Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1975 er ekki á staðnum. Standa allir bekkir skólans að slagnum. Raða menn sér kringum bjóltuna, þann- ig að hringjari kemst ekki til þess að hringja inn I kennslustund. Nýtur hringjari þá hjálpar sins bekkjar við að reyna að hringja. Er þá stundum brugðið út af þeirri reglu sé bekkur hringjara óvenju fámennur og eru þá einhverjir fleiri tilnefndir honum til hjálpar. Er slegist af miklum móð, uns einhver sækjenda nær að slá í bjölluna svo að hringing heyrist og er þá úti slagurinn. Eru engar regl- ur til um, á hvaða hátt bjöllunni er hringt. Bjölluslagir eru ekki hafðir oft, einu sinni til tvisvar á vetri. Þykja þeir hressandi, en fer þó margur marinn úr þeim átökum. voru tilheyrandi forna afdrepi að Laugarvatni. 0 SLAGSÍÐAN hefur að undanförnu birt greinar um framhaldsskólana, ritaðar af nemendum, þar sem fjallað er jafnt um innri veröld þeirra, skólalífið, sem stöðu þeirra í hinu víðara samfélagi. Framhaldsskólarnir hafa allir sín sérkenni og sérstöðu og kemur þetta oft fram i siðvenjum félagslífs nemenda — eða ,,tradisjónum". 0 Slagsiðan kynnir í dag skólasiði Menntaskólans að Laugarvatni og má skoða þessa grein sem lið i kynningunni á framhaldsskólunum, enda þótt hún sé ekki sérstaklega unnin fyrir Slagsiðuna af hálfu nemenda. Hér er á ferðinni fyrri hluti itarlegrar greinar um skólasiðina, sem birtist i skólablaði ML — Mímisbrunni — sl. vetur, og væntanlega verður siðari hlutinn birtur innan tíðar. Að mati Slagsið- unnar er kynning á skólasiðum ML að ýmsu leyti jafnframt kynning á skólasiðum framhaldsskóla yfirleitt, því að margir þeir siðir sem Laugvetningar hafa fundið upp, eru náskyldir þeim siðum, sem nemendur annarra framhalds- skóla hafa tileinkað sér. Nægir þar að benda á busavígsl- urnar, sem eru fastir liðir í öllum menntaskólunum, og „dimissjónir", eða kveðjuathafnir fyrir stúdentsefni, sem alls staðar eru ómissandi taldar. En kynning á skólasiðum Laugvetninga er líka forvitnileg að því leyti, að þar hljóta að hafa þróazt ýmsir siðir sem eðlileg afleiðing af nánara sambandi og kynnum nemenda en i venjulegum „heiman- göngu"-framhaldsskólum. Einnig hlýtur fæð nemenda í skólanum — miðað við stúdentaverksmiðjurnar í Reykja- vík með sin átta hundruð nemenda á skrá hver — að móta mjög allar venjur og siði skólalífsins. (£ Grein þessa tóku nokkrir nemendur ML saman í félagi og er enginn einn þeirra titlaður höfundur hennar. • BJORK: Margir siSir Björkinni, því menntskælinga Munu þeir þó flestir gleymdir. Mun það hafa verið fastur siður að Bjarkarbúar svæfu yfir sig einu sinni til tvisvar á vetri. Mun bilun á vekjaraklukku ármanns venju- lega hafa valdið slikri ósvinnu og mætti þá enginn heiðarlegur Bjarkarbúi i fyrsta tima. Þótti það einnig vera tilheyrandi Bjarkarvist að ausa vatni á vistarkvenfólkið, þegar ástæða þótti til. Á gullöld Bjarkarinnar var einnig gefið út blað þar. • DANSLEIKIR: Dansleikir i skólanum munu vera haldnir eins oft og þörf kref- ur, en 7 böll eru föst. 1) SKÍRNARBALL er venjulega haldið að kvöldi skirnardags til að gefa 1 bekkingum tækifæri til að kynnast eldri bekkingum fljótar og ófugt. Nú er skirnarballið oftast haldið fyrsta laugardag eftir skirn. Sér skemmtinefnd um þetta ball. 2) HJÓNABALLI, sem haldið er um miðjan nóvember, fylgja ýmsir siðir. Eru þá aðgöngumiðar seldir sér til pilta og sér til stúlkna og á dansa. Sér II. bekkur um þetta ball að öllu leyti. 