Morgunblaðið - 11.05.1975, Síða 19

Morgunblaðið - 11.05.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1975 19 standa I eðlilegri stöSu og gretta sig. standa á öðrum fæti. sprikla og gretta sig og stökkva I loft upp fyrir aftan glennuþola. tvíkúpla I loftinu og gretta sig herfilega. Mátti einnig skoða það sem glennu, ef sérkennilegur maður staðnæmdist fyrir aftan mann. • GUFUBÖLL: Voru þau forðum haldin á vorin, þegar gufubaðið var opið. Söfnuð- ust þá menntskælingar saman á pallinum fyrir framan klefana og var þar dansað við undirleik harmónikku eða munnhörpu. Ekki munu þessi böll hafa verið sérlega algeng. • GÖNGUFERÐIR: Venja er að ganga á eitthvað af þeim fjöllum, sem I nágrenninu eru, einu sinni til tvisvar á vetri. Er valinn til þess einhver góð- viðrisdagur á haustin og er gengið undir leiðsögn kennara. Lagt er af stað eftir fyrsta tlma og gefið frl það sem eftir er dagsins. • GÖNGUFRÍ: Þetta mun vera einhver vinsæl- asti siður sem við lýði er hér að Laugarvatni. Fara þá kennarar og nemendur á labb I góðu veðri (gott veður er þó ekkert skilyrði). og er þetta bundið við hvern bekk um sig. Hefur verið regla kennara að gefa ekki nema tvisvar göngufrl á ári hverju, eitt fyrir jól og eitt eftir jól. Hefur annaskiptingin þó rask- að þvl fyrirkomulagi nokkuð og munu sumir kennarar sættast á að gefa eitt göngufrl á önn. En kenn- arar eru gleymnir, svo sjálfsagt þykir að biðja um göngufrl, hvenær sem veður er gott. Er Ólafur Briem sagður hafa komist lengst með heilan bekk i einu göngufrli, en Þórarinn Guðmunds- son fyrrverandi kennari styst og var það út að svokallaðri Dauð- mannsklif, sem eru trétröppur fyr- ir ofan Héraðskólann. Haraldur Matthlasson mun sennilega eiga met hvað snertir fjölda göngufría, enda er hann göngumaður mikill. • GÚSTI KILROY: Þetta nafn er eignað skóla- draugnum, en auðvitað verða allir skólar að eiga drauga. Uppruni Gústa Kilroy er ekki kunnur, en I barnæsku skólans þóttust skyggn- ir menn sjá hann á vappi. Ekki gerði hann mikið illt af sér og nú á dögum hefur hann sig aðallega I frammi við stjórnarkosningar, en borið hefur á þvi að hann hafi fengið nokkur atkvæði þar. Hefur þó eitt sinn verið borinn upp á Gústa bókastuldur, en þar var draugsi vist fyrir rangri sök hafð- ur. • HERRABOÐ: Það hefur verið venja að stúlkur úr Húsmæðraskólanum hafi boðið karlmönnum 4. bekjar i átveislur þar niður frá. Ekki er ég kunnugur hvernig það varð til. • HJÓ: Það fyrirbæri mun ekki eiga neinn sinn llka I hinum mennta- skólum landsins. Er ekki gott að segja hve langt aftur þessi siður eða ósiður gengur I sögu skólans, og er varla á meðfæri annarra en sálfróðra manna að skilgreina og komast fyrir rætur hans. Mun hann þó að einhverju leyti hafa staðið i sambandi við hinn ágæta félagsskap KAMEL, og þá verið notaður til að hrella kvenfólkið. Nú munu framtakssamir menn aðallega stunda hjó til hrellingar I. bekkingum, sem taka þessa til- burði ákaflega nærri sér, en fara að venjast þeim, þegar liða fer á veturinn. Framkvæmd hjós er á ýmsa vegu. Þeir, sem hrella vilja með þessum öfuguggatilburðum, væla gjarnan ámáttlega og taka að káfa á lærum og sitjandi hvers annars oghámarkið, „Crescendo" er venjulega það að annar stekkur aftan á hinn og lætur sem hundur við tik. Þeir hörðustu stunda fjöl- reið um ganga með hinum ámátt- legustu veinum. Var það áður talið nauðsynlegt að „afmeyja" I. bekkinga, þegar þeir komu á heimavistina I fyrsta skipti og var það gert með áðurnefndum hætti. Var það nauðsynlegt fyrir nýliðana að halda stillingu sinni og tryllast ekki af hræðslu, annars máttu þeir búast við frekari aðgerðum. 0 Þeir eru meðal þeirra sem koma fram á Wembleyhljómleikunum: Elton John og Doobie Brothers. Hópferö héðan á Wembleykonsertinn KLÚBBUR 32 mun 19. júní n.k. gangast fyrir hópferð til London sem poppaðdáendur hérlendis líta sjáifsagt á sem hvalreka. Þungamiðja þessarar ferðar eru hljómleikarnir miklu á Wembley- leikvanginum laugardaginn 21. júnf. Það er Elton John sem hefur verið aðai hvatamaður þessara hljómleika. Mun hann ásamt hinni nýju hljómsveit sinni koma fram í lok þeirra um miðnættið, og er það f fyrsta sinn sem hljómsveit hans kemur fram eftir manna- breytingarnar nýlega. 