Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 47 Blaksambandið óánægt með íþróttafréttir sjónvarpsins MORGUNBLAÐINU barst nýlega eftirfarandi fréttatilkynning frá Blaksambandi lslands: A fundi stjórnar Blaksambands Islands þann 10. apríl 1975 var eftirfarandi samþykkt gerð og send sjónvarpinu meó bréfi dag- settu 11. april 1975. Þar sem sjón- varpið hefur ekki séó ástæóu til þess aö hafa samband við stjórn sambandsins vegna þessarar sam- þykktar, telur stjórnin rétt að samþykktin verði birt opinber- lega: „Stjórn Blaksambands Islands lýsir því yfir, að ekki verði lengur hjá þvi komist að finna að iþrótta- fréttaþjónustu islenzka sjón- varpsins og mótmæla sérstaklega þeirri mismunun sem íþrótta- greinar hérlendis búa við, þegar sjónvarpið er annars vegar. Stjórnin telur það t.d. óviðunandi að blakíþróttinni skuli ekki hafa verið gerð nokkur skil í iþrótta- þáttum sjónvarpsins á þessum vetri, þrátt fyrir mikla eftirgangs- muni stjórnarinnar og þá þjón- ustu sem blaksambandió veitir sjónvarpinu. Stjórn sambandsins óskar þess aó forráðamenn sjónvarpsins taki þessi mál til alvarlegrar yfirveg- unar og geri nauðsynlegar ráð- stafanir i þessurn efnum og lýsir sig reiðubúna til vióræðna ef sjónvarpið óskar þeirra. Stjórnin tekur hins vegar fram, að hún sjái ekki ástæðu til þess aó halda áfram að koma upplýsingum um málefni blakíþróttarinnar á fram- færi við sjónvarpið, meðan engin breyting verður á þessum málum og endir ekki bundinn á mismun- un iþróttagreinanna." Englendingur hjá GR ENSKUR golfkennari, Tony Bacon, mun starfa við kennslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur um tima f sumar. Kemur Bacon hing- að til lands á vegum Golfsam- bands Islands, en hann hefur m.a. kennt við Grand Dueal I Luxem- burg, og kannast vafalaust ein- hverjir Islendingar við hann það- an. Baeon mun hefja kennslu hja Golfklúbbi Reykjavikur laugar- daginn 31. mai og kennir siðan Uniroyal-golfkeppnin UNIROY AL-golf keppnin fór fram 26. aprfl og 1. maí s.l. Upp- haflega var ætlunin að keppnin færi öll fram 26. apríl, og hófst hún þá í ágætu veðri. En á skammri stundu skipuðust veður í lofti. Þegar keppnin var rúm- lega hálfnuð var komin svo mikil snjókoma að ekki var unnt að halda áfram, og þvf gripið til þess ráðs að fresta seinni hlutanum til 1. mai. Sigurvegari i keppni án forgjaf- ar varð Magnús Halldörsson GR sem lék á 77 höggum. Islands- meistarinn, Björgvin Þorsteins- son, GA, varð i öðru sæti með 78 högg og Sigurður Thorarensen, GK, varð í þriðja sæti með 83 högg. I keppni með forgjöf sigraði Sveinn Sveinsson, GN, sem lék á 71 höggi nettó. Astráður Þórðar- son, GR, varð annar með 74 högg og þriðja sætinu deildu þeir Ölaf- ur Tómasson, GK, og Eyjólfur Jó- hannsson, sem báðir léku á 75 höggum. Meðfylgjandi mynd er af sigur- vegurunum i Uniroyal-keppninni, en á milli þeirra stendur umboðs- maður Uniroyal, Bert Hanson framkvæmdastjóri, sem afhenti sigurlaunin. hjá klúbbnum i tvær vikur, eða til 14. júní, auk þess sem hann mun svo kenna eina viku i byrjun júli. Tekið verður á móti pöntunum i kennslu hjá Tony Bacon í Golf- skálanum i Grafarholti frá kl. 15.00, eftir að skálinn opnar 20. þ.m., og síminn þar er 83745. Vilja forráðamenn GR hvetja félaga í GR og golfáhugafólk að nota sér þetta tækifæri til þess að læra íþróttina, en kennt verður bæði i einkatímum og í hópkennslu. Golfklúbbur Reykjavíkur mun nú i sumar eins og undanfarin sumur hafa sérstaka golftíma á þriðjudögum fyrir konur. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér inntökuskilyrði i Golí- klúbb Reykjavíkur og fá upplýs- ingar um starfsemi þess geta fengið þær með þvi að hafa sam- band við formann klúbbsins. Gyðu Jóhannsdóttur i síma 82090. Vorknattspyrnan hefur verið heldur óburðug í ár, en með hækkandi sól, og batnandi völlum, er þess að vænta áð knattspyrnan batni. ______________ Myndin er úr úrslitaleik KR og Vals f Reykjavfkurmótinu á dögunum. 8 leikir á dag að meðaltali í landsmótum í knattspvrnu — Það hefur ekki verið neitt smáræðisverk að koma öllum þessum leikjafjölda fyrir, sagði Helgi Danfelsson, formaður móta- nefndar KSl á blaðamannafundi sem nefndin og sambandið efndi til í fyrradag, þar sem útkoma mótabókar KSl 1975 var kynnt. 1 landsmótunum í knattspyrnu munu fara fram samtals 792 leikir, auk úrslitaleikja f landsmótum 3. deildar, 3., 4. og 5 flokks og við bætast einnig leikir vegna fjölgunar f 1. og 2. deild, þannig að óhætt er að fullyrða að leikirnir f landsmótunum verða yfir 800 talsins. Alls senda 54 félög 254 flokka til keppni í Islandsmótið og bikar- keppnina að þessu sinni, en alls er keppt í 12 flokkum. Ef reiknað er með því að i hverju liði leiki að jafnaði 18 leikmenn yfir sumarið, verða keppendur i landsmótunum því hvorki fleiri né færri en um 3700 talsins þetta árið. Leikirnir 800 verða að fara fram á rúmlega 100 dögum, eða á timabilinu frá 17. maí til 31. ágúst. Gefur þvi auga ieið að ekki má mikið fara úr böndunum til þess að meiri háttar ruglingur komi ekki á, og sagði Heigi Danielsson, að það væri von móta- nefndar að allir sem þarna ættu hlut að máli legðust á eitt til þess að allt mætti sem bezt takast og röskunin verða sem minnst. 1. DEILD j Atta lið leika i 1. deild í sumar og eru þau eftirtalin: FH, IBV, 1A, Valur, IBK, KR, Vikingur og Fram. Fyrstu leikirnir i deildinni fara fram n.k. laugardag 17. maí, en þá leika FH — Fram, IBV — Víkingur og lA — KR, og þriðju- daginn 20. maí leika svo ÍBK og Valur. Eins og gert var i fyrra með mjög góðum árangri verður leitast við aó leika heila umferð um helgar, og á næstu dögum eftir helgar, þannig að staða lið- anna hvað leikjafjöida áhrærir verði jafnan sem jöfnust. 