Morgunblaðið - 11.05.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975
11
Voru áhyggjur hans sannast
sagna ekki óeðlilegar.
Við ráðherrarnir biðum þess
með nokkrum óróa og eftirvænt-
ingu að fá heimsókn gestanna.
Þeir komu kl. 11 stundvíslega-.
Þessari heimsókn lýsti F.M.
Shepherd, aðalræðismaður Breta
á Islandi, með eftirfarandi orðum
í smáriti „Iceland Present" sem
gefið var út hér skömmu síðar,
aðallega fyrir Breta:
Ráðuneytisherbergið í stjórnar-
ráðshúsinu í Reykjavík kl. 11 f.h.
10. maí 1940: Lágreist stofa með
tveggja feta þykkum veggjum.
Gluggar snúa út að litlum gras-
fleti með kvistóttum pilviðar-
trjám. Þar er grænklætt eikar-
borð. Við það standa bólstraðir
armstólar úr ljósum birkiviði. Við
enda borðsins situr forsætisráð-
herrann Hermann Jónasson, en á
vinstri hönd honum, gegnt glugg-
anum sitja ráðherrarnir Stefán
Jóh. Stefánsson, Eysteinn Jóns-
son, Ölafur Thors, og Jakob Möll-
er. Til hægri handar forsætisráð-
herranum sitja við borðið brezki
sendiherrann Howard Smith, sem
steig á land þennan sama morgun,
viðskiptaráðunautur sendiráðs-
ins, Harris, og ég.“
Ekki getur Shepherd þess í frá-
sögn sinni, hvernig andrúmsloftið
var og ásjónur manna á þessum
fundi. En loftið var hrannað af
spenningi, taugarnar strengdar
og óvissa skein út úr hverju and-
liti.
Hinn nýkomni sendiherra.
Howard Smith, virtist vera dálítið
óstyrkur og hikandi. Hér var þó
um mann að ræða, er lengi hafði
verið í brezkri utanrikisþjónustu
og var mikils metinn, enda reynd
ist hann hér drengur góður, sem
kostaði kapps um aó verða við
óskum ríkisstjórnarinnar, þegar
hann mátti og gat því við komió.
Hann hafði mánuði áður verið
tekinn fastur af þýzkum nasistum
i Danmörku þar sem hann var
sendiherra þjóðar sinnar, en síðar
verið sleppt úr haldi. Hann ávarp-
aði okkur og gerði grein fyrir því,
hvers vegna Bretar hefðu talið sig
verða að hernema Island. Her-
mann Jónasson forsætisráðherra
varð að sjálfsögðu fyrir svörum af
hálfu islenzku rikisstjórnarinnar.
Svaraði hann með nokkrum lát-
lausum en alvarlegum setningum
og fór það vel úr hendi. Báðir
voru þeir, hann og brezki sendi-
herrann, fölir og óstyrkir. Stund-
in var alvarleg og allir gerðu sér
ljóst, að hér hafði einstæður og
örlagaþrunginn viðburður gerzt.
Eftir þessi stuttu ávörp afhenti
Howard Smith trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra. Var það undirrit-
að í Buckinghamhöll 8. apríl af
Georg konungi og stilað til „mins
góða bróður og frænda, konungs
Islands og Danmerkur." Rétti
hann forsætisráðherra bréfið með
nokkrum kurteislegum orðum, en
hann kastaði því til mín og sagði:
„Þú skalt taka viö þessu, Stefán.
„Um stund ríki þungbúin þögn.
Það var eins og enginn vildi segja
neitt frekar. En þá rauf Ólafur
Thors þögnina og sagði eitthvað á
þá leið, að menn á götum bæjar-
ins virtust að minnsta kosti
ánægðir yfir því, að það væru
brezkir en ekki þýzkir hermenn,
sem væru hér á ferð. Vera má að
einhverjum hafi ekki þótt þessi
orð viðeigandi, eins og á stóð. En
Ljósm. Svavar iijalle.stei>
menn væru gengnir á land, hefðu
tekið simahúsið og fleiri bygging-
ar í sína vörzlu og handtekið dr.
