Morgunblaðið - 08.05.1975, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1975
39
KSI fundur
MOTANEFND KSl heldur fund í
Hótel Esju, sunnudaginn 11. mai
n.k. kl. 13.30 með fulltrúum
þeirra félaga sem eiga sæti i 1. og
2. deild Islandsmótsins i knatt-
spyrnu.
Rætt verður um ýmis atriði
varðandi framkvæmd landsmót-
anna og fl. og einnig mæta á fund-
inum fulltrúar frá landsliðsnefnd
og tækninefnd KSI.
(Frétt frá mótanefnd KSl).
Þróttur
AÐALFUNDUR knattspyrnu-
deildar Þróttar verður haldinn
fimmtudaginn 15. maí n.k. að
Freyjugötu 27 og hefst kl. 20.00.
Skólaboðhlaup
I DAG fer fram I Vatnsmýrinni
boðhlaup milli barnaskólanna í
Reykjavik. Keppa 5 I hverri sveit.
Hlaupið hefst kl. 10.30.
Iþróttabandalag Keflavikur sigraði I 2. flokki kvenna i Isiandsmótinu í handknattleik. Keppti IBK til
úrslita við Þrótt og sigraði 2:1 Meðfylgjandi mynd er af tslandsmeisturunum. Fremri röð frá vinstri:
Anna Þóra Böðvarsdóttir, Þuriður Magnúsdóttir, Ernilia Einarsdóttir, Linda Gunnarsdóttir og
Guðbjörg Ragnarsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Elfas Jónasson þjálfari, Auður Harðardóttir, Hildur
Kristjánsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Sigurlina Högnadóttir og Guðmunda
Helgadóttir.
r
Miklatúnshlaup
MIKLATÚNSHLAUP Ármanns,
hið næst siðasta á þessu timabili
fer fram n.k. laugardag og hefst
kl. 14.00.
Lyftingamót
KRAFTLYFTINGAMEISTARA-
MÓT Islands verður haldið
sunnudaginn 8. júni n.k. Keppnis-
staður verður tilkynntur siðar.
Svipmyndir frá starfí Iþróttaskóla Sigurðar Guðmundssonar.
Karl með Víkinga
GOLFKLÚBBURINN Keilir hef-
ur nú ráðið til sin enskan golf-
kennara, og mun hann starfa við
kennslu á Hvaleyrarvelli frá
16.—24. maf n.k. Gefst þar ein-
stakt tækifæri til þess að fá leið-
sögn atvinnumanns, og er golf-
áhugafólk hvatt til þess að not-
færa sér hana og getur það til-
kynnt þátttöku i sfma 53360 eftir
kl. 16.00 á næstunni.
Þorvaldur Ásgeirsson golf-
kennari verður einnig að störfum
við golfkennslu á Hvaleyrar-
vellinum tvo daga í viku, og geta
þeir sem áhuga hafa á kennslu
látið skrá sig bæði i skálanum á
Hvaleyrarvelli og i síma 53360.
Golfklúbburinn Keilir áformar
að byggja upp unglingaflokka, 14
ára og yngri og 15—17 ára með
sérstakri kennslu golfþrauta, sem
síðan verður keppt i, og verða
hverjum flokki. Þessa kennslu
mun Þorvaldur annast á vegum
klúbbsins og gefst þarna kjörið
tækifæri fyrir unglinga að kynna
sér íþróttina og læra reglur
hennar.
Sérstök golfkynningarvika
verður haldin í byrjun júní, og
munu þá félagar úr golfklúbbn-
um, ásamt Þorvaldi Asgeirssyni
leiðbeina þeim sem vilja kynnast
iþróttinni og starfsemi GK.
ISLANDSMEISTARAR Vfkings í
handknattleik hafa nú gengið frá
endurráðningu Karls Benedikts-
sonar, þjálfara síns, og verður
næsta keppnistfmabil það þriðja f
röð sem Karl þjálfar Vfkingana,
en áður hafði Karl þjálfað Fram
um árabil með mjög góðum
árangri, og auk þess hefur Karl
svo gegnt landsliðsþjálfarastörf-
um um tfma.
Vfkingar munu taka þátt f
Evrópubikarkeppni meistaraliða
næsta vetur, og verður það fyrsta
stórverkefni félagsins þá. Verður
fróðlegt að sjá hvernig liðinu
vegnar án Einars Magnússonar
sem verið hefur helzti markaskor-
ari liðsins undanfarin ár, en
Einar mun, sem kunnugt er, leika
með vestur-þýzka liðinu
Hamburg SV næsta vetur.
Karl Benediktsson
— þjálfar Vfkingana næsta keppnistfmabil.
Margþátta starf Iþróttaskóla Sigurðar
Guðmundssonar í Leirárskóla í sumar
lÞRÖTTASKÓLI Sigurðar Guð-
mundssonar f Leirárskóla verður
starfræktur f sumar, með svipuðu
sniði og undanfarin sumur.
Iþróttaskóli þessi hóf starfsemi
sfna árið 1968, og hefur það að
markmiði að veita fræðslu f
íþróttum og félagsstarfi. Fræðsl-
an er byggð upp með námskeið-
um, sem haldin eru fyrir hina
ýmsu aldursflokka barna og ungl-
inga og fyrir leiðbeinendur og
kennara, sem vilja afla sér
menntunar eða sérhæfingar f
fþróttum og félagsstarfi.
