Morgunblaðið - 08.05.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.05.1975, Qupperneq 1
40 SIÐUR 103. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. STRlÐSLOK — I dag fyrir 30 árum lauk stríðinu í Evrópu. A myndinni staðfestir þýskur foringi skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja i tjaldi Montgomerys marskálks á Luneborgarheiði. Síðan skrifuðu aðrir þýskir fulltrúar undir svipaða skilmála í Berlín. Morgunblaðið segir frá stríðslokunum í dag á bls. 12,13 og 14. Flóttamanna hjálpin: Betri undirtektir við beiðni F ords Portúsal vill vera stinrn pn hann sap Soares er enn fús til samvinnu við kommúnista með ákveðnum skilyrðum Lissabon, Washington, 7. maí. Reuter. AP. NTB. Upplýsingamálaráðherra Portúgals, Jorge Correia Jesu ino, sagði í Washington S dag að Portúgalir hefðu í hyggju að vera áfram í Atlantshafsbanda- laginu og framtíðarhlutverk landsins innan þess yrði hið sama og hingað tii. — Mario Soares, leiðtogi sósíai- ista í Portúgal, sagði I dag að kommúnistar hefu beitt hótunum og pólitiskum klækjum til að ná undir sfn áhrif fjölmiðlum lands- ins og verklýðsfélögunum. Soares sagði að við svo búið mætti ekki lengur standa. Flokk- ur hans væri enn fús til aó eiga samstarf vió kommúnista í rikis- Laos: Hermönnum skipað að leggja niður vopn — fyrrv. ráðherra drepinn Víentíane, 7. mai. AP. Reuter. ÞAU tvö andstæðu öfl innan stjórnar Laos, sem henni ráða, undirrituðu f dag samning um að binda endi á þær óeirðir, sem hafa verið i landinu upp ásíðkast- ið og meðal annars valdið þvf hvað eftir annað að vopnahléið f landinu hefur verið rofið. Var þetta ákveðið að loknum stjórnarfundi, sem kvaddur var saman til að ræða atburði á Þjóð- vegi 13, en sú leið er til keisara- borgarinnar Luang Prabang fyrir norðan Vientíane. Heimildir hers- ins höfðu skýrt frá þvi aó her- sveitir Pathet Lao ættu þar í höggi við stjórnarhermenn og ■hefðu þeir siðarnefndu farið mjög halloka siðustu dagana. Þá bárust og fregnir af bardögum umhverfis borgina Pan Pha Tang. Aðstoðarforsætisráðherrann, Phoumi Vongvichit, sem er hlynntur Pathet Lao- hreyfingunni, og Leuam Insisi- engmay, sem er á hinum vængn- um, samþykktu báðir að skipa herflokkum aó hætta bardögum tafarlaust. Rikisstjórnin sam- þykkti einnig að banna pólitiska mótmælafundi um rikið allt og hætta við fyrirhugaða skrúð- göngu hersins þann 11. mai, sem er þjóðhátíðardagur landsins, af Framhald á bls. 22 stjórn, en hann sagði að ákveðn- um skilyrðum yrði að fullnægja til að svo gæti orðið. Sagði Soares að kommúnistar yrðu að vikja úr mörgum þeim lykilstöðum sem þeir hefðu tekið sér siðasta árið. Hann sagði að leyfayrði frjálsa og leynilega kosningu til að velja verklýðsforystu, er rannsókn yrði látin fara fram á stöðu frétta- stofnana og blaða með það fyrir augum að draga úr áhrifum kommúnista, en nú væri ástandið svo að fréttastofnanir og blöð væru aðeins verkfæri til að fram- leiða kommúniskan áróður. Mario Soares sagði þetta á blaðamannafundi, sem hann boð- aði til í þvi skyni að kynna komm- únistum sjónarmið sósialista, að því er hann sagði. Verkföll hafa breiðzt út i Portú- gal í dag, m.a. gerðu matsveinar og veitingafólk verkfall, þá var einnig verkfall i efnaiðnaði lands- ins og í prentsmiðjum. Soares sagði að ástandið i landinu væri nú svo alvarlegt, sérstaklega ef verkföll héldu áfram að það gæti leitt til hægribyltingar. Soares er á förum til Frakk- lands á næstunni og mun ræða við Washington, 7. mai Reuter. AP. NTB. FORD Bandarfkjaforseti hlaut f dag verulegan stuðning frá þekkt- um forystumönnum demókrata f þeirri viðleitni að fá þingið til að fallast á fjárveitingu til hjálpar flóttafólkinu frá Suður-Víetnam. Hefur dómsmálancfnd fulltrúa- deildarinnar ákveðið að hefja undirbúning að lagasetningu sem veitti Ford að minnsta kosti nokk- urn hluta af þeim 507 milljónum dollara, sem hann hefur beðið um flóttafólkinu til aðstoðar. Mike Mansfield, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði að hann áliti að samþykkja ætti ein- hvers konar sjóðsstofnun og enda þótt hann hefði verið andvígur um langa hríð ihlutun Bandaríkj- amanna í Suður-Víetnams væri ljóst að Bandaríkjamenn væru skuldbundnir til að hjálpa þeim sem þess væru helzt þurfi nú. Þá sagði form. dómsmálanefndarinn- NATO forystumenn sósíalista þar, svo og griska og italska og spánska til að kanna möguleika á sósíalisma i suðurhluta Evrópu. Framhald á bls. 22 ar, Peter Rodino, sem einnig er demókrati, að