Morgunblaðið - 08.05.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 08.05.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands„ í lausasölu 40,00 kr. eintakið Friðardagur í Evrópu Idag eru 30 ár liðin frá því að herir nasista gáfust upp í Þýzkalandi og friður komst á aó nýju í Evrópu eftir 6 ára styrjöld, sem hófst þar, en spannaði undir lokin gjörvalla heimsbyggðina. Þessa dags er minnzt með ýmsum hætti víða um heim. Full ástæða er til þess að rifja upp og minna á ósigur nasismans í Evrópu og þær hetjudáðir, sem drýgðar voru á styrjaldarárunum. Slík upprifjun er Iýðræðis- þjóðum Vestur-Evrópu m.a. þörf áminning um að vera vel á verði og vakandi frammi fyrir þeirri stað- reynd, að þótt nasisminn hafi verið brotinn á bak aftur, hafa ný einræðisöfl skotið rótum, sem eru harðstjórn kommúnismans í austri, sem beitir öllum brögðum til þess að auka við heimsveldi sitt. Einn þáttur friðardags- ins í dag, og raunar á 5 ára fresti, er afar ógeðfelldur. Það er sú skipulagsbundna herferð, sem Sovétstjórnin efnir til fimmta hvert ár, hinn 8. maí, til þess að koma því inn hjá al- menningi um heim allan að hinn eini raunverulegi sig- urvegari styrjaldarinnar hafi verið Sovétríkin. Um gjörvalla heimsbyggðina er nú í dag á vegum Sovét- stjórnarinnar efnt til margvíslegs samkomu- halds og haldið uppi marg- vislegum áróðri í því skyni að koma þessari sögu- skoðun og sögufölsun á framfæri, bersýnilega í trausti þess, að þau orð Göbbels standi óhögguó að ef lygin sé endurtekin nógu oft, fari fólk að trúa henni. Við íslendingar för- um ekki varhluta af þessari áróðursherferð, í dag efna svonefnd „vin- áttufélög“ ýmissa Austur- Evrópuríkja til kostnaðar- sams samkomuhalds i Há- skólabiói og standa fyrir þessum samkomum í sam- vinnu vió sendiráð Sovét- ríkjanna, Tékkóslóvakíu, Póllands og Austur- Þýzkalands, sem vafalaust borga kostnaðinn. Þessi samkoma er einn angi í hinni víðtæku áróðursher- ferð kommúnista um heim allan og fulltrúar þeirra hér á landi hafa með ýms- um hætti reynt að notfæra sér þennan dag í þeim til- gangi að sannfæra fólk um, aó Sovétríkin hafi unnió styrjöldina. Ástæða er til að vara fólk viö þessari áróðursherferð Sovét- stjórnarinnar og vekja jafnframt athygli á, að hér á Islandi eru býsna margir útsendarar hennar, sem eru tilbúnir til þess að reka þessi erindi ráðamanna i Moskvu. Styrjöldin í Evrópu var unnin með samvinnu allra þeirra fjölmörgu þjóða, sem tóku höndum saman í baráttunni gegn nasist- unum í Þýzkalandi. Þar voru fremstir í flokki Bretar annars vegar og Sovétmenn hins vegar, en þátt i baráttunni tóku hinir svonefndu Frjálsir Frakkar undir forystu De Gaulle og fjöldamörg önn- ur ríki eða einstaklingar og herdeildir frá þeim. Bar- átta þessara evrópsku bandamanna hefði náð tak- mörkuðum árangri, ef ekki hafði komið til gifurlegur stuðningur Bandarikjanna og síðar bein þátttaka þeirra í styrjöldinni. Án þátttöku Bandaríkjamanna og stuðnings skal ósagt látið, hver endalokin hefði verið. Án geysilegra vopna- og birgðasendinga frá Bandaríkjunum hefði sovézki herinn ekki unnið á herjum nasista á aust- urvígstöðvunum. Frá styrjaldar árunum minnast menn að sjálfsögóu margs. Hin einstæða hetjudáð brezku þjóðarinnar á dimmustu dögum striðsins verður mörgum sjálfsagt eftirminnileg og ekki síður hetjuleg framganga Sovét- manna. En griðarsáttmáli þeirra Stalins og Hitlers sem gerði hinum síóar- nefndu kleyft aó níðast á V-Evrópu gleymist heldur ekki. Sigur bandamanna yfir Þýzkalandi Hitlers var árangur samstarfs margra ríkja og fáránlegt er, að ein þeirra þjóða skuli frá styrjaldarlokum með vax- andi krafti, hafa haldið uppi áróðursherferð til þess að sannfæra fólk um viða veröld um það, að hún ein hafi unnið þetta stríð og engir aðrir. Dagurinn, sem sigur vannst á einræðisöflum nasista í Þýzkalandi mætti gjarnan verða okkur ís- lendingum og öðrum lýö- ræðisþjóðum í Vestur- Evrópu sterk áminning um, að lýðræðið á í vök að verjast á heimsbyggðinni um þessar