Morgunblaðið - 25.02.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975
31
Mjög snarpar umræður á
aðalfundi Ferðafélagsins
UM kl. 23.00 í gærkvöldi var
umræðum ekki lokió á fjöl-
mennasta aðalfundi Ferða-
félags islands í sögu þess. Um-
ræður höfðu verið mjög snarpar
Sýningu Jakobs Hafstein list-
málara I Kjarvalsstöðum lauk
s.l. sunnudag. Að sögn Alfreðs
Guðmundssonar forstöðu-
manns Kjarvalsstaða sóttu um
6800 manns sýningu Jakobs,
en s.l. sunnudag komu 1800
gestir. Alls seldi Jakob 62
myndir af þeim 96 sem voru til
sölu, en alls var hann með 144
myndir ásýningunni.
Sama verð
á steinbít
VERÐ á steinbít sem veiðist við
Vestfirði verður það sama áfram
og verið hefur þar sem sá afli sem
veiðist nú af steinbít er hæfur til
vinnslu, cn slíkt er metið af fisk-
mati á hverjum stað hverju sinni.
Verðið verður því áfram kr. 16.85
á kg, en fellur ekki niður í rúmar
11 kr. eins og verðlagsráð hafði
reiknað með fram til 1. marz.
Með áverka
á andliti eft-
ir barsmíðar
17 ARA piltur var handtekinn um
helgina, eftir að hafa veitt jafn-
aldra sínum töluverða áverka á
andliti með því að lemja hann
með hnúum og hnefum. Gerðist
þetta fyrir utan Silfurtunglið, en
báðum piltunum hafði verið vikið
þar af dansleik.
Voru þeir nýkomnir út úr hús-
inu þegar annar piltanna réðst á
hinn og barði hann í andlitið. Er
pilturinn allur blár og marinn,
augu sokkin, nef brákað og spor
saumuð i augabrún. Hinn hefur
viðurkennt að hafa framið verkn-
aðinn. Hann hefur áður verið tek-
inn fyrir líkamsárás er hann
stakk félaga sinn með hnífi þegar
þeir voru að horfa á kvikmyndina
Sting i Laugarásbíói ekki alls fyr-
ir löngu og skýrt var frá í Mbl. á
sínum tima.
Hljómsveit-
in Settlers
í heimsókn
Hljómsveitin The Scttlers er
komin hingað til lands. Hún er
Islendingum að góðu kunn
fyrir sjónvarpsþætti sína. Það
er Ámundi Amundason sem
hefur fengið hljómsveitina
hingað til lands og mun hún
koma fram á dansleikjum á
næstunni, bæði hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu svo og út
um land.
Hlutverk forstjórans,
í Háskóla íslands
DR. M.B. Athreya, kennari við
London Graduate School of Busi-
ness Studies, mun i dag, þriðju-
daginn 25. febrúar, halda fyrir-
lestur, sem hefst kl. 17.30 i hátíða-
sal Háskóla Islands, um efnið:
Hlutverk forstjórans.
Dr. Athreya er hér staddur i
boði viðskiptadeildar háskólans,
sem nýtur til þess styrks frá
Landsbanka Islands. Fyrirlestur-
inn, sem fer fram á ensku, á er-
indi til forráðamanna fyrirtækja
og annarra, sem hafa áhuga á
heildarstjórnun fyrirtækja. Öll-
um er heimill aðgangur.
frá þvi að fundurinn hófst
kl. tæplega 21.00. Þá var sal-
urinn þéttsetinn og tugir
manna stóðu, þvi ekki voru til
sæti handa öllum fundarmönn-
um. Augljóst var af umræðunum
að sögn tíðindamanns Mbl. að
fundarmenn skiptust í tvær fylk-
ingar, annars vegar kringum Ein-
ar Guðjohnsen framkvæmda-
stjóra og minnihluta stjórnar og
hins vegar meirihluta stjórnar
undir forystu þeirra Sigurðar Jó-
hannssonar vegamálastjóra og
Sigurðar Þórarinssonar prófess-
ors. I umræðunum flugu hnútur
um borð, en kl. 23.00 er umræðum
loks lauk var gefið kaffihlé, en
rétt áður en hléið var gefið kom
til kasta lögfræðinga, sem á
fundinum voru staddir, spurning-
in um það hvort umboð utan af
landi, sem fram hafði verið lagt
væri löglegt eða ekki, en það var
frá 20 mönnum austur á Fljóts-
dalshéraði, sem fólu umboðs-
manni sinum að fara með atkvæði
sitt að vild við stjórnarkjör.
