Morgunblaðið - 25.02.1975, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 25. FEBRÚAR 1975
Islandsmótið í knatt-
spyrnu hefst 18. maí
«
Þessa dagana er verið að raða
niður knattspyrnuleikjum
sumarsins og ég vona að um
næstu helgi liggi fyrir uppkast að
mótaskránni, sem sfðan verður
send út til félaganna, sagði Helgi
Daníelsson formaður Mótanefdar
K.S.l. er við spurðum hann frétta
af störfum Mótanefndar.
Helgi sagði að þátttakan í lands-
mótunum í sumar væri meiri en í
fyrra og nokkur ný félög bættust í
hópinn. Stefnt verður að þvl að
keppnin I 1. og 2. deild hefjist
síðari hluta maí, eða um hvíta-
sunnuna, sem er 18. maí, og ljúki
um mánaðamótin ágúst- sept.
Helgi sagði, að búið væri að draga
töfluröð i 1. umferð:
Nýliðarnir í deildinni, FH, leika
á móti Fram á heimavelli, en
Vestmannaeyingar fá Víkverja í
heimsókn. íslandsmeistararnir
frá Akranesi fá sina gömlu erki-
'jendur, KR-inga, til Akraness, en
Keflvíkingar leika við Bikar-
meistara Vals á Laugardalsvellin-
um. I 2. deild mætast í fyrstu
umferð Armann og Breiðablik á
Armannsvellinum. Selfyssingar
mæta nýliðunum í deildinni, Vík-
ingi frá Ólafsvík á heimavelli.
Þróttur leikur við Völsunga frá
Húsvik á Þróttarvellinum við
Theódór Guðmundsson:
Knattspyrnuþjálfaraspjall
FIMLEIKASAMBAND Islands mun gangast
fyrir dómaranámskeiði laugardagínn 1. og
sunnudaginn 2. marz n.k. Er það framhald
námskeiða sem sambandið gekkst fyrir (
janúar og febrúar s.l. Aðrir sem sótt hafa
dómara- eða kennaranámskeið f fimleikastig-
anum hafa einnig rétt tíl þátttöku. Kennarar
verða norskir: Björn Lorentzen og Marit
Kalland. Upplýsingar veitir skrifstofa Fim-
leikasambandsins og Þórir Kjartansson
fþróttakennari. Þátttaka tilkynnist til sömu
aðila.
tR-ingar eru nú komnir I gang
með hin vinsælu vfðavangshlaup
sfn fyrir börn og unglinga:
Hljómskála- og Breiðholtshlaup.
Þrjú Hljómskálahlaup hafa þegar
farið fram, og á næstunni munu
svo fara fram þrjú Breiðholts-
hlaup. Þátttaka I Hljómskála-
hlaupinu hefur verið með mikl-
um ágætum. 19. janúar þegar
fyrsta hlaupið fór fram mættu 66
til leiks og 16. febrúar þegar
hlaupið var öðru sinni mætti 61
til leiks. Þriðja hlaupið fór svo
fram s.l. sunnudag.
í hlaupum þessum er keppt I
mörgum aldurflokkum bæði pilta
og stúlkna. I fyrsta hlaupinu var
ágætur árangur enda veður þá
með betra móti. Bezta tima
stúlknanna i þeirri keppni fékk
Anna Haraldsdóttir, f. 1959, en
hún hljóp á 2,56 mín. Þá vakti
árangur Thelmu Björnsdóttur, f.
1964 sérstaka athygli, en hún
hljóp á 3,30 mín.
Af piltunum náði Gunnar Þ.
Sigurðsson bezta tímanum, 2,23
min., en hann keppti í aldurs-
flokki f. 1959. Þá náðu þeir
Magnús Haraldsson og Atli Þór
Þorvaldsson athyglisverðum
árangri. Magnús f. 1961 hljóp á
2,47 mín og Atli f. 1962 hljóp á
2,52 min.
