Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1975 3 Kommúnistar ná undirtökun- um í Laos á næstu mánuðum og Thailand fer sömu leið innan fimm ára — Þa8 sem einkennir ástandið í Thailandi nú, er vissa fólksins um að Thailendingar séu næstir, sagði Gunnar Tómasson, hagfræðingur og fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, áður í Saigon en er nú I Bangkok, í samtali við Morgunblaðið. Gunnar fer síðan frá Bagkok eftir tvær vikur og mun taka við starfi í Washington í byrjun næsta mánaðar. — Kannski eru Thai- lendingar einum of hræddir. Að mínum dómi er ekki hlaupið að þvl fyrir kommúnista að taka Thai- land, en ég spái að innan fimm ára verði þeir farnir sömu leið. Samfélagsupp- bygging hér er slík að segja má að þetta sé nánast óhjákvæmilegt. Mín skoðun er sú að það þjóðskipulag sem er við lýði í Thailandi — og líkja má við lénsskipulag — hafi gengið sér til húðar. Aftur á móti er ég ekki viss um að þær breytingar sem gætu verið I vændum væru af hugmyndafræðilegum rök- um sprottnar. Ég býst við það geti orðið til að flýta fyrir þróuninni í Thailandi, að kommúnisminn í fram- kvæmd hefur tekizt I sumum nágrannalöndunum. Thai- lendingar hafa verið nei- kvæðir gagnvart flóttafólki frá Kambodiu eins og komið hefur fram. Það stafar ein- vörðungu af því að þeir eru frægir fyrir að haga seglum eftir vindi. Nú telja þeir að þeir séu næstir I röðinni og þeir vilja ekki egna nágrannaríki upp á móti sér. Ég held að það muni koma I Ijós hér í Suðaustur-Asíu, að Thailendingar muni gera gjörbreytingar á stefnu sinni gagnvart Bandaríkjunum og þróunin verði áþekk, hvað Filippseyjar snertir, enda er það þegar farið að koma i Ijós. Þessar þjóðir treysta ekki lengur á Bandaríkin, vegna þess að komið hefur í Ijós að þau veita ekki það öryggi, sem þau lofuðu þess- um löndum. Nú verða ríkin að hugsa um eigin hagsmuni og láta Bandaríkin sigla sinn sjó. Það er því ekki vafi á að fall Kambodiu og Víetnam mun hafa áhrif á stöðu Bandaríkjamanna sem veldis á Kyrrahafinu. Gunnar vék síðan að því að aðalfréttin í blöðum í Thai- landi nú væri frá fjölda- morðunum, sem franskur láeknir sagði frá en hefur nú reyndar borið til baka. Læknirinn segist hafa séð lík Lon Borets, síðasta forsætis- ráðherra Kambodiu, meðal líkanna svo og Sirik Matak prins. — Ég tel að breytingar í þessum heimshluta verði miklar á næstunni, hélt Gunnar áfram. — Við höfum þegar talað um Thailand og ég vil ítreka að vandamál Thailendinga er fyrst og fremst þjóðfélagslegs eðlis. Allur þorri alþýðu býr við léleg kjör en vellauðugar fjöl- skyldur eiga miklar eignir. Því er þetta hiklaust spurning um þjóðfélagslegt réttlæti en ekki spurning um alþjóða- pólitík. Hvað snertir Laos álít ég eftir að hafa fylgzt með Rætt við Gunnar Tómasson í Bangkok gangi mála að kommúnistar muni á næstu 3—6 mánuð- um koma fram þeim breyt- ingum, sem þeir ætla sér, með því að koma út úr stjórn- inni andkommúnistum og ná þannig því fram sem fyrir þeim vakir. — Margir velta því fyrir sér, hvort hreyfing Rauðu Khmeranna í Kambodiu sé raunverulega kommúnisk, sagði Gunnar. — Ég álit að leiðtogarnir séu kommúnist- ar, en meirihluti samtakanna byggir ekki á neinum hug- myndafræðilegum grundvelli — þetta eru bara bandittar. Að minnsta kosti þykir mér fráleitt að leggja sama skilning í hugtakið kommúnismi hvað snertir Rauðu Khmeranna og gert er í Evrópu. — Er talið að Sihanouk muni snúa heim? — Það virðist enn alger- lega óráðið. Ekki skyldi þvi gleymt að hreyfingin varð til á valdadögum Sihanouks. En síðar hefur Sihanouk reynzt þægilegur leppur út á