Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 29 Elín og Jörundur á Hellu. ÞAU sæmdarhjón, Elfn Sigrfður Lárusdóttir og Jörundur Gestsson á Hellu við Steingrímsfjörð f Strandasýslu, eiga bæði 75 ára afmæli á þessu ári, Elfn þann 5. jan. s.I. og Jörundur n.k. þriðju- dag þann 13. maí. Hver sem kynnst hefur heimilinu á Hellu á þaðan hugljúfar minningar, þvf þótt húsakynni séu ekki stór f sjálfu sér þá er þar hátt til lofts og vítt til veggja í andrúmi mann- lífsins og það skiptir mestu máli. 75 ára — Elín og Jörundur á Hellu við Steingrímsfjörð Hella er dæmigert sveitarheimili á lslandi sem kúrir milli fjöru og fjalls og hýsir fóik, sem ekki hefur stundað nám í Háskóla Is- iands, en er hins vegar „Háskóli Islands", grunnur menningar okkar. Elín er dóttir hjónanna Lárusar P. Finnssonar og Arnlaugar Einarsdóttur, sem bjuggu í Álfta- gróf i Mýrdal. Elín skrapp til Hólmavíkur árið 1921 með vin- konu sinni og hugðist hafa þar skamma viðdvöl, en það má reyndar segja að hún sé enn i þeim skreppitúr, þvi þar hitti hún mannsefni sitt, Jörund Gestsson frá Hellu i Steingrimsfirði og hófu þau búskap á Hellu, helm- ingi jarðarinnar til 1930, en allri frá því ári til 1964 er Ragnar Þór Jörundsson tók við búinu. Árið 1922 gengu þau í hjónaband og áttu því gullbrúðkaup í júni 1972. Elín tók fljótlega virkan þátt í félagsstörfum í Kaldrananes- hreppi og var þar i tugi ára for- maður Kvenfélagsins Snótar. Vann hún þvi félagi mikið og gott starf að sögn kunnugra, en fyrir fáum árum lét hún af for- mennsku þar. Jörundur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sína sveit og m.a. verið hreppstjóri siðan 1950, eða aldarfjórðung, en við þvi starfi tók hann af Matthíasi Helgasyni á Kaldrananesi. Jörundur var skattanefndarfor- maður og umboðsmaður skatt- stjóra í 23 ár, eða þar til að sveitarskattnefndir voru lagðar niður. Hann stundaði mikið smíð- ar með búskap sínum, mest báta- smíði en alls hefur hann smiðað 30 báta og er um þessar mundir að leggja kjöl að þeim 31. Bátar hans bera honum gott vitni því þeir eru bæði vandaðir að allri smiði og listafagrir og ekki sist það sem mestu máli skiptir, góð sjóskip. Ásamt nýsmíði hefur Jörúndur einnig fengist mikið við bátaviðgerðir. Kunnur er Jörundur fyrir hag- leik í höndum og huga og þúsund- þjalasmiður hefur hann verið kallaður með réttu. Ofáa fallega muni hefur hann skorið út, svo sem ljósakrónur, vegghillur, veggskildi, laupa, rúmfjalir, skirnarfonta og fleira og fleira. Hann er og listaskrifari, en ljóða- bók sem hann gaf út árið 1955, handskrifaði hann og var hún ljósrituð. Heitir hún Fjaðrafok og er fyrir löngu uppseld og í hópi fágætari bóka siðari tima. Margt hefur Jörundur ort bæði i gamni og alvöru. Hann hélt til dæmis uppi skemmtanalifi i sinni sveit og víðar með flutningi frumsam- inna gamanmála um sveit og sveitunga sína um hálfrar aldar skeið eða frá 1918—1968. Heyrst hefur að enn setji hann saman gamanvísur þótt aðrir flytji efnið á samkomum. Jörundur var sýsluskrifari á Borðeyri veturinn 1917—1918 hjá Halldóri Júliussyni sýslumanni. Einnig vann hann á borgarstjóra- skrifstofum Reykjavikur vetur- inn 1919—1920 i tíð Knud Ziemsen. Þau Elín og Jörundur eiga 6 uppkomin börn og eina fóstur- dóttur og son eignaðist Jörundur áður en hann gifti sig, Magnús Gunnar, vélstjóra hjá Rafmagns- veitum ríkisins, kvæntan Árníu Rósmundsdóttur ættaðri frá Hnifsdal og eiga þau 5 uppkomin börn. Fósturdóttir þeirra er Elinóra Jónsdóttir frá Hafnar- hólmi, nú búsett í Reykjavík. Elzt- ur systkinanna sex er Ingimund- ur Gunnar, vélamaður i Gamla kompaníinu, kvæntur Guðmundu Halldórsdóttur ættaðri frá