0 Hljómleikarnir standa yfir allan þennan dag, hefjast upp úr hádeginu með leik Kiki Dee Band, og rúlla sfðan til mið- nættis með ráðgerðri þátttöku 12—14 popphljómsveita. Meðal þeirra sem þegar er ljóst að taka þátt eru bandarfsku hljómsveitirnar Rufus, Eagles, Beach Boys, Doobie Brothers, Joe Walsh Band, og hugsanlega einnig Stevie Wonder. Wembley-leikvangurinn tekur 100.000 manns en inn á hljóm- leikana verða seldir 70.000 miðar til þess að vel geti farið um alla. I hópferðina héðan verða 149 sæti. Ferðin stendur í fimm daga, og fyrir utan áðurnefnda hljómleika eru innifaldar skipulagðar ferðir á helztu klúbba og poppskemmtistaði í London. Meðlimir Klúbbs 32 hafa forgang á þátttöku til 1. júní. Það verður íslenzki popp- hljómlistarmaðurinn Jakob Magnússon sem mun hafa fyrir- greiðsluna í London með hönd- um. Vondel-garðurinn: Hi|)])a|)ara(Jísin í Am- sterdam nú úr sögunni * FIKNILYF, GLÆPIR, VÆNDI. Þessir þættir hafa nú bundið enda á fjögurra ára veldi Vondel-skemmtigarðsins f Amsterdam sem eins konar helgistaður fyrir hippa allrar Evrópu og þótt víðar væri leitað. Vondelgarðurinn hefur á þessum tfma verið heimsóttur af hippapflagrímum frá fjölda landa, m.a. héðan frá Islandi sem leitað hafa til Amsterdam vegna frjálslyndisstefnu stjórnvalda í þeirra garð og þeirra lifnaðarhátta. Þessari tilraun lauk nú um mánaða- mótin eftir tveggja ára heitar deiiur. Borgarráðið hefur bannað að sofið sé undir beru lofti f Vondel, en þar hafa tug- þúsundir ungmenna, einkum útlendra, myndað sérkennilegt samfélag á hverju sumri þessi fjögur ár. Þegar þessi tilraun hófst var „Flower power“ enn í tízku og hippar og ungir ferðamenn í ævintýraleit streymdu til Amsterdam til að kynnast þessu samfélagi í Vondel. „Ég vonast til að geta skapað ánægjulegt andrúmsloft hér,“ sagði leiðtogi þess unga fólks sem hvatti til tilraunarinnar, Piet Riemens árið 1971 þegar borgaryfirvöld afnámu svo til allt eftirlit með því sem fram fór i garðinum. Og i fyrstu virt- ust vonir og góður vilji réttlæt- anlegur. Litskrúðug hippafjöld fyllti hið fagra gamla hjarta Amster- dam á daginn umhverfis minnismerki og á torgum, og síðan var lagzt til svefns i garð- inum á kvöldin, rétt hjá mið- borginni. Það var leikið á gitara og sungið, pönnukökur bakaðar undir brúnum, sofið i tjöldum eða svefnpokum. Ymsir kvörtuðu um hávaða. en flestir borgarbúar sýndu umburðarlyndi og jafnvel svo- litið stolt í garð hinnar frjáls- lyndu stefnu borgarinnar. I fyrra sváfu þarna 80.000 manns á aðeins þremur sumarmán- uðum. 0 Friðurinn úti. En svo var friðurinn úti. Fiknilyfjaprangarar héldu inn- reið sina meó þeim afleiðingum að fíkniefnasjúklingum fjölg- aði. Melludólgar reyndu að fá fátækar og veiklyndar stúlkur í þjónustu sína og óaldarflokkar tóku að hrella hippana. Lög- reglan fór að kvarta yfir vax- andi fíkniefnanotkun, þjófn- aður jókst meiri og meiri skítur safnaðist saman i garðinum. Og því var það i siðasta mánuði að borgaryfirvöld ákváðu að Vondeltilrauninni væri lokið. „Borgarbúar i Amsterdam vænta þess að hinir ungu gestir virði reglur yfir- valda og hollenzk lög alveg eins og allir aðrir". Æskulýósfull- trúi borgarinnar sagði að þegar væru nógu mörg gistiheimili fyrir ungt fólk í Amsterdam svo og tjaldstæði, þannig að ekki ætti að vera erfitt fyrir frið- sama unga ferðamenn að finna sér næturstað eftir lokun garðs- ins. I greinargerð borgaryfir- valdanna kemur fram að þau telji að fyrstu eitt eða tvö árin hafi tekizt að halda lífinu á Vondelgarðinum innan ánægjulegra marka, bæði fyrir útilegufólkið og borgarbúa. En erlendir eiturlyfjahringir hafi siðan fengið augastað á Amster- dam og Hollandi sem fíkniefna- markaði og reynt á lúmskan hátt að smeygja sér inn í mann- lífið, m.a. sem ungir ferða- menn. Holland hefur á undanförn- um tveimur árum orðið meiri- háttar mióstöð eitur- og fikni- lyfjaverzlunar í heiminum vegna frjálslyndrar löggjafar i þessum efnu og tiltölulega auðveldrar umferðar um hafnir og flugvelli landsins fyrir sölu- menn frá Hong Kong, Kuala Lumpur, Singapore og Djakarta. Þessi svokallaða „Dutch Connection" er að áliti yfirvalda aó mestu i höndum kinversku hverfanna i Amster- dam. Ivo Samkalden borgarstjóri segir að tími hafi verið til kom- inn að leiðrétta þá hugmynd um Amsterdam erlendis að þar sé allt leyfilegt. Það þýðir því ekki fyrir unga íslenzka ferða- menn að ráðgera dvöl i Vondel- garðinum i sumar. HUttKWAið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.