Eitt af meginverkefnum skól-
ans í sumar eru svonefnd A-
námskeið, þar sem um er að ræða
námskeið fyrir þjálfara í iþrótt-
um. Er á námskeiðum þessum
kenndur grunnskóli ISI, og gefur
hann undirstöðumenntun fyrir
hinar ýmsu greinar iþrótta. Til
þess að komast á A-námskeiðin
þurfa nemendur að verða 18 ára á
árinu, og gefur A-námskeiðið
þeim síðan rétt til þess að taka
siðar B-námskeið i hinum ýmsu
iþróttagreinum, sem haldin verða
væntaniega í samráði við sérsam-
bönd ISI. Verða tvö A-námskeið i
Leirárskóla í sumar. Annað stend-
ur frá 8. júní til 29. júni, en hitt
frá 20. júni til 9. júlí.
Önnur námskeið sem haldin
verða í Iþróttaskóla Sigurðar í
sumar eru námskeið I jassleikfimi
sem stendur frá 24.—30. maí og
mun Monica Becman verða aðal-
kennari á því. Tvö námskeið
verða i frjálsri hreyfingu (Basic
movements) 23.—27. júlí og
27.—31. júlí og annast Jakob
Naadland, norskur kennari,
fræðsluna. Námskeið í MlME —
leikrænni tjáningu fyrir byrjend-
ur verður frá 15,—19. ágúst og
siðan framhaldsnámskeið
20.—24. ágúst. Kennari á nám-
skeiðum þessum verður Grete
Nissen.
Vió Iþróttaskóla Sigurðar Guð-
mundssonar er svo starfandi ung-
mennadeild, þar sem börnum og
unglingum eru kenndar ýmsar
iþróttir. Alls verða 8 slík ung-
mennanámskeið i sumar og hefst
það fyrsta 8. júni. Yngst eru börn
tekin 9 ára inn í námskeið þessi
og hámarksaldur er 16 ár.
Tekið verður á móti umsóknum
i iþróttaskólann og veittar upp-
lýsingar hjá Sigurði R. Guð-
mundssyni eða Katrinu Arnadótt-
ur, Leirárskóla, síma 93211 kl.
17—19 og hjá Guðbjörgu Sigurð-
ardóttur, Skipasundi 66, sími
35316, virka daga kl. 20—21.
Júlíus
Hjörleifssonl
JÚLÍUS Hjörleifsson, hlaupari úr I
ÍR, sem dvelur nú I Svíþjóð tók I
þátt I vlSavangshlaupi þar um
slðustu helgi. Nefnist hlaup þetta
Smedby-hlaupið og tóku þátt i I
þvl margir góðir hlauparar. Júllus I
sigraði I unglingaf lokki hlaupsins.
og hafði þó við tvo sænska ungl-
ingalandsliðsmenn frá I fyrra að
etja. Er Júlfus nú I mjög góðri
æfingu, og llklegur til afreka á |
hlaupabrautinni I sumar.
Agúst
Asgeirsson
ÁGÚST Ásgeirsson, hlaupari úr
ÍR, sigraði I 1500 metra hlaupi á
háskólamóti sem haldið var I Dur-
ham um siðustu helgi. Hljóp hann
3:59,4 mln., en aðstæður til
keppni voru fremur slæmar,
brautirnar orðnar lausar, eftir
fimm klukkustunda stanzlausa
keppni I stuttum hlaupum, er að |
1500 metra hlaupinu kom.
Hlaupið var fremur rólegt I byrj- ]
un, og lét Ágúst aðra um að ráða
hraðanum, en þegar að enda-
sprettinum kom, stakk hann
keppinauta slna af. Annar I
hlaupinu varð Mike Goddard frá
Durhamháskólanum á 4.00,0
mln., en næstu menn hlupu svo á
4:05,0 mln.
Ágúst sagði I viðtali við Morg-
unblaðið f gær, að hann hefði I
ekki getað beitt sér sem skyldi I
hlaupinu. þar sem hann væri enn
engan veginn búinn að jafna sig I
af þeim meiðslum sem hann varð
fyrir á æfingu fyrr I vetur. — Ég [
held samt að ég hefði hlaupið á I
3:54—3:55, hefðu aðstæðurnar |
verið betri, sagði Ágúst.
Sigfús Jónsson keppti ekki á I
móti þessu, en hann hefur lltið
getað æft slðan hann keppti 11
Vlðavangshlaupi ÍR á dögunum,
vegna eymsia I vöðvafestingum á
fæti. Munu eymsli þessi stafa af
snöggri skiptingu frá eintómum I
löngum hlaupum á æfingum yfir 11
hraðar æfingar á hlaupabraut.
Á umræddu háskólamóti unn-1
ust 400 metrarnir á 50,0 sek.;
400 metra grindahlaup á 56.51
sek., 800 metra hlaup á 1:56,5 I
mln., 3000 metra hindrunarhlaup I
á 9:41,2 mln. og 5000 metra I
hlaup á 14:24,2 mln. Það hlaup I
vann J. Myatt Gateshead, sem!
Ágúst hefur oftsinnis sigrað i I
vfðavangshlaupum.