Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR IX. MAl 1975 Sá sem ekki var hr#d & ur hlýtur að hafa verið skrýtinn Fyrir nokkrum dögum, eða þann 8. maí sl„ voru 30 ár liðin frá uppgjiif þýzku nasísla- herjanna í Evrópu. Gffurleg fagnaðarla'ti hrutust þá út um heim allan og ekki hvað síst í löndum eins og Bretlandi, sem staðið hafði í na'iri ti ára styrjöld og landsmenn þurft að fa-ra óteljandi fórnir. Það var því engin furða þótt menn slettu aðeins úr klaufunum, þegar uppgjöf Þjóðverja var tilkynnt. Eftir henni höl'ðu menn heðið lengi, já alltof lengi, en þennan dag varð þessi hjargfasta trú manna á sigri yfir Hitlersherjunum að veru- leika. Því hefur oft verið lýst hvernig fagnaðarla'tin hrutust út hér heima, en sjaldnar hefur veriö minnst á hvernig Bretar fögnuðu sigrinum, en eftir hon- um höfðu þeir beðið lengi. Síðari hluta strfðsáranna voru nokkuð margir íslenzkir náms- menn í London og kynntust þeir vel hörmungunum, sem dundu yl'ir og ekki síður óbilandi kjarki og vilja hins brezka borgara. Einn þessara námsmanna er Þorsteinn Hannesson, tónlistarstjóri Kíkisútvarpsins. Hann fór lil náms í Bretlandi árið 1943 og dvaldi þar síöan allt frant til 1954, er hann sneri heim, þá húinn að syngja í nokkur ár við óperuna í London. Fyrst spurðum við Þorstein hver hal'ði verið ástæðan, að hann fór til söngnáms i Bret- landi á þessum ófriðartimum. „Eg var orðinn 26 ára gamall og langði til að fara utan til náms. Það var aðeins um tvennt að ræða, annaö hvort að fara til Bandaríkjanna eða til Brel- lands, en ég ætlaði méf að fara til Bandarikjanna, allt þangað til að Sveinhjiirn Finnsson, þá- verandi verðlagsstjóri sent ég vann hjá innti mig eftir þvi hvort ég hefði ekki áhuga á að fara til Bretlands. Eg hugsadi málið og sneri mér sídan til British Couneil, sem þá starfaði af miklum krafti hér. Mér var mjög vel tekið og útvegað skóla- pláss við Royal College of Music. Eg varð siðan að bíða lengi eftir því að fá vegabréfs- áritun, en loks kom að þvi, að ég hélt utan með Lyru i skipa- lest og tók land í Fleetwood. — Stundum hel' ég reyndar hugsað út i það hvernig hefði farið, ef ég hefði farið til Bandarikjanna, þvi þar voru t.d. mjög margir frábærir kennarar, sem þangaö hiifðu flúið, en ég sé alls ekki eítir Bretlandsvist minni.“ — Voru menn ekki farnir að bíða eftir uppgjöf Þjóðverja þegar þú komst til London? „Jú, en enginn vissi hvað Rœtt við Þorstein Hannesson um London síðustu mánuði stríðsins myndi gerast, fyrr en uppgjöfin var orðin að veruleika. Vorið eftir að ég kem út, hófu Þjóð- verjar árásir á London með VI og V2 flugskeytum sinum. Þetta voru ntiklir vágestir og á þessum tinta var erfilt að dvelja í London. VI flaugin var útbúin sem svifsprengja og fylgdi henni skerandi hávaði. Mér fannst hún virka verr á mig en V2. Það var óhugguleg stund að heyra sprengjuna konta inn yfir borgina og hljóð- ið nálgast sífelll, oftast fór það svo aö maöur heyrði hljóðið fjarlægjast á ný, sent þýddi aö hún fór fram hjá því húsi, sem niaður var staddur í hverju sinni. V2 fór hins vegar meó margföldum hraða hljódsins. Fyrst heyrði maður þegar sprengjan sprakk og síðan þegar sprengjan hafði rofiö hljóðmúrinn. Það var eðlilegt aö verða hræddur á þessum tima, sá sem ekki var það hlýt- ur að haí'a veriö eitthvað skrýtinn." — Hvar bjóst þú í London? „Eg bjó allan tímann, sem styrjöldin stóð, hjá Karli Strand lækni, í Kennsington. Þar var mikil Islendinganý- lenda, meðal annars kom náms- íólkiö mikið þangað, konurgiít- ar brezkum mönnum og islenzka sendiráðsfólkið. Þetta var gott fólk, sem undi sér sæmilega, enda þótti