við. Sennilegast þykir mér að þeir hafi aldrei ætlað sér að láta hann fá völd. Sihanouk er mjög vinsæll í Kambodiu og það svo að jaðrar við til- beiðslu. Þeir vilja áreiðanlega ekki fá slíkan keppinaut um völd og áhrif. Á meðan þeir voru að berjast til sigurs var væn- legt að láta hann fljóta með, en lengra nær það sjálfsagt ekki. — Hvað segirðu um þá yfirlýsingu nýju valdhafanna í Kambodiu að þeir vilji enga aðstoð erlendis frá? — Svipaða yfirlýsingu gaf Kína á sínum tíma. Hafa verður i huga að annað verð- mætamat gildir hér en á Vesturlöndum. Þau lífsgæði sem við keppum að, eru Gunnar Tómasson þeim óþekkt. Kjör Rauðu Khmeranna síðustu fimm ár- in hafa verið harðræði og volæði og svo hefur verið um alþýðu manna. Þó svo að engin aðstoð komi erléndis frá er þvi ekki þar með sagt að lifskjör versni hjá þeim, því að þeir þekkja ekki ann- að. Hins vegar versnar hlutur þeirra tiltölulega fáu sem talist hafa auðugir. Ég held þó að þetta verði tímabund- ið. Kambodia hefur varla mátt til að standa ein og þegar mesti móðurinn rennur af byltingarmönnum býst ég við þeir verði að huga að því að bæta í einhverju lífskjör borgara, ef þeir ætla sér að fylgja þróuninni. — Hvað með áhrif kommúnista í Thailandi nú? — Það eru ýmsar byltingarsinnaðar hreyfingar í landinu, m.a. við landa- mæri Laos og einnig við landamæri Malaysiu. Þessir hópar hafa ekki látið meira að sér kveða upp á síðkastið en í mörg undarifarin ár. Ég álít ekki að neitt muni gerast hér í skyndingu, því að kommúnistar munu gefa sér nokkurn tíma til að undirbúa jarðveginn áður en þeir hefjast handa, eins og þeir hafa gert i þeim löndum hér í grenndinni sem þerr hafa síð- an sópað yfir á sitt áhrifa- svæði, sagði Gunnar að lok- um. MUNIÐ UTSÝNARHATIÐINA I KVOLD — SJÁ SIÐU 43 \ím Frankfurt vikuferðir. Brottför 14. júnr,5. júlt, 9. 23. ágúst, 6. sept. VerSfrákr. 59.900,- WS-MÁSSAN Hópferð á Hitavatns- og hreinlætistækja kaup- stefnu i Gautaborg 8.- 1 5. maí. Flugferðir og gisting m/- morgunverði. Verð frá kr. 40.500.- Hópferð á thúsgagnasýningu Kaupmannahöfny Brottför 6. maí. London Ódýrar vikuferðir: Brottför. Mai: 24. Júni: 1., 8., 15., 22. og 29. Júlí: 6., 1 3., 20. og 26. Verð með vikugistingu og morgunverði frá kr. 43.000,- Costa Costa Allir mæla með Útsýnarferðum Grikkland Vika í sögufrægri Aþenu og vika, á baðst^önd við Korintu- flóann. Heillandi sumarleyfi. Brottför um Kaupmannahöfn. 20. ágúst, 2. og 16. september. k kr. 89.900.- i Þyzkaland Mosel — Rín Vika i Kaupmannahöfn. í hugum flestra leikur sér stakur rómantiskur töfra Rinarbyggðir, nátengdur songvum riddarasogum. Brottför. 1 0. júlí. Verð i 15 daga með gistingu og fullu fæði . kr. 59.900,- fj Brava 1 B*r Del Sol m Dvöl á góðum hótelum eða ibúðum á skemmtileg- asta sumarleyfisstað TORREMOLINOS BENALMADENA Spánar FUENGIROLA — LLORET DE MAR — Fyrsta brottför: 18. maí. Ódýrar ferðir við hæfi unga fólksins. Fyrsta brottför: 2. júní. Verð með 1. flokks gistingu í 2 vikur Verðfrá 27.500.- frá kr. 32.500.- Gullna ströndin Lignano Bezta baðströnd ítalfu. Fyrsta flokks aðbúnaður og fagurt, friðsæit um- hverfi. Einróma álít far- þeganna frá í fyrra: „PARADÍSÁ JÖRÐ'' Fyrsta brottför: 1 7. mat. Verð með fyrsta flokks gistingu frá kr. 33.800 - Ítalía Gardavatnið 2ja vikna dvöl i heiilandi umhverfi Gardavatnsins. Brottför: 1 9. júni. * Verð með gistingu og fullu fæði kr. 61.900 FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN AUSTURSTRÆTI 17 SIMAR 26611 OG 20100 AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EINKAUMBOÐ A ISLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.