mundir. Einræðisöfl kommúnism- ans hafa sótt fram í Asiu að undanförnu og margt bendir til þess að næst verði þrýstingur á Norður- Evrópu margefldur. Kínversk grafiklist Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Að Kjarvalsstöðum hefur verið opnuð sýning á kinverskri grafík- list og mun þetta liður í menn- ingarsamskiptum milli Islands og alþýðulýðveldisins Kína og sett upp fyrir milligöngu kinverska sendiráðsins. Þetta er stór og um- fangsmikil sýning, og mér vitan- lega hefur ekki áður verið haldin sýning á kinverskri grafík-list hérlendis, þótt vafalítið hafi ein og ein mynd sést á sýningum hér með öðrum kínverskum list- munum. Almennt er það vitað um upp- runa lit-tréristunnar og tréstung- unnar, að hún er upprunn- in i austrinu, en óvíst hvar. Sennilega hefur hún komið fljótandi á fjöl langt aftur úr grárri forneskju, í öllu falli er fjölin mjög mikilvæg i þessu efni. Vafalitið hefur þetta byrjað með þeim hætti, að menn uppgötvuðu, að þeir gátu hagnýtt sér á margan nytsaman hátt möguleikana á að gera eftirþrykk, en sú uppgötvun er jafngömul manninum. Þannig eru elstu minjar mannlegs lifs einmitt handa- og fótaþrykk, sem varð- veitzt hafa sem leikur manna i árdaga og fyrstu merki sjálfsvit- undar forvera okkar og löngunar þeirra til tjáningar. Utskornar tréplötur hafa verið notaðar frá ómunatíð til þrykkingar á vefnað og kiæðnað, til stimpilgerðar og í ýmsum öðrum tilgangi, þar sem endurtekning hlutarins var nauð- synleg. Á tiundu öld þrykktu Kín- verjar bækur, þar sem öll siðan var skorin út i tréstykki, líkt hinum svonefndu blokkbókum, sem búnar voru til í Evrópu fyrir daga Gutenbergs. Tréristan og tréstungan eru sem sagt náskyld prenllistinni. Mynd og ritmál héldust i hendur öldum saman sennilega meira en nokkru sinni á seinni timum nema e.t.v. i ein- staka viðhafnarútgáfum lista- fursta, þrykktum i mjög takmörk- uðu upplagi í samvinnu við nafn- togaða listamenn i handmennt sem hugverki. Þannig hafa þessar fyrstu þrykktu bækur að mörgu leyti staðið framar seinni tíma bókagerð, hvað fegurð og látlausa listræna tjáningu snertir. Það hefur einnig sina eðlilegu skýr- ingu, þegar mið er tekið af hinni nánu samvinnu, sem hefur orðið að vera á milli lista- og handíðar. Ef maður vissi ekki betur, gæti maður álitið, að það væri sami maðurinn, sem teiknaði og skar hvort tveggja, myndina og letrið. Frá uppgötvun prentlistarinnar gengur ritmálið og myndin hönd í hönd út til fólksins, og list orðsins og myndarinnar verða á bylt- ingarkenndan hátt aðgengilegar þúsundunum. Það er einmitt hið nána samband milli handverks og listar, sem ljær tréristunni og tré- stungunni töfra sina. Engin önnur grafísk listgrein krefst I jafn ríkum mæli, að listamaður- inn sé með frá upphafi til loka, að hann þekki sitt handverk og leggi sig allan fram. I British Museum í London er til kinversk bók frá árinu 868, „Diamond sutra“, sem sögð er geyma fyrstu dagsettu tréristuna, sem vitað.er um. Það er þó vitað, að Japanir stunduðu þessa list- grein enn fyrr, og að tréristan er elzt innan grafísku tækninnar. Þetta fólk hafði aðgang að pappír löngu áður en við i Vestrinu. Það var einnig í sambandi við það sem menn hófu að nota pappir i Evrópu, að fyrsta tréristan og næstum samtímis fyrsta kopar- stungan stungu upp kollinum í formi spila og helgimynda. Er óvíst að nokkur önnur grein myndlistar hafi strax í upphafi þjónað jafn ólíkum guðum! Ég þekki þvi miður litið sögu kinverskrar grafik-listar og veit því ekki, hvernig hún hefur þró- ast í gegnum aldirnar, og ég verð að viðurkenna, að ég er ekki mikiu fróðari eftir að hafa skoðað sýninguna að Kjarvalsstöðum, því að sýningin gefur litla hugmynd um þróunina, nema ágæt tækni- brögð séu tekin sem viðmiðun. Japönsku tréristuna þekkjum við í Vestrinu ólikt betur og vitum einnig, að þróun hennar náði há- marki um aldamótin 1800. Okkur eru þannig velkunn nöfn líkt og Utamaro, Hokusai og Hiroshige, en hins vegar erum við miklu siður með á nótunum