Morgunblaðið - 25.02.1975, Side 32
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975
Algjört rafmagns-
leysi á Akranesi
Akranesi, 24. febr.
RÉTT eftir hádegið í dag rofnaði
rafstraumurinn frá Elliðaárstöð-
inni til Akraness. Þá var farið að
skammta rafstraum frá Andakíls-
árvirkjun hér á Akranesi, en
hann rofnaði einnig skömmu síð-
ar. Mikill stormur, regn og malar-
fok hefur gengið yfir þær slóðir,
sem raflínurnar liggja um.
Það var því algjört rafmagns-
leysi hér í allan dag, eða til kl.
19.30 í kvöld er aftur komst
straumur á línuna frá Reykjavík.
Hafði orðið bilun í eldingavara
við Kúludalsá og reyndist auðvelt
að lagfæra þá bilun. Flokkar við-
gerðarmanna hafa einnig fundið
bilunina á Andakílsárlfnunni, en
hún kemst líklega ekki í lag fyrr
en á morgun.
Júlfus.
200 tonn af heyi
boðin til Noregs
Duflið, sem Sigurfari fann og Landhelgisgæzlan flutti frá Eyjum til Keflavfkur í
október 1972.
Sovézku "■
hlustunarduflúu Ö21I11S KOIiar
dufl fannst 1972
Engin skýring á því, hvers vegna
ekki var frá þeim fundi skýrt
VEGNA duflrekans við Stokksncs
og á Landeyjarsandi hefur verið
upplýst, að Sigurfari frá Vest-
mannaeyjum fékk í veiðarfæri
sín síðla árs 1972 dufl, sem er
nákvæmlega eins og sovézku dufl-
in, sem rekið hefur nú. Sam-
kvæmt upplýsingum Landhelgis-
gæzlunnar flutti hún þetta dufl
frá Vestmannaeyjum til Kefla-
víkur, þar sem duflið var afhent
varnarliðinu. Einar Ágústsson
utanríkisráðherra sagði f viðtali
við Mbl. í gær að sér hafi aldrei
verið kunnugt um þann duflfund
og hið sama sagði Úlafur
Jóhannesson dómsmálaráðherra.
Enn hefur ekki verið unnt að
flytja Stokksnesduflið frá Horna-
firði til Keflavíkurflugvallar, en
duflið, sem fannst á Landeyjar-
sandi (misskilningur var i fyrri
frétt um að það hefði fundizt á
Skógasandi) var í gær rannsakað
af- sérfræðingi Landhelgisgæzl-
unnar og sérfræðingi Pósts og
síma. Munu þessir aðilar gefa
skýrslu um tækið sennilega í dag,
en i gær tókst Mbl. ekki að fá
upplýsingar um til hvers þeir
teldu að tækið væri notað.
Rannsókn þeirra verður heldur'
ekki fullkomin, fyrr en þeir hafa
litið á Stokksnessduflið, þar eð á
Landeyjasandsduflinu eru aílir
hljóðnemar brotnir af.
Pétur Thorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, sagði í gær að hann myndi
ekki eftir að duflið frá 1972 hefði
nokkurn tíma komið til
meðferðar í ráðuneytinu. Um
Kleifarvatnstækin sagði hann að
þau hefðu verið könnuð, en engar
sönnur væru fyrir þvi, hverjir
hefðu komið þeim i vatnið. Ra«n-
sókn tækjanna væri í höndum
dómsmálaráóuneytisins.
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri
í dómsmálaráðuneytínu, sagði að
rannsókn duflanna stæði yfir og
því væri enn alls kostar óljóst,
hvað út úr henni kæmi. Baldur
sagði að áður hefði fundizt dufl af
þessari gerð árió 1972 í október.
Framhald á bls. 31
FYRIR nokkru bárust boð um
það frá Noregi hvort unnt myndi
að fá keypt hey hjá bændum á
tslandi en mikill heyskortur er
nú í Suður- og Austur-Noregi
vegna lélegrar sprettu á sl. sumri.
Er nú þegar farið að slátra grip-
um f Heiðmörk og víðar vegna
hins mikla skorts á heyjum, að
sögn Gfsla Krist jánssonar hjá
Búnaðarfélagi Islands.
Bændur á Norðurlandi og i
Þingeyjarsýslu eru þeir einu á
íslandi sem mögulegt er að séu
aflögufærir með hey og nú hafa
Kaupfélagi Eyjafjarðar, KEA,
borist fregnir frá um 10 bændum
að þeir séu reióubúnir, að selja
alls 2000 hesta af heyi, eða um 200
tonn, að sögn Arngríms Bjarna-
sonar hjá KEA. Arngrímur kvað
marga bændur eiga mikið af heyj-
um, en þeir væru tregir til að
selja, því áburðarverð væri mjög
hátt, en samt sem áður pöntuðu
þeir jafn mikinn áburð og áður.
Óskir bárust frá Noregi um vél-
bundið og verkað hey, en verið er
Byrjað að slátra
gripum þar
vegna heyskorts
að kanna þessi mál frekar og
hvort unnt sé á hagkvæman hátt
að flytja heyið, en Arngrímur
kvaó KEA bjóða bændum 14 kr.
fyrir kg komið til Akureyrar eða
14000 kr. fyrir tonnið.
