Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 — ÞANN 12. febrúar 1950 var boðað til fundar f Kópavogs- skólanum, tilefni þessa fundar var stofnun ungmennafélags f Kópavogi. Málefnið fékk góðar undirtekt- ir á fundinum og var félagið formlega stofnað. I fundargerð þessa fundar eru skráð nöfn 29 manna, sem teljast stofnendur félagsins. Nafn á félagið var ekki ákveðið á þessum fundi, en stuttu sfðar var þvf gefið nafnið Breiðablik. Þessi voru upphafsorð ávarps formanns Breiðabliks, Gests Guðmundssonar, á tuttugu ára afmæli félagsins árið 1970. Síðan eru liðin fimm ár, félagið orðið tuttugu og fimm ára og nýr formaður tekinn við stjórn. Sá er Þórir Hallgrímsson og er hann viðmælandi blaðsins um ýmislegt viðvikjandi Breiðabliki, sögu þess, afmælishátíðina og framtíð félagsins. „Þegar Breiðablik var stofnað var Kópavogur ekki mikill vexti,“ sagði Þórir i upphafi. „En eins og flestum er kunnugt hefir upp- bygging kaupstaðarins verið ótrú- lega hröó. Eftir því sem íbúum hefir fjölgað hefir félaginu að sjálfsögðu vaxið fiskur um hrygg. I upphafi var Breiðablik fremur ungmennafélag heldur en íþrótta- félag, en á þvi varð smám saman breyting. Deildaskipting var fyrst tekin upp veturinn 1955—6. Þá var félaginu skipt i þrjár deildir, knattspyrnu-, frjálsíþrótta- og glímudeild, en við i Breiðabliki höfum ávallt átt snúnu glímuliði á að skipa og má þar frægastan telja Armann J. Lárusson.“ Hefir deildum f jölgað I félaginu frá þvi að deildaskipting var fyrst upp tekin? „Já, mikil ósköp. Nú eru starf- andi I félaginu, auk þeirra sem fyrr er getið, handknattleiks- deild, deildir í sundi, körfuknatt- leik, skíðum, blaki og borðtennis. Ég held að megi segja að ekkert félag nema KR starfræki fleiri deildir en við í Breiðabliki. Félagar teljast nú um 1300 og það segir sig sjálft, að þegar félag telur svo marga meðlimi, hlýtur það aó þurfa að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni." Hvernig hefir árangur Breiða- bliks á íþróttasviðinu verið upp á síðkastið? „Það hefir nú verið svona upp og ofan hin siðari ár. Þó held ég að óhætt sé að segja að Breiðablik hafi aldrei eignast eins marga Is- landsmeistara og á slðasta ári. Alls voru það 83 félagar sem hlutu tign Islandsmeistara. I knattspyrnu sigruðu 3. 4. og 5. flokkur, og segir það okkur aó ekki þarf að óttast um knattspyrn- una I framtíðinni. Þá átti Breiða- blik Islandsmeistara I minni- bolta. I handknattleik sigraði Breiðablik í 2. deild kvenna. Félagið eignaðist 2 unglinga- meistara í sundi og 5 meistara i frjálsum íþróttum. I tilefni þess- ara glæstu sigra hefir verið ákveðið að efna til utanfara. Drengirnir í 4. og 5. flokki mun halda til Skotlands. Þá mun mfl. karla í handknattleik fara í keppnisför til Færeyja um pásk- ana.