I hlaupinu 16. febrúar náðist
enn betri árangur en í fyrsta
hlaupinu, þótt aðstæður væru þá
reyndar verri. Nanna Sigurdórs-
dóttir, f. 1965 vakti mesta athygli
I telpnaflokki, en hún hljöp á 3,29
mín og i piltaflokknum var það
Guðjón Ragnarsson sem stóð sig
tiltölulega bezt. Hann er f. 1964
og hljóp á 2,57 mín. Bæði Nanna
og Guðjón settu met í sínum
aldursflokki, og hljóp Nanna á
tæplega mínútu betri tima en
jafnöldrur hennar.
Beztum tíma i stúlknaflokki
náði hins vegar Anna Haralds-
dóttir, f. 1959, en hún hljóp á 2,52
mín. Hafsteinn Óskarsson náði
beztum tíma i piltaflokknum,
hljóp á 2,27 mín., en Hafsteinn er
fæddur 1959.
MIG langar að ræða nokkuð um
þjálfaramál okkar islenskra
knattspyrnumanna. Nú er svo
komið að aðeins einn Islendingur
er talinn nógu hæfur til að þjálfa
1. deildar lið. Að vísu eru tveir
íslenskir með annað 1. deildar lið
og tel ég það lofsverða nýjung
sem ég vona að sé spor I rétta átt.
Ég held að í framtíðinni verði
tveir menn sem þjálfa og stjórna
okkar bestu liðum. Fyrir nokkr-
um árum voru eingöngu fslenskir
þjálfarar með öll okkar lið. Hvað
hefur gerst?? Það sem gerst hef-
ur er það að nú telst ekkert lið
hafa möguleika nema ráða er-
lendan þjálfara. Þetta væri gott
og blessað ef á þessum ráðningum
væru ekki nokkrir stórir gallar.
Alvarlegast tel ég vera að félögin
munu borga um tvær og hálfa
milljón í laun og kostnað við
hvern þjálfara. Þetta er allt of
mikið og verður að teljast óverj-
andi á sama tima og íslensk
þjálfaramál eru látin sitja á hak-
anum.
Félögin hafa því enga peninga
til að sinna unglingastarfinu. Má í
því sambandi nefna að menn eru
Veðjað
íEng-
landi
LÍFLEGT hefur verið að undanförnu
hjá enskum veðmöngurum, þar sem
nú dregur að úrslitum bæði í ensku
1. deildar keppninni og I ensku
bikarkeppninni i knattspyrnu. Veðja
flestir i sigur Leeds United I bikar-
keppninni og á. sigur Liverpool I
ensku 1. deildar keppninni. Staða
veðmálanna er annars þessi:
Bikarkeppnin: Leeds United 3:1,
Ipswich Town 4:1, West Ham
United, Middlesbrough og Arsenal
7:1, Birmingham City 8:1, Carlisle
United 9:1, Leicester City 20:1 og
Fulham 28:1.
Deildarkeppnin: Liverpool 7:2,
Everton 4:1, Leeds 7:1, Ipswich 8:1,
Derby County 9:1, Stoke City 10:1
og 14:1 á önnur lið.
Dómaranámskeið
ráðnir til að þjálfa yngri flokkana
aðeins vegna þess að lítið eða ekk-
ert þarf að borga þeim fyrir. Ekk-
ert er spurt um menntun, hæfi-
leika eða reynslu.
Fyrir fjórum árum var stofnað
hér í Stór-Reykjavík eins og það
var orðað, félag sem hlaut nafnið
Knattspyrnuþjálfarafélag Is-
lands. Aðal markmið félagsins er
að auka áhuga á knattspyrnu-
þjálfun og stuðla að því að allir
þeir er við þjálfun fást hafi hlotið
undirstöðumenntun. Ég hef fylgst
með störfum félagsins frá stofnun
þess og tel að það hafi farið vel af
stað. Allir okkar helstu þjálfarar
voru i stjórn eða stofnfélagarar
og verkefnin voru óþrjótandi. Sið-
an hefur það komið í ljós að félag-
ið hefur átt í miklum erfiðleikum.
Þó hafa verið haldin 4 til 5
þjálfaranámskeið og gefin út
fréttabréf. Aðal vandamálið er
það að knattspyrnufélögin hafa
sýnt félaginu algert áhugaleysi ef
ekki beina óvild. Eins og sést á
því að þau hvorki styðja það né
virða. Af þessari afstöðu leiðir
svo að menn geta þjálfað hjá
félögunum án þess að vera í
þjálfarafélaginu og fara þess
vegna á mis við þá fræðslu sem
þar fer fram. Hér með skora ég á
forystumenn knattspyrnufélag-
anna að taka þjálfaramálin föst-
um tökum. Væru ekki knatt-
spyrnuráðin heppileg til að koma
á framfæri tillögum um úrbætur?