Gísli sagði að Norðmenn hefðu
reynt víðar fyrir sér um öflun
heyja, en lítið oróið ágengt. Hefðu
þeir fengió hálm eóa kornstangir
frá Bretlandi og Póllandi til
jórturs fyrir skepnurnar, en hann
kvað einnig mögulegt, ef algjört
skelfingarástand virtist ætla að
verða í þessum málum í Noregi,
að reynt yrði til hins ýtrasta að fá
nokkur hundruð tonn til þess að
senda til Noregs. Búið er að senda
allar Upplýsingar til Noregs og er
beðið eftir svörum þaðan.
Alvarleg bilun 1
Lagarflj ótsvirk jun
Getur tafið virkjunina um ófyrirsjáanlegan tíma —
alvarleg bilun eda
MJOG
galli er nú komin upp í
hinni nýju Lagarfljóts-
virkjun. Taka átti virkjun-
ina f notkun n.k. fimmtu-
dag en vegna þessarar bil-
unar getur orðió ófyrirsjá-
anleg töf á því.
- 1 gær kom í Ijós, þegar vatns-
þrýstingur hafði verið á þrýsti-
vatnsstokknum í tvo daga, að
stokkurinn lekur og vatn rann
þar af leiðandi á fleiri en einum
stað inn um stöðvarhússveggina
inn f sjálft stöðvarhúsið. Allt vatn
í stöðvarhúsið á að fara í gegn um
þrýstivatnsstokkinn, en hann
liggur niður að stöðvarhúsinu og
er 4x4 metrar að innanmáli. Um
stokkinn eiga að fara tæplega 50
rúmmetrar af vatni á sek. þannig
að þrýstingurinn neðst f stokkn-
um er talsvert mikill, þvf fallhæð
virkjunarinnar er liðlega 17
metrar. Vatni var fyrst hleypt á
stokkinn 15. feb. s.l. og þá mjög
Reglum um bótagreiðslur
Viðlagasjóðs vegna atvinnu
húsnæðis rift fyrir dómi
Hyggjíi myndlist-
armenn í Kópavogi?
FÉLAG íslenzkra myndlist-
armanna hefur spurst fyrir
um það á bæjarskrifstofum
Kópavogs hvort möguleiki
sé á því að félagið fái lóð
fyrir 500 fm myndlistarhús
til sýninga á miðbæjarsvæð-
inu í Kópavogi. Möguleiki
mun vera fyrir FÍM að fá
slíka lóð, en ekkert hefur þó
verið ákveðið í málinu
ennþá.
stutt, en síðan af og til, en af
fullum krafti í fyrradag og þá
kom bilunin á mannvirkjagerð-
inni f Ijós. Fór þá fljótlega að
bera á leka, sem ágerðist sfðan
stöðugt þar til í gær að Verk-
fræðiskrifstofa Sigurðar Thor-
oddsen, sem hefur með höndum
haft hönnun og eftirlit verksins
lét stöðva rennslið um stokkinn.
Norðurverk á Akureyri var verk-
taki að gerð mannvirkjanna.
Þrýstivatnsstokkurinn er allur
grafinn f jörð þannig að erfitt
kann aö verða að finna hvar gall-
inn er, en að sögn Kára Einars-
sonar verkfræðings hjá Raf-
magnsveitum ríkisins verður
þessi óvænta staða könnuð nánar
í dag er fulltrúar frá Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsen
fara austur til þess að kanna mál-
ið frekar. Fyrr hefur ekki komið
upp slíkt mál f virkjanagerð á
Islandi.
FYRIR skömmu var kveðinn upp
dómur f borgardómi Reykjavfkur
sem húseigandi f Vestmannaeyj-
um höfðaði gegn Viðlagasjóði
vegna greiðslu á bótum fyrir
verzlunarhúsnæði, sem Viðlaga-
sjóður hafði samþykkt að bæta
með sama hætti og aðrar eignir,
sem fóru undir hraun.
Viðlagasjóður greiddi í pening-
um bætur fyrir íbúðarhús og úti-
hús, en bauð aó bæta verzlunar-
húsnæði með skuldabréfum til 15
ára með innlánsvöxtum í banka,
enda hafði Viðlagasjóður auglýst
á árinu 1973, að þær reglur giltu
um bótagreiðslur fyrir atvinnu-
húsnæði, er ónýtt væri af völdum
eldgossins, að það yrði bætt með
15 ára skuldabréfum, er sjóður-
inn gæfi út, en greiddi siðan er
eigandi byggói aftur upp atvinnu-
rekstur sinn i Vestmannaeyjum.
Hlaut þessi greiðslutilhögun stað-
festingu ráðherra.
Húseigandinn í framangreindu
Framhald á bls. 31
Vilja Z aftur í ritmálið
Á bls. 5 í dag birtir Morgun- herrann að nema úr gildi
blaðið áskorun, sem mennta- breytinguna á fslenzkri s.taf-
málaráðherra barst 20. feb. s.l. setningu, sem gerð var haustið
frá 100 kunnum Islendingum 1974 og nam m.a. Z úr opinberu
þar sem þeir skora á ráð- ritmáli. Sjá bls. 5.