Morgunblaðið - 06.08.1975, Page 4

Morgunblaðið - 06.08.1975, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGUST 1975 BÍLALEIGAN MIÐBORG hf. simi 19492 Nýir Datsun bilar Bíleigendur ath: Höfum á boðstólum mikið úrval af bílútvörpum, segulböndum, sambyggðum tækjum, loftnets- stöngum og hátölurum. fsetningar og öll þjónusta á staðnum TÍÐNI H.F Einholti 2 s: 23220 GEYMSLU HÓLF J A GEYMSLUHOLF I / / ' ÞREMUR STÆRDUM. />> / L NY ÞJONUSTA VID /s / J? VIDSKIPTAVINI í % / U NÝBYGGINGUNNI L/ ClJ BANKASTÆTI7 Siimt innuhankinn Orð í eyra Líf og list Loksins gerðist þá eitthvað markvert hjá okkur i mynd- verkinu. Var það raunar ekki seinna vænna því heldur hefur farið lítið fyrir frumlegheitun- um undanfarið þó Kristján og Tánus og fleiri slíkir hafi verið að myndast við að sýna públíkumi hvernig þeir pró- dúséra málverk með mússík eða annan hávaða í eyrum. Það gerðum við nú i barna- skólanum sem þá var ekki einusinni orðinn grunnskóli og teiknun var ennþá teiknun en ekki myndið sem er fínt orð. Og auðvitað var það Sumar- liði Tagl sem reið á vaðið einsog fyrridaginn og sýndi frammá bæði I svarthvitu og öðrum litum að hann fer jafn- an fyrstur þegar ruddar eru nýjar leiðir i lystinni. Jafnvel Súmerar og Steinar skáld af Skaganum og hann Svenni á barnum blikna eins og úrsér- sprottnar hrafnaklukkur við hliðina á Tagli þegar hann er í essinu sínu og á fyrir máln- íngu og öðrum nauðsynjum. A öndverðum hundadögum bauð hann nokkrum menn- íngarvitum, sem fremstir standa, ásamt með einum for- leggjara og tveimur verkstjór- um hjá hreinsunardeildinni, heim að Hofi en svo nefnir hann vinnustofu sína og svefn- hús því þar fara fram blót eins og i Uppsölum forðum tíð. Enda er Tagl kominn í sænska ásatrúarsöfnuðinn og hefur að kjörorði: Uppsala er best. Þegar að Hofi kom flutti listamaðurinn ágæta ræðu í tilefni kvennaársins og skýrði í leiðinni frá nokkrum þeirra myndverka sem i deiglunni eru. Síðan klappaði hann fyrir sjálfum sér og hrópaði ferfalt húrra. Birtist þá fylgikona hans skyndilega, fáklædd mjög. Annar verkstjórinn féll í aungvit, en forleggjarinn hneigði sig djúpt og bauð gott- kvöld á frönsku. Sumarliði Tagl hóf nú að mála kvensniftina hátt og lágt og raulaði fyrir munní sér á meðan, bæði gamla húsgánga og ný popplög. Síðan færði hann konukindina í föt nokkur, gamlar óþveignar kakíbuxur, sem hann hafði notað i lýsinu forðum, og peysu forljóta sem einnegin var upprunnin á Raufarhöfn. Er þessu var lokið hóf hann að útskýra verk sitt, benti tilaðmynda á að neglur væru bláar, varir grænar og augn- skuggar ljósrauðir. Það væru Framhald á bls. 31 Útvarp Reykjavík /HIÐMIKUDAGUR 6. AGCST MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson les söguna „Glerbrotið" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: E. Power Biggs leikur með Columbia-sinfónfu- hljómsveitinni Orgel- konsert nr. 3 í C-dúr eftir Haydn /Ursula Buckel, Yonako Nagano, John van Kestern, Jens Flottau, Franz Lerndorfer, Drengja-, og Dómkórinn f Regensburg ásamt Sinfóníuhljómsveit út- varpsins í Múnchen flytja „Missa Brevis“ f B-dúr eftir Haydn. Morguntónleikar kl. 11.00: Fílharmóníusveit Lundúna leikur enska dansa eftir Mal- colm Arnold / Konunglega fflharmonfusveitin í Lund- únum leikur „Svo mælti