2. DEILD: 'Atta lið leika i 2. deild: Reynir Askógsströnd, Þróttur, Reykja vik, Selfoss, Armann, Breiðablik, Víkingur, Ólafsvik, Völsungur, Pressuleikur í dag EINS OG frá var skýrt I Morg- unblaðinu f gær fer f dag fram f Keflavík pressuleikur í knatt- spyrnu. Hefst leikurinn kl. 15.00. Er þarna nánast um „generalprufu" að ræða hjá fs- lenzka landsliðinu fyrir lands- leikinn við Frakkland, sem háður verður 25. maí n.k. og þvf mjög fróðlegt að sjá hvernig þvf vegnar f viðureigninni við pressuliðið. Ekki er ólíklegt að einhverjir pressuliðsmanna standi sig það vel f leiknum í dag, að þeir nái landsliðssæti, en aðalspenning- urinn við pressuleiki er jafnan sá, að f þeim fæst samanburður á beztu einstaklingunum í fs- lenzkri knattspyrnu. Húsavík og Haukar úr Hafnar- firði. Fyrsti leikurinn i 2. deild verður á laugardaginn, en þá leika Selfyssingar við Viking frá Ólafsvik. A sunnudag leika svo Haukar og Reynir, Askógsströnd í Hafnarfirði. 3. DEILD: Eins og jafnan áður er 3. deild- ar liðunum skipt í marga riðla. Verður riðlaskiptingin sem hér segir: A-riðilI: Suðurland: Reynir, Sandgerói; Njarðvík; Fylkir, Reykjavík; Þór, Þorláks- höfn; Hrönn, Reykjavík; Grinda- vík og Leiknir, Reykjavik. B-riðill — Suðurland: ÍR, Reykjavík; Grótta, Seltjarnarnesi; Stjarnan, Garða- hreppi; Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu; Aftur- elding, Mosfellssveit og Viðir í Garði. C-riðill — Vesturland: Snæfell, Stykkishólmi; Grunda- fjörður, Skallagrimur, Borgar- nesi; iþróttabandalag ísafjarðar; Héraðssamband Vestur- Isafjarðarsýslu; Bolungarvík. D-riðill — Norðurland: Ungmennasamband Skaga- fjarðar, Knattspyrnufélag Siglu- fjarðar, Efling, Knattspyrnufélag Akureyrar, Leíftur, Ólafsfirði. E-riðill — Norðurland: Ungmennasamband Eyjafjarð- ar; Ungmennasamband Austur- Húnavatnssýslu, Þór, Akureyri; Magni, Dalvik. F-riðill — Austurland: Sindri, Stöðvarfjörður, Huginn, Leiknir og Þróttur, Neskaupstað. Framhald á bls. 39 Landsleiknum útvarpað beint til fjögurra landa Gífurlegur áhugi virðist vera á landsleik lslands og Frakklands í knattspyrnu sem fram á að fara á Laugardalsvellinum 25. maí n.k. Bæði er að leikur þessi er liður í Evrópubikarkeppni bikarhafa, og eins hefur hin óvænta frammi- staða íslenzka landsliðsins f lciknum við Austur-Þjóðverja í Magdeburt f fyrra vakið verð- skuldaða athygli knattspyrnu- áhugafólks um vfða veröld á ís- lenzku knattspyrnunni. Mikill fjöldi áhangenda mun fylgja franska landsliðinu til Is- lands og gera sitt besta til þess að hvetja það til sigurs, og áformað er að sýna leikinn f heild í franksa sjónvarpinu, svo fljótt sem auðið er, en sjálfsagt eru Frakkar ekki vanir því að ekki skuli vera hægt að senda út beint frá knattspyrnulandsleik. Þá munu fjórar útvarpsstöðvar út- varpa beinni lýsingu af leiknum. Er það vitanlega fslenzka útvarp- ið fremst í flokki og franksa rfkis- útvarpið, en auk þess mun lcikn- um verða lýst i Luxemburg og í Mónakó. Af öllum þessum viðbúnaði má sjá að mjög mikils er um vert að íslenzka landsliðið standi fyrir sínu í leiknum 25. maí, þótt staða liðanna sé náttúrlcga ójöfn — Frakkarnir að enda sitt kepþnis- tímabil og þvi í sinni beztu a>f- ingu, en Islendingar hins vegar að byrja sitt keppnistímabil, og varla komnir i a'fingu. En ís- lenzkir knattspyrnumenn hafa oft sýnt, að þeir vaxa i hlutfalli við verkefnið, og er vonandi að slikt verði í þessum umra'dda landsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.