Gerlach, fjölskyldu hans og
nokkra fleiri Þjóðverja. Eg hafði
símasamband við Hermann
Jónasson, en Stefán Þorvarðsson
hafðí þá tilkynnt okkur, að hann
hefði fengið þau skilaboð frá
brezku ræðismannsskrifstofunni,
að nýr brezkur sendiherra, sem
komið hafói með herskipunum,
yfirmaður brezka landgönguliðs-
ins og nokkrir fleiri Bretar, hefðu
óskað eftir að mega koma á fund
forsætis- og utanríkisráðherra kl.
11 um morguninn. Kom okkur
Hermanni saman um það, að sjálf-
sagt væri, að öll ríkisstjórnin sem
þá var einnig handhafi konungs-
valdsins kæmi saman uppi í
stjórnarráðshúsi til þess að ræða
þar við Bretana og var tíminn til
þess ákveðinn kl. 11 fyrir hádegi.
Þetta var 10. maí 1940.
Fundur med Bretum
og hernámi mótmælt
Við ráðherrarnir ræddumst
nokkuó við kl. 10—11 áður en
Bretarnir komu á fund okkar. Var
okkur það öllum ljóst, að hér væri
mikill vandi á ferðum og ekki
auðvelt úr að ráða, en mikil óvissa
um það, hvaða afleiðingar þessir
viðburðir kynnu að hafa í för með
sér fyrir islenzku þjóðina, afkomu
hennar og framtið.
Þótt viðbrögð ráóherranna
væru ekki öldungis eins hjá öllum
er ég þó viss um, að allir töldum
við það að minnsta kosti lán í
óláni, ef ég má orða það svo, að
hingað væru komnir brezkir her-
menn, en ekki þýzkir. Sumir ráð-
herrarnir voru þó þeirrar skoðun-
ar að það hefði verið ástæðulaust
af Bretum að hernema Island, því
árás af þýzkri hálfu hefði ekki
verið að óttast. Ég var hins vegar
þeirrar skoðunar, að við þessu
hefði mátt búast, enda þýzk árás á
Island vel verið hugsanleg. Og
þegar athuguð væri aðstaða Breta
og bandamanna þeirra í striðinu
væri það skiljanlegt, ég vildi jafn-
vel segja afsakanlegt, að þeir
tryggðu sér bækistöð á Islandi.
Allir vorum við ráðherrarnir þó á
einu máli um þaó, að sjálfsagt
væri af mörgum ástæóum að mót-
mæla hernáminu formlega,
áskilja okkur allan rétt og tryggja
það að íslenzk stjórnvöld réðu
ríkjum í landinu um allt annað en
það, sem snerti beinlínis hermál-
in og yrði þó einnig í þeim orðið
við óskum okkar um ýmis atriði
til þess að raska ekki um of at-
vinnulífi landsmanna og fjárhags-
afkomu. Töldum við sjálfsagt, að
ríkisstjórnin kæmi fram sem einn
maður gagnvart hernaðaryfir-
völdunum og fulltrúum Breta og
reyndi að sameina þjóðina i þessu
vandamáli. Við gerðum okkur það
vel ljóst, og þó ég segi sjálfur frá,
Fyrstu
stundir
hernámsins
Kiukkan 3.45 aðfararnótt 10.
maí urðu Reykvíkingar varir
við brezka vél á sveimi yfir
bænum.
Kl. 04.00 renndi herskipa-
flotinn inn á ytri höfnina. Síð-
an ganga atburðir hratt fyrir
sig:
Hermenn settir á land og
hópur þeirra fer þegar f stað f
Túngötu 18 til bústaðar dr.
Gerlachs, þýzka ræðismanns-
ins á Islandi. Var hann hand-
tekinn og sfðan hófust hand-
tökur á ýmssum öðrum Þjóð-
verjum f borginni.