nauðsynlegt væri að rétta hjálparhönd þessum flóttamönnum og lofaði hann skjótum aðgerðum og sagði að hraðað yrði vinnu nefndarinnar eftir þvi sem kostur væri. Ford forseti sagði í ræðu sinni að hann hvetti Bandarikjamenn til að bjóða Suður-Víetnamana jafn hjartanlega velkomna og þá hina mörgu, sem á sinum tima hefðu flúið til landsins frá Ung- Framhald á bls. 22 Ford og Wil- son hittust Washington, 7. maí. Reuter. FORD Bandaríkjaforseti og Har- old Wilson, forsætisráðherra Breta, ræddu saman f Washing- ton f kvöld og var aðalumræðu- efni þeirra fundur Atlantshafs- bandalagsins f Brússel dagana 29. og 30. maí nk., en þeir munu báðir koma á þann fund. Þeir munu og ræða aimenn öryggismál og sambúð austurs og vesturs. Aður en Ford ræddi við Wilson hafði hann hitt að máli forsætis- ráðherra Astralfu og Nýja Sjá- lands, en ailir ráðherrarnir þrír voru að koma af samveldisráð- stefnunni f Kingston á Jamaica. Scheel um stríðslokin: Frelsunin kom utanfrá Bonn, 6. mai. NTB. WALTER Scheel, forseti Vestur- Þýzkalands, flutti þjóð sinni ræðu f gærkvöldi f tilefni þess að þrjátiu ár eru liðin um þessar mundir frá uppgjöf nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Scheel lagði áherzlu á að mikilvægasta markmið Þjóðverja væri að skapa frið, enda þótt það hefðu vissu- lega ekki verið Þjóðverjar sem hefðu lagt lóð á vogarskál friðar- ins fyrir þrjátfu árum. Hann sagði að hálfur heimur- inn hefði orðið að tortímast áður en Hitlersríkið hefði fallið. — Við skulum ekki gleyma því að frels- unin kom utanfrá og við Þjóð- verjar vorum sjálfir ekki færir um að losa okkur undan okinu, sagði Scheel. Hann bætti vió að 8. maí 1945 hefði ekki aðeins mark- að endalok Hitlerstímabilsins heldur einnig þýzka ríkisins og það væri orsök þess að Þjóðverjar litu ekki á þennan dag sem friðar- dag heldur uppgjafardag. — Hitler skóp ekki það riki, en það var land sem við elskuðum eins og aórar þjóðir unna löndum sínum. Því minntust Þjóðverjar dagsins með sorg í huga. Hann sagði, að Þjóðverjar gætu ekki látið við það eitt sitja að tala um frið, heldur yrðu þeir einnig að leggja aó sér og færa fórnir í þágu friðarins. Meðal þessara fórna væri samningurinn um eðli- legri samskipti við Austur- Þýzkaland og önnur riki í Austur- Evrópu, sagði forsetinn. Frá hafréttar- ráðstefnunni: Öruggur meirihluti fyrir 200 mílna mengunarlögsögu strandríkis Genf, 7. maí 1975, frá Matthiasi Johannessen ritstjóra. NU HAFA fyrsta og önnur nefnd á hafréttarráðstefnunni hér f Genf skilað skýrslum um störf sfn og af þvf tilefni sneri Mbl. sér til dr. Gunnar G. Schram prófessors, sem setið hefur ráðstefnuna síð- ustu vikurnar, og spurði hann um niðurstöður af störfum þriðju nefndar. Hann sagði: „Sú nefnd fjaliar um samningu alþjóða- reglna um varnir gegn mengun hafsins og reglur um rannsóknir erlendra rfkja í efnahagslögsögu strandríkisins. Nú er orðið full- Ijóst, að 200 mflna mengunarlög- saga á yfirgnæfandi fylgi að fagna á hafréttarráðstefnunni. Er það mikill og góður áfangi, ekki sfzt fyrir ríki sem byggja afkomu sfna svo mjög á fiskveiðum sem við lslendingar. 1 umræðum nefndarinnar kom fram almenn- ur og ótvfræður stuðningur rfkja við 200 mílna mengunarlögsög- una. Hins vegar standa enn deilur um hve vfðtækt þetta nýja vald strandrfkisins megi vera f fram- kvæmd. Ýmis ríki, t.a.m. Kanada, Island og mörg þróunarrfki, telja sjálfsagt að vald strandrfkisins til þess að vernda hafið undan ströndum sfnum sé víðtækt og taki m.a. til töku skipa, sem brot- leg teljast innan lögsögunnar. Jafnframt skuli strandrfkinu heimilt að setja sfn eigin meng- unarlög á þessu svæði sem þó verði að taka mið af alþjóðlegum réttarreglum. Önnur ríki, t.a.m. helztu siglingarikin. vilja hins vegar lakmarka sem mest þetta vald strandríkisins, heimila því einungis að framkvæma alþjóða- samninga f mengunarlögsögunni og banna strandríkinu að taka skip sem brotlegt gerist. Þetta verður tvfmælalaust megindeilu- efni f mengunarmálum á næsta fundi ráðstefnunnar.** . Þess má að lokum geta, að í fyrstu nefnd var fjallað itarlega um hvaða reglur skuli gilda um starfsemi hinnar nýju hafsbotns- stofnunar S.Þ., eftir hvaða regl- um skuli farið við vinnslu auð- linda á hafsbotni á alþjóðlega svæðinu og hvaða gjald skuli greiða fyrir einkaleyfi til námu- vinnslu þar. Miklar deilur eru enn i nefndinni um öll þessi atriði, en áður hafa hin ýmsu sjónarmið verið rakin hér i blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.