Morgunblaðið - 11.05.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 11.05.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1975 25 katt Jóhann Hafstein bræ an Mér hefur fundizt ástæða til að undanförnu að rifja upp nokkrar staðreyndir í sambandi við stóriðjuna og þá sérstaklega álbræðsluna. Siðast gaf ég fyrirheit um nokkur orð í sambandi við skattgreiðslu álbræðslunnar og samanburð við hliðstæða ál- bræðslu í Noregi, en margir hafa talið álbræðsluna í Noregi sitja að miklu betri kjörum en Isal hér á Islandi. Samt er það staðreynd, að þegar litið er á málin í heild, þ.e.a.s. samninga um skattgreiðslu og raforku- verð, sem eðlilegt er, þá kemur í ljós, að hlutur okkar Is- lendinga frá ísal er allverulega miklu hagstæðari heldur en Norðmenn hafa frá hliðstæðri verksmiðju Söral í Noregi. Ingólfur Jónsson rakti þetta rækilega i ræðu á Alþingi fyrir áramótin, og rétt er það, að margsinnis hefur verið á þetta bent af mér og öðrum, en kommúnistar og alþýðubanda- lagsmenn halda þó alltaf áfram að staglast á ósannindunum, sem eru algjörlega út i hött. Ég vil t.d. benda á, að árið 1970 er skattur sá, sem Isal greiddi fimm sinnum hærri en skattar Söral. Það er mjög erfitt með samanburð á þessum málum m.a. vegna þess, að gengisbreyt- ingar hafa orðið og einnig hins, að miklar breytingar hafa orðið á verðgildi eða söluverði hrááls- ins á heimsmarkaði. Samt eru vissar meginstaðreyndir, sem gefa til kynna, að ákvæði aðal- samnings okkar Islendinga við Isal um skattgjaldið, sem kallað er framleiðslugjald og er miðað við hvert tonn af framleiddu hrááli, er okkur svo hagstætt, að það mun vera eitt af því, sem Svisslendingarnir hafa lagt áherzlu á bæði við vinstri stjórnina og nú, að gerð yrði einhver breyting á. Þá hafa þeir talað um, að þeir vildu í því sambandi semja um hækk- un á raforkugjaldinu, sem vita- skuld er nú orðið allt annað í heiminum heldur en þegar við sömdum 1966, og öll orkufram- leiðsla mörgum sinnum dýrari heldur en þá var. En ég vil alvarlega vara við nokkrum samningum um breyt- ingu á raforkuverðinu í sam- bandi við breytingu á fram- leiðslugjaldinu. I fyrsta lagi er það svo, að raforkuverðið var miðað við framleiðslukostnað á Búrfellsvirkjun og ætti þess vegna ekki á því að gera neina breytingu vegna Landsvirkjun- ar. Hitt verður að viðurkenna, að ýmsar aðstæður hafa breytzt þannig, að orkuframleiðslan er erfiðari nú hér alveg eins og alls staðar annars staðar og þvi ekki óeðlilegt, að af þeim miklu hamförum, sem orðið hafa á oliuverði og annarri orku, yrði einhver hækkun á rafmagns- verðinu. En við getum náð til- gangi okkar með miklu ein- faldari hætti og skal ég nú víkja að því. Við eigum ekki að semja við Svisslendinga um nokkra breyt- ingu á rafmagnsverðinu gegn lækkun á framleiðslugjaldi, en við getum bætt Landsvirkjun raforkuverð með þeim hætti einum að ákveða sjálfir aðra skiptingu á skattgjaldinu en gildir samkvæmt lögum í dag. En eins og menn muna, var skattgjaldið, framleiðslugjald, sem renna skyldi til Atvinnu- jöfnunarsjóðs og síðar var ákveðið að renna skyldi til Byggðasjóðs. 1 upphafi var skiptingin á gjaldinu til Atvinnujöfnunar- sjóðs 70,9%, til Iðnlánasjóðs 4,1% og til Hafnarfjarðar 25%, þar til 1. október 1968, að skipt- ingin skyldi breytast og verða þannig, að Atvinnujöfnunar- sjóður hlyti 75,9%, Iðnlánasjóð- ur 4,1% og Hafnarfjörður 20%. Þessari skiptingu á framleiðslu- gjaldinu getum við breytt með breytingu á okkar eigin lögum, ef menn telja það rétt og æski- legt, t.d. þannig að Atvinnu- jöfnunarsjóðurinn eða Byggða- sjóðurinn hlyti áfram 70,9%, Iðnlánasjóðurinn 4,1%, Hafnaríjörður 20% i staðinn fyrir 25%. Þá færi til orku- framleiðslu á Islandi 5% af framleiðslugjaldinu, eða eitt- hvað þvi um líkt, eftir því að sem nánar yrði útreiknað og athugað, hvernig hagkvæmt þætti og rétt væri að breyta skiptingu framleiðslugjaldsins. Svisslendingum kemur það ekkert við, það er okkar