, geti gengið endalaust. (Þýð. J. Þ. Þ.) Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27 Simi 25891. Kona óskast til heimilisstarfa utan Reykjavikur. Upplýsingar i sima 20074 eftir kl. 5 á kvöldin. Salur til leigu Árshátiðir — fermingarveizlur — afmæli. Uppl. gefur Ingólfur Helgason simar 50008 og 24966. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypistöðin hf., simi 33603, Eignaskipti Vil skipta á góðri sérhæð með bílskúr i Láugarneshverfi og litlu einbýlishúsi sem næst miðborg- inni. Má þarfnast standsetningar. Upplýsingar í sima 85820 kl. 1 —5. Rennilásar og hnappar i miklu úrvali. Haraldur Arnason Heildverzlun Sími 1 5583. Skattuppgjör Tek að mér skattuppgjör fyrir minni fyrirtæki. Til viðtals frá kl. 9 e.h. til 8 e.h. Svavar H. Jóhannsson, Klapparstig 31, Simi 1 7249. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. Véladeild S.Í.S. Ármúla 3. Höfum verið beðnir að selja Chevrolet Impala 74, sem verður í sýningarsal okkar, að Ármúla 3 i dag og naestu daga. Bill i sérflokki. Verðinu stillt i hóf. Sími 38900. n®------------ HJÓLHÝSA TJÖLD ★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÝSIN ★ TVÖFALDIÐ FLATARMÁLIÐ ★ PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR SUMARIÐ^ E. TH. MATHIESEN H.F. ^STRANDGOTU 1—3, HAFNARFIROI — SÍMI 51919 . Þetta merki ættu allir karlmenn aö þekkja!! Hvers vegna? Jú, því að KORATRON buxur þarf aldrei að pressa,- sama hvað ó gengur, og eftir hvað marga þvotta. KORATRON buxur eru fyrir þó karlmenn, sem klæða sig af smekkvisi og snyrtimennsku. KORATRON buxur eru því kjörnar fristunda- og vinnubuxur fyrir snyrtimenni. AUK ÞESS SPARAST GJALDEYRIR V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.