Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 3

Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 3 Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstœðistíokks: Endurreisn efnah öryggis-verndun < agslí agnj fs - tryg ding auðl ging inda VIÐ alvarlegri vanda er nú aö fást i efnahagsmálum landsins en verið hefur um langt skeiö. Þessi vandi á að nokkru rætur sínar i þróun efnahagsmála um- heimsins. Að mestu leyti stafar hann þó beinlínis af þvi, hvernig á stjórn efna- hagsmála var haldið á timum vinstri stjórnarinnar, þegar velgengni var á skömmum tíma snúið til ófarnaðar, þar til yfir lauk með algjörum glundroða vorið og sumarið 1974. Það, sem nú skiptir máli, er að styrkja þann grund- völl, sem velmegun og öryggi þjóðarinn- ar hvílir á, starfsemi atvinnulifsins og traust i viðskiptum við aðrar þjóðir. Fyrir þessu meginmarkmiði hljóta önn- ur sjónarmið aó víkja um sinn. Takist það ekki, er velmegun og atvinna I hættu, og um ieið er grundvöllurinn brostinn fyrir sókn að þeim fjölmörgu umbótum i þjóðfélagsháttum, sem æski- legastar eru taldar. Á siðastliðnu sumri var svo komið, að verðbólga var fjórföld miðað við það, sem áður hafði verið, halli á viðskipta- jöfnuði þjóðarinnar við önnur lönd var orðinn tiundi hluti allrar þjóðarfram- leiðslunnar, gjaldeyrisforðinn var á þrotum og lánstraust þjóðarinnar i voða. Samtímis var þjóðarframleiðslan hætt að vaxa og flestir þættir atvinnulífsins reknir með halla, ekki sízt sjávarútveg- ur. Við blasti greiðsluþrot fyrirtækja, bæjarfélaga og opinberra stofnana, stöðvun framkvæmda og atvinnuleysi. Það var meginverkefni þeirrar rikis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, sem mynduð var sumarið 1974, að takast á við þessi miklu vandamál. Að því var stefnt að búa svo í haginn með skjótum ráðstöfunum, að starfsemi atvinnulífsins gæti haldið áfram. Jafnframt var leitazt við, að við- skipti við önnur lönd gætu farið fram með sem eðlilegustum hætti, svo að land- ið glataði ekki áliti sínu og lánstrausti. Þá var lögð áherzla á, að sú kjaraskerð- ing, sem þjóðin hafði orðið fyrir, jafnað- ist á þegnana svo að réttlætis væri gætt. Endurreisnin, sem hófst með störfum núverandi ríkisstjórnar, hefur ekki enn borið þann árangur sem að er stefnt. Ytri aðstæður hafa verið andsnúnar og farið versnandi, gagnstætt því, sem vonazt hafði verið til. Nauðsyn hefur borið til vandlegrar athugunar og itar- legs samráðs við almannasamtök i land- inu, áður en til framkvæmda hefur kom- ið. A hverjum tima hefur ekki verið unnt að ganga lengra en almennur skilningur hefur leyft. Tekizt hefur að halda uppi atvinnu- rekstri, tryggja fulla atvinnu og koma i veg fyrir öbærilega kjaraskerðingu laun- þega. Á hinn bóginn er verðlag út- flutningsafurða enn óhagstætt, gjald- eyrisforði er enginn og erlendar skuldir halda áfram að aukast meira en góðu hófi gegnir. Alls ekki má slaka á stjórn efnahagsmála jafnframt því, sem leitað er eftir víðtækum stuðningi alls al- mennings við nauðsynlegar aðgerðir. Enginn raunhæfur árangur næst, nema fram fari víðtæk endurskoðun á visitölu- bindingu launa, sem I núverandi'mynd sinni torveldar beinlínis, að unnt sé að halda fullri atvinnu og réttlátri tekju- skiptingu. Samtímis þarf að endurskoða hliðstæð kerfi tekjumyndunar bænda og sjómanna, sem geta ekki heldur þjónað þeim tilgangi, sem til hefur verið ætlazt, eins og nú hagar til. Endurreisn atvinnu- lffsins krefst þess, að opinberir aðilar hafi strangt aðhald að framkvæmdum sinum og þjónustu. Lánveitingar banka og fjárfestingarlánasjóða þurfa að hald- ast innan hóflegra marka, jafnframt þvi, sem þær miða að því umfram allt að leysa úr þörfum almenns athafnalifs og einstaklinga. Árangur