“ Undanfarin ár hefir mikið orð farið af frjálsíþróttamönnum í Kópavogi. Hvað getur þú sagt lesendum af þeim málum? „Já, við höfum átt sterku liði frjálsíþróttamanna á að skipa. Það hefir þó ekki verið öllum ljóst, því til skamms tíma kepptu' frjálsíþróttamenn félagsins ávallt undir merkjum UMSK. En í fram- tíðinni mun okkar fólk keppa undir merki Breiðabliks, nema auðvitað á landsmótum ung- mennafélaganna, en þar höfum við verið með frá upphafi." En, ef við snúum okkur þá að- eins að aðstöðu til íþróttaiðkana i Kópavogi. „Aðstaða til íþróttaiðkana hér í Kópavogi hefir til skamms tíma verið heldur slök. En nú í sumar mun verða tekinn í notkun nýi íþróttavöllurinn í Kópavogsdaln- um sem bæjaryfirvöld hafa byggt af mikilli framsýni. I vellinum eru hitalagnir og dúkur til að breiða yfir hann og verja fyrir veðrum. Þetta gerir það að verk- um að völlurinn verður í nothæfu ástandi mun lengri tíma á ári hverju en aðrir vellir á landinu. Þetta ágæta mannvirki ætti að ýta undir knattspyrnumenn Breiða- bliks til frekari dáða. Þá verður og aðstaða til frjálsíþróttaiðkana við völlinn, en slík aðstaða hefir verið slök til þessa hér í bæ. Aftur á móti eru íþróttahúsmál- in í megnasta ólagi í Kópavogi. T.d. geta skólarnir ekki framfylgt lögboóinni kennsluskyldu. Hér eru tvö íþróttahús. Annað lítið, en hitt all stórt. Þrátt fyrir ein- dregna ósk Breiðabliks hafnaði Kópavogsbær því að hafa húsið það stórt að þar mætti koma fyrir áhorfendapöllum. Þá er annar galli við þetta hús. Hann er sá að á gólfi salarins er teppi, og það var lagt á beran steininn. Slíkt fer ákaflega illa með fætur íþrótta- fólksins. Af þessari ástæðu neit- uðu frjálsíþróttamenn félagsins að æfa í húsinu. Nú, allt þetta lei(|ir af sér að við þurfum að leita á náðir annarra með heimaleiki okkar í körfu- og handbolta. Þá má og geta þess að á s.l. ári keypti Breiðablik dráttarvél, sem knýr togbraut fyrir skiðafólk í Bláfjöllum. Siðan það var gert og eftir að félagió kom á ferðum beint úr Kópavogi upp I Bláfjöll Framhald á bls. 19 Peter Taylor Agnar Friðriks- son ALLIR sem fylgjast með körfuknattleik þekkja skytt- una miklu I IR, Agnar Friðriksson. Allir varnar- menn óttast hann þegar hann er I ham og búinn að „finna fjölina sfna“ eins og það er kallað á körfubolta- máli. Þá er „skyttan gðða“ ekki auðstöðvuð, enda færið oft býsna langt. Agnar byrjaði sfnar fþróttaiðkanir f Ármanni, og æfði handknattleik með 3. fl. félagsins. „Handboltinn veitti mér enga gleði svo ég hætti bara,“ sagði Agnar þegar við inntum hann eftir þvf hvers vegna hann hefði hætt þar. Á þessum árum var Agnar f Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, og þar á skólalóðinni hófust hans fyrstu kynni af körfuknattleik. Þar léku sér margir sem sfðar áttu eftir að ná langt f fþróttinni t.d. Lárus Lárusson og Guð- mundur Ólafsson sem báðir kepptu með Ármanni, og Ift- ill „poIli“, Þórir Magnússon, „hékk“ þar öllum stundum. — Um svipað leyti gekk Agnar f IR og fékk sfna fyrstu tilsögn f gamla IR- húsinu við Túngötu undír handleiðslu Helga Jóhanns- sonar. Þá lék hann sfna fyrstu Ieiki, en það var f 2. fl. Og framfarirnar voru ör- ar. Tveim árum sfðar var Agnar korninn f landsliðið, og lék sfna fyrstu landsleiki á Polar Cup sem fram fór f Svfþjóð 1962. Landsleikir hans eru orðnir 33 talsins, og það er mál manna að aldrei hafi hann leikið betri landsleiki en þá sfðustu. Það var f Kaupmannahöfn og Ósló nú f janúar, og þá fengu varnarmenn andstæð- inganna að sjá „skyttuna á f jölinni sinni". Við spurðum hann um hverjir myndu sigra f yfir- standandi Islandsmóti. — Það eru allir leikir f þessu