Morgunblaðið - 11.05.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975
Helmingaskipti á tekjum
hjóna við skattlagningu
Alyktun 21. landsfundar Sjálf-
stœðisflokksins um jafnrétti
1 ANDA mannréttindastefnu
sinnar leggur Sjáifstæðisflokkur-
inn, enn sem fyrr áherzlu á jafn-
an rétt til allra til valfrelsis (
námi og starfi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ávallt talið, að heimili og fjöl-
skylda séu kjölfesta þjóðfélags-
ins.
Viðurkenning á mikilvægi
starfa, sem unnin eru á heimilun-
um, ekki sízt uppeldisstörfum, er
ein forsenda þess, að þau verði
jafn eftirsóknarverð og önnur
störf í þjóðfélaginu, hvort sem
konur eða karlar eiga i hlut.
Slík viðurkenning felst m.a. í
fyrirhugaðri skattalöggjöf, þar
sem miðað er við helmingaskipti
á tekjum hjóna við skattlagningu
án tillits til hvort hjónanna, ann-
að eða bæði, aflar tekna utan
heimilis og er það í samræmi við
áður yfirlýsta stefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
Hefðbundið vanmat á þeim
störfum, sem unnin eru á heimil-
unum. og fram að þessu hafa nær
eingöngu verið unnan af konum,
er án efa ein af aðalástæðunum
fyrir því, að þa-r eiga örðugt með
að ná jafnstöðu á við aðra á al-
mennum vinnumarkaði. Jafnrétt-
Tir kvenna til fæðingarorlofs mun
verða konum styrk stoð í átt til
jafnari stöðu á vinnumarkaðin-
um.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherzlu á, að jafnrétti að lögum
og jafnstaða f kjölfar þess varðar
ekki konur eingöngu, — það
snertir hin frumstæðustu mann-
réttindi og sem slfkt hlýtur það að
vera mál beggja kynja, og þá um
leið samfélagsins f heild.
Nýi vatnsgeymirinn f Selásnum, sem tekur 4000 tonn af vatni fyrir nærliggjandi hverfi. Þar verður f
framtfðinni dælustöð og miðstöð fjarskipta Vatnsveitunnar.
Tugmilljóna sparnaður hjá Vatnsveitu
Allt efni 1 aðalæðina liggur fyrir
FYRIR helgina hleypti Vatns-
veita Reykjavfkur vatni á tengi-
línu frá borholunum f Bullaugum
og f nýja tankinn á Selásnum,
sem geymir 4000 tonn af neyzlu-
vatni fyrir borgina. I Bullaugum
er dælt upp 150 sekúndulítrum af
vatni og hefur verið lögð vatnsæð
þaðan f Sclástankinn, þar er séð
fyrir vatni fyrir Arbæjarhverfi,
Seláshvcrfið, iðnaðarsvæðin í
nánd, Breiðholt I og neðri hluta
Breiðholts III, en umframvatns-
magnið fer nú í vatnsveitukerfið
frá Gvendarbrunnunum.
Miklar framkvæmdir eru á dög-
inni hjá Vatnsveitunni. Boranir
fara fram í Heiðmörk til að
tryggja neðanjarðarvatn frá
Gvendarbrunnasvæðinu og verið
að endurnýja aðalæðina þangað
niður í bæinn sem er um 5,2 km
að lengd. A árunum 1973 og 1974
voru keyptarerlendisfrá pípur í
alla æðina sem komu til landsins
1974 og eru fyrir hendi, en aðeins
búið að leggja 0,8 km af þeim.
Eftir er þá 4,7 km vegalengd. I ár
verður lagður þar af 1,1 km, en
hitt á næsta ári, að því er Þórodd-
ur Sigurðsson vatnsveitustjóri
tjáði Mbl.
Með því að hafa þennan hátt á,
að tryggja efnið fyrst, en kaupa
það ekki eftir hendinni og leggja
jafnóðum, hefur Vatnsveitan
sparað tugi milljóna. Pipurnar,
sem eru viðar og stórar, kostuðu
90 milljónir kr. En með þeim
hækkunum sem orðið hafa síðan
hér og erlendis, hefur verðmæti
þeirra um það bil tvöfaldast, enda
orðið gengisfeiling siðan.