3 ) BEATBALLIO var haldið i febrúar. Nú er það haldið þann laugardag sem næstur er 1. des. Ekki er gott að segja hvers vegna það ber þetta nafn, en eitt er víst að svo hét skemmtunin áður en allt sem nefnist „beat" (þ.á m. Beatles) kom á sjónarsviðið með öllu sinu brambolti. Er þetta grimuball og lögð er á það áhersla að sem flestir séu grimuklæddir. Er salurinn skreyttur á þann hátt sem skemmtilegt þykir. . . Sér I. bekkur um þetta ball. 4) KVENNABALLIÐ. Það er venjulga haldið um miðjan janúar. Stendur kvenþjóðin eða KVEMEL að þerri skemmtun. Er þvi lokið ki. 2 um nóttina og hafa stúlkurnar til skemmtunar m.a. spælingar á karlpening skólans ásamt fleiru. 5) ÁRSHÁTÍÐARBALLIÐ. Það er sennilegast hátiðlegasta ball ársins. Það var haldið þann laugardag sem næstur var 1. des., en nú um miðjan febrúar, að lokn- um öllum skemmtiatriðum. Er þá allur skólinn skreyttur við það tækifæri og mikill hátíðarbragur á öllu. Dansleikurinn stendur til kl. 4 um nóttina. Sér IV. bekkur um hann að öllu leyti. 6 ) HÚSVARÐARBALLIO. Er þetta ball svo til nýtt af nálinni. Er þetta ball haldið til heiðurs hús- verði Menntaskólans Benjamín Halldórssyni. Sér skemmtinefnd um þetta ball. 7) DIMISSION er haldin i seinni hluta apríl eða byrjun mai. Fara þar fram embættismanna- skipti. dimmittendaþáttur, sem er upplestur á skopsögu um dimmitt- endur og síðan eru kennarar ávarpaðir á öllum þeim tungum sem dimmittendur hafa numið á skólaferli sinum á Laugarvatni. Er siðan haldinn dansleikur til kl. 4 um nóttina. Heldur III. bekkur það ball. or bókvits- ösknnwn 3. grem arar viti, t.d. fyrsti bekkur fer f latínu og fjórði bekkur f þýsku í fyrsta bekk o.s.frv. Oft mæta nemendur afkáralega klæddir þennan dag í tíma. Er þessi dagur uppspretta kynlegra uppátækja og taka kennarar þetta yfirleitt ekki illa upp. • FYRSTI SUMAR DAGUR: Þann dag var forðum vani að efna til boðhlaups milli bekkja um staðinn. „Rúnturinn" sem hlaup- inn var, byrjaði við „Timburvelli" hlaupið var upp með Iþróttahús- inu, fram hjá Pósthúsinu, niður að Húsmæðraskóla og þann veg upp að vegamótum hjá húsi Haralds Matt. Þaðan var svo hlaupið þjóð- veginn heim að Menntaskólanum. Af gufnbölluni, Gúsía Kilroy, bjölluslögum, bekkjarveizlum og öðrum skólasiðum Laugvetninga PROLOGUS: Þegar tekin er saman skrá sem þessi um skólasiði eða „tradisjón- ir", eins og þeir hafa verið kallað- ir, við Menntaskólann að Laugar- vatni. er ákaflega erfitt að gera upp á milli þess, sem kallast hefð- bundnar eða gamlar „tradisjónir" og stundarfyrirbæri i skólalifi. En oft er lítill munur á þessu tvennu og ef til vill ekki greinargóðar heimildir til, sem hægt er að vitna i. Verður reynt að geta eðlis og framkvæmdar þeirra „tradisjóna " sem vitað er með vissu að hafi verið stundaðar hér að nokkru leyti. Verða allar „tradisjónir" sem vitað er um látnar fylgja með, þrátt fyrir að ekki sé unnt að framkvæma þær nú, bæði til gam- ans og fróðleíks. Eru það