Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 40
ÆNGIR,
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Siglufjörður I 'Gjögur — Hólmavfk
Búðardalur — Reykhólar I Hvammstangi —
Flateyri,— Bildudalur | Stykkishólmur — Rif
Sjúkra- og leiguflug um allt land
Símar: 2-6060 & 2-60-66.
-ti
FIMMTUDAGUR 8. MAt 1975
Austantjaldsfloti
hreinsar grálúöu-
miðin við landið
FLOTI veiðiskipa frá Austan-
Ijaldslöndunum hefur að undan-
förnu verið á grálúðuveiðum
75—80 sjómflur vestur af landinu
nánar tiltekið út af Bjargtöngum.
Eru þetta 17 togarar og 5 verk-
smiðju- og birgðaskip, flest aust-
ur-þýzk. Þá hafa tveir rússneskir
togarar verið á þessum slóðum.
Alls eru þetta 24 skip. Þá taldi
Landhelgisgæzlan 48 brezka tog-
ara á veiðum við landið i gær og
16 vestur-þýzka togara.
Fjöldi veiðiskipa frá Austan-
tjaldslöndunum hefur farið sívax-
andi við Island á hverju vori hin
síðustu ár, en þau leggja mikla
áherzlu á grálúðuveiðar við ís-
land. Sjómenn halda því nú fram,
að þessi skip séu búin að hálf
eyðileggja grálúðumiðin fyrir
Norðurlandi, og ennfremur fyrir
Austuriandi og nú sé röðin komin
að miðunum úti fyrir Vestfjörð-
um.
Atvinnuleysi eykst í
kaupstöðum en dregst
saman í kauptúnum
1 vorblænum við Sæinn. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Togaraútgerðarmenn:
Buðu sams konar samninga
og á minni skuttogurunum
Sjómenn höfnuðu tilboðinu
CTGERÐARMENN stóru togar-
anna gerðu nýlega togarasjó-
mönnum tilboð um að bátakjara-
samningar giltu einnig á stóru
togurunum. Viðbrögð sjómann-
anna hafa nú verið könnuð, að
sögn Jóns Sigurðssonar, for-
manns Sjómannasambands ts-
lands, og kvað hann algjöra and-
stöðu vera meðal sjómanna gegn
þessari hugmynd. Kvaðst hann
ekki búast við því að samninga-
nefnd sjómannanna myndi Ijá
máls á þessu tilboði togara-
eigenda.
Ef sjómenn hefðu ákveðið að
ljá máis á boði útgerðarmanna
Norglobal:
Býður 3 krónur
fyrir loðnukíló
FRAMKVÆMDASTJORI
norska bræðsluskipsins
Norglobal og aðstoðarmaður
hans sátu f gær á fundi með
fulltrúum útgerða Barkar og
Sigurðar. A fundinum voru
reifuð ýmis mál varðandi
loðnuveiðar við Nýfundnaland
og verður viðræðum haldið
áfram á morgun, föstudag.
(Jtgerð Norglobal hefur
boðist til að greiða 10 krónur
norskar fyrir hvern hektólitra
(100 kfló) en það eru um 3
krónur ísl. fyrir hvert kg.
Sumir hafa látið i ljós
nokkurn efa um að þessar
veiðar geti orðið mjög arðvæn-
legar, þar sem stór hluti aflans
er jafnan veiddur í troll. Það
er helzt i ljósaskiptunum, sem
hægt er að kasta á Nýfundna-
lands-loðnuna með nót.
Verksmiðja sú á Nýfundna-
landi, sem hefur boðið íslensk-
um skipum löndun, hefur ekki
boðið eins gott verð fyrir
aflann og Norglobals menn,
auk þess sem miðin eru um 200
sjómílur frá landi.
hefði f raun verið um byltingu að
ræða í launakjörum togarasjó-
manna. 1 bátakjarasamningunum
er gert ráð fyrir 15 til 16 mönnum
á skipunum, en f tilboði togara-
mannanna nú var gert ráð fyrir
19 mönnum á stóru togurunum.
Fækka átti um 5 menn, loft-
skeytamann, einn mann f vél,
annan af tveimur matsveinum og
tvo háseta.
Mismunur þessara tveggja
samninga er, að í bátakjarasamn-
ingunum, en til þeirra teljast allir
minni skuttogararnir, eru kjörin
byggð upp á hlutaskiptum. Skips-
höfn fær ákveðinn hluta aflaverð-
mætis miðað við fiskverð verð-
lagsráðs sjávarútvegsins. Er þetta
tryggt með lágmarkskauptrygg-
ingu, sem er á mánuði tiltekin
upphæð. Er þetta byggt upp á
þremur megin tryggingatíma-
bilum frá 1. janúar til 15. maf, frá
16. maí til 15. september og frá 16.
september til áramóta. Er afla-
hlutur á móti kauptryggingu fyrir
þetta tímabil borinn saman og það
sem hærra er greiðist.
Á stóru togurunum er kjara-
samningum öðru vísi farið. Þar er
allt af um að ræða fast kaup á
mánuði, en síðan eru greidd afla-
verðlaun til viðbótar kaupinu. 1
því sambandi er það þó mjög mis-
jafnt, þar sem undirmennirnir,
Framhald á bls. 22
FÉLAGSMALARAÐUNEYTIÐ
hefur tekið saman skýrslu um
skráða atvinnuleysingja hér á
landi um sfðustu mánaðamót.
Kemur í Ijós, að atvinnuleysi hef-
ur aukist töluvert í kaupstöðum
landsins en minnkað að sama
skapi f kauptúnum. Atvinnuleys-
isdögum hefur fækkað nokkuð.