uppbyggingarstarfsins fram- undan er ekki sizt undir því kominn, hvernig tekst að hagnýta kosti frjáls markaðskerfis og einkaframtaks og þá atorku, sem það leysir úr læðingi. Heil- brigt einka- og félagaframtak verður að fá að njóta sín og stuðla verður að al- mennri þátttöku í atvinnurekstri, ekki sízt i nýjum atvinnúgreinum. Nauðsyn- legt er að endurskoða lög um hlutafélög og samvinnufélög og færa ákvæði skatta- laga um skattlagningu hlutafjáreignar og arðs i sambærilegt horf og tiðkast i nágrannalöndunum. Stefnt verður að jafnrétti milli rekstrarforma og atvinnu- greina. Draga verður úr starfsemi ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra i fram- leiðslu og þjónustu, þar sem einka- og félagafyrirtæki geta leyst verkefnin af hendi á hagkvæman hátt. Þá er starf- semi heilbrigðis fjármagnsmarkaðar, m.a. með stofnun kaupþings og notkun verðtryggingar að vissu öiarki, veiga- mikil forsenda góðs árangurs. Afnema verður úreltar álagningarreglur og verð- lagshöft bæði vegna starfsemi atvinnu- lífsins og hags neytenda, en efla virkt verðlagseftirlit neytenda sjálfra og eftir- lit með því að samkeppni sé ekki skert. Setja þarf löggjöf um neytendafræðslu og neytendamál. Fylgja verður viður- kenndum reglum um frelsi í inn- flutnings- og gjaldeyrismálum, þar eð frávik í þeim efnum skerða bæði hag neytenda og álit þjóðarinnar og traust erlendis. Opinber aðstoð við atvinnufyrirtæki vegna tímabundinna erfiðleika eða sem þáttur i byggðastefnu þarf að miða við það, að fyrirtækin geti náð fjárhagslegu sjálfstæði og starfað á heilbrigðum grundvelli með fullri ábyrgð eigenda. Sem fyrst verður að setja skýrar og ótvlræðar reglur um starfsemi Byggða- sjóðs. Stefna verður að því, að ákvörðunarvald sé ætið sem næst þeim, sem málefnin þekkja og ákvarðanirnar snerta, og skipulag opinberra stofnana samræmis að fullu lýðræðislegri stjórn- skipun og frjálsu hagkerfi. Lög um Framkvæmdastofnun ríkisins verði end- urskoðuð eins og ákveðið er i málefna- samningi rikisstjórnarinnar, með það fyrir augum að horfið verði frá pólitisku eftirlitsmannakerfi. Sú stefnubreyting sem varð í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar i fram- haldi af undirskriftasöfnun Varins lands og i samræmi við úrslit alþingiskosning- anna er mikið fagnaðarefni. Enn sem fyrr er íslendingum brýn nauðsyn að tryggja öryggi sitt með aðild að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin. Avallt verður að gæta þess, að vörnum landsins sé hagað í samræmi við ytri aðstæður. Aukið hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðanna umhverfis land- ið Ieiðir til þess, að enn frekar en áður verður að taka mið af heildarstöðu öryggismála í þessum heimshluta. íslendingar vilja leggja megináherzlu á vinsamlega sambúð við allar þjóðir á grundvelli þátttöku i Sameinuðu þjóðun- um og öðru alþjóðlegu samstarfi. Jafn- framt verður að vera á verði gagnvart öllum þvingunum og hótunum erlendra ríkja, hvort sem þær birtast í orðum og áróðri eða með öðrum hætti, svo sem auknum umsvifum í lofti og á höfunum kringum landið. Fullum stuðningi er lýst við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að efna- hagslögsaga Islands verði færð út í 200 sjómilur fyrir 13. nóvember á þessu ári. Rétt er, að ákvörðun um útfærsludag verði tekin sem fyrst. Eðlilegt er að ræða við öll þau riki, sem telja sig hafa hags- muna að gæta vegna útfærslunnar. I þeim viðræðum hljóta islenzk stjórnvöld að fylgja þeirri meginstefnu að fá fulla viðurkenningu annarra rikja á útfærsl- unni og á rétti Islendinga til að ráða nýtingu auðlinda innan hinnar nýju efnahagslögsögu. Nauðsynlegt er að efla kynningu á málstað íslendinga i þessu mikilvæga máli. Endurreisn efnahagslífsins, trygging