Strax eftir kaffihléið átti að
ganga til atkvæða um þrjár laga-
breytingar og síðan átti stjórnar-
kjör að hefjast.
Sæmdir orðu
FORSETI íslands hefir i dag
sæmt eftirtalda islendinga
heiðursmerki hinnar islensku
fálkaorðu:
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra stórkrossi,
Halldór E. Sigurðsson, landbún-
aðar- og samgönguráðherra, stór-
riddarakrossi,
Ásgeir Bjarnaspn, forseta sam-
einaðs Alþingis, stórriddara-
krossi.
Reykjavík, 24. febrúar 1975.
Fréttatilkynning
frá orðuritara.
— Tónlistarhátíð
Framhald af bls. 11
mundsson fagottleikari, Inga Rós
Ingólfsdóttir cellóleikari, Júlíana
Elín Kjartansdóttir fiðluleikari,
Kolbrún Hjaltadóttir fiðluleikari,
Lovisa Fjeldsted cellóleikari, Sig-
urður Ingvi Snorrason klarinettu-
leikari og Þorsteinn Hauksson, en
hann hefur samið eina íslenzka
verkið, sem flutt verður að þessu
sinni. Það heitir ,,Taijah“ og er
fyrir altrödd, barnakór og tréblás-
ara.
Fjögur verk til flutnings á Ung
Nordisk Musikfest 1975 bárust
islensku UNM-nefndinni, en
„Taijah!" varð eitt fyrir vali dóm-
nefndar. 1 henni sátu Jón Ásgeirs-
son, Páll P. Pálsson og Þorkell
Sigurbjörnsson.
Utanför islenska tónlistarfólks-
ins kostar Menningarmálasjóður
Norðurlandanna og Menntamála-
ráðuneyti islands.
islenska UNM-nefndin vill að
lokum vekja athygli áþví að frest
ur til að skila tónverkum (radd-
skrám og/eða segulböndum) til
flutnings á Ung Nordisk Musik-
fest 1976, er haldin verður í Árós-
um, rennur út 1. maí n.k. Verkum
á að skila undir dulnefni, en nafn
höfundar fylgi með i lokuðu um-
slagi. Sendi höfundur fleiri en
eitt verk, skal hann nota sama
dulnefni. Tónskáldið á að vera
yngra en 30 ára.
(Fréttatilkynning)
— Búnaðarþing
Framhald af bls. 3.
nefndarinnar. Ég treysti því, að
gott samstarf takist á milli
Búnaðarþings og ■ ríkisstjórnar-
innar i þessu máli til heppilegrar
lausnar á því, þar sem báðir aðilar
verða að taka á sig að leysa þenn-
an vanda.
Ég Iýsi þeirri skoðun minni, að
það er ekki heppileg leið að velta
þessari verðhækkun óheftri út i
verðlagið. Og það kemur heldur
ekki til greina, að ríkið greiði
verðhækkunina að öllu leyti. Slik
afgreiðsla bíður aðeins hættunni
heim.“
11 mál lögd
fyrir þingið
Sem fyrr segir hafa 11 mál
þegar verið lögð fyrir það
Búnaðarþing sem er nú nýhafið
og málunum mun væntanlega
fjölga eftir þvi sem liður á þing-
timann. Meðal þeirra mála sem
lögð hafa verið fyrir er endur-
skoðun laga um sauðfjárbaðanir,
málmblendiverksmiðjan á
Grundartanga við Hvalfjörð, nám-
skeið i búskaparfræðum á skyldu-
námsstigi, landgræðslustörf
skólafólks, breytingar á lögum
um dýralækna og tryggingamál
landbúnaðarins.
— Selja skotfæri
Framhald af bls. 1
við Bandaríkjastjórn að hún seldi
skotfæri til Eþfópíu fyrir 25
milljónir dollara. Verða skotfær-
in afhent á næstu 2—3 vikum.
Ekkert hefur verið sagt um þetta
mál af opinberri hálfu f Washing-
ton.
Þá hermdu heimildir í Addis
Ababa að tveir háttsettir meðlim-
ir herforingjastjórnarinnar,
Daganchew Yirgu landbúnaðar-
ráðherra og Gebre Negus hers-
höfóingi og meðlimur ráðsins,
hefðu flúið land i mótmælaskyni
við stefnu herforingjastjórnar-
innar. Gekk sá siðarnefndi í lið
með Eritreumönnum en ekki er
vitað hvert landbúnaðarráðherr-
an fór.