Alls voru 594 skráðir atvinnu-
lausir um sfðustu mánaðamót.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Sigurpálssonar fulltrúa í félags-
málaráðuneytinu er uppsagna f
frystihúsum vegna togaraverk-
fallsins ekki farið að gæta að öllu
leyti þegar þessi nýja skýrsla var
tekin saman.
I kaupstöðum landsins voru 499
skráðir atvinnulausir um síðustu
mánaðamót en voru 331 um
mánaðamótin á undan. Atvinnu-
leysisdagar voru samtals 5862.
Skipting eftir kynjum er sú, að
karlar voru 188 en konur 311.
Flestir voru á atvinnuleysisskrá í
Reykjavík, alls 307 (voru 144),
Akureyri kom næst með 68 at-
vinnuleysingja, (voru 25) og
Sigiufjörður kom í þriðja sæti
með 27 atvinnuleysingja (voru
22).
I kauptúnum með yfir 1000
íbúa var aðeins einn á atvinnu-
leysisskrá um mánaðamótin
síðustu (í Garðahreppi), en voru
5 um mánaðamótin á undan. At-
vinnuleysisdagar voru 24.
1 minni kauptúnum voru 94 á
atvinnuleysisskrá og voru 186
mánaðamótin á undan. Atvinnu-
leysisdagar voru samtals 1098.
Samtals voru 594 á atvinnuleysis-
skrá á móti 522 um fyrri mánaða-
mót, atvinnuleysisdagar voru
7871 en voru áður 8365 svo þar er
um fækkun að ræða þótt höfða-
talan sé hærri.
Mokafli minni skuttogaranna
Hefst vart undan að vinna aflann
Á MEÐANIverkfallstendur
yfir á stærri skuttogurum,
hefur afli minni skuttog-
ara veriö með eindæmum
góður hringinn í kringum
landið, en á sama tíma
hafa netabátar vart fengið
bein úr sjó. Sumsstaðar
hefur svo mikill afli borizt
að, að ekki hefur hafst und-
an að vinna aflann.
Frá Ólafsfirði berast þær
fréttir, að skuttogarar stað-
arins hafi fyllt sig á 5 og 6
dögum og togskipið Sigur-
björg hafi einnig fiskað
mjög vel og orðið að sigla
með aflann til annarra
Hafréttar-
ráðstefnan:
Grundvallartexti
lagður fram á morgun
Genf, 7. maí,
frá Matthíasi
Johannessen ritstjóra.
SENN fer að líða að lokum haf-
réttarráðstefnunnar hér í Genf og
má sjá, að fjör er að færast f
fulltrúana og áhugi er mikill á
því, hvað verður í grundvallar-
textanum, sem Amerasinghe
leggur fram á föstudag. Þá verður
einnig haldinn allsherjarfundur
til að ákveða, hvar og hvenær
næsti fundur ráðstefnunnar verð-
ur, en forsetinn ætlar sér ekki að
hafa neinar umræður um grund-
vallartextann á allsherjarfundin-
um.
Auðvitað eru áhugamál ein-
stakra rfkja harla mismunandi og
hefur það verið rakið hér í blað-
inu. Að sjáifsögðu geta ekki öll
rfki f viðkomandi nefndum sam-
þykkt þá texta fyrirvaralaust,
sem nefndirnar hafa sent frá sér,
en þessir textar eru einum ætlað-
ir til að vera formönnum aðal-
nefndanna þriggja til hjálpar við
samningu grundvallartextans.
Nú hafa bæði fyrsta og þriðja
nefnd skilað niðurstöðum, en eng-
inn skyldi ætla að allir séu ein-
huga um efni textanna. Ef svo
væri, þyrfti ekkí að halda ráð-
stefnunni áfram, þá væri auðvelt
að ná endanlegu samkomulagi
hér i Genf. En svo er ekki. Áður
hefur veríð fjallað um það hér í
blaðinu, að gert er ráð fyrir, að i
grundvallartextanum frá ráð-
stefnunni, þar sem fjallað verður
um öll þau atriði, sem hér hafa
verið á dagskrá og nefndafor-
mennirnir telja að hafi mest fylgi,
verði ákvæði um 200 milna efna-
hagslögsögu, 12 milna landhelgi,
frjálsar siglingar um sund, meng-
unarvarnir og alþjóðastofnun sem
sjái um vinnslu á alþjóðahafs-
botnssvæðinu. Auk þess verða
undanþágur og fyrirvarar í
Framhald á bls. 22
staða, þar sem ekki hafi
hafst undan að finna afl-
ann i frystihúsunum. Sömu
sögu er að segja úr mörg-
um öðrum sjávarplássum
norðan lands og austan og
vestan. Þar hefst vart und-
an að vinna aflann, þótt
fólk leggi nótt við dag.
Fyrir skömmu var frið-
aóa svæóið á Selvogsbanka
opnað til togveiða um tíma
og þar hafa sunnlenzkir
togarar fengið ákaflega
góðan afla, komizt upp í
það að fylla sig á 4. dögum,
eins og t.d. Dagstjarnan frá
Keflavík.
Moka upp rækju
Axafirði
a
Siglufirði 7. mai.
FYRSTI rækjubáturinn af Axar-
fjarðarmiðunum kom til Siglu-
fjarðar í morgun. Var það Krist-
björg ÖF 11 og var hún með 5
tonn af rækju eftir 12 tíma veiði
sem rækjuverksmiðjan á Blöndu-
ósi sótti eins og skot til Siglufjarð-
ar þegar fréttist af þessu. Aflinn
Framhald á bls. 22