Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 14

Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 30 ár frá því síðari heim- styrjöldinni lauki Evrópu Hver var sigurvegarinn? Bandaríska stórblaðið New York Times birti nýlega grein eftir William Safire, en þar segir höfundur meðal annars: Það gæti hafa farið fram hjá ykkur, en síðari heimsstyrj- Barizt um Stalingrad Bandaríkin sendu Sovétmönnum 17000 herflug- vélar, 400 þúsund flutningabifreiðar, 12 þús- und skriðdreka, 8 þúsund loftvarnabyssur öldinni er senn lokið opinber- lega. Rússar sigruðu. Höfundur bendir á að Ör- yggisráðstefnu Evrópu Ijúki sennilega í sumar með fundi leiðtoga aðildarríkjanna 35, og að þar verði endanlega staðfest yfirráð Rússa yfir Austur-Evrópu. Telur Safire að fulltrúar Bandaríkjanna á ráðstefnunni hafi litlu áork- að, en látið allt eftir Rússum. Þótt Safire haldi þvi fram að nú loks sé síðari heimsstyrjcld- inni að Ijúka, minnast margir þess nú í vikunni að 30 ár eru liðin frá því friður var saminn í Evrópu 8. maí 1945. Þessara tímamóta er ítarlega minnst i Sovétríkjunum, og hafa þar- lendir fjölmiðlar keppst um það undanfarna mánuði að sann- faera lesendur, hlustendur og áhorfendur sína um að það hafi veríð sovézki herinn, sem sigr- aði í „ættjarðarstyrjöldinni miklu". Sigurinn vannst vegna þess að sovézki herinn var und- ir stjórn kommúnistaflokksins, og sigurinn sannar yfirburði sovézka kerfisins, að sögn fjöl- miðlanna. Miðstjórn flokksins hefur nýlega birt yfirlýsingu um þennan mikla sigur, og segir þar meðal annars að Sov- étríkin hafi átt „megin þátt í því að sigra Þýzkaland Hitlers og síðar einnig hernaðarsinnana í Japan". Það fylgdi ekki með í yfirlýsingunni að Sovétríkin sögðu ekki Japan stríð á hend- ur fyrr en eftir að Bandaríkja- menn höfðu varpað fyrstu kjarnorkusprengjunni á Hiro- shima 6. ágúst 1945, þremur mánuðum eftir friðarsamning- ana við Þjóðverja. Hans-Adolf Jacobsen, próf- essor við náskólann i Bonn, er fremsti sérfræðingur Vestur- Þjóðverja í sögu síðari heims- styrjaldarinnar. Hann segir meðal annars: Við verðum að muna að síðari heimstyrjöldin var ekki eingöngu Evrópustríð eða þýzkt-sovézktstríð, heldur alheimsstyrjöld. Rússnesku vígstöðvarnar réðu úrslitum í átökunum á meginlandi Ev- rópu, en sé litið á heildarmynd- ina verður niðurstaðan önnur. Bandaríkin urðu að skipta her- styrk slnum svo til að jöfnu milli Kyrrahafsins og Evrópu. Rússar gátu hins vegar beitt öllum sínum herafla í Evrópu, því þeir þurftu ekki að berjast á öðrum vígstöðvum." Jacobsen segir að Bretar og Bandaríkja- menn hafi lamað hernaðar- framleiðslu Þjóðverja. „Rússar hefðu aldrei farið með sigur af hólmi í styrjöldinni án hjálpar Breta og Bandaríkjamanna. Sovétríkin höfðu nánast engan flugher, svo Þjóðverjum hefði verið unnt að halda iðnaði sín- um gangandi á fullum hraða heima fyrir og beitt öllum sín- um liðstyrk gegn Rússum. Það er rangt að halda því fram að Rússar hafi unnið styrjöldina. Hver og einn þessara þriggja bandamanna var sigurvegar- inn, en eingöngu vegna að- stoðar hinna tveggja." Sagnfræðingar eru sammála um að frásagnir sovézkra fjöl- miðla nú gangi algjörlega fram- hjá þrenns konar aðstoð Vest- urveldanna: Orustunni um Bretland, þar sem Þjóðverjar misstu mik- inn hluta flugflota síns áður en unnt var að beita honum á austurvígstöðvunum. Innrásinni á Ítalíu, sem neyddi Þjóðverja til að binda þar fjölmennan her og veikja þar með stöðuna í austri. Þýzki hershöfðinginn Siegfried West- phal segir í endurminningum sínum að Þjóðverjar hafi fundið illilega fyrir þessu á austurvíg- stöðvunum. Láns- og leiguaðstoð Bandaríkjanna (Lend-Lease), sem leiddi til þess að Bandarík- in sendu Sovétríkjunum meðal annars 1 7 þúsund herflugvél- ar, 400 þúsund flutningabif- reiðir, 12 þúsund skriðdreka og brynvarða bíla, 8 þúsund loftvarnarbyssur, 15milljónpör af stígvélum og fleira. Um þetta segir Westphal hershöfð- ingi: „Það eru engar ýkjur að segja að án gífurlegrar aðstoð- ar Bandaríkjanna hefðu Rússar vart haft aðstöðu til gagnsókn- ar árið 1 943 ." Hvað sem öðru líður þá er það rétt að engin þjóð færði jafn gifurlegar fórnir og Rússar i síðari heimsstyrjöldinni. Frá því 22. júní 1 941, þegar Þjóð- verjar snerust gegn þessum fyrri bandamönnum sinum, og til stríðsloka voru heiftúðug- ustu orusturnar háðar á sov- ézku landi. Talið er að 1 5—20 milljónir Rússa — óbreyttir borgarar og hermenn — hafi fallið og 25 milljónir misst heimili sín. I umsátrinu um Leningrad féllu 650 þúsund manns, en til samanburðar má geta þess að í báðum heims- styrjöldunum féllu alls 522 þúsund Bandaríkjamenn. í bók sinni „The Second World War" segir A.J.P. Taylor um mannfallið í styrjöldinni að' 1 5% íbúa Póllands hafi fallið, flestir óbreyttir borgarar, sem teknir hafi verið af lífi. Hann telur að 20 milljónir Rússa hafi fallið, þar af 1 4 milljónir myrt- ar. Þjóðverjar misstu 5 milljón- ir, þar af fórust 600 þúsund óbreyttir borgarar í loftárásum. Japanir misstu um eina milljón hermanna, auk þess sem um 600 þúsund borgarar fórust í loftárásum. Bretar misstu 300 þúsund manns, þar af um 35 þúsund sjómenn á kaupskipa- flotanum. Bandaríska vikuritið Time birti nýlega grein (14. apríl) um túlkun sovézkra fjölmiðla á gangi síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Að sögn Time halda sovézk- ir fjölmiðlar fram eftirfarandi: 1. Það voru heimsvaldasinn- ar, sem hófu styrjöldina. 2. Hernaðarmáttur Sovétríkj- anna réð úrslitum. 3. Sigur Sovétríkjanna sann- aði yfirburði kommúnisma yfir auðvaldsskipulagi. 4. Sovézki herinn sigraði af því hann naut leiðsagnar kommúnistaflokksins. 5. Vesturveldin hafa reynt að falsa og draga úr hlutverki Sov- étríkjanna i styrjöldinni Time segir að á meðan Sov- étríkin reyni að sýna fram á að þau ein hafi sigrað nasismann, fari það mjög í vöxt á Vestur- löndum að sagnfræðingar og hernaðarsérfræðingar fari við- urkenningarorðum um fram- göngu sovézka hersins. Þannig segir til dæmis einn helzti hern- aðarsagnfræðingur Bretlands, Michael Eliot Howard prófessor við Oxford háskóla, að Rússar hafi svo til einir stöðvað fram- sókn Þjóðverja á árunum 1 941 og 42. Hann bætir því þó við að ef Bandaríkin hefðu ekki orðið aðilar að styrjöldinni í desember 1941 og þar með neytt Þjóðverja til að kalla mik- ið lið frá austurvígstöðvunum, væri óvíst hvort sovézki herinn hefði getað varizt áfram, og öruggt að hann hefði ekki get- að hafið gagnsókn. Michel Tatu, einn af ritstjór- um franska blaðsins Le Monde og sérfræðingur í málefnum Sovétríkjanna, segist álita að Sovétríkin hefðu verið einfær um að sigra nasismann. Máli sínu til sönnunar bendir hann á að áður en Bandaríkin gerðust virkir aðilar að styrjöldinni i Evrópu hafi sovézki herinn þeg- ar verið búinn að endurheimta þrjá fjórðu þess landsvæðis, sem Þjóðverjar höfðu lagt undir sig, og verið kominn allt vestur að Varsjá. Hann bendir einnig á að Þjóðverjar hafi haft rúm- lega tveggja milljón manna her á austur vígstöðvunum, en að- eins 892 þúsund á vesturvíg- stöðvunum. Þýzki herinn hafði þegar misst 13.700 skriðdreka í orustum, 75% þeirra í Sovét- ríkjunum. (Úr erl. blöðum). Loftárðs á skipalest ð leið til Murmansk. Sovézki fáninn blaktir yfir Berlln.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.