öryggis landsins, verndun og hagkvæm nýting þeirra auðlinda, sem afkoma landsmanna byggist á, eru þau megin- verkefni, sem nú þarf að glima við. Þau eru sá grundvöllur, sem líf, menning og velferð þjóðarinnar hvilir á, en einmitt þessum grundvelli hefur að undanförnu verið ógnað með alvarlegri hætti en um langt skeið. Því fyrr sem tekst að nýju að styrkja þennan grundvöll, þeim mun betur er unnt að snúa sér að þeim verkefnum, sem beinlinis snerta ný- skipan efnahagslífsins, velferð og menningu þjóðarinnar. Lifskjör al- mennings geta batnað á nýjan leik, og unnt verður að tryggja öllum sambæri- leg lífeyrisréttiridi. Þá verður kleift að einbeita sér að margvíslegum verkefn- um við að efla menntun og menningu, bæta félagslega aðstöðu, auka heilsu- gæzlu, heilbrigðisþjónustu og áfengis- varnir, bæta umhverfi og efla byggða- þróun. Þessi verkefni munu skipta æ meira máli eftir því, sem fram líða stundir. Þess vegna riður á miklu að unnið sé að þeim af fullri ábyrgð og skilningi. Árangur af því starfi getur til lengdar aðeins náðst innan vébanda frjáls samfélags, þar sem konur og karl- ar standa jafnt að vígi og mannréttindi og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna eru virt, þar sem byggt er á frjálsum athöfn- um og ábyrgðartilfinningu hvers og eins — og grundvallaratriði kristins siðgæðis í heiðri höfð. Á þessu byggir Sjálfstæðis- flokkurinn stefnu sina og í þeim anda mun hann starfa. Jón Ólafsson húsgagna- smíðameistari 100 ára í dag Rifjuð upp brot úr gömlu afmœlissamtali JÓN Ólafsson húsgagnasmíSameist- ari, sem lengst af bjó á Skólavörðu- stlg 6 hér I borg, er 100 ára I dag. Jón fæddist við Djúp 8. mai 1875, fór til smiðanáms í Kaupmannahöfn fyrir aldamótin og starfaði lengst af við húsgagnavinnustofu J. Halldórs- sonar og Co á Skólavörðustig i Reykjavík, en hann var einn af eig- endum og stofnendum þess fyrir- tækis. Aldamótaárið 1900 kvæntist Jón, Guðrúnu Jónsdóttur sem ættuð var úr Axarfirði en hún er látin fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvo syni, Ottó og Ólaf. Ottó býr hér I Reykjavik en Ólafur hefur búið i Bandaríkjunum.i rúm 50 ár en er nú komin hingað til lands til að halda upp á aldarafmæli föður sins. Jón Ólafsson hefur verið heilsuhraustur alla ævi og þakkar hann það göngu- ferðum og annarri útivist. Hann dvel- ur á Elliheimilinu Grund og hefur verið rúmfastur um eins árs skeið. Þrátt fyrir það hyggst hann taka á móti gestum á Grund i dag i tilefni afmælisins. Verður rúminu hansekið inn i sal heimilisins svo hann geti tekið I höndina á gömlum vinum og rifjað upp minningar með þeim. Jón er enn nokkuð minnugur á gamla daga en er að mestu hættgr að fylgjast með atburðum liðandi stundar. Á niræðisafmæli Jóns Ólafs'sonar árið 1965 birtist samtal við hann i Morgunblaðinu sem Matthías Johannessen ritstjóri skráði undir heit- inu „Sjórinn var engin freisting". Þar lýsti Jón því helsta sem á daga hans hafði drifið á lífsleiðinni. Verða hér á eftir birtir kaflar úr þessu sarptali Upphaf samtalsins var svona: — Ég hef ekki af neinni sérstakri lifsreynslu að státa, sagði Jón í upphafi samtals okkar. Ég hef ekki einu sinni drukkið mig. fullan um dagana En ég hef orðið sætglaður, þó það þyki vlst ekki I frásögu færandi Hann brosti að þessari athugasemd sinni, og kveikti sér I slgarettu. — Ég reykti lítið, sagði hann, en fæ mér slgarettu eða vindil, þegar svo stendur á. Annars máttu ekki ætlast til að það verði gaman að spjalla við mig, ég er ekki húmoristi Ég hef aldrei fengið orð fyrir það Og þú mátt ekki reyna að gera mig að húmorista, þá trúa engir, sem þekkja mig, orði af þvl, sem stendur i blaðinu Siðan skýrði Jón frá ætt sinni og uppruna. Hann fæddist 8. ma! 1875 