Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975
19
Josef Mindszenty;
Hann var baráttu-
maður til dauðadags
Páfi býður Mindszenty velkominn i Vatíkanið eftir 15 ára útlegð í
bandarlska sendiráðinu I Budapest.
MINDSZENTY kardínáli, fyrr-
um yfirmaður kaþólsku kirkj-
unnar I Ungverjalandi, sem
lézt í Vfnarborg í fyrradag, 83
ára að aldri var einn af um-
deildustu guðsmönnum þess-
arar aldar. Hann var mjög ein-
arður baráttumaður gegn
kommúnisma og nasisma og
eyddi alls 23 árum ævi sinnar I
fangelsi í einhverri mynd.
Hann var 83 ára er hann lézt.
Hann var fangelsaður fyrir
andstöðu við hernám nasista I
Ungverjalandi árin 1944—45,
en hafði 20 árum áður setið I
fangelsi fyrir andstöðu við
kommúnisma og var sfðan
dæmdur f ævifangt fangeisi af
yfirvöldum f Ungverjalandi ár-
ið 1949 eftir löng og sviðsett
réttarhöld. Svo ómerkileg voru
þau réttarhöld i augum Vati-
kansins, að allir þeir sem komu
náfægt réttarhöldunum voru
settir út af sakramentinu.
Mindszenty sat i fangelsi fram
til ársins 1956, er uppreisnin
var gerð í Ungverjalandi, en er
sovézkir skriðdrekar réðust inn
í Budapest nokkrum dögum síð-
ar og uppreisnin var bæld nið-
ur, flúði hann i bandaríska
sendiráðið, þar sem hann var i
útlegð næstu 15 árin, eða unz
Páli páfa VI tókst loks að telja
hann á að koma til Rómar 28.
september 1971. Þá hafði kirkj-
an um árabil reynt að fá hann
til að yfirgefa sendiráðið með
öllum hugsanlegum ráðum, en
Mindszenty, sem taldi sig
lifandi tákn andspyrnu, neitaði
meó öllu að fara, nema honum
yrði algerlega gefnar upp allar
sakir af ungverskum yfirvöld-
um. Aó þessum skilyrðum gátu
yfirvöld ekki gengið, en loksins
tókst samkomulag um að hann
yrði náðaður af lifstíðardómn-
um. Þá tókst Vatikaninu að fá
hann tii að fara, til að ryðja
leiðina fyrir bættum samskipt-
um kirkjunnar og ungverskra
yfirvalda. Mindszenty sagði um
brottför sína frá Ungverja-
landi, að hún hefði verið
þyngsti kross, sem hann hefði
nokkru sinni borið.
Mindszenty með Páli páfa VI.
Mindszenty var handtekinn í
Budapest á jóladag 1948 og
hófust réttarhöldin yfir honum
i febrúar þar sem hann var
ákærður fyrir glæpi gegn
öryggi rikisins, landráð og
gjaldeyrisbrask. Er hann var
handtekinn tókst honum að
skrifa skilaboð á umslag, þar
sem hann tók fyrir fram aftur
allar játningar, sem hann kynni
að gera hjá lögreglunni og
neitaði öllu samsæri gegn
rikinu. Við yfirheyrslur játaði
hann hins vegar að hafa starfað
gegn rikinu og að hafa farió
1947 til Bandaríkjanna og hitt
Otto Von Hapsburg, sem gerði
tilkall til krúnunnar i Ung-
verjalandi og einnig gjaldeyris-
brask. Hins vegar neitaói hann
með öllu að aðgerðir sinar
hefðu beinst að því að steypa
stjórninni. Vestrænir blaða-
menn, sem voru við réttarhöld-
in í Budapest sögðu að
Mindszenty hefði verið „heila-
þveginn", sem þá var nýyrði.
Mindszenty sagði mörgum ár-
um séinna frá þvi að eftir hand-
tökuna hefði hann verið
pyntaður i 29 daga samfleytt,
barinn og úthúðað og hann
neyddur til að horfa á klám-
sýningar. Fékk hann aldrei að
fara i föt allan tímann og ekki
að sofa svo dögum skipti.
Sem fyrr segir hljóðaði dóm-
urinn upp á ævilangt fangelsi.
Þegar uppreisnarmenn leystu
hann úr haldi tók hann virkan
þátt í baráttunni og myndir af
honum á þeim tímum minna
jafnmikið á atburðina og mynd-
ir af sundurskotnum húsa-
veggjum. Þegar sovézku skrið-
drekarnir ruddust inn i Buda-
pest komst hann í bandaríska
sendiráðið, og ungverskur emb-
ættismaður sagði við Banda-
ríkjamenn: „Leyfið honum að
rotna hjá ykkur, hann er okkur
ekkert til óþæginda, aðeins
ykkur.“ Það reyndist einnig
rétt vera, þvi að hann hafði
ætið horn í síðu sendiráðs-
manna og var vandræðabarn
kirkjunnar. Hann bjó i íbúð á
efstu hæð sendiráðsins og vann
þar öllum stundum að ritun
æviminninga sinna og sögu
kaþóisku kirkjunnar í Ung-
verjalandi. Skv. alþjóðalögum
mátti hann ekki gefa út opin-
berar yfirlýsingar. Allan
timann, sem hann dvaldi i
sendiráðinu voru leyni-
þjónustumenn á verði 24 klst. á
sólarhring fyrir utan sendiráð-
ið.
