Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 21

Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 21 Vel af stað farið □ ÍSLENZKT LJÓÐA- SAFN III bindi. □ Síóari hluti nítjándu aldar upp- haf tuttugustu aldar. □ Kristján Karlsson valdi ljóðin. □ Almenna bóka- félagið 1974. I skynsamlegum formála fyrir Islenzku ljóðasafni segir Kristján Karlsson að hann hafi „valið þann kost að taka með þessu bindi fremur fleiri en færri höfunda; og það er í samræmi við fjöl- breytni skáldskapar á þessum tíma. Hitt væri alltaf minnstur vandi að velja úr beztu kvæði höfuðskálda og láta þau byggja öðrum smærri höfundum ut“. Þessi orð Kristjáns Karlssonar hljóta að gleðja lesendur Is- lenzks ljóðasafns, sem mun verða fimm bindi. I safni sem þessu er mikils virði að glögg heildarmynd fáist, ekki sé stefnt að því að hossa eingöngu þeim, sem þegar er búið að hossa nóg, stundumfrarn "-A-h; _ Sá, sem velur safnrit, er sjálfur skapandi aðili. Hann á ekki að láta stjórnast af því sem almennt er viðurkennt. Hann verður að vera nógu sjálfstæður til að geta gert eigin athuganir og birt þær lesendum. Skáld, sem ef til vill hefur ekki verið í hávegum haft, getur skyndilega höfðað til samtiðar okkar með nýjum hætti. „Sá sem velur hefur tekið að sér að velja góð kvæði,“ segir Krist- ján Karlsson og bendir á að „alls- herjar safn af þessu tagi varpar ljósi á einstök kvæði í trausti þess, að þau standist prófið án hliðsjónar af sögu skáldsins og samhengis í verkum þess“. Þótt ekki liggi mikið af bók- menntalegum athugunum og rit- gerðum eftir Kristján Karlsson er það nóg til þess að honum er vel treystandi til þess að vanda verk sitt eftir föngum. Ég tel þess vegna að Almenna bókafélagið hafi farið inn á rétta braut þegar það fékk Kristján til að ritstýra íslenzku ljóðasafni og velja i það. Fyrsta bókin lofar svo góðu að hún verður að teljast með tíðind- um i bókmenntaheiminum á sið- ustu tímum. Frá útgáfunnar hálfu hefur verið einstaklega vel vandað til þessarar bókar og verði hennar stillt svo i hóf að allir ættu að geta eignast hana. Hún þarf líka að vera til á hverju íslensku heimili og leysir glæsilega Islands þúsund ár af hólmi. Engri rýrð skal samt varpað á þá bók. Hún bar stórhug Ragnars Jónssonar fagurt vitni. Einar Benediktsson Ég veit að fjölbreytni hefur ver- ið Kristjáni Karlssyni ofarlega i huga þegar hann valdi ljóðin i bókina. En meðal þess, sem segja má bókinni til verðugs hróss, er hve samstæð hún er þrátt fyrir hin mörgu og óliku skáld. Astæð- an er ljóðasmekkur Kristjáns Karlssonar, sem i senn virðist nokkuð fastmótaður og hefur þar aó auki til að bera nauðsynlegan sveigjanleik. Það má ræóa fram og aftur val einstakra skálda og ljóða, hvort þetta skáld hefði ekki átt að eiga fleiri eða færri ljóð i bókinni, hvort þetta ijóð hefði ekki frekar átt að velja en hitt og svo framvegis. Ég ætla ekki að hætta mér út á þann hála is. Ég lít á þetta úrval sem verk Kristjáns Karlssonar og fagna þvi að svo vel hefur tekist sem raun ber vitni. Eins og gefur að skilja er hin margumrædda formbylting og nýjungar í ljóðlist, ekki farnar að segja til sin að nokkru marki á þvi timabili, sem bókin nær yfir. En það er gaman að bera saman Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson og Væri ég morgungyðjan eftir Huldu, bæði órímuð ljóð, sem Kristján hefur valið. Yfir ljóði Jóhann Sigurjónsson Huldu er öllu meiri kyrrð og sæia en i ljóði Jóhanns: Væri 6g morgungyðjan skyldi ég fljúga (il þín f dögun, varpa rósblæ yfir drauma þína og horfa á þig brosa — í svefni. Glöó skyldi ég leyfa þér ad njóta væróar og drauma til dagmála, hlusta á andardrátt þinn. Bíða og sjá, þegar þú lykir upp morgunskærum augum. Kyssa þig og fljúga á braut. I ljóði Jóhanns er ógla, órór hugur, enda boðaði hann nýjan tima i ljóðlist: Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar. sem skýla minni nekt með dufti? 