að Lágadal i Nauteyrarhreppi við ísa- fjarðardjúp, kominn af dugandi og greindu bændafólki Foreldrar Jóns voru Ólafur Jónsson bóndi þar og kona hans Salvör Kristjánsdóttir. Hún dó úr mislingum þegar Jón var 7 ára gamall. Siðar fluttist faðir hans að Reykjarfirði I Vatnsfjarðarsveit. Jón ólst upp við öll venjuleg sveitastörf á þeim árum og eins og aðrir tápmiklir drengir stundaði hann sjóinn. En hug- ur hans stefndi ekki til sjósóknar, miklu fremur til smiða. Og ekki minnkaði áhuginn er hann fékk að vinna við bátasmiði sem unglingur Og rétt fyrir aldamótin réðst Jón I það stórvirki að leita til Kaupmannahafnar til að nema þar húsgagnasmiði. Um tildrög farar- innar segir hann I samtali sínu við Matthias: — Ég var ekki nema 6 ár I Reykja- firði 1 896 stakk ég af til Hafnar. Föður mínum þótti það miður. Hann vildi útvega mér skip og láta mig fara á sjóinn. Ég þvertók fyrir það og kvaðst mundu fara utan, hvað sem tautaði. Hann hristi höfuðið, en þekkti þrjósk- una og lét undan, enda sat ég við minn keip. Ég vildi verða húsgagnasmiður. Þegar faðir minn sá að engu tauti var við mig komandi, rétti hann mér 250 krónur til fararinnar. Það fékk margur minna I nestispokann sinn í þá daga. Það þótti töluvert áræði af Jón Ólafsson, sem i dag er 100 ára. Myndin var tekin á Elliheimilinu Grund á þriðjudaginn. Ljósm. Ól K Mag uppburðarlitlum sveitastrák að fara til Hafnar eins og I pottinn var búið, en ég var samt ekki sá eini sem það gerði. Þegar ég tók þá ákvörðun að fara utan, hafði ég ekki fengið neitt pláss, hvorki í skóla né á verkstæði, en faðir minn þekkti nokkra kaupmenn i Höfn, það kom sér vel. Ég leitaði til þeirra, og þeir reyndust mér á margan hátt hjálp- samir. Ég bjó hjá Islenzkri konu sem hér Kristln Jóhannsdóttir, ef ég man rétt. Þar voru margir góðir drengir og lásu sumir undir embættispróf við Hafnarháskóla. Þeir urðu góðir vinir minir og kunningjar, og minnist ég t.d. Guðmundar Björnssonar, slðar sýslu- manns, Halldórs Júliussonar, siðar sýslumanns, og Ólafs Eyjólfssonar slðar Verzlunarskólastjóra. Hann var mér mjög hjálplegur og greiddi götu mlna, ef svo bar undir Blessaður vertu, ég var auralitill eins og þú getur ímyndað þér, og allt af skornum skammti og þótti gott að fá stuðning við bakið. En slðar fór ég að vinna, og þá raknaði úr fyrir mér. Að námi loknu vann Jón I nokkur ár við smíðar I Kaupmannahöfn Á þess- um árum gerðist það markverðast, að hann kynntist konu sinni sem var við störf i Kaupmannahöfn. Einnig varð hann fyrir þeirri miklu reynslu að lenda I miklu járnbrautarslysi sem nefnt var Gentofteslysið. Slys þetta krafðist margra mannslifa en Jón slapp með lltil meiðsli. Er heim kom stofnaði Jón fyrirtækið J. Halldórsson og Co. með Jóni Halldórssyni og Bjarna Jónssyni, forstjóra Nýja Blós. Þetta fyrirtæki var lengst af til húsa neðarlega á Skóla- vörðustig. Það var rekið I 40 ár og á þvi timabili eignaðist Kolbeinn Þor- steinsson einnig hlutdeild I þvi. I sam- talinu við Matthias sagði Jón m.a.: Samstarfið var gott og fyrirtækið efldist, þótt framan af væri erfitt að reka húsgagnaverkstæði I Reykjavik Þá var lítið um peninga og fáir sem gátu keypt húsgögn Menn voru ekki að eyða 1águm launum I svoleiðis óþarfa, eins og komizt var að orði Það var ekki fyrr en i striðsbyrjun að maður fór að verða var við peninga, og þá einkum hjá sjómönnum En fyrirtækið dafnaði og æ fleiri Reykvíkingar fengu sér ný húsgögn. Það sem áður hafði verið hálfgerður óþarfi varð smám saman partur af daglegum þörfum, ef svo mætti að orði komast. Og nú eru vist fáir, sem hafa ekki efni á að fá sér góð húsgögn Þegar við komum heim kunnu fáir 'eða engir húsgagnasmiði, a m k. Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.