Morgunblaðið - 25.02.1975, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975
Flestar Oscarsverðlaunaútnefning-
ar til Chinatown og Godfather II
Los Angeles, 24. febrúar
Reuter — AP.
BANDARÍSKA kvik-
myndaakademían í Holly-
wood birti í dag útnefn-
ingar til Oscarsverðlauna
Albert Finney I Murder on the
Orient Express.
og eru það myndirnar
Chinatown og Godfather
II, sem hlutu flestar út-
nefningarnar, eða 11 hvor
mynd. Næstar á eftir komu
myndirnar Towering
Inferno, Lenny, mynd um
líf hins grófa bandaríska
háðfugls Lenny Bruce, og
mynd eftir sögu Agötu
Christie, Murder on the
Orient Express.
Leikarar, sem hlutu útnefningu
fyrir beztan leik í aðalhlutverki,
voru Art Carney, fyrir leik sinn í
„Harry and Tonto“, Carney varð
frægur fyrir leik sinn með Jakie
Gleason í þáttum hins síðar-
nefnda; Albert Finney fyrir leik
sinn í „Murder on the Orient
Express; Jack Nicholson fyrir
leik sinn í Chinatown og A1
New York, 24. febrúar. Reuter.
HAFEZ al Assad Sýrlandsforseti
segir I viðtali við bandaríska
tímaritið Newsweek, sem kom út
í gær, að hann gæti fallist á lang-
tfma friðarsamning við Israel, ef
Israelar létu af hendi Golanhæð-
irnar og féllust á stofnun
Palestlnurfkis á vesturbakka ár-
innar Jórdan og Gazasvæðinu.
Orðrétt sagði Assad: „Ef lsraelar
snúa aftur til iandamæranna eins
og þau voru 1967 mun sfðasta
hindrun fyrir varanlegu friðar-
samkomulagi úr vegi; þetta er
ekki áróður, við meinum þetta I
alvöru hreint út.“
Assad sagði ennfremur að Sýr-
Pacino fyrir leik sinn i Godfather
II.
Leikkonur, sem útnefningu
hlutu fyrir aðalhlutverk voru
Ellen Burstyn fyrir „Alice doesn’t
live here anymore"; Diahnn
Caroll fyrir „Claudine”; Faye
Dunaway fyrir Chinatown;
Valerie Perrine fyrir „Lenny“ og
Gena Rowlands fyrir „A Woman
under the influence".
Útnefningu fyrirbeztan leik í
aðalhlutverki hlutu Fred Astaire
fyrir „The Towering Inferno";
Jeff Bridges fyrir „Thunderbolt
and Lightfoot" og Robert de Niro,
lendingar hefðu engan áhuga á að
ísraelar drægju heri sína 8—10
km til baka sunnan við Golanhæð-
ir, en sagt er að ísraelar og
Kissinger, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, hafi rætt þetta
mál.
Á öðrum stað í blaðinu segir
Moshe Dayan, fyrrum varnar-
máiaráðherra israels, að hann
styðji ekki aðferð Kissingers, að
koma á samkomulagi milli Araba
og israela í áföngum, skref fyrir
skref.
Skv. skoðanakönnun, sem birt
var í New York í gær, eru 41%
Bandaríkjamanna fylgjandi því
Michael V. Gazzo og Lee Stras-
berg fyrir „Godfather II“. Fimm
leikkonur hlutu einnig útnefn-
ingu, Ingrid Bergman fyrir
„Murder on the Orient Express”;
Valentian Cortese fyrir „Day for
night“; Madelain Kahn fyrir
„Blazing Saddles"; Diane Ladd
fyrir „Alice doesn’t live here any-
more“ og Talia Shire fyrir „God-
father II“.
Utnefningu fyrir bezta leik-
stjórn fengu Chinatown, Roman
Polanski; Day for night, Francois
Truffaut, og Francis Coppola fyr-
ir Godfather II.
að hernaðaraðstoð við Ísrael verði
minnkuð, 37% vilja að hún
haldist óbreytt, en 8% vilja að
hún verði aukin. Þá voru 52%
andvigir þvi að Bandaríkin gerðu
samkomulag, þar sem öryggi
lsraels yrði tryggt. 35% voru
fylgjandi siíku samkomulagi en
13% óákveðnir.
