Morgunblaðið - 08.05.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 08.05.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 „Hefgóöa von um að málið sé að leysast” — segir Baldur Jónsson tilvonandi rektor Kennaraháskólans prófunum fyrir að mæta ekki heimilt að taka prófin þar eð þeir nógu vel I tlma I vetur. Stjórn hefðu ekki fullnægt 22. grein skólans og nemendur sátu á fund- reglugerðar skólans sem kveður á „ÉG HEF góða von um að málið sé að leysast og þvf tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það á þessu stigi,“ sagði Baldur Jóns- son, tilvonandi rektor Kennarahá- skólans, er Mbl. ræddi við hann i gærkvöidi um þá ákvörðun þorra nemenda skólans, að mæta ekki til prófa vegna þess að fimm nem- endum var meinuð þátttaka I um I allan gærdag til að reyna að leysa málin og f gærkvöldi ætluðu nemendur að halda fund. Málavextir eru þeir að skólayf- irvöld höfðu tilkynnt fimm nem- endum skólans sem ganga áttu til prófa nú i vor að þeim væri ekki Hátíðarsamkoma í Háskólabíói: Einar Agústsson og F arafonof halda ræður I KVÖLD verður haldin hátíðar- samkoma i Háskólabiói i tilefni þess, að 30 ár eru liðin „síðan sigur vannst á fasistaherjum Hitl- ers í Evrópu.“ Samkoma þessi er m.a. haldin með tilstyrk sovézka sendiráósins í Reykjavík. Aðal- ræðumenn á samkomunni verða Einar Agústsson utanríkisráð- herra og KGB starfsmaðurinn Georgí N. Farafonof, nýskipaður sendiherra Sovétríkjanna á Is- landi. Auk sendiráðs Sovétríkj- anna standa að samkomunni: Sendiráð Tékkóslóvakíu Póllands og þýzka alþýðulýðveldisins, en samkoman er haldin i nafni Menningartengsla Islands og Ráð- stjórnarríkjanna (MIR), Tékk- nesk-Islenzka menningarfélags- ins, Pólsk-íslenzka menningarfé- lagsins og félagsins Island Aust- ur-Þýzkaland. k'jöldi innlendra og erlendra listamanna kemur fram á sam- komunni. M.a. hafa verið fengnir þrír listamenn frá Sovétríkjunum til þess að koma fram á samkom- unni. Lúðrasveit Húsavíkur kem- ur að norðan svo og karlakórinn Þrymur frá Húsavík. Þá kemur fram kvartett skipaður tékknesk- um hljóðfæraleikurum úr Sinfón- iuhljómsveit tslands. Auk allra þessara aðila koma á.m.k. átta aðrir listamenn innlendir og er-» lendir fram. Stöðumælar fluttir frá Grettisgötu á Laugaveg „Höfum fundið beztu lausnina” segir Guttormur Þormar um 80% mætingu I kennslustund- ir. Þessu vildu aðrir nemendur ekki una og töldu m.a. að enn fleiri nemendur en þeir fimm sem að framan greinir næðu ekki tilskilinni prósentutölu og ættu þvi ekki að fá að taka prófin held- ur. Rituðu langflestir nemenda undir skjal þess efnis að þeir mættu ekki i prófin nema breyt- ing yrði á. Próf hjá nemendum á fyrsta ári hófust á þriðjudaginn og mættu þá aðeins þrir nemend- ur til prófs og í gærmorgun, er próf hófust hjá nemendum á öðru ári, mætti aðeins einn til prófs. I fréttatilkynningu, sem Mbl. barst frá nemendum í gær, segir m.a. að raunveruleg tildrög þess að nemendur gripu til þess neyó- arúrræðis að mæta ekki i próf séu Framhald á bls. 22 Formaður Flugfreyjufélagsins: Yaktaálagið spurn- ing um mannréttindi FLUGFREYJUR sátu nær alla fyrrinótt á samningafundum með vinnuveitendum sfnum, flugfé- lögunum, sem farið höfðu fram á að þær frestuðu verkfalli. Sam- kvæmt upplýsingum Erlu Hatle- mark var næturlangt reynt að finna leið til þess að fresta og settu flugfreyjur samþykkt vakta- álags sem forsendu frestunarinn- ar, en þvf höfnuðu flugfélögin. Annar samningafundur hefur verið boðaður I dag, uppstigning- ardag, og hefst hann klukkan 14. Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélags Islands sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær, að föst iaun flugfreyja væru nú á bilinu frá 48 þúsund krónum til 68.700 króna. Fyrri talan er byrj- endakaup en hins siðari er hæsta mánaðarkaup fyrir flugfreyju, sem orðin er verkstjóri um borð. Erla sagði aó 33% vaktaálagskraf- an væri ein af meginkröfum fé- lagsins, sem það legði mjög mikla áherzlu á. Vilja þær fá 33% vakta- álag á vinnu, sem látin er í té utan venjulegs dagvinnutima og sagði Erla að hún vissi ekki um neina stétt þjóðfélagsins, sem ekki hefði þessi réttindi, sem nánast teldust til mannréttinda nú á dögum. una og verða þeir því teknir nið- ur. Er á þann hátt komið til móts við vilja meirihluta íbúa við göt- una. Leikarafjöld og dixieland/jörí miðbœnum: Leikhúsganga L.R. í dag 9 ÞAÐ ætti að verða mikið fjör f miðbænum f Reykjavfk f eftirmiðdaginn í dag. Klukkan tvö e.h. leggur upp frá gamla Iðnó fjölskrúðug Leikhúsganga Leikfélags Reykjavfkur sem ætlað er að vekja athygli almennings á þeirri fjár- öflunarsýningu fyrir byggingu hins nýja borgarleikhúss Reykjavfkur sem nú stendur yfir í Austurbæjarbfói, en sem kunnugt er standa vonir til að unnt verði að hefjast handa við verklegar framkvæmdir f sumar. # 1 þessari Leikhúsgöngu verður litríkt lið Ieikara Leik- félagsins í búningum frá ýms- um timabilum, gamlir bilar sem enginn er yngri en frá árinu 1930, allt frá fólksbilum, upp i gamlan brunabil og kassabíl með dynjandi dixielandhljóm- sveit á pallinum sem leikur fyr- ir göngunni. Vigdis Finnboga- dóttir leikhússtjóri sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að ieikfélagsfólk vonaðist til að borgarbúar fjölmenntu i göng- una til þess að sýna stuðning við hinn langþráða draum um nýtt borgarleikhús. Lagt verður af stað frá Iðnó kl. 2, siðan gengin Lækjargata, Hverfisgatan og áfram til Aust- urbæjarbíós, þar sem sýn- ingarnar á skopleik Arnolds og Bachs „Húrra krakka“ fara fram. Síðan verður gengið niður Laugaveg og aftur að Iðnó. „Okkur er gert að vinna nánast allan sóiarhringinn, helga daga sem rúmhelga, án þess að við fá- um fyrir það neina aukaþóknun," sagði hún og bætti við að veruleg- ur hluti af vinnutíma flugfreyja félli á timanum utan venjulegs dagvinnutíma. Erla Hatlemark sagði aó þegar Flugfreyjufélagið hefði mótað kröfur sinar hefðu samningamál almennt ekki verið hafin í þjóðfé- laginu, en kröfurnar hefðu m.a. verið mótaðar í ljósi þess, að vinnuálag hefði stóraukizt á flug- freyjur. Frá því er síðustu samn- ingar fiugfreyja voru undirritaðir hefðu flugfélögin fækkað flug- freyjum i flugvélunum, svo að vinnuálagið hefði aukizt um 20 til 25%. I flugvélum þar sem áður hefðu verið 6 flugfreyjur væru nú 5 og 4 þar sem verið hefðu 5. Fyrir þetta auka álag vildu flug- freyjur fá umbun. Þá sagði Erla að 4 upphafi samningsins stæði að hlutverk flugfreyju væri að annast þjón- ustu um borð, en þar væri ekki einu orði minnst á öryggi. Þá sagði Erla: Flugfreyjur þurfa þó að læra á allan öryggisbúnað flug- vélanna og sitja sérstakt nám- skeið og taka próf i þeim efnum. Er lögð mjög mikiláherzlaá þenn- an þátt starfsins í reynd, þótt ekki megi minnast á hann I samning- um. Flugfreyja þarf að kunna á og þekkja til hlýtar allan öryggis- búnað flugvélarinnaroggeti hún ekki lært paó tær hún ekki starf- ann, jafnvel þótt hún hafi alla aðra kosti, svo sem tungumála- kunnáttu til að