það ekki efnilegt að fara til náms i Bret- landi i miðju stríðinu. Eftir að innrásin var gerð i Normandi var augljóst hver úrslitin yrðu og i því sambandi kemur upp í huga mér, að áður en innrásin var gerð, var Bretland algjör- lega lokað um nokkurt skeið. T.d. fékk danski sendiherrann á Islandi, sem staddur var i London ekki að fara úr landi." En hvernig var að vera í London á þessum tíma? „Að vera þar í stríðinu, er ekki neitt ánægjulegur hlutur. En ég á mjög góðar endur- minningar frá London, þó ekki væri nema það að hafa sloppið i gegn. Eg fór ekki nema einu sinni i loftvarnabyrgi þann tíma, sem ég var þar og það var á sjálfan lýðveldisdaginn 17. júni 1944. Brezka útvarpið B.B.C. hafði boðið öllum Is- lendingum í London að koma i útvarpshúsið og hlusta á útvarp frá Islandi, en þeir höfðu mjög sterk móttökutæki. A meðan við vorum að hlusta byrjuðu loftvarnaflauturnar að væla og allir voru reknir niður i loft- varnabyrgið í húsinu, en það var konsertsalurinn á neðstu hæð. Ekki var það nú lengi, sem við þurítum að dvelja þarna og gátum haldið áfram að fylgjast með dagskránni að heiman, þótt ekki heyrðist nú hvert orð. En þessi stund okkar i B.B.C. húsinu var einstök. Eftir á hugsa ég með ánægju til þess anda sem rikti i brezku þjóðlífi á þessum tíma og i sjálfu sér er ég þakklátur íyrir að hafa kynnst því og fengið að upplifa það. Það er t.d. viður- kennt að vegna skipulagningar á matarskömmtuninni, hafi brezka þjóðin komið hraustari út úr styrjöldinni en hún fór i hana. Sömu sögur er aö segja af listum, þær blómguðust mikið á þessum þjáningatimum. Settar voru á laggirnar tvær stofnanir, sem fluttu skemmtanir og listir til almennings og hermanna og segja má að brezkar listir búi énn að þvi sem þá var gert. Já, það var mjög athyglisvert hve stjórnvöld landsins höfðu mik- inn áhuga á þessu, sem var eðli- lega gert til að byggja upp móralinn. Menn lögðu líka á sig gifur- lega mikið. Eg get nefnt dæmi urn skólafélaga minn. Sjálfur var hann lærður gufukatla- smiður og því það mikilvægur að ekki mátti missa hann í her- inn. Hann hafði gífurlegan áhuga á söngnámi og til aö geta sótt tima tók hann það til bragðs að vinna alla sunnu- daga, en fékk svo fri á þriðju- dögum til að geta sótt tima i skólanum, það stóðst á endum að hann var þvi sem næst búinn með skólann, þegar striðinu lauk og varð þekktur söngvari." „En hvernig var svo lífið f London á sjálfan friðardaginn? „Eftir að friðaryfirlýsingin hafði verið birt hópaðist fólk út á göturnar, byrjaði að dansa og var með allskonar fírverkeri —. Hér kom í Ijós, sem margir höfðu sagt ,,1'm going to litt up when the lights go up in Lond- on" („þegar ljósin kvikna á ný, fæ ég mér neðan i þvi.“) Að þessum mikla degi var langur aðdragandi, ekki aðeins mánuð- ir heldur ár. Mér virtist sem brezkum almenningi hefði aldrei komið til hugar annaó en sigur, — tap var eitthvað fjar- lægt. í þvi sambandi má segja frá því, að nokkru eftir að stríð- ið byrjaði var girðingin kring- um Hyde Fark rifin niður og notuð í málmbræðsluna, en hliðin sjálf skilin eftir. Maður nokkur gekk þarna til verka- mannanna og spurði. Hvi takið þið ekki hliðin niður líka? Ekki stóð á svarinu: Þau þurfum við að nota i sigurgönguna. Nú þarna á friðardaginn töluðu fyrirmenn i útvarpið og ræddu mest um það, hve fegnir þeir væru að styrjöldin væri búin. Fólkið lét sem vitlaust væri á götum úti, enda skiljanlegt. All- ir voru svo fegnir að þessu skyldi vera loksins lokið. En fögnuðurinn stóð ekki i margar vikur. Þegar býður þjóðarsómi á Bretlandi eina sál, — en svo risu upp afskaplega pólitiskar deilur og mér fannst eins og goð félli af stalli þegar þjóðar- leiðtoginn varð flokksleiðtogi. Það var nánast hræðilegt. Eg man eftir ræðu, sem hann hélt í byrjun kosningarbaráttunnar. 