Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULl 1975 3 Víðtækar einkaviðræður þjóðarleiðtoganna í Helsinki: Fundur Fords og Brezhnevs miðar SALT viðræðunum áfram Helsinki, 30. júlí. AP — Reuter — NTB. LEIÐTOGAR Evrópulandanna 33, Kanada og Bandarikjanna, sem saman eru komnir i Helsinki til þess a5 undirrita samkomulagið um aukna samvinnu og öryggi Evrópu hafa notað tímann vel til þess að ræða hver við annan og munu halda því áfram á morgun. Mesta athygli hefur að sjálfsögðu vakið fundur þeirra Leonids Brezhnevs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, og Geralds Fords, forseta Bandaríkjanna. Þeir ræddust við í tvær klukkustundir og fimmtán minútur i morgun með þeim afleiðingum, að setningu leiðtogafundarins í Finlandiahúsinu seinkaði um 10 mínútur. Þeir Ford og Brezhnev ræddu óvænt saman við frétta- menn að fundinum loknum og sögðu, að hann hefði orðið til að miða fram á veg kjarnorku- vopnaviðræðum ríkjanna, hin- um svonefndu SALT við- ræðum, og mætti vænta þess að fyrirhugaðar viðræður þeirra nk. laugardag hefðu enn frekari árangur í för með sér í þvi efni. Einnig var upplýst að deilur ísraels og Araba hefðu komið til umræðu, — en við því var ekki búizt fyrr en á laugardag. Leiðtogarnir voru léttir í bragði og sögðu viðræð- ur sínar hafa verið vinsamlegar — gáfu annars engar upplýs- ingar. Dr. Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, vildi heldur ekkert gefa upp um þær, þegar hann ræddi við fréttamenn síðdegis, — en upplýsti, að hann hefði átt gagnlega fundi með sovézka utanríkisráðherranum. Ford forseti ræddi einnig í morgun við Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, og hádegisverð snæddi hann með forsætisráðherra Grikklands, Konstantín Karamanlis. Af öðrum fundum dagsins i Helsinki má nefna, að Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, og Erich- Honecker, leiðtogi austur- þýzka kommúnistaflokksins, Beittur valdi við bandaríska sendiráðið Moskvu, 30. júlf NTB ÞAÐ BAR við í Moskvu í dag, að sovézkir lögreglumenn réð- ust á mann, sem var á ieið inn f bandarfska sendiráðið f borg- inni, slógu hann niður, tóku hann kverkataki og fjarlægðu hann með valdi. að þvf er bandarískir sendiráðsstarfs- menn upplýsa. Sendiráðsmennirnir fylgd- ust með því sem fram fór og sögðu manninn hafa veitt öfl- uga mótspyrnu. Hann mátti sín hinsvegar lítils gegn lögreglu- mönnunum, sem voru fjórir saman. Þetta gerðist um há- bjartan dag, rétt fyrir utan innganginn að sendiráðinu. Að sögn sendiráðsstarfsmannanna er þetta algeng meðferð sov ézku lögreglunnar á sovézkum borgurum sem ætla í sendiráð- ið einhverra erinda. hittust þar að máli og var það fyrsti leiðtogafundur Austur- og Vestur-Þýzkalands í meira en fimm ár. Síðast var slíkur fund- urárið 1970, þegar fyrrverandi kanslari, Willy Brandt, ræddi við fyrrverandi forsætisráð- herra A-Þýzkalands, Willi Stoph. Helmut Schmidt ræddi einnig við Broz Tito, forseta Júgóslavíu, og Gustav Husak, leiðtoga tékkneskra kommún- ista. Fjölluðu þeir meðal annars um tilraunir Arabaríkjanna til að bola fsrael úr Sameinuðu þjóðunum og hafði Tito sagt það skoðun sína, að ef það tækist, þýddi það endalok sam- takanna. Husak hafði ekki tekið eins einarða afstöðu en lýst sig sammála Schmidt um, aðslíkar aðfarir byðu heim alvarlegum hættum. Hann hafði hins vegar minnt á, að ísraelar yrðu að gefa eftir eins og andstæðingar þeirra. Þá ræddi Valery Giscard d'Estaing, forseti Frakklands, við Leonid Brezhnev og var þá ákveðið að Giscard kæmi i op- inbera heimsókn til Sovétríkj- anna 14. —18. október nk. Ennfremur ræddi