28. september 1971 renndi
svo svört Mercedes Benz bifreið
upp aó sendiráðinu og hinn
aldni kardináli var studdur út í
hann og þaðan ekið með hann
út á flugvöll og honum flogið til
Rómar. Þar tók Páll páfi sjálfur
á móti honum og faðmaði hann
örþreyttan að sér og gaf honum
brjóstkrossinn, sem hann bar
um hálsinn og páfahringinn,
sem hann bar sem vott um
mestu auðmýkt páfans.
Frá Róm fór kardinálinn árið
1972 til Vinarborgar, þar sem
hann hafði búsetu til dauða-
dags. Hann lét þó ekki af mót-
spyrnu sinni og hélt áfram að
mótmæla samskiptum Vati-
kansins við stjórnir
kommúnistaríkja og brást bitur
og reiður við i fyrra, er páfi
lýsti því yfir, að Mindszenty
hefði látið af embættum sínum
innan ungversku kirkjunnar,
og sagði aó um hefði verið að
ræða einhliða ákvörðun páfa.
Siðustu tvö árin bjó Mindszenty
i algerri einangrun í kaþólska
háskólanum í Vinarborg, en
ferðaðist þó nokkrum sinnum
til viðræðna við aðra ungverska
útlaga á Vesturlöndum, unz
kraftar hans leyfðu slík ferða-
lög ekki lengur. Banamein hans
var hjartaslag, en hann hafði
þá nokkrum klukkustundum
áður gengist undir skurðað-
gerð.
Josef Mindszenty fæddist 29.
marz árið 1892 í Ungverjalandi,
sonur hjóna af þýzkum smá-
bændauppruna og er sagt að
þrjóskuleg hegóun hans hafi
verið bein arfleið frá forfeðr-
um hans frá Swabiu, sem voru
þekktir fyrir að vera þrjóskir
og haróir í horn aó taka er
persónuleg réttindi þeirra voru
í húfi. Mindszenty varð þegar
umdeildur og virtur sem ungur
prestur og hann klifraði upp
virðingarstiga kirkjunnar
vegna ótakmarkaðrar tryggðar
sinnar við hana og ungversku
þjóðina.
Deilur vegna suður-viet-
namskra barna í Danmörku
Kaupmannahöfn, 7. maí.
Reuter.
MIKIL pólitísk deila virðist vera f
uppsiglingu f Danmörku vegna
204 s-vfetnamskra munaðarleys-
ingja, sem fluttir voru til Dan-
merkur nokkrum klukkustund-
um áður en stjórnin f Saigon
gafst upp. Svo virðist sem stjórn
Ankers Jörgensens muni ekki
komast hjá þvf að taka ákvörðun
um það hvenær aðstæður í S-
Vietnam verði orðnar það eðlileg-
ar að hægt verði að senda börnin
til baka til heimalandsins.
Börnin voru flutt til Danmerk-
ur á vegum samtakanna Inter-
national Aid, sem hafa stutt Dan-
ann Henning Becker í rekstri
munaðarleysingjaheimilis í Saig-
on. Ástæðan fyrir úlfaþytnum út
af þessu er að Becker réð fyrir
nokkrum dögum mjög þekktan
danskan hægri mann sem fram-
kvæmdastjóra fyrir sig, en maður
þessi hefur veitt forstöðu upplýs-
ingaskrifstofu gömlu Saigon-
stjórnarinnar í Kaupmanahöfn.
3 létust í fellibyl
Omaha, Nebraska, 7. maí.
NTB. Reuter.
ÞRÍR menn hafa beðið bana i
fellibyljum sem gengu yfir bæinn
Omaha i nótt og morgun. Neyðar-
ástandi hefur verið lýst yfir í
bænum. Alimiklar skemmdir
urðu á húsum og óttast er að
margir hafi slasast.
Ríkisstjóri Nebraska James Ex-
on kvaddi þjóðvarðliðið á vett-
vang til að aðstoða við björgunar-
störf. Mikil rigning hefur fylgt í
kjölfar fellibyljanna og einnig
valdið tjóni í Suður-Dakota og
Iowa.
