Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
175. tbl. 62. árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Simamynd AP
Forseti tslands herra Kristján Eldjárn, heilsar frú Helgu Jónasson á elliheimilinu Betel i Gimli f
Manitoba. Með forsetanum á myndinni eru kona hans, frú Halldóra, utanrfkisráðherra, Einar
Ágústsson, og kona hans frú Þórunn Sigurðardóttir.
Luanda, Lissabon, 5. ágúst
AP. Reuter.
Frelsishreyfingarnar tvær sem að
undanförnu hafa barizt um völd-
in f Angóla, marxistahreyfingin
MPLA og NFLA sem nýtur
stuðnings stjórnar Zaire, sömdu f
dag um vopnahlé f norður- og
austurhluta landsins, en þar hafa
miklír bardagar staðið. Þriðja
hreyfingin, sem þátt tekur f
valdabaráttunni UNITA ákvað f
dag að kalla menn sfna tii Vopna,
en þessi hreyfing hefur ekki
tekið þátt i bardögum fram tii
þessa.UNITA menn hafa sagt að
300 liðsmenn þeirra hafi verið
drepnir sfðustu mánuði og er
búizt við að hermenn hreyfingar-
innar muni á næstunni blanda sér
f átökin f landinu. Talið er að
UNITA álfti MPLA eiga sök á þvf
mannfalli sem orðið hefur hjá
hreyfingunni.
Nefnd háttsettra portúgalskra
herforingja sem hefur verið í
Angóla til að kynna sér ástandið
kom heim til Lissabon f dag. Ekki
65% minni
kaffifram-
leiðsla í
Brasiliu
Bauru, Brasilíu, 5. ágúst — AP
ERLENDIR sérfræðingar ferðast
nú á milii kaffiræktenda f
Brasilfu tii að kanna þær
skemmdir, sem urðu á „hvíta
föstudag", sem var 18 júlf, þegar
frost eyðilagði mikinn hluta
kaffiuppskerunnar. Leiðir þetta
til hækkunar á verði kaffis á
heimsmarkaði.
Sérfræðingarnir koma frá
helztu viðskiptalöndum Brasilíu,
þar á meðal Bandaríkjunum.
Staðfestu sérfræðingarnir að
þessi frost hafi valdið meira tjóni
en frostin 1969, þegar kaffiupp-
skeran féll um þriðjung.
Framleiðslustofnun kaffis í
Brasilíu, sem er mesta kaffifram-
leiðsluland í heimi, spáir því að
Framhald á bls. 31
Portúgalskur hermaður lyftir vopni sfnu til að reyna að stugga frá
mannf jölda f borginni Sintra. Mennirnir tveir tii vinstri eru stuðnings-
menn miðflokka f Portúgal, en vinstrisinnar höfðu ráðist á þá. (AP).
er vitað hvern þátt nefndin hefur
átt í að koma vopnahléinu á.
I höfuðborg Angóla, Luanda,
gerðist það i gær að um 4000
hvítir menn fóru f hópgöngu um
borgina og staðnæmdust fyrir
framan ræðismannsskrifstofur
Bandaríkjanna og annarra vest-
rænna ríkja og kröfðust þess að
þeim yrði forðað úr landinu.
Ganga þessi vakti nokkra furðu
þar sem nýlega var tilkynnt um
að Portúgalsstjórn hygðist láta
flytja á brott um 300000 flótta-
menn frá landinu áður en það
hlýtur formlega sjálfstæði 11.
nóvember n.k.
Yfirvöld f Suður-Afríku til-
kynntu i dag að um 20000 flótta-
menn væru að gera tilraun til að
komast til Suðvestur-Afríku, en
því landsvæði stjórnar Suður-
Afríka. Var sagt í Suður-Afrfku
Framhald á bls. 31
Pönnukökur og skemmtisigling
Mannfjöldi við hátíðahöldin 1 Gimli
Gimli, Manitoba 5. ágúst — Frá AP og Þor-
steini Matthiassyni.
FORSETI Islands, dr. Kristján
Eldjárn, hjáipaði til við að baka
pönnukökur snemma f morgun
frammi fyrir þúsundum manna,
sem komið höfðu til að vera við-
staddir þriggja daga hátfðarhöid f
Gimli. Aliir hafa lagt sitt af mörk-
um til að hátfðahöldin tækust
sem bezt, en þau eru f tilefni af
100 ára afmæli Islendinga-
byggðar f Kanada.
Meðal skemmtiatriða f Gimli
voru glfma, leiksýningar, íþróttir
og önnur menningarstarfsemi. 26
feta löng eftirlfking vfkingaskips
var byggð fyrir hátfðarhöldin, en
hvassviðri aftraði þvf frá að kom-
ast inn f höfnina. Fólk gat þó séð
það úr skrúðgöngu á mánudag.
Uppseit var á sýningar leikflokks
Þjóðleikhússins og á tónleika
Lúðrasveitar Reykjavfkur um
heigina.
Mikill mannfjöldi kom til að
hlusta á ræður, þar á meðal ræðu
Kristjáns Eldjárns. Sagði hann að
hann hefði lesið um viðáttu
Kanada. En sem eybúa, sem
vanur er stuttum vegalengdum
milli stranda hefði hún þó komið
sér á óvart. Frú Halldóra Eldjárn
er með manni sínum í Kanada.