Joseph Sisco, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, var
spurður um það i sjónvarpsþætti
á sunnudag, hvort Bandarikin
ihuguðu slíkan samning og
tryggingu, en hann svaraði þvi
neitandi. Sisco er helzti sér-
fræðingur Bandarikjastjórnar í
málum Miðausturlanda og hefur
farið með Kissinger í flestar hans
ferðir á þær slóðir.
„COLAJNHÆÐIR OG PALESTÍMJRÍKI
FYRIR LAINGTÍMAFRIDARSAMNIING”
— segir Assad Sýrlandsforseti
Bréf Sakharovs
til KGB
Forsfða Observer, þar sem bréf Sakharovs er birt. Þjóðviljinn sá
ekki ástæðu til að geta um það, en megrunarkexið vakti aftur á móti
forvitni Þjóðviljamanna.
FYRIR nokkru birtist stórum
stöfum á forsíðu Þjóðviljans
fréttagrein um gildi hinna
ýmsu tegunda af megrunarkexi
og karamellum sem sumar eru
á markaði hér á landi og byggði
Þjóðviljinn fréttina á frétt úr
brezka blaðinu OBSERVER. Er
vissulega góðra gjalda vert að
gera slíka úttekt enda eru þess-
ar vörur seldar hér á landi, en
fyrir hina árvökulu fréttamenn
Þjóðviljans hefði ef til vill ver-
ið ástæða til að gefa gaum að
öðru efni, sem birtist á hinni
sömu blaðsíðu og fréttin um
megrunarkex. Þar var birt bréf
Andrei Sakharovs, hins fræga
sovézka vísindamanns og bar-
áttumanns fyrir mannréttind-
um I Sovétríkjunum til yfir-
manns KGB, Y.V. Andropov,
sem hann sendi í byrjun janúar
en hefur borizt til Vesturlanda
fyrir skömmu.
Bréf Sakharov fer hér á eftir
í lauslegri þýðingu;
„Þann 20. desember barst
mér bréf frá Rússneska kristi-
lega flokknum, og hafði það
inni að halda hótanir, sem
beindust að tengdasyni minum
Efrem Yankelevich og ársgöml-
um dóttursyni minum. Bréfarit-
arar hóta að „tortíma” þeim, ef
ég héldi áfram mannréttinda-
baráttu minni. Innihald bréfs-
ins og allur tónn þess bar með
sér að það var samið af starfs-
mönnum yðar með það fyrir
augum að skelfa mig og neyða
mig til þagnar. Daginn áður
hafði mér verið birt niðurstaða
frá vegabréfsáritunarskrifstof-
unni þess efnis að Yankelevich
og konu hans hefði verið synjað
um leyfi til að fara í ferðalag til
Bandaríkjanna í boði forseta
Tæknistofunnar Massa-
chusetts.
Áður en það svar barst hafði
umsókn þeirra legið án þess að
henni væri svarað í eitt ár og
átta mánuði. Þarna er ekki um
neina tilviljun að ræða. Ég lýsi
þvl yfir að fjölskyldumeðlimir
mínir eru gíslar og hafa verið
notaðir sem tæki til að beita
mig þrýstingi. Þetta hefur feng-
izt staðfest í dag enn á ný. Tveir
starfsmanna yðar, sem eltu
tengdason minn á götu, endur-
tóku orðrétt sömu hótanir og
fyrr (og krydduðu þær óþverra-
legu orðbragði) og- kröfðust
þess að ég léti af baráttu minni.
Þeir sögðu: „Hversu oft verð-
um við að vara ykkur við?“ Og
síðan enn skilmerkilegri hótun:
„Við skulum sjá fyrir þér og
syni þinum, skepnan þín. Þú
skalt enda sem lík á rusla-
haugi."
Fyrir ári heyrði ég svipaðar
hótanir settar fram við fjöl-
skyldu mína. Þær settu og fram
starfsmenn yðar sem voru að
störfum I gervi Palestínu-
manna. Sama máli gegnir um
eiginkonu mina, sem Syshchik-
ov rannsóknarmaður hafði í
hótunum við, og var hann þá
einkennisklæddur og í deild
yðar.
Palestínu-Arabar, KGB-
rannsóknarmaður, tilbúin sam-
tök larfaláka sem kenna sig við
kristni — og sannarlega er
hjólið komið á stað með leiftur-
hraða.
Ég krefst þess að áreitni
verði hætt við mig. Ég krefst
þess að glæpastarfsseminni
linni, og öryggi fjölskyldu
minnar verði tryggt.