Hefur ráðning mannsins vakið
mikla reiði og Becker er sakaður
um pólitiska sýndarmennsku. Le
Van Hut, talsmaður bráðabirgða-
stjórnar kommúnista i Kaup-
mannahöfn, er verður sendiherra
þar, er Danir hafa formlega viður-
kennt bráðabirgðastjórnina, hef-
ur krafist þess að börnunum verði
þegar i stað skilað til Vietnam og
sakaði hann Becker um að hafa
Rússar minn-
ast sigursins
yfir nasistum
Moskvu, 7. maí. Reuter.
SOVÉTMENN hófu i dag hátíða-
höld, til að minnast þess að þrjá-
tiu ár eru liðin frá því að banda-
menn sigruðu nasista i heims-
styrjöldinni síðari. M.a. var i dag
afhjúpaður minnisvarði i Mur-
mansk um sjómenn frá vestur-
löndum, sem létu lífið i siglingum
skipalesta með birgðir til Sovét-
rikjanna á striðsárunum. A morg-
un verður mikil skrúðganga í
Moskvu og er búist við að Leonid
Brezhnev, leiðtogi sovézka komm-
únistaflokksins, muni flytja ræðu
og lýsa því yfir að Sovétrikin hafi
á sínum tíma bjargað heiminum
frá fasisma og séu i dag helzta
friðaraflið í heiminum. Þúsundir
greina þess efnis hafa birst i sov-
ézkum blöðum og timaritum að
undanförnu, meðan á undirbún-
ingi hátíðahaldanna stóð. Sendi-
nefndir víða að frá vesturlöndum
og leppríkjum Sovétrikjanna eru
komnar til Moskvu til að taka þátt
i hátiðahöldunum.
rænt börnunum af pólitískum
ástæðum. I skilyrðum dönsku
stjórnarinnar fyrir að leyfa börn-
unum að koma til Danmerkur var
kveðið á um að þau mættu aðeins
dveljast þar unz aðstæður í
heimalandi þeirra væru orðnar
eðlilegar. Becker hefur hins veg-
ar ekki i hyggju að senda þau
aftur heim og hefur leitað aðstoð-
ar sérfræðinga í alþjóðalögum til
að kanna hvort danska stjórnin
getur sent börnin heim aftur gegn
vilja þeirra. Hefur Becker látið i
veðri vaka að hann muni kaupa
vagnalest undir börnin og ferðast
með þau um Evrópu, unz þau fái
fastan dvalarstað. Mikið er skrif-
að um þetta mál í dönskum blöð-
um og hefur Aktuelt, málgagn
Jafnaðarmannaflokksins sagt í
ritstjórnargrein að börnin verði
að snúa heim á ný.
Elizabeth II
í Japan
Tókíó, 7. mai-Reuter.
ELIZABETH Bretadrottning og
Filippus prins eiginmaður hennar
komu til Japans i opinbera heim-
sókn í dag og er það i fyrsta skipti
að Japanir eru sóttir heim af
brezkum þjóðhöfðingja. Mun
drottningin verða nokkra daga í
Japan og hafa verið undirbúnar
hinar glæsilegustu móttökur fyrir
hana, að sögn fréttastofa. Drottn-
ingin kom til Japans frá Hong
Kong.
Kissinger ætlar
ekki að segja af sér
Washington, 7. mai. Reuter.
HENRY Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, sagði í sjón-
varpsviðtali í kvöld, að hann teldi
ekki heppilegt, að hann segði af
Mikil eiturlyfjaneysla
bandarískra hermanna
Washington, 7. mai. Reuter.
UNDIRNEFND fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings um framtiðarut-
anríkismálastefnu var skýrt frá
þvi i vikunni, að um 6—900
bandarískir hermenn i Evrópu
neyttu heróins, eða annarra
sterkra eiturlyfja. Um 30 þúsund
hermenn þar að auki nota mari-
juana eða hass daglega, að því er
formaður nefndarinnar, Lester
Wolff, skýrði frá á fundi með
fréttamönnum. Upplýsingar þess-
ar komu frá dr. Robert Duport,
ráðunauti Hvíta hússins í vörnum
gegn notkun eiturlyfja.
sér nú, á þessum miklu óvissu
umrótatimum, er þjóðir heims
fylgdust náið með þróun mála í
Bandaríkjunum og bandaríska
þjóðin biði eftir stefnumótun.
Utanrikisráðherrann sagði aó
hugsanlega heföi verið heppi-
legra, að hann hefði verið farinn
frá, en sagðist ekki myndu segja
af sér svo lengi sem Ford forseti
bæri traust til sin og bæði sig um
að halda áfram. „Ef ég einhvern
tíma tel að forsetinn beri ekki
lengur til mín traust, mun ég að
sjálfsögðu hverfa frá störfum
þegar i stað.“ Ráðherrann sagði
að ástæður fyrir áföllum í utan-
ríkisstefnunni ættu flestar rætur
sínar að rekja til innanríkis-
vandamála.