Henry Kiss- inger, við Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Leiðtogar aðildarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu snæddu saman hádegisverð — og ákváðu að gera sitt til að miðla málum í Kýpurdeilunni. Var upplýst síðar að Aldo Moro, forsætisráðherra Ítalíu, hefði verið falið að setja sig sem fyrst í samband við alla þá, er hlut ættu að Kýpurdeil- unni og er búizt við því, að hann geri það þegar í Helsinki. Aldo Moro skrifar undir samn- inginn á öryggismálaráðstefn- unni fyrir EBE í heild, jafnframt því að skrifa undir fyrir ftalíu. Lýsti Moro því yfir í ræðu sinni á fundinum í Finlandia-húsinu, að bandalagið styddi sam- komulag ráðstefnunnar og kom sú yfirlýsing í kjölfar þess orð- róms, að Sovétstjórnin og önn- ur kommúnistaríki myndu ekki andmæla undirskrift EBE, enda þótt þau væru henni ekki sam- þykk. Sovétstjórnin viðurkennir ekki opinberlega Efnahags- bandalagið sem heild, enda þótt þegar hafi farið fram und- irbúningsviðræður um sam- vinnu milli þess og COMECON efnahagsbandalags Austur- Evrópuríkjanna. f kvöld áttu leiðtogarnir í Helsinki að sitja kvöldverðar- boð Kekkonens í forsetahöll- inni. LEIÐTOGAFUNDURINN í HELSINKI — Forseti Finnlands, Uhro Kekkonen, flytur setningarræðu sína í Finlandia-húsinu i Helsinki í gær, við upphaf leiðtoga- fundar öryggismálaráðstefnunnar. Símamynd AP Mynd þessi var tekin við bandaríska sendiráðið í Helsinki í gærmorgun rétt áður en fundur þeirra Geralds Fords, forseta Bandaríkjanna og Leonids Brezhnevs leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins hófst þar. Sovétríkin hafa ekki enn mótmœltlokuninni íKanada Kanadamenn vilja 40% minnkun afla við strendur landsins „ENGIN formleg mótmæli hafa borizt frá Sovétrfkjunum vegna lokunar austurhafna Kanada fyrir fiskiskipum þeirra," sagði talsmaður utanrikisráðuneytis- ins f Kanada I sfmtali við Mbl. f gær. „en sendiherra okkar I Moskvu hefur verið tjáð að Sovétmenn séu ekki samþykkir því að þeir hafi veitt umfram kvóta ' þá sem Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndin hefur sett um veiðar undan Kanada, og að þeir leggi ekki trúnað á þær tölur sem við höfum lagt fram.“ Talsmaðurinn sagðist geta tekið undir ummæli sem höfð hafa verið eftir Trudeau for- sætisráðherra Kanada, þess efnis að lokun hafnanna fyrir sovézku fiskiskipunum gæti verið fyrsta skrefið i átt að ein- hliða útfærslu kanadísku fisk- veiðilögsögunnar í 100 mflur. Hann sagði að Kanadamenn hefðu unnið aö þvi á vegum ofangreindrar fiskveiðinefndar að minnka sóknina á miðin við austurströnd Kanada og myndu á fundi nefndarinnar í Montr- eal í september leggja til að fallizt yrði á heildarminnkun afla erlendra þjóða sem næmi 40% Talsmaðurinn sagði að á síð- astliðnu ári hefðu sovézk fiski- skip komið til hafnar á austur- strönd Kanada alls 400 sinnum og mætti af því sjá að floti Sovétmanna á þessum slóðum væri mjög stór sérstaklega þegar þess væri gætt að hluti hans þyrfti ekki að koma til hafnar langtímum saman. Að sögn talsmanns utanrikis- ráðuneytisins í Ottawa, hafa Sovétmenn fyrst og fremst veitt umfram loðnukvóta sína en einnig hafa þeir veitt síld um- fram þann kvóta sem leyfilegur er. Trudeau, forsætisráðherra Kanada hefur skrifað Kosygin forsætisráðherra Sovétríkj- anna bré^ þar sem hann leggur áherzlu á áhyggjur Kanada- manna af veiðum Sovétríkj- anna undan Atlantshafsströnd landsins. Skv. upplýsingum ráðuneyt- isins i Ottawa veiddu Sovét- ríkin á siðasta ári milli 65—100% umfram leyfilegt há- marksaflamagn á miðum við landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.