bera. Krafa félags- ins er að fyrsta setning samnings- ins fjalli um hlutverk þeirra að öryggismálum um borð, en þessu hafa flugfélögin algjörlega hafn- að — sagði Erla Hatlemark. Þá leggja flugfreyjur og áherzlu á að allar flugfreyjur fái sömu dag- peninga, en nú er það þannig að nýliði í starfi fær 70% af fullri dagpeningagreiðslu. Árangurslaus leit LEIT hefur verið haldið áfram að Sigurði H. Agústssyni flugvél- virkja, sem hvarf að heiman frá sér sl. föstudag, en hún hafði engan árangur borið þegar Mbl. hafði siðast fregnir i gærkvöldi. BORGARRAÐ hefur samþykkt þá tillögu umferðarnefndar, að settir verði upp allt að 35 stöðu- mælar við Laugaveg sunnanverð- an til viðbótar þeim 30 sem fyrir eru. Jafnframt verða teknir niður stöðumælar sem settir voru upp til reynslu við Grettisgötu s.l. haust. Vakti uppsetning mælanna á sínum tíma mikla reiði fbúa við götuna og orsakaði blaðadeilur. „Það má eiginlega segja, að við höfum fundið beztu lausnina meó þessum tilraunum okkar," sagði Guttormur Þormar, yfirverkfræð- ingur hjá borgarverkfræðingi, er Mbl. ræddi við hann I gær. „Það hefur sýnt sig að umferð um Laugaveginn hefur gengið mun betur fyrir strætisvagna jafnt sem önnur farartæki eftir að stöðumælarnir voru settir upp sunnanmegin við götuna, jafnvel betur en þegar algert stöðubann var.“ Guttormur rakti stuttlega sögu þessa máls. Upphafið var það, aó stöðumælar voru teknir niður við Laugaveg í október s.l. að beiðni Strætisvagna Reykjavikur, en mælarnir voru norðanvert við göt- una. Voru mælarnir settir upp við Grettisgötu í staðinn. Við þetta minnkaði umferð um Laugaveg og kaupmenn kvörtuðu um sam- drátt i sölu hjá sér. Um mánaða- mótin var sú tilraun gerð að setja upp 30 mæla sunnanvert við göt- una. Jókst umferð þá aftur og gekk nfi betur en áður því lögregl- unni hafði gengið erfiðlega að halda bilum frá stæðunum á með- an algert bann var í gildi. Með hliðsjón af reynslu sem af þessu fékkst hefur umferðarráð nú sam- þykkt að bæta við mælum sunn- anmegin við götuna og nýta þann- ig stæðin til fullnustu. Verður nú gengið frá þeim til frambúðar. Þykir því ekki iengur ástæða til að hafa stöðumæla við Grettisgöt- Yfirlýsing frá fjármálaráðherra Morgunblaðinu barst f gærkvöldi yfirlýsing frá Matthfasi Á. Mathiesen fjármálaráðherra, vegna ummæla, sem viðhöfð voru um bifreiðakaup hans f þættinum „Um daginn og veginn". Fer yfirlýsing fjármálaráðherra hér á eftir ásamt yfirlýsingu frá Velti hf., Landsbanka lslands og Gunnari Ásgeirssyni forstjóra. Yfirlýsing fjármálaráð- herra I þættinum „Um daginn og veginn" sl. mánudagskvöld og í Kastljósi sjónvarpsins hinn 21. marz sl. var dylgjað um bif- reiðakaup mín, eins og áður hafði verið gert í Alþýðublað- inu 18. febrúar sl. Ég sá þá ekki ástæðu til að svara. Þar sem þessar dylgjur hafa nú verið viðhafðar í hljóðvarþi leyfi ég mér að óska eftir þvi að með- fylgjandi yfirlýsingar verði birtar og þykir rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Bifreið þá, sem hér um ræðir, pantaði ég hjá Velti hf. 13. september 1974, og átti hún að afgreiðast frá verksmiðju 28. október — 9. nóvember það ár. 2. Vegna framleiðslutafa, sem mér eru að sjálfsögðu óvið- komandi, kom bifreiðin ekki til landsins fyrr en 16. janúar sl. 3. Ég greiddi andvirði bifreið- arinnar til Veltis hf. 23. jan. sl. Fyrirtækið greiddi hana ásamt öðrum bifreiðum i banka 24. janúar sl. 4. Innflutningur bifreiðar- innar var á vegum Veltis hf. og án nokkurs atbeina af minni hálfu. 