Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 Til leigu er 2ja herb. sólrík íbúð í Hraunbæ. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: Fyrirframgreiðsla — 6929 fyrir þriðjudagskvöld 1 3. maí n.k. Torfufell Til sölu ca. 1 30 fm raðhús í fremstu röð við Torfufell. Kjallari með sérinngangi undir öllu húsinu. Húsið er rúmlega tb. undir tréverk. Öll tæki komin í bað. Búið er í húsinu. Laust fljót. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hafnarstræti 11, sími 14120—20424, heimasimi 85798. Fiskiskip Höfum verið beðnir að leigja góðan 63 rúm- lesta humarbát. Allur útbúnaður getur fylgt með. Landssamband íslenskra útvegsmanna Skipasa/a — Skipa/eiga sími /6650. Stúdentar MR 1970 Fundur í Casa Nova, mánudaginn 12. maí kl. 20.30. 6. bekkjarráð. St. Jósefsspítalinn Landakoti óskar eftir 2ja herb. íbúð fyrir sjúkraliða. Upp- lýsingar veitir starfsmannahald. GLUGGA- OG HURÐAÞÉTTINGAR msð innfrasstum ÞÉTTILISTUM G6ð þjóousta - Vonduð vmna — CLUGGAR HURÐIR GUNNLAUGUR MAGNÚSSON SlMI 16559 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: HJÚKRUNARKONUR OG SJÚKRA- LIÐAR óskast til sumarafleysinga á hinar ýmsu deildir spítalans. Upplýsingar veitir forstöðukonan sími 24160. STARFSSTÚLKUR óskast til ræstinga bæði til sumarafleysinga og í fast starf. Upplýsingar veitir ræstingastjóri sími 24160. BAKARI óskast til starfa í brauðgerðarhúsi eldhúss Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðskonan, sími 24160. Reykjavik 9. maí 1 975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Góðir og skemmtilegir tónleikar Samkórs Vestmannaeyja A innanverðri kápu söngskrár Samkórs Vestmannaeyja er eftir- íarancli auglýsing..... Göður skipstjóri og skipshöfn sér um, að bálur þeirra sér í góóri hirðu. . ." o.s.frv. Laugardaginn 26. apríl réðst hópur Vestmannaeyinga á Reykjavík og „setti á svið" söng- skemmtun fyrir útlæga Vest- mannaeyinga en allt of fáa Reyk- víkinga. Undirritaður var einn af fáum Reykjavíkurpeyjuni sem fóru á þessa „sýningu" og þaðan aftur glaður í sinni vegna þess sem þar fór fram. Kramkoma hópsins (kórs, lúðrasveitar og söngstjóra) gerði það að verkum að tilveran varð bjartari og sumanð enn nær sál og sinni. Meira að segja það að fara á söngskemmtun var skemmtun í sjálfu sér. Verkefnavalið var ekki fjöl- hreytt en þvi fjörugra. Kyrri hluli samanstóö af þjóðlögum misjafn- lega vel sungnum en alltaf músíkalskt. Ekki var ég sammála siingstjóra um flutning á ýmsum liigum og kannski var það hara það sem geröi fyrri hluta siing- skrárinnar svona skemmtilegan, þvi hver segir að svona og svona eigi að l'lytja þjóðliig? Tónskáld- in? llver voru þau? Litum á nokkur lög á efnisskrá fyrri hluta: „Undir bláum sólar- sali“ var sungið næstum helmingi of hægt með óþarflega stuttum endingum og þögnum sem hvergi eru skráðar. — Öðruvísi en vant er, en ágætt. „Krummavísa" Þjóðlag i útsetn- ingu Jóns Asgeirssonar er skráð af Jóni á vissan máta og ætiast til að það sé þannig flutt, en það var það ekki. Nóturnar voru jú allar á sinum stað en það var ekki meira en svo að maður nú tali ekki um „sprellikarlana" tvo sem i miðju lagi voru komnir yfir í „krummi svaf i klettagjá." — Allt öðruvisi en vant er, en skemmtilegt. „Eitt sinn fór ég yfir Rin" með Þorvald Halldórsson í fararbroddi, skemmtilega sungið og hefði verið gaman að heyra meira í Þor- valdi þvi hann hefur góða rödd og óþvingaða framkomu. Raddsetningar söngstjórans virtust i fljótu bragði mjög góðar. Þeirra erfiðust sönglega var „Havana gila", hebreska þjóðlag- ið, en þar vorkenndi ég sópran- röddunum því þar voru þær komnar upp fyrir þá hæð sem þær réóu við sem heild. Annars var það eitt af bestu lögunum, fjörugt, með stigandi og hnilmiðuðum endi. Textar frú Jóhönnu G. Erl- ingson „ástkærrar nióður" söng- stjórans, eins og hann sjálfur komst að orði í kynningu, voru Öllum vinum og vandamönnum sem minntust mín á 85 ára afmælisdaginn 3. maí með heimsóknum, gjöfum og