Búið er að leggja aðalæðina,
sem á að flytja 1000 litra á sek-
úndu með sjálfrennsli og
meira með dælingu, frá Árbæj-
arhverfi að svokallaðri Hraun-
brún við gömlu klakstöðina við
Elliðaárnar. Þar er verið að
hanna dælustöð, sem á að geta
dælt vatni fram og aftur milli
Árbæjarhverfis og Breiðholts-
hverfis, og einnig úr almenna
kerfinu upp í geymana ef þörf
Framhald á bls. 38
Samúðarverkfall boðað á
kaupskipaflotanum 14. maí
UNDIRMENN á togaraflotanum
voru fyrir helgi á fundi hjá sátta-
semjara með fulltrúum Félags ís-
lenzkra botnvörpuskipaeigenda.
Samkvæmt upplýsingum Torfa
Hjartarsonar gerðist fátt mark-
vert á fundinum. Vélstjórar á
kaupskipaflotanum hafa nú boð-
að verkfall frá og með 14. mai í
samúðarskyni við félaga sína á
togaraflotanum. Eins og áður hef-
ur komið fram, höfnuðu togara-
sjómenn tilboði atvinnurekenda
um að eins konar bátakjarasamn-
ingar tækju gildi á stóru togurun-
um.
Norrœna myn dlistarvikan:
Grafík í Listasafni ASÍ
Ráðstefna um heilbrigðisþjónustu:
9 —10 heilsugæzlustöðvar
æskilegar í Reykjavík
Um þessar mundir stendur yfir
sýning á norrænni grafik i sölum
Listasafns ASl og er sýningin lið-
ur i Norrænni myndlistarviku.
A sýningunni eru 28 myndir,
sem gerðar eru með hinum ýmsu
grafísku aðferðum. Þeir, sem
myndir eiga á sýningunni eru
Kjell Ake Gerinder, Jane Muus
frá Danmörku, Elinborg Liitzen
frá Færeyjum, Simo Hannula frá
Finnlandi og Norðmennirnir
Ottar Helge Johannessen, Sigurd
Winge og Inger Sitter.
Sýningin er opin kl. 14—19 dag-
lega, en henni lýkur 18. maí.
Hér að ofan er ein myndanna á
sýningunni.
A FÖSTUDAGINN hófst ráð-
stefna La'knafélags Reykjavfkur
um heilbrigðisþjónustu f Rcykja-
vík og nágrenni, heilsugæzlu-
stöðvar og hópstarf heilbrigðis-
stétta. 1 ráðstefnunni tóku þátt
fulltrúar allra heilbrigðisstétta.
A fundi, sem undirbúnings-
nefnd ráðstefnunnar hélt með
fréttamönnum, kom m.a. fram, að
læknasamtökin eru enn sem fyrr
mjög fylgjandi þvi, aö komið
verði á fót heilsugæzlustöðvum
hér í Reykjavik og nágrenni, og
telja að með þvi móti sé bezt hægt
að veita læknisþjónustu. Skúli G.
Johnsen borgarlæknir sagði, að
æskilegt væri að heilsugæzlu-
stöðvar i borginni yrðu 9—10 tals-
ins, en almennt er gert ráð fyrir
því að hver stöð hafi umsjón með
8—11 þús. manns. 1 skipulagn-
ingu heilsugæzlustöðva í
nágrannalöndunum er gert ráð
Hafréttarráðstefnan:
Lögð fram tillaga
um nýjan hafréttardómstól
— undirtektir þátttökuríkja misjafnar
(Jenf, 9. maí. Frá
Matlhiasi Johannessen, rit.stjóra.
I ALITSGERÐ Sérstaks vinnu-
hóps á hafréttarráðstefnunni,
sem fékk það hlutverk að gera
tillögur um sáttageró í deilu-
málum, er fjallað um sérstakan
gerðardóm eða hafréttardóm-
stól, sem á að fara með öll
ágreiningsefni, sem upp kunna
að koma í sambandi við væntan-
legan hafréttarsáttmála. 1 texta
þessum er gert ráð fyrir að
skjóta skuli deilumálum til
Haagdómstólsinseðaþessa nýja
hafréttardómstóls, hvort sem
deiluaðilar vilja heldur og
samkv. 8. grein þessa uppkasts,
skulu allar deilur, sem varða
túlkun eða framkvæmd líaf-
réttarsáttmálans nýja vera
lagðar fyrir gerðardóm ef ekki
hefur áður tekizt að leysa þær
með frjálsu samkomulagi deilu-
aðilja — og skulu niðurstöður
gerðardómsíns vera bindandi.