Asparvík á Ströndum. Eru þau búsett í Reykjavík og eiga tvö börn. Ragnar Þór er bóndi á Hellu og á hann eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Lárus Örn rafvirki býr i Reykjavík, kvæntur Ragn- hildi ísaksdóttur, ættaðri frá Drangsnesi, og eiga þau einn son uppkominn. Guðfinna Erla er gift Jóni Sigurðssyni loftskeyta- manni, búsett i Reykjavik, en þau eiga fjögur börn. Næstyngstur er Vígþór Hrafn, skólastjóri á Drangsnesi, kvæntur Sjöfn Ás- björnsdóttur kennara, ættaðri frá Borgarnesi, en þau eiga 3 börn. Yngstur er Guðlaugur Heiöar módelsmiður, kvæntur Guðrúnu Valgerði Haraldsdóttur frá Reykjavík, en þar eru þau búsett. Af þessari upptalningu má sjá aó mikill meiður dugnaðarfólks er kominn frá Hellu, en systkinin öll frá Hellu og aðstandendur þeirra munu halda upp á þessi timamót í lifi foreldra sinna á Hellu hinn 13. maí n.k. og er ekki að efa að margir munu sækja gömlu hjónin heim þann dag. Fer það vel við staðinn, þvi þar hefur um dagana verið gestkvæmt hjá gestrisnu fólki og ævinlega veitt af mikilli rausn. Lifið heil, til hamingju. —á.j. Jarðhæð til leigu í nýju húsi ca 146 fm, lofthæð 3.20 m á góðum stað í gamla bænum. Hæðin óinnrétt- uð. Ýmiss konar starfsemi kemur til greina svo og læknastofur. Bílastæði fyrir hendi. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Hjálmur — 7241“. Enska — Þýzka — spænska — franska — ítalska — danska — - sænska — norska — finnska — rússneska. Nokkur námskeið fyrirliggjandi á kassettum: enska,' þýzka fránsíT spænska og danska, verð 2.1 00.-. a Skrifið eða hringið I sima 94-3352 virka daga nema laugardaga klukkan 1 3 — 1 7. Lærið nýtt tungumál fyrir næstu utanlandsferð. pósthólf 46, ÍSAFIROI. Oskast til leigu 3ja til 4ra herbergja íbúð óskas strax í nokkra mánuði. Uppl. í síma 86058. Söluturn Til sölu einn besti söluturninn í borginni. Þeir sem óska nánari uppl. leggi nafn sitt inn á augl.deild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Gott tækifæri — 6713". ♦jtSTROFUSH* Töuuuspéin er fullkomnasta stjörnuspá sem kostur er á. Hún er framkvæmd af IBM 360/25 tölvu sem útbýr 7—19 síðna stjörnuspá fyrir hvern og einn eftir þvi hvað pantað er. Eina sem tölvan þarf að vita er fæðingardagur, nákvæmur fæðingartími og fæðingarstaður. Þá getur þú valið um 5 mismunandi stjörnuspár: A sjálfsmynd B almanak (næstu 6 mánuði) C heildaryfirlit D adam og eva E barnastjörnuspá. Vinsamlegast sendið mér upplýsingar um Astroflasb tölvuspána allra skuldbindinga t e Nafn. Heimilisfang Sendist: Astroflash tölvuspáin, Pósthólf 795, Reykjavik / ili \ ítgSri Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 13. maí 1975, kl. 1 —4 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Chevrolet Nova fólksbifreið árg. 1973 Peugeot 404 diesel fólksbifreið árg. 1974 Plymouth Valiant fólksbifreið árg. 1971 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1973 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1973 Ford Bronco árg. 1968 Chevrolet sendiferðabifreið árg. 1967 Ford Transit sendiferðabifreið árg. 1971 Ford Transit sendiferðabifreið árg. 1970 Ford Transit sendiferðabifreið árg. 1970 Ford Transit sendiferðabifreið árg. 1970 Land Rover benzin árg. 1968 Gaz 69M torfærubifreið árg. 1970 UAZ 452 torfærubifreið árg. 1968 Mercedes Benz sendiferðabifreið árg. 1960 Til sýnis á athafnasvæði Pósts og síma að Jörfa: Bedford 2ja drifa spilbifreið árg. 1 966 2 stk. Johnson snjósleðar 2ja tonna færanlega bíllyfta Strong Lift. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5:00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAKTUNI 7 SÍMI 26844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.