Um 20 þúsund stjórnarher-
menn berjast nú við 6000 upp-
reisnarmenn í Eritreu og eru
stjórnarhermenn komnir i þrot
með skotfærabirgðir.
— Duflin
Framhald af bls. 32
Sagði Baldur að með einhverjum
hætti hefði tilkynning um dufl-
fundinn farið beint suður á Kefla-
víkurflugvöll, en hlvers vegna
sagðist hann ekki geta fundið út.
Kvað hann Landhelgisgæzluna
aðeins hafa verió flutningsaðila í
málinu að beiðni varnarliðsins.
Kvað Baldur það líklegustu skýr-
inguna á að ekkert umtal varð um
duflfundinn.
Baldur sagði að þessir dufl-
fundir myndu óbeint vekja upp
Kleifarvatnsmálið að nýju, en
hann kvað það formlega vera i
utanrikisráðuneytinu. Samkvæmt
upplýsingum Landssimans lauk
fullnaðarrannsókn á Kleifar-
vatnstækjunum hálfum öðrum
mánuði eftir fund þeirra. Er nú
hálft annað ár frá þvi er tækin
fundust. Baldur Möller sagði að i
raun væri engin spurning opin
um eðli tækjanna, heldur um það
hvort nokkuð væri unnt að gera í
málinu sjálfu og væri það spurn-
ing sem saksóknari ætti að svara.
„Þar stendur hnifurinn blýfastur
i kúnni," sagði Baldur. Er Baldur
var síðan spurður að þvi, hvort ef
til vill væri ekkert meira i þvi
máli unnt að gera, svaraði hann:
„Það er líklegast einfaldasta svar-
ið i mátulega mörgum oróum."
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar sagði i við-
tali við Mbl. i gær að Landhelgis-
gæzlan vissi ekkert um duflið frá
1972 annað en það að hún var
beðin um að flytja duflið frá Vest-
mannaeyjum til Keflavíkur.
Gerði Gæzlan það 28. október
1972. Aðspurður um það hvers
vegna duflfundurinn hefði ekki
komizt i hámæli sagði Pétur að
landhelgisdeilan hefði staðið sem
hæst við Breta. Því hafi það farizt
fyrir. Þegar Landhelgisgæzlan
tók duflið hafði það verið opnað.
Hannes Guðmundsson, fulltrúi
í utanrikisráðuneytinu, fór með
sérfræðingunum til Keflavíkur-
flugvallar í gær. Hannes sagðist
ekki geta skýrt frá niðurstöðum
sérfræðinganna, fyrr en skýrsla
þeirra hefði borizt og hún hefði
verið birt ráðherra. Hann sagðist
búast við þvi að skýrslurnar bær-
ust í dag.
— Klofningur
Framhald af bls. 2
fjölda málmiðnaðarmanna á fé-
lagssvæóinu um áramót. Málm- og
skipasmiðasambandið hefði hins
vegar fengið lög deildarinnar meó
aðildarumsókninni.
Þá sagði Sigurður Öskarsson, að
meðan unnið hefði verið að gerð
nafnalistans nú eftir áramótin,
hefði það gerst, að forystumenn
Málm- og skipasmióasambandsins
hefðu haft forgöngu um stofnun
sérstaks Sveinafélags málmiðnað-
armanna i Rangárvallasýslu. Stór
hluti stofnfélaga i þessu nýja fé-
lagi hefði hins vegar verið félagar
í iðnaðarmannadeild Verkalýðsfé-
lagsins og þvi aðilar að Alþýðu-
sambandi islands með þeim
hætti.
Siguróur Öskarsson sagði, að
Alþýðusambandinu hefði verið
sent bréf um þetta efni fyrir
skömmu, þar sem stofnun nýja
félagsins hefði verið mótmælt og
farið hefði verið fram á aðgerðir
af hálfu Alþýðusambandsins.
Svar Alþýðusambandsins væri
ókomið. Sigurður sagði, að Málm-
og skipasmiðasambandið hefði
allt frá þvi að samningar voru
fyrst gerðir við júgóslavneska
verktakafyrirtækió viljað eiga að-
ild að þeim samningum. „Við telj-
um-það fráleit vinnubrögð hjá
háttsettum mönnum innan
Alþýðusambandsins að standa að
slíkum klofningi innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, og við getum
með engu móti sætt okkur við slík
vinnubrögð," sagði Sigurður Ösk-
arsson.
— Vopnasölu-
bann
Framhald af bls. 1
erson, lagði áherzlu á að hér eftir
yrði aðeins um að ræða vopnasölu
gegn staógreiðslu og að Bandarik-
in myndu ekki veita löndunum
umfangsmikla hernaðaraðstoð.