Utanríkisráðherra Islands, Ein-
ar Agústsson, skýrði frá ýmsum
menningargjöfum til afkomenda
Islendinga í Manitoba. Þar á
meðal er tvöföldum fjárframlags
til blaðs Islendinga í Kanada, Lög-
bergs-Heimskringlu. Verður
framlagið nú 800 dalir.
Þá mun Landsbókasafn Islands
fá aukna aðstoð frá Kanada til
þess að halda áfram að afla há-
skólanum i Manitoba Islenzkra
bóka. Þá mun Háskóli Islands
Enn ráðizt inn í skrifstofur
kommúnistaflokks Portúgals
Lissabon, Famalicao, 5. ágúst.
AP, Reuter.
ÞUSUNDIR reiðra mótmæienda
ruddust f kvöld f gegnum raðir
hermanna f bænum Famalicao og
inn f aðalstöðvar portúgalska
kommúnistaflokksins. Um hundr-
uð hermenn stóðu vörð við húsið
er múgurinn braut sér leið f gegn-
um raðir þeirra og f gegnum járn-
hlið framan við húsið. Hópurinn
fór um allt húsið og henti bókum
og blöðum út um glugga. Rautt
skilti með hamri og sigð fór sömu
leið.
Fyrr um daginn höfðu flestir
hinna 10000 bæjarbúa gengið um
götur borgarinnar til að fylgja til
grafar 18 ára hjúkrunarmanni
sem skotinn var til bana fyrir
tveim dögum þegar hermenn
hófu skothríð á hóp fólks sem
hugðist ráðast inn á skrifstofur
kommúnistaflokksins. Reiði fólks-
ins magnaðist þegar tilkynnt var
að útförinni yrði frestað þar sem
líkið lægi enn á lfkbörum í
Oporto. Utför annars fórnarlambs
skothríðarinnar var ennþá ráð-
gerð í kvöld.
Á meðan fólksfjöldinn stóð á
götunni fyrir framan hús
kommúnistaflokksins klifraði
ungur piltur upp i stiga og hugð-
ist gefa götunni nafn piltsins sem
var skotinn, Luis Barroso, með
þvi að mála það á húsgafl.
I Lissabon gerði Goncalves for-
sætisráðherra enn tilraunir til að
koma saman starfhæfri stjórn.
Goncalves hlaut i gær stuðning 50
herforingja í lykilaðstöðu, og við
það styrktist staða hans mjög, en
því hafði verið spáð að hann
kynni að þurfa að segja af sér.
Einn maður beið bana i borg-
inni þegar sprengja sprakk fyrir
utan stjórnarbyggingu. Utvarpið,
sem hliðhollt er kommúnistum,
sagði að maður þessi hefði starfað
í hreyfingu fasista.
brátt hefja skráningu þeirra Is-
lendinga, sem fluttu til Kanada á
síðustu öld og fyrri hluta þessarar
aldar.
Hátíðahöldin á Gimli í tilefni af
Framhald á bls. 31
Vatn á svört-
um í Sýrlandi
Damaskus, Sýrlandi, 4. ágúst.
VATN gengur kaupum og sölum á
svörtum markaði i borginni
Aleppo sem er næststærsta borg
Sýrlands vegna mikilla þurrka og
lítils vatns i ánni Evripídes.
Hefur sambúðin milli Sýrlands og
Iraks enn versnað af þessum
sökum, en Evrípídes rennur frá
Tyrklandi 1750 milna leið um
Sýrland og Irak I Persaflóa. Skv.
frásögnum blaða i Aleppo nota
sumar fjölskyldur 60% af tekjum
sinum til að kaupa vatn á svörtum
markaði, en aðrir notast við viku-
legan skammt af vatni sem þó
nægir aðeins til venjulegrar eins
dags notkunar. I Aleppo býr ein
og hálf milljón manna. Sýrlend-
ingar hafa sakað Iraka um að nota
of mikið af vatninu I Evripides í
áveitulón en Irakar hafa visað
þessum ásökunum til föður-
húsanna og borið sömu sakir á
Sýrlendinga.
Láta undan skæruliðum
Gíslum sleppt í
Kuala Lumpur
Kuala Lumpur,
Tokyo, Washington,
5. ágúst AP, Reuter.
SKÆRULIÐAR úr hinum svo-
nefnda japanska „rauða her“
hófu í kvöld að láta lausa gisla þá
sem þeir hafa haft í haldi frá þvf
snemma á mánudagsmorgun i
bandarfska sendiráðinu f Kuala
Lumpur. Sfðast þegar fréttist
hafði 10 manns verið sleppt en 40
var enn haldið, þ. á m. bandarfska
ræðismanninum og sænskum
sendiráðsstarfsmanni Frederik
Berhenstrahle.
Japanska stjórnin ákvað fyrr í
dag að verða við kröfum skæru-
liðanna um að látnir yrðu lausir
sjö fangar úr japönskum fangels-
um og að flogið'yrði með þá til
Kuala Lumpur. Tveir fanganna
vildu þó ekki fara með en skæru-
liðarnir gerðu sig ánægða með að
aðeins fimm kæmu. Þeir eru allir
félagar í rauða hernum, þ. á m.
Framhald á bls. 31
Vopnahlé
í Angóla