Á tfmabilinu milli 5 og 8 eru
síðan teknar sfmstöðin f
Reykjavík og Ioftskeytastöðin.
Vörður er settur við Pósthúsið,
Hótel Heklu, Herkastalann,
Hótel Borg og Hótel lsiand.
Verðir eru settir við alla
aðalvegi út úr bænum.
Um hádegi innrásardagsins
höfðu Bretar einnig tekið Iðn-
skólann, KR-húsið, tR-húsið,
Austurbæjarskólann, Mið-
bæjarskólann, fþróttahús Jóns
Þorsteinssonar og Gagnfræða-
skólann við Lindargötu.
ekki sízt ég, að kommúnistar
myndu bregðast illa og óviturlega
við þessum viðburðum og gera
íslenzkum stjórnvöldum erfitt um
vik, ala á sundrung og reyna að
spilla allri sambúð Islendinga við
herinn. Kom það og fljótt á dag-
inn og skapaði ríkisstjórninni
margs konaróþægindi einsog síð
ar verður vikið að. Þegar við ráð-
herrarnir ræddum þetta þennan
eftirminnilega morgun, urðum
við þess varir, að Hermann Jónas-
son forsætisráóherra var ekki vel
frískur. Hafði hann komið heim
úr ferðalagi um nóttina og var
bæði þreyttur og lasinn, að því er
hann sagði okkur. Þessi viðburð-
ur hafði einnig sem vænta mátti
mikil áhrif á hann og óttaðist
hann að erfiðir tímar færu í hönd.
Ljósm. Svavar Hjaltesteð
satt að segja fannst mér vel mega
segja þennan sannleika. Eftir
skamma stund hurfu Bretarnir af
fundi og kvöddu okkur með virkt-
um. En rétt á eftir kom yfirmaður
landgönguliðsins, G. Sturges hers-
höfðingi og ræddi vió forsætisráð-
herra.
Að þeim viðræóum loknum fór-
um við í ríkisstjórninni að undir-
búa mótmælaskjal út af hernám-
inu og var það síðan sent rétta
boóleið.
Síðari hluta þessa sama dags 10.
mai 1940 fórum við ráðherrarnir
allir í kurteisisheimsókn til How-
ard Smith sendiherra, sem bjó á
Hótel Borg. Yfir öllu var þá mikið
léttara en um morguninn og
ræddum við nokkra stund um al-
menn mál og útlit og horfur i
styrjöldinni. Það var sem búiö
væri að brjóta þykkan íshjúp eða
ganga í gegnum erfiða prófraun,
sem ekki hafði illa tekizt. Allir
gerðu sér þó Ijóst að eftir væri aó
sigrast á mörgum erfiðleikum
sem hið óvænta sambýli í landinu
myndi skapa. En mikið væri und-
ir þvi komið, hvernig á málum
yrði haldið af beggja hálfu, hver
yrði skilningur hinna óboðnu
gesta og hver viðbrögð íslenzku
þjóðarinnar og valdamanna henn-
ar. Gat þar að vísu brugðið til
beggja vona. Og vist var, að fram
undan var óvissa og örlagarikir
tímar.
... .Margháttuð vandamál risu
upp i sambandi við dvöl brezka
hersins á islandi. Það var ekki
alltaf auðvelt að fást við þau og
þar reyndi ekki hvað sízt á rikis-
stjórnina. Samkomulag hennar
um þessi mál var yfirleitt gott.
Við héldum hópinn og brezk
stjórnvöld og herstjórn sýndu
góðan vilja og furðanlegan
skilning. Mistök urðu að sjálf-
sögðu ekki umflúin, en oftast
rættist sæmilega úr.
Hernámið skapaði ýmsar sam-
göngutálmanir bæði á sjó og
landi. Okkur ráðherrunum öllum
voru afhent sérstök vegabréf og
gátum við ferðast hvar sem við
vildum, en ekki notfærðum við
okkur það mikið.
Á NÆSTU SÍÐU:
Dr. Alan Boucher:
Hermaður á íslandi