Hver umsókn yrði tekin sérstak-
lega fyrir og kannað hvort af-
greiðsla á henni gæti á nokkurn
hátt raskað jafnvæginu milli
landanna.
— Bótagreiðslur
Framhald af bls. 32
tilfelli vildi ekki una þessu bóta-
fyrirkomulagi á verzlunarhús-
næði sinu og höfðaði mál til
heimtu bótanna i peningum, alls
kr. 422.309,00 auk vaxta og kostn-
aðar. í dómnum fékk húseigand-
inn þá kröfu sina tekna til greina
og voru dómsorðin þau, að Við-
lagasjóður skyldi greiða upphæð-
ina með 9% ársvöxtum frá 1/7 ’74
til 15/7 1974 og 13% ársvöxtum
frá þeim degi til greiðsludag og
kr. 83 þúsund i málskostnað inn-
an 15 daga frá lögbirtingu dóms-
ins.
i forsendum dómsins er einnig
vikið að reglum Viðlagasjóðs um
áðurnefnda greiðslutilhögun bót-
anna og segir þar m.a. að með
þessum hætti væri mönnum mis-
munað i bótagreiðslum og þeir
verr settir sem einhverra ástæðna
vegna ættu þess ekki kost að
byggja aftur upp atvinnurekstur
sinn í Vestmannaeyjum. Segir síð-
an aó eigi verði séð að ákvæði laga
nr. 4/1973 veitti heimild til slíkr-
^af mismunar og að lagaheimild
sltorti fyrir stjórn Viðlagasjóðs og
ráðherra til að haga bótagreiðsl-
um með þessum hætti.
Dómur þessi var kveðinn upp af
Guðmundi Jónssyni borgardóm-
ara, en málið fluttu Jón Hjaltason
hrl. fyrir húseigandann en Bene-
dikt Blöndal hrl. fyrir Viðlaga-
sjóð.
— Akraborgin
Framhald af bls. 5
þá ykist ferðamannastraumurinn
mjög. Einnig taldi Þórður ekki
ólíklegt að bygging málmblendi-
verksmiðjunnar í Hvalfirði myndi
hafa áhrif á flutninga Akra-
borgarinnar og eins væri ætlunin
að halda landsmót ungmenna-
félaganna á Akranesi, sem einnig
ætti að auka á annir hjá Akra-
borginni. Nú kvað Þórður aftur á
móti töluvert um það að beðið
væri um Karaborgina undir árs-
hátíðir og væri þannig ákveðið að
halda eina laugardaginn 15. marz.
Yrði þá siglt út á Sundin og lagst
þar við festar meðan leigutakar
gerðu sér glaðan dag. Þá hefðu 25
ára stúdentar einnig ákveðið að
halda fagnað sinn um borð í Akra-
borginni.
— Minning
Jóhanna
Framhald af bls. 23
þritug að aldri frá 3 ungum börn-
um þeirra Kristjóns, 9, 8 og 5 ára.
Og nú þegar þannig syrtir að,
sýnir Jóhanna styrk sinn og mátt.
Þau Anton hjálpa nú Kristjóni
tengdasyni sinum við að ala upp
þessi móðurlausu börn. 1961 deyr
svo Kristjón snögglega, þungur
harmur Jóhönnu og Antons bugar
þau ekki, heldur kallar fram
mannkosti þeirra og hetjulund og
fórnfýsi. Þessi 3 barnabörn
þeirra, ala þau upp og þrátt fyrir
aldur sinn, rækja þau uppeldi
þeirra af svo stakri nærgætni og
hlýju aó undravert er.
1 sorg sinni gáfu þau Jóhanna
og Anton mest en uppskera siðan
laun fórna sinnar í þeirri gleði að
sjá þessi börn vaxa úr grasi.
Finna siðan þegar þau eru þess
umkomin að launa umhyggju,
ástúð og uppeldi. Þannig liðu sið-
ustu árin. Jóhanna og Anton
undu hag sinum vel, og allt fram á
sióustu stund þurfti hún að vita
hvernig hverjum um sig leið inn-
an fjölskyldunnar. Jóhanna var
ern til hins siðasta, kunni frá
ótal rnörgu að segja og óhemju
fróðleikur um menn og málefni er
með henni horfinn. Enginn sem
kynntist Jóhönnu mun gleyma
henni. Minning hennar lifir meó
okkur ljúf og hrein.
Saniúð okkar er einlæg með
Antoni Eyvindssyni og fjölskyldu
hans.
Jóhann Guðmundsson.