móti mjög erfiðir, fimm lið eru enn með f toppbarátt- unni, en ég held að það verði IR, KR eða Armann sem kemur til með að sigra að lokum. Ég er ánægður að sjá ungu piltana sem nú eru að koma f IR-Iiðið, þeir lofa góðu um framtfðina. Það eru ekki nema ég og Sigurður Gfslason sem erum eftir úr „gullaldarliðinu" sem var ósigrandi á árunum 1958—’65. — Agnar er manna fróðastur um banda- rfskan körfuknattleik, og hefur fylgst með honum vel f 15 ár. Þar á hann sitt upp- áhaldslið sem er Boston Framhald á bls. 19 Ungir knaltspyrnumrnn úr Breidabliki gerdu gardinn frægan s.1. sumar og urdu Islandsmeistarar f 3., 4. og S. aldursflokki. Myndin var te'kin er drengirnir [ 3. flokki tóku vid verdlaunum slnum, og þarf engan ad undra þótt þeir sóu gladlegir S svipinn. (Ljðsm. Gunnar Steinn). 83 UBK-félagar hlutu Islands- meistaratitil 1974 — ÞARNA var ég meðal bestu knattspyrnumanna Englands. Ég var tauga- óstyrkur vegna þess að ég þekkti ekki strákana f kring um mig. Ég sat við hliðina á Derby-leikmönnunum Nish, Hector og McFarland. Eftir svolitla stund hallaði McFarland sér að mér og sagði: „Það er ekki sakir ókurteisi, en hvað heitir þú?“ Sá sem þessa sögu seg- ir er Peter Taylor, leikmað- ur með Crystal Palace. At- burðurinn átti sér stað þeg- ar Don Revie, landsliðsein- valdurinn enski, kallaði f fyrsta sinn saman tilvonandi landsliðshóp. Þá voru það fleiri en McFarland sem ekki þekktu nafn Peter Taylor. Malcolm Allison var sann- færður um að hann væri að gera góð kaup þegar hann brá undir sig betri fætinum og hélt til Roots Hall f Sout- hend til að kaupa Peter Taylor fyrir 120 þús. pund. Það hefir og komið fram að sú sannfæring Allisons var rétt. Það er svo aftur annað mál, að ef áhugi hefði verið fyrir hendi hjá Crystal Palace fjórum árum áður hefði félagið ekki þurft að borga eyri fyrir Taylor. Þá kom unglingaþjálfari félagsins auga á hæfileika Taylors, en framkvæmda- stjórinn þáverandi, Bert Head, hafnaði Taylor. Þvf fór Taylor til lftils félags f Essex, Canvey, og var þar um tfma. Einnig var hann til reynslu um mánaðar skeið hjá Tottenham, en sfðan hafnaði Tottenham samn- ingi. Loks kom að þvf að eitt- hvert félag sýndi Taylor áhuga. Það reyndist vera Southend. Þeir keyptu Tayl- or eftir að hafa séð lið hans vinna sigur á öðru með 28 mörkum gegn engu, og þó skoraði Taylor aðeins einu sinni. Hjá Southend dvaldi Taylor f um það bil fjögur ár, lék 57 leiki fyrir félagið og skoraði 6 mörk. Hann undi hag sfnum vel hjá Sout- hend, komst niður á fastara form í leik sfnum og náði að byggja sig vel upp fyrir stærri átök. Taylor segir sjálfur að hann hafi ætfð átt þann draum að ná langt f knattspyrnunni. Þegar Malcolm Allison kom með samninginn til Southend var Taylor á báð- um áttum til að byrja með. Honum var ekki strax kunn- ugt um upp á hvað tilboðið hljóðaði. En þegar það var kunngert trúði hann vart sfnum eigin eyrum. 120 þús. pund. Tilboðinu var tekið og hvorki Taylor né Palace sjá eftir þvf. Eins og flestum mun kunnugt lék Crystal Palace f 1. deild árið 1972—73. Að vfsu féll liðið þá niður f 2. deild. En fallið varð stærra, þvf liðið féll þegar niður f Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.