5. Þessu til staðfestingar fylg- ir hér með yfirlýsing frá Velti hf. Ennfremur staðfesting Landsbanka Islands á því að bif reiðin var greidd í banka 24. jan. og að á þessum tima voru engar gjaldeyrishömlur komn- ar til þær voru settar á 29. jan. 6. Gengi islenzku krónunnar var lækkað 12. febrúar 1975. 7. Meðfylgjandi yfirlýsing Gunnars Ásgeirssonar forstjóra sýnir, að Vilmundur Gylfason vissi betur en hann lét i veðri vaka sl. mánudag er hann flutti erindi sitt í þættinum „Um dag- inn og veginn“. Virðingarfyllst Matthfas A. Mathiesen. Yfirlýsing frá Velti h/f I framhaldi af umræðum i fjölmiðlum, sem orðið hafa um bifreiðarkaup Matthíasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra í janúarmánuði síðastliðnum, viljum vér gefa eftirfarandi yfirlýsingu. Bifreiðin, sem er af gerðinni VOLVO árgerð 1975 var pöntuð af oss, til VOLVO AB i Gauta- borg, þann 13. september 1974. A.B. Volvo staðfesti þá, að bif- reiðin mundi afgreidd frá verk- smiðju á tímabilinu 28. október til 9. nóvember sama ár. Vegna ýmissa tafa á afgreiðslu á gerð- inni VOLVO 264, reyndist af- greiðslan óframkvæmanleg fyrr en eftir áramót. Bifreiðin var síðan afgreidd frá verksmiðjunni 9. janúar 1975 á reikningi nr. A-0520147 og kom til landsins með M/S Hvítá þann 16. janúar 1975, á farmskrá nr. 6. Samkvaémt bókhaldi voru, og kvittun fyrir greiðslu nr. 872, greiddi fjármálaráðherra and- virði fob-verðs bifreiðarinnar til oss þann 23. janúar sl. Bifreiðin var síðan greidd i Landsbanka Islands, Laugavegi 77, þann 24. janúar sl. sam- kvæmt bankastimpluðum gögn- um i bókhaldi voru og með- fylgjandi staðfestingu Lands- banka Islands, Austurbæjarúti- bús. Þann sama dag var einnig greidd ein vörubifreið og ein fólksbifreið, báðar af VOLVO- gerð. I vikunni á eftir, þ.e.a.s. til og með 28. janúar fór fram afgreiðsla i þessum sama banka, á fimm fólksbifreiðum og einni vörubifreið, allar af VOLVO-gerð. Ekki var um neina afgreiðslutregðu að ræða af hálfu bankans á þessu tima- bili, sbr. áðurnefnda staðfest- ingu Landsbankans. Tekið skal fram, að allar bifreiðar, sem fluttar eru inn af VELTI HF, eru á nafni fyrirtækisins, en ekki nafni væntanlegra kaupenda þeirra og annast fyr- irtækið því algjörlega um inn- flutning þeirra. Reykjavík, 7. mal 1975. Ásgeir Gunnarsson, forstjóri. Gísli Steinsson, skrifstofustjóri. Árni Filippusson, sölustjóri. Staðfesting Landsbanka Veltir h.f. Suðurlandsbraut 16 Reykjavík Skv. beiðni yðar staðfestum vér að innh. nr. 479462 (invoice no. A-0520147) að upphæð Skr. 20.824,00 fyrir bifreið, var af- greidd hér i bankanum 24. jan. s.l., enda voru frílistakröfur gegn staðgreiðslu afgreiddar með eðlilegum hætti fram til 29. jan. sl. samkvæmt gildandi gj aldeyrisreglum. Reykjavík 7. maí 1975. Landabanki tslands Austurbæjarútibú. Yfirlýsing Gunnars Ásgeirssonar Vegna ummæla Vilmundar Gylfasonar i þættinum „Um daginn og veginn" s.l. mánu- dag, þar sem hann ræðir enn um greiðslur bifreiða í banka fyrir lokun á gjaldeyri f janúar s.l., vil ég að fram komi það, sem á milli okkar fór, fyrir þátt- inn Kastljós um miðjan marz. Vilmundur hringdi til mín og óskaði eftir upplýsingum um hvenær við hefðum siðast leyst bil úr banka. Þar sem ég hafði ekki við höndina stimplaða bankapapp- íra, spurði ég tollmann minn um þetta atriði, en hann skráir allar vörur með dagsetningu, sem í toll fara. Siðustu bílar, sem i toll fóru Framhald á bls. 22 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.