Gerið ekki svívirðu stofnunar
yðar meiri en hún er með því að
ógna börnum eins og gert var á
Stalínstímanum. Við núverandi
aðstæður, sem deild yðar ber
ábyrgð á, krefst ég leyfis þegar
í stað til handa Efrem Yankel-
evich, eiginkonu hans Tanya
Semyonova og syni þeirra til að
fara til Bandarikjanna um
óákveðinn tíma, en á sovézkum
vegabréfum, svo að þau hafi
rétt til að snúa heim, þegar
öryggi þeirra verður hægt að
tryggja. Það er augljóst að þau
eru gíslar. Eina leiðin til að
hætta þessari þvingunaraðferð,
sem beitt er gegn mér, er að
gefa þeim vegabréfsáritanir
tafarlaust.
Ég krefst einnig tafarlauss
leyfis handa mér og eiginkonu
minni til að fara til Italiu til
lækninga (vegna augnsjúk-
dóms hennar).
Ég krefst þess, að endi verði
bundinn á ofsóknir gegn vinum
mínum og þar á meðal er Sergei
Kovalvov, sem var handtekinn
þann 27. desember.
Jafnhliða því að ég sendi
yður þetta bréf mun ég koma
því á framfæri að öðru leyti og
gefa almenningsálitinu í heim-
inum völ á að styðja það.
Jack Nicholson og Faye Dunaway
I Chinatown.
Knattspyrnu-
særingar
Borgosesia,
24. febrúar — Reuter.
ÞEGAR knattspyrnuliðið í
Borgosesia á italíu tapaði
fimmta heimaleiknum í röð,
lýstu áhangendur liðsins þvi
yfir að engin önnur skýring
væri á þessum hrakförum en
draugagangur á leikvelli bæj-
arins. Var sóknarpresturinn
fenginn til að framkvæma sær-
ingu á staðnum í þeim tilgangi
að fæla afturgöngurnar á
brott, og var þess nú vænzt að
Borgosesialiðið hæfi nýja sig-
urgöngu. En f gær, tveimur
dögum eftir særinguna, lék lið-
ið vió Borgomanero og tapaði
0—1, og enn virðist þvi fjand-
samlegur knattspyrnudraugur
leika lausum hala á leikvelli
Borgosesia.
Óeirðir í Tyrklandi
Ankara, 24. febrúar
— Reuter
EINN maður beið bana og 50
særðust í vopnuðum átökum
hægri og vinstri manna i gær,
er pólitiskar óeirðir brutust út
á Austur-Tyrklandi, aðra helgi
í röð. Ekki er vitað hvernig
maðurinn beið bana. Átökin
urðu i bænum Erzincan er
mótmæli hófust gegn aðgerð-
um um s.l. helgi þar sem tveir
menn létust eftir útifund.
16 fórust
Teheran, 24. febrúar
— Reuter.
SEXTÁN manns fórust og 15
særðust í gær, er áætlunarbif-
reið ók á flutningabíl á vegin-
um nálægt Kerman í Suðaust-
ur-Iran, að því er áreiðanlegar
heimildir hermdu.
DC-10 rannsókn
St. Louis, 24. febrúar
— Reuter.
MCDONNELL Douglas Cor-
poration hefur sent út áríðandi
boð til allra flugfélaga sem
nota DC-10 vélar fyrirtækisins
um að þau láti rannsaka væng-
festingar vélanna. Talsmaður
fyrirtækisins segir að ástæðan
fyrir þessu sé sú, að tyrknesk
flugvél hafi Ient í vandræðum
s.l. miðvikudag vegna bilunar í
vængfestingu.
Egyptar og Svíar semja
Kairó, 24. feb. — Reuter.
EGYPTAR og Sviar undirrit-
uðu i gær samkomulag í efna-
hagsmálum, þar sem gert er
ráð fyrir viðskiptalegu og
tæknilegu samstarfi milli land-
anna tveggja. Utanríkisráð-
herrar landanna, Ismail Fahmi
og Sven Andersson, undirrit-
uóu samkomulagið. Einnig
gerir það ráð fyrir upplýsinga-
og visindalegum samskiptum.
Andersson sagói, að samkomu-
lag þetta væri þýðingarmikið
fyrir Svía og benti á að Svíþjóð
hefði gert fáa slíka samninga.