varðandi kinverska grafik-iist og þekkjum engin nöfn, þvi miður verð ég að segja, þvi að ljóst er, að Kinverjar hafa átt margt ágætra listamanna í þessari tækni um aldaraðir. Ég tel hæpið, að það sé óyggj- andi hægt að fullyrða svo sem stendur i sýningarskrá, að tré- stungulistin sé upprunninn með hinni kínversku þjóð. Aðrar upp- lýsingar i sýningarskrá segja, að með þessari sérstöku aðferð sé Framhald á bls. 28 Skúlptúr á Loftinu Sigurjón við eitt af verkum sfnum. ÞAÐ eru jafnan mikil tiðindi þegar Sigurjón Ölafsson kemur fram með ný verk, hvað þá er hann heldur einkasýningu. Mynd- höggvarar verða að hafa mikinn tíma og góðar aðstæður til að vinna að verkum sinum. Ég veit ekki, hvort almenningur gerir sér ljósa þá feikna vinnu, er þeir verða að leggja i verk sín, og þann mikla tíma, er þeir þurfa til að koma hugmyndum sínum í það fast mótað form, að úr verði lista- verk. Ekki er það ofmælt, að Sigurjón Ölafsson sé siungur listamaður, sem ætíð er að fást við ný og ný efni, að ekki sé minnst á hinn frjóa og lifandi anda, er svo sterk- lega einkennir verk þessa sér- stæða iistamanns. Það er langt síðan menn fóru að gera sér það ljóst, að Sigurjón Ölafsson væri svo sérstæður listamaður, að hann ætti fáa sér lika. Hann er svo gildur snillingur i portrett, að aðrar þjóðir mega lengi leita meðal sinna manna til að finna þá menn, sem standa honum þar á sporði. A þessari sýningu Sigur- jóns er aðeins eitt portrett, af Binna í Gröf, þeim er sævði úr sjó sextíu þúsund tonn. Þetta eina portrett er eitt það besta, sem ég hef séð frá hendi Sigurjóns, og er þá mikið sagt. Hafa menn gert sér ljóst, hver fjársjóður kemur til að erfast af komandi kynslóðum, þar sem portrett Sigurjóns Ólafs- sonar eru? Ég er viss um, að hér er ég að minnast á þann menn- ingararf frá vorum dögum, sem á eftir að verða metinn ekki síður en við metum handrit okkar forn i dag. Stórt orð Hákot, en sjáum til. Það eru fimmtán verk á þeirri sýningu Sigurjóns Ólafssonar, sem nú stendur yfir á „Loftinu". Þeir, sem þar hafa komið, verða ekki lítið undrandi yfir því, að hægt skuli vera að sýna skúlptúri svo litlu húsnæði. En viti menn, þessi verk Sigurjóns kunna sér- lega vel við sig á þessum skemmti- lega stað, og ég er ekki frá því, að Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON margur komist að þeirri niður- stöðu, eftir að hafa séð þessa sýn- ingu, að það sé ágætur möguleiki fyrir að hafa skúlptúr í heimahús- um, sem flest eru mun stærri en það húsnæði, sem „Loftið“ hefur að bjóða. Jafnvel ættu að opnast augu manna fyrir því, hve mjög þessi verk Sigurjóns gætu yljað opin og kuldaleg húsakynni, sem ekki ná því að verða mannleg með harðviði einum. Ég held, að margir gætu dregið ályktanir af því að sjá þessa sýningu Sigur- jóns Olafssonar, þar sem hún blómstrar á „Loftinu“. Það er að bæta í bakkafullan lækinn að fara að tönnlast á því hér, hver snillingur Sigurjón Ólafsson er. En við skulum aðeins staldra við nokkur þessara verka. Sigurjón vinnur i hin ólíkustu efni og færir það i plastíska myndbyggingu, sem geislar frá sér lifi og hugmyndaauðgi hins trausta og mótaða listamanns. Hann gerir sér lítið fyrir og setur tré og eir saman á svo lífrænan hátt, að það er engu Iikara en að þessi trébolur hafi vaxið í faðmi náttúrunnar, með eirinn sem ávöxt. Hann sker fljúgandi fugla í hart mahogny, ristir líf i afriska hnotu, svæsir járn í margslungna myndbyggingu, og ristir frum- drög i plast. Það er mikil upplifun i að kynnast þessum verkum Sigurjóns Ólafssonar og virðist vel haldið á vinnustundum, þegar í ljós kemur, að flest þessi verk eru unnin á seinustu árum. Þessi sýning Sigurjóns Ólafs- sonar er honum til mikils heiðurs og sama má segja um sýningar- staðinn. En þetta er önnur sýning á „Loftinu" og sést hér glöggt hvað hægt er að gera, þegar vilji og þroski eru fyrir hendi. „Skóli er ekki hús, skóli er fólk“ var nýlega haft eftir vitrum manni hér i blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.