Mörg ríki eru að sjálfsögðu
andstæð slíkum bindandi
gerðardómi í öllum deilum sem
rísa kunna í sambandi við sátt-
málann. Meðal þeirra er lsland,
og þess má t.a.m. geta að Aust-
ur-Evrópuríkin hafa ekki viljað
ljá máls á þvi aó fá yfir sig
slíkan gerðardóm, sem bindur
viðkomandi riki af niðurstöðum
sinum. Er ekkí talið líklegt að
textinn um gerðardóm þennan
nái fram að ganga í lok
ráðstefnunnar, en þó er það að
sjálfsögóu engan veginn Ijóst
ennþá. P'ulltrúi Hollands hefur
lýst yfir þvi, að land hans muni
ekki skrifa undir nýjan haf-
réttarsáttmála nema slík
ákvæói um bindandi gerðar-
dóm sé í honum. Svo mun og
vera um ýmis önnur vestræn
ríki.
Gert er ráð fyrir þvi, að
strandríki hafi lögsögu innan
200 mílna efnahagslögsögunnar
um nýtingu afla og annarra
auðlinda, með einhverjum
undantekningum þó, en með
þessum texta um gerðardóm
væri vald strandrikisins til at-
hafna innan efnahagslögsög-
unnar af því tekið í þeim
tilfellum, sem deilur risa við
önnur ríki. Með þvi væri lög-
saga strandrikis vitanlega skert
stórlega, það yrði ekki lengur
húsbóndi á sínu heimili.
í inngangi segja höfundar
textans, að hann byggi að mestu
á umræðum um slíkan gerðar-
dóm á Caracasfundinum, þar
hafi öllum verið heimilt að láta
álit sitt i ljós og 60 ríki hafi gert
það. I innganginum segir
ennfremur að sum þátttökurik-
in álíti að bindandi úrskurður
eigi ekki að ná til deilna, sem
varða efnahagslögsögusvæðið
og hefur Island haft þessa
afstöðu. Island gæti aftur
á móti vafalaust gengist und-
ir slíkan úrskurð í efnum sem
snerta ekki auðlindir innan 200
mílna efnahagslögsögunnar,
s.s. siglingafrelsi og lagningu
kapla o.s:frv.
Loks má geta þess að gert er
ráð fyrir að í hafréttardóm-
stólnum skuli vera níu kosnir
dómarar, enginn af sama
þjóðerni, síóferðissterkir,
frjálsir og óháðir að öllu leyti
og má fjölga þeim i 15, ef svo
ber undir. Þá er fjallað um
margvísleg önnur efni, m.a. að
meirihluti viðstaddra dómara i
hafréttardómstólnum skuli
ráða. Og í 34. grein segir m.a.:
„Dómurinn er endanlegur og
honum verður ekki áfrýjað.“
fyrir því að einn læknir sé á
hverja 16—1700 ibúa, en til
samanburðar skal þess getið, aó
við núverandi aðstæður sinnir
hver heimilislæknir yfir 3 þús.
manns. Skúli telur, að til þess að
heimilislæknaþörf i Reykjavík
verði fullnægt þurfi læknum, sem
hafa heimilislækningar aó aðal-
starfi, að fjölga um helming, en
þeir eru nú 24 að tölu.
Á fundinum kom fram, að enn
sem komið er, hafa aðeins 3—4
íslenzkir læknar gert heimilis-
lækningar að, sérgrein sinni, en
nú munu nokkrir læknar vera við
nám í henni. Fyrir alllöngu var
auglýst prófessorsembætti í
heimilislækningum við Háskóla
Islands, og enda þótt umsóknar-
fresturinn sé löngu útrunninn
hefur embættið enn ekki verið
veitt.
Læknar telja, að veigamikil for-
senda þess að hægt sé að koma
___________Framhald á bls. 38
Kröfluspjall
í Reynihlíð
Björk, Mývatnssveit, 9. maí
I DAG var haldinn fundur í Hótel
Reynihlíð meó landeigendum og
sveitarstjóra Skútustaðahrepps
vegna’ væntanlegrar virkjunar í
Kröflu. Fund þennan sátu auk
heimamanna Kröflunefnd, en for-
maður hennar er Jón Sólnes
alþingismaður. Ennfremur orku-
málaráðherra, Gunnar Thorodd-
sen, og ráðuneytisstjóri, Árni
Snævar, svo og orkumálastjóri.
Einnig koin á fundinn fulltrúi frá
Orkustofhun, Vegagerðinni,
Náttúruverndarráði, Rafmagns-
veitum ríkisins og fleiri stofn-
unum. Ennfremur Ingi Tryggva-
son alþingismaður. Alls voru
aðkomumennirnir milli 20 og 30.
Framhald á bls. 38