1 upphafi fór hann fögrum orð- um um þjóðareininguna, en skyndilega i miöri ræðu sneri hann við blaðinu og byrjaði að tala sem flokksleiðtogi, sem maður hafði ekki áður kynnst. Því er svo ekki að neita að pólitikin var spennandi i Bret- landi eftir striðið." — En hvað fannst þér svo eftirminnilegast á fyrstu mánuðunum eftir að þessari miklu baráttu var lokið? „Fyrst og fremst að þegar bú- ið var að berjast gegn fasisma í 5 ár skyldu tvö lönd í Evrópu fá að halda sinum fasisma. — ÞO. Stofnað Foreldra- og styrktarfélag blindra FORELDRA- og styrktar- félag blinda og sjónskertra var stofnað miðvikudaginn 7. maí. Daníel Jónasson var kjörinn íormaður. Markmið félagsins er að styðja og styrkja blind og sjónskert börn og unglinga. Stuðla að fræðslu og atvinnumálum, fylgjast með nýj- ungum og kynna þær. Allir sem áhuga hafa á málefn- Hreinn Líndal syngur á tónleikum Karlakórsins NÆSTKOMANDI mánudag, þriðjudag og miðvikudag heldur Karlakór Reykjavíkur hljómleika í Háskólabíói fyrir styrktarmeð- limi sína og gesti, og hefjast þeir klukkan sjö alla dagana. Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson, en undirleik annast blás- arakvintett og Kristín Olafsdótlir á píanó. Einsöngvari með kórnum er Hreinn Líndal óperusöngvari, sem hefur undanfarin átta ár starfað við óperuhús á Italíu, Sviss, Þýzkalandi og í Austurríki, þar sem hann hefur síðastliðin tvö og hálft ár verið fastráðinn við Þjóðaróperuna í Vínarborg. Eftir að hann útskrifaðist frá Akademíunni St. Cecilia í Róma- borg, 1968, hefur hann og sungið í fjölmörgum borgum þessara landa á hljómleikum, í útvarp og sjónvarp. Hann syngur nú í fyrsta sinn á opinberum hljómleikum á Islandi eftir margra ára fjarveru. — Hreinn er tenór-söngvari. inu geta gerst styrktarfélagar. Upplýsingar í sima: 72684 og 73145. FEF ræðir með- lags- og barna- lífeyrismál FÉLAG einstæðra foreldra boðar til almenns félagsfundar að Hótel Esju mánudagskvöldið 12. maf kl. 21. Rætt verður um barnalífeyris- og meðlagsmál barna einstæðra foreldra, en F'EF hefur barizt mjög fyrir þvf, eins og kynnt hef- ur verið, að sanngjörn hækkun fáist á framfærslueyri þessara barna. Til fundarins hefur verið boðið formönnum allra þingflokkanna þeim, Gunnari Thoroddsen, Þór- arni Þórarinssyni, Itagnari Arn- alds, Gylfa Þ. Gíslasyni og Karvel Pálmasyni. F'undarstjóri verður Egill R. Friðleifsson kennari. Nýir félagar eru velkomnir á fundinn og eru gestir beðnir að mæta stundvíslega. Frá sýningunni í Gallerf SÚM. „SÚM 75” 1 FYRRADAG var opnuð í Gallerf SUM samsýning 19 myndlistar- manna. A sýningunni eru um 60 verk, — graffkmyndir, teikning- ar, Ijósritanir, höggmyndir, ofnar myndir o.fl. framt sýningarskrá. Menntamála- ráðuneytið hefur styrkt útgáfuna. Sýningin í Gallerii SUM er opin kl. 16—22 daglega, en henni lýkur 24. maí. Hér er um að ræða fimmtu SÚM-sýninguna í Galleríi SÚM, en frá þvi að þessi sýningarstaður hóf starfsemi sína fyrir rúmum sex árum hafa verið þar 59 mynd- listarsýningar, auk þess sem SÚM hefur staðið fyrir myndlistarsýn- ingum á erlendri grund. SÚM hefur gefið út bók í tilefni af sýningunni og er hún jafn- Lokadagskaffi KVENFÉLAGIÐ Heimaey í Reykjavík efnir til hinnar árlegu lokadagskaffisölu sinnar í Súlna- sal Hótel Sögu f dag, sunnudag, 11. maf. kl. 2—5. Lokadagskaffið hefur ávalft verið fjölsótt og bú- ast Heimaeyjarkonur við fjölda gesta að vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.