þá helst siðir varðandi Björkina, en þar eru engar vistir M.L. nú. Verður ekki lagður dómur á gildi eða tilveru- rétt „tradisjóna" hér, heldur reynt að segja hlutlaust frá. Verðurfjall- að um hverja „tradisjón" fyrir sig í stafrófsröð. ^ q • BEKKJARVEISLUR: Bekkirnir taka sig saman, hver um sig. tvisvar til þrisvar á vetri og halda sameiginlegar átveislur til tilbreytingar frá mötuneytis- fæðinu. Er ekki nein sérstök regla til um hvað hafa skal á boðstólum og fer það alveg eftir duttlungum bekkjanna. Veislurnar voru haldn- ar I stofum viðkomandi bekkja, en siðan sérstofurnar komu hefur þetta breyst. Hafði kvenþjóðin oft- ast yfirumsjón með öllum fram- kvæmdum en með auknu jafnrétti hefur þetta einnig breyst. • BJÖLLUSLAGIR: Orsök bjölluslags er venjulega slagsmálalöngun og löngun til að losna við einhverja kennslustund. Er slíkur slagur oftast skipulagður á þeim dögum sem skólameistari miðunum eru höfð samsvarandi númer. Er svo tekið til að draga saman pörin þegar inn i sal er komið. Er þá viss fjöldi kvaddur upp á svið i einu og hverri kvinnu visað á sinn ektamaka það kvöld- ið. Eru siðan lesnar ýmsar kersknisvísur yfir hverjum hóp. Þegar búið er að para saman það sem hægt er, og allir viðstaddir komnir i ektastand, er tekið til að marsera upp um alla ganga og afkima skólans undir forystu har- mónikkuleikara. Er siðan gengið aftur í salinn og sest. Flytur þá prestur kvöldsins, sem valinn hef- ur verið úr II. bekk, stólræðu kvöldsins. Brýnir hann fyrir kven- fólki tryggð og ástúð við sinn ektamaka og fyrir karlmönnum að sýna sinn húsbóndarétt. Endar hann á faðirvori og blessun á latinu og vigir þannig formlega allan fjöldann. Þegar þeirri athöfn er lokið hefst dansinn og hver „hjón" skyldug til að dansa 3 • FAGFERÐALÖG: Nú upp á siðkastið hefur það tiðkast að fara i ferðalag í sumum námsgreinum til að skoða staði eða annað I sambandi við náms- efnið. Er þar helst að nefna Njálu- ferðalagið en þá er farið á sögu staði Njálu og þeir skoðaðir og bornir saman við lýsingar i bók- inni. Einnig má nefna jarðfræði- ferðalög. Er þá farið á einhverja jarðfræðilega staði. Er venjulega gefið frí þann dag frá kennslu i viðkomandi bekk. • FRAMHALDSSÖGUR: Forðum voru framhaldssögur lesnar á herbergjum á vistinni og hafði þá hvert herbergi sina sögu. Voru þær oftast af léttara taginu. • FYRSTI APRÍL: Fyrsta april er siður að bekkir skipti um stofur án þess að kenn- # GANGABÖLL: Böll undir þessu nafni voru sér- lega vinsæl. Nafnið stafar af því að þegar setustofuálman var óbyggð, dönsuðu menn á göngun- um á vistinni við undirleik harmónikku eða plötuspilara. Þessi böll voru gjarnan haldin eftir aðrar smærri skemmtanir. Lítið hefur sést af þessum skemmtun- um upp á slðkastið. • GLENNA: Gamall siður, sem litið hefur borið á hér i seinni tið. Var hann i þvi fólginn að „glennir" stað- næmdist fyrir aftan einhvern kunningja sinn og gretti sig herfi- lega og spriklaði. Mátti sá, sem glennan var framkvæmd gegn, ekki verða var við hvað var að gerast fyrir aftan hann. Var á sin- um tima til reglugerð um glennu, þar sem henni var skipt niður i stig. Voru þau allt frá því að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.