skeytum og margs- konar vináttu sendi ég hjartanlegustu þakkir. Guð blessi ykkur ö/l. Helga Ólafsdóttir, Austurbrún 27. Kökubasar Kökubasar í Lindarbæ í dag, sunnudaginn 1 1. maí, kl. 3 e.h. Vopnfirðingafélagið í Reykjavík. Arnessýsla Húsbyggjendur — Húseigendur Tökum að okkur nýbyggingar, breytingar og viðgerðir. Önnumst efnisútvegun og gerum föst tilboð, ef óskað er. Benedikt Eggertsson og Hrafn Björnsson, Hveragerði, sími 4114. Glæsileg 2000 fermetra hornlóö til sölu Lóðin er við tvær fjölförnustu götur innan Hringbrautar. Hentar aðeins fyrir verzlunar- og skrifstofubyggingu. Þeir sem áhuga hafa á kaupum leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „Hornlóð — 7510" Tðnllst eftir GARÐAR CORTES ákaflega hugljúfir. „Rússneskt vögguljóð" við ljóð hennar var vel sungið af Þórhildi Öskarsdóttur og kórnum. „Engillinn í Landakirkjugarði" við breska þjóðlagið „Greensleav- es" kom mörgum Vestmannaey- ingum til að hugsa til baka og tárast ofurlitið því engilmynd þessi stendur i kirkjugarðinum, segir frú Jóhanna, til merkis um leiðsögn Hans sem líknar og leiðir útlagana af'tur til heimalandsins. Þó að lag og texti þess síðast- nefnda séu ákaflega ólík, hef ég grun um að þetta eigi eftir að verða mikið sungið af Vestmanna- eyingum heima og heiman þvi þeir eiga nokkuð sem engum okk- ar á og það er reynsla sú og ógn sem gosið var. Eítir hlé kom fram fjörug Dixielandhljómsveit úr Lúðra- sveit Vestmannaeyja sem undir- bjó áheyrendur fyrir „sjóið" sem á eftir fór, en það var helgað „bítlalögum", flestum útsettum af söngstjóranum á skemmtilegan máta. 1 einu þessara laga söng Reynir Guðsteinsson skólastjóri einsöng og fannst mér þar talenta Reynis fara fyrir litið, minnungur Öperettunnar „Meyjaskemman" við tónlist eftir Schubert þar sem Reynir söng aðalhlutverkiö með ágætum. Af síðari hluta söngskrárinnar vil ég aðeins taka til eitt atriði, en það var verk eftir söngstjórann, Sigurð Rúnar Jónsson, Kantasía nr. 2 við texta æskuvinar Sigurð- ar, Halddórs Björns Runólfsson- ar, fyrir einsöng (Ingibjörg Guðnadóttir), kór, talkór og píanó, litljós, stropljós og „no" ljós. (Eg hef grun um að „no" ljós haíi verió mistök!!) Sýndi Sigurð- ur að hann hefur imyndunarafl og hæfileika til að koma ímyndun sinni á framfæri. Þetta verk ætti auðveldlega heima i sjónvarpi þar sem það er ekki sióur fyrir augað en eyrað og vonandi lognast það ekki útaf i Vestmannaeyjum kaffært af „þorskum og þúsund- köllum". Kórinn sent slíkur er ekki hljómmikill en þvi liflegri karla- raddirnar eru betri helmingur kórsins sem er óvanalegt en með nteiri þjálfun og samvinnu, syngja konurnar sig eflaust saman með timanum. Tónleikar þessir voru vissulega skemmtilegir og Samkór Vest- mannaeyja, lúðrasveitinni og söngstjóranum til sóma. Svolítil viðvörun. Gleymið ekki að varanleg list liggur aldrei i sýndarmennsku. Þó að eitthvað sé gaman er það ekki endilega gott, og þó að annað sé skemmtilegt þarf það ekki endilega að vera skynsamlegt. Ekki ganga fram hjá þvi sem nú er litið á sem sigilda músik, hún er lika „gaman, skemmtileg". Hvað stóð nú þarna á innan- verðri kápu söngskrárinnar? „... Góður söngstjóri og gott söngfólk sér um að kór þeirra sé i góðri hirðu.. ." „llerra söngstjóri, þú átt heiður skilið fyrir þitt framlag..." Þiikk fyrir skemmtunina! Garðar Cortes Kalt tíðarfar í Snæfjallahreppi Bæjum, 1. mai. ÞAÐ hefur verið kalt hér undan- farið, frostið komst upp i 10 stig, og éljagangur annað slagið, það seinkar því vorþiðunni. Það átti að fara að moka snjó af vegum hér í Lónseyrarleiti, en þessi óveðurskafli tafði þaó. Veóur- glöggir menn hér spá ekki um- skiptum til hins betra fyrr en um það bil 9. dögum af mai. Lóan er þó fyrir nokkru komin og þröstur- inn lika. Milli 70 og 100 fjár er borið í Æðey, og margt af því tvílembt, annars staðar ekki byrjaður sauðburður að neinu marki, aðeins nokkrar lambgimbrar á bæ og bæ. — Jens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.