Að lokum vil ég svo þakka
Knattspyrnusambandinu fyrir
þann stuðning og velvilja sem það
hefur sýnt Knattspyrnuþjálfara-
félaginu en miklu meira þarf til
að koma þessum málum f lag.
Reykjavfk 20. febrúar 1975
Theódór Guðmundsson
Fríður
IR-hópur
ÞÓTT íslandsmótinu f körfuknatt-
leik kvenna sé ekki lokið enn, þá
er Ijóst orðið, að þar munu ÍR-
stúlkurnar ganga með sigur af
hólmi og verða þær þvi bæði
íslands- og Reykjavfkurmeistarar
í ár. Mynd þessa af stúlkunum
tók Sveinn Þormóðsson fyrir
skömmu og heldur fyrirliði liðs-
ins, Guðrún Ólafsdóttir, á verð-
launagrip fyrir unninn sigur f
Reykjavfkurmótinu, bikar, sem
Morgunblaðið gaf til þeirrar
keppni.
Nöfn stúlknanna eru, talið frá
vinstri: Sólrún Ástvaldsdóttir,
Olga Bjarnadðttir, Lfna Gunnars-
dóttir, Ásta Garðarsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, fyrirliði, Hall-
dóra Kristjánsdóttir, Anna
Edvardsdóttir, Vilborg Gunn-
laugsdóttir, Friðný Jóhannesdótt-
ir og loks Einar Ólafsson. þjálfari
liðsins.
Sæviðarsund og fjórði leikurinn i
umferðinni verður milli Hauka
frá Hafnarfirði og þess liðs sem
kemur til með að taka sæti Akur-
eyringa f deildinni. Eins og kunn-
ugt er hafa Akureyringar dregið
þátttöku sína til baka, þar sem
liðin þaðan, KA og Þór, hafa
ákveðið að hætta áralöngu sam-
starfi og senda lið til keppninnar
sitt i hvoru Iagi. Enn leggur ekki
fyrir hvort liðið tekur sætið í
deildinni, eða þá að þriðju aðil-
inn, Reynir frá Arskógsströnd,
kemur til með að hljóta það, en
þetta ætti að liggja fyrir á næst-
unni.
I 3. deil verður riðlaskipting að
venju og verða riðlarnir að öllum
likindum 7 að þessu sinni, en i
riðlana er skipt eftir landshlut-
um.
Þá sagði Helgi að ný reglugerð
varðandi yngri flokkana hefði
verið samþykkt á siðasta þingi
K.S.l. og stækka riðlarnir hér á
Suðurlandi nokkuð, þar sem 11
lið skipa nú sterkasta riðilinn. Úti
á landi verður keppnin með svip-
uðum hætti og áður, sömuleiðis
verður kvennamótið meó sama
fyrirkomulagi og á s.l. ári.
Helgi sagði að leikir landsmót-
anna i sumar yrðu væntanlega
hátt í 700 og væri þvi mikið verk
að raða þeim öllum niður, þannig
að sem flestir mættu sæmilega vel
við una.
En þá, sem bíða óþolinmóðir
eftir að sjá knattspyrnu, má
hugga með því, að senn fer
Meistarakeppni KSI að byrja og
fyrsti leikurinn í þeirri keppni,
milli Islandsmeistaranna frá
Akranesi og Bikarmeistara Vals,
fer fram á Akranesi innan
skamms.
Ekki var okkur kunnugt um nöfn ungu hlauparanna sem efri myndin er af, en vfst er að þeir
draga ekki af sér og einbeytnin skfn úr svip þeirra. Kempuna á neðri myndinni kannast vfst
flestir við Guðmundur Þórarínsson, þjálfari ÍR, og stjórnandi vfðavangshlaupa félagsins.
AGÆT ÞATTTAKAIINGA F0LKSINS
í HLJÓMSKÁLAHLAUPIM ÍR-INGA