1 svartnætti eilffðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja i dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. Kristján Karlsson Hulda Þau Hulda og Jóhann Sigur- jónsson voru bæði þingeysk. Þriðja þingeyska skáldið, Sigur- jón Friðjónsson, lagði lika inn á nýjar brautir í Ijóðum sínum, en Kristján hefur kosið að sleppa slikum sýnishornum, enda eru þau ekki dæmigerð fyrir nýróm- antisku hans: „Djúpstæðasta nýjung í ljóða- gerð þessa tima kemur fram i kvæðum Einars Benediktssonar, hann leggur ný yrkisefni og nýja hugsun undir íslenzkan skáld- skap, og hann er það skáldið, sem ótvíræðast býr til nýtt ljóðmál. En bein áhrif Einars á skáldskap annarra urðu lítil, þó að áhrif hans á hugsunarhátt Islendinga reyndust þeim mun meiri,“ segir Kristján Karlsson i formálanum. Bókmenntlp eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Matthias Jochumsson Hér er komið að veigamiklu atr- iði. Myndmál Einars Benedikts- sonar, sem er svo rammaukið að það brýtur af sér fjötra formsins og stendur sjálfstætt (þetta á ekki við öll ljóð Einars), er i ætt við nýjan skáldskap og gerir hann einstakan í bókmenntum þess timabils, sem bókin nær yfir. Þess vegna er eðlilegt að Einari Bene- diktssyni sé fengið mikið rúm í ljóðasafninu þótt ljóð Matthíasar Jochumssonar séu flest til að ganga ekki algjörlega i berhögg við þá skoðun, sem við höfum myndað okkur á þjóðskáldi okkar, hinu afkastamikla og innblásna ljúfmenni. Beztu ljóðum Matthi- asar verður siður en svo hafnað þótt kveðskaparlag hans falli ekki að hugmyndum nýs tima — að minnsta kosti ekki um sinn. Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Pappírsöld SA SEM hyggst safna bókum þarf að hafa húsakynni. Vildi maður safna dagblöðum yrði hann að eiga hlöðu! Prentað mál hrúgast upp og verður að fjöllum. Jafn- framt verður timinn til lestrar stopulli. Við venjulegan vinnu- tíma — i borg — bætist tími sá sem það tekur að komast að og frá vinnu. Utvarps- og sjónvarpsfrétt- ir lætur enginn fram hjá sér fara. Einn góðviðrisdagurinn er notað- ur til aksturs út úr borginni, ann- ar til að stjana við bílinn heima. Sumir kvað lesa blöðin í vinn- unni. Ekki geta þó allir látið það eftir sér. Þá er að finna stund til þess. Sé einhver timi aflögðu þeg- ar það er búið er röðin fyrst kom- in að bókinni, það er að segja hjá þeim sem á annað borð les bækur. Þeir sem skrifa, blaðamenn og rithöfundar, standa frammi fyrir því hagfræðilega lögmáli að fram- boð er orðið meira en eftirspurn. Líti maður á blöð og bækur sem keppinauta hafa blöðin betur. Þau njóta þess hve útbreiósla þeirra ér mikil; berast, eitt eða fleiri, inn á flest heimili landsins og liggja frammi á veitingastöð- um, rakarastofum og yfirhöíuð flestum þeim stöðum þar sem tal- ið er að fólk þurfi að drepa tim- ann. Ahrifamagn þeirra er þvi ótvirætt. Um bækur gegnir öðru máli. Upplag bókar hvikar þetta milli þess að vera einn tíundi til einn fimmtugasti af upplagi dag- blaðs og hvort sem það nú er stærra eða minna þykir gott ef það selst upp á fyrsta ári; sumar bæk ur ganga bókstafiega aldrei út. Að vísu segir fjöldi seldra eintaka ekki alla söguna. Menn fá lánað á safni eða hver hjá öðrum. Eigi að siður er