eigið mál, hvernig við skiptum fram- leiðslugjaldinu, en umfram allt skulum við ekki taka upp samninga við Svisslendinga um einhverja iítils háttar hækkun á raforkuverðinu gegn því að lækka fyrir þá framleiðslu- gjaldið, því að það er það, sem liggur þyngst á þeim, en er okkur lang hagkvæmast. Þessar athugasemdir vildi ég, að kæmu strax fram, til þess að engir hlaupi í það, sem ekki hafa nógu mikla þekkingu á, hvernig þessi mál urðu til að gera einhverjar breytingar á raforkuverðinu. Landsvirkjun hefur auðvitað hagsmuna að gæta að hækka raforkuverðið, en við getum alveg gert henni fullnægjandi bætur með því að láta hana fá einhvern hluta af framleiðslugjaldinu, og um það þarf enga samninga við nokkra aðila, hvorki við Svisslendinga né aðra, aðeins breytingu á okk- ar eigin löggjöf, ef alþingis- menn fallast þá á að gera slika breytingu. Framleiðslugjaldið er svo hagstætt fyrir okkur að undrun sætir. Fyrst er það á smálestina tólf dollarar og fimmtíu, siðan tuttugu dollarar og síðan tuttugu og sjö dollarar og fimmtíu. Svo hækkar það enn upp i þrjátíu og einn dollara og tuttugu og fimm sent á tonn, og loksins hækkar það upp í þrjátíu og fimm dollara á tonn. Og það er ekki aðeins, að þessar miklu hækkanir eigi sér stað á framleiðslugjaldinu, heldur hækkar það einnig miðað við hækkað verð á áli á heims- markaði. Það skal hækka um sjö bandaríkjadollara á smálest fyrir sérhvert bandaríkjasent (U.S.A. dollarar 0,01) á enskt pund, sem heimsmarkaðsverð áls hækkar yfir tuttugu og sjö bandarikjasent á enskt pund. Þegar við sömdum, var heimsmarkaðsverðið á hrááli um tuttugu og sjö til átta sent á enskt pund, en síðan hækkaði það gífurlega, eins og kunnugt er, allt upp i þrjátíu og niu sent á pund, en hefur nú aftur lækkað allverulega, en samt er það mikið hærra en við sömd- um um upphaflega. Athugum því vel okkar gang. Leikum ekki af okkur. Við höfum enga þörf fyrir samninga við Sviss- lendinga um breytingu á raf- orkugjaldinu gegn lækkun á framleiðslugjaldinu en ef orku- framleiðslan er nú orðin svo dýr, að við þyrftum að fá hækkað raforkugjald, þá getum vió náð þeim tilgangi einfald- lega með breytingu á skiptingu framleiðslugjaldsins til þeirra, sem þess nytu. Ljósmynd Öl.K.M. Rússa í okkar heimshluta er kröf- ur þeirra um einhvers konar aðild að Norðurlandaráði. Sjálfstæðis- menn hvetja þjóðina til að standa á verði gegn þessum þrýstingi. En það er okkur ekki eingöngu skylt vegna okkar eigin öryggishags- muna, heldur líka vegna nágranna okkar, frænda og vina á Norðurlöndum öllum. Utfærsla landhelginnar Þá er að sjálfsögðu lika ályktað um útfærslu landhelginnar í 200 milur og fagnað þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að láta útfærsl- una koma til framkvæmda sem fyrst á þessu ári. Sjálfstæðisflokk- urinn telur eðlilegt að ræða við öll þau ríki, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna útfærsl- unnar, en í þeim viðræðum munu íslenzk stjórnvöld fylgja þeirri meginstefnu að fá fulla viður- kenningu annarra ríkja á rétti íslendinga til að ráða einir nýt- ingu auðlinda innan hinnar nýju efnahagslögsögu. Eins og við var að búast, náðist ekki endanlegt samkomulag á fundi hafréttarráðstefnunnar, og kemur því til framkvæmda sú yfirlýsta stefna Islendinga að grípa til einhliða útfærslu. Til þess höfum við miklu sterkari lagalegan grundvöll en við höfð- um til útfærslunnar i 50 milur, og þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Allt ber því að sama brunni, 200 sjómílna landhelgin verður að veruleika á þessu ári, en að sjálf- sögðu munum við leitast við að ná endanlegum rétti okkar með viðræðum við aðrar þjóðir, því að við höfum ekki áhuga á því að efna til illdeilna, heldur hinu einu að tryggja réttindi okkar i samræmi við þau alþjóðalög, sem engum dylst að ýmist eru að fullu viðurkennd eða verða það á næstu misserum. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins var þvi ekki i neinum-vafa um ályktanir í landhelgismálinu. Sjálfstæðismenn allir fylgja þeirri stefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn markaði þegar haustið 1973, þrátt fyrir andstöðu sumra annarra flokka og þá einkum Alþýðubandalagsins, að okkur bæri að stefna strax að 200 sjó- mílna landhelgi og bíða ekki meó útfærsluna eftir endanlegum sátt- mála á hafréttarráðstefnu. Rétt- urinn væri okkar megin og hann bæri okkur að taka hiklaust og strax. Þegar birtir til I niðurlagi ályktunar lands- fundar Sjálfstæðisflokksins er fjallað um hin margháttuðu verk- efni, sem biöa, þegar þau él stytt- ir upp, sem nú ganga yfir íslenzkt þjóðlif i efnahagslegu tilliti. Þar er auðvitað í mörg horn að lita og á margt það minnzt, sem menn geta verið meira og minna sam- mála um, enda eru andstæður i islenzku þjóðlífi sem betur fer ekki slikar, að það sé ekki fleira, sem sameinar þjóðina, en hitt, sem sundrar henni. Og í forustu- sveit Sjálfstæðisflokksins er líka fólk úr öllum byggðarlögum og stéttum landsins með mismun- andi áhugamál. Einn setur fram þetta sjónarmið, en hinn hitt. Siðan eru sjónarmiðin samræmd og á samkomum sjálfstæðismanna er leitazt við að komast að niður- stöóum, sem allir geti vel sætt sig við, og svo fór einnig á þessum landsfundi. Niðurlagsorð stjórnmálaálykt- unarinnar fjalla um árangur af þessari margháttuðu starfsemi á komandi árum og þar segir: „Arangur af þvi starfi getur til lengdar aðeins náðst innan vé- banda frjáls samfélags, þar sem konur og karlar standa jafnt aö vígi, og mannréttindi og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna eru virt, þar sem byggt er, á frjálsum at- höfnum og ábyrgðartilfinningu hvers og eins — og grundvallar- atriói kristins siðgæöis i heiðri höfð. A þessu byggir Sjálfstæðis- flokkurinn stefnu sina, og í þeim anda mun hann starfa." Þótt menn deili um margt í ís- lenzkum stjórnmálum, eins og vera ber, er hitt óumdeilanlegt, að Sjálfstæðisflokkurinn er það sterka afl i þjóðfélaginu, sem traust stjórnarfar fyrst og fremst byggist á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið eins sterkur og i þeim tvennu kosningum, sem háðar voru á siðastliðnu ári. Sum- ir spá þvi að vísu, að fylgi flokks- ins minnki, vegna efnahags- erfiðleikanna og þeirra aðgeróa, sem nú eru nauðsynlegar, og vel má vera, að um sinn verði Sjálf- stæðisflokkurinn og forusta hans gagnrýnd, en við þvi er ekkert að gera. Það er skylda sterkasta stjórnmálaaflsins að sjá til þess, að þær ráðstafanir séu gerðar, sem nægi til að tryggja velfarnað þjóðarheildarinnar, og því trausti mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki bregðast, né heldur neinn ein- stakur sjálfstæðismaður eins og stjórnmálaályktun landsfundar- ins ber glöggt vitni. SÁL Fyrir Alþingi er nú frumvarp Leiklistarskóla Islands, þar sem ráð er fyrir þvi gert, að slikur skóli veröi settur á fót, og er það meðal annars markmið Samtaka áhugamanna um leiklist, sem nefna sig svo, og skammstafa nafnið SÁL. Það framtak ungra leiklistarunnenda og áhugafólks um leiklistarnám er vissulega hið merkasta. Þetta fólk hefur til af- nota gamalt húsnæði í Hótel Vik og hefur þar unnið ótrúlega mikið starf, svo að leiksýningar þess eru hinar ánægjulegustu, þrátt fyrir það, að aðbúnaður allur er bág- borinn. Bréfritara gafst kostur á því fyrir nokkrum dögum að sjá sýn- ingu félagsins á 7 stelpur og kynnast starfseminni. Ekki fer hjá þvi, að hann og margir fleiri mundu sakna þess, ef þessi starf- semi þyrfti aó leggjast nióur, sam- hliða þvi sem leiklistarskóli kemst á fót. Og raunar er líklegt, að félagar í SÁL mundu sjálfir sakna þess, ef svo fer, þótt þau styðji hinn nýja leiklistarskóla. Vonandi verður einhver leið fundin til þess að áhugamanna- starfið geti áfram haldió, þrátt fyrir skóla á vegum rikisins, þvi að vissulega væri mikil eftirsjón að þvi, ef þetta starf legðist niður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.