staðreyndin sú að mörg bók kemst aldrei út fyrir þann vítahring að fólk viti yfirhöfuð að hún sé til! Þetta sivaxandi framboð sam- fara fjölgun bæði höfunda og les- enda hefur svo haft þau áhrif á margan höfund að honum finnst hann ekki lengur mega takmarka sig við að skrifa sitt handrit og koma því til útgefenda, hann verði líka að fylgja bókinni eftir með auglýsingu, koma sér á fram- færi í fjölmiðlum, lokka blaða- menn til að birta „viðtöl" við sig þar sem hann getur slegið um sig með.gríni og sakar ekki að viðtöl- unum fylgi ljósmyndir er sýni gáfulega ásjónu. Sé fast og lengi róið á þessi mið dregur að þeirri stund að almenningur segi: hann er víst frægur, maður verður aó fara að lesa eitthvað eftir hann. Þvi hefur oft verið haldió fram, kannski einhvern tíma réttilega en nú orðið örugglega ranglega að gott skáldverk rati alltaf á endan- um beinustu leiðina til lesandans og viðurkenningarinnar hversu sem reynt sé að berja það niður i upphafi. Þar á móti verði lélegu verki aldrei lifs von til lengdar þó einhverjir kunní i fyrstunni að lofa það og prísa. Þetta kann að vísu að standast varðandi frábær og einstök snilld- arverk annars vegar og dæma- lausan óhroða hins vegar. En rit- verk eru fæst af þeim stærðar- gráðum, langflest standa þarna á milli. Og þeirra vegna er baráttan háð, barátta um rúm í fjölmiðlum, barátta um listamannalaun, bar- átta um viðbótarritlaun, barátta fyrir „viðurkenningu", barátta sem si og æ er verió aö heyja leynt og ljóst. Sé höfundur ekki að burðast með einhverjar háleitar hugsjón- ir, sé markmið hans að verða frægur og kannski líka ríkur og ekkert fram yfir það metur hann stöóuna með hliðsjón af leiðum til þess; tisku, pólitik, sambönd við rétta aðila og að lokum auglýs- ingagildi persónu sinnar. Ef til vill hefur hann ekki mikið að segja. En hverju gagnaði það heldur? Kannski verður sagt eftir hundrað ár: Skáldskapur hans er að sönnu ekki rishár en höföaði þó meó einhverjum hætti til sam- tiðar sinnar og telst því sögulega merkilegur. Þannig fær hann ódauðleikann i kaupbæti, eða er ekki svo? Nú er það staðreynd að bók þarf auglýsingar við. Á lagerum for- laga rykfellur mörg góð bók fyrir þá sök að hún hefur einhverra hluta vegna ekki náð að vekja á sér athygli. Meðan fáar bækur komu út var litil hætta á slikum dauða bókar væri á annað borð nokkuð i hana spunnið. En sú tið er liðin. A sama hátt og kraftblökkin hefur tekið við af skakfærinu, þannig hafa auglýsingatroll fjölmiðlanna tekið við af þeirri einföldu aðferð í gamla daga aö láta verk mæla með sér sjálft. Gerist nú æ algeng- ara — komist rithöfundur ein- hverra hluta vegna í sviðsljósið — að það sé vegna einhvers annars en bóka hans þó svo aó ritstörfin séu eftir sem áóur höfð sem for- senda fyrir að halda nafni hans á loft: notuð sem auglýsingavigorð. Amerískur blaðamaður hefur sagt það vera almenna skoðun í sínu landi að frægð Solzhenitsyns sé reist á pólitiskum grunni frem- ur en listrænum, hann sé álitinn „mikill maður en ekki niikill rithöfundur" (Timoth.v Foote: Solzhenitsyn as Witness). Maður hefði þó haldið að þvi aðeins sé tekið slikt mark á orðurn hans sem raun ber vitni að hann sé mikili rithöíundur og eigi nafn sitt í fyrstunni því að þakka þó hitt hafi k.omið síðar. En fólk sem þekkir rithöíund af sjónvarps- og blaðafréttum ein- göngu og hefur ekki lesið staf í bókum hans myndar sér auðvitað sina skoóun samkvæmt því. Og það er mál út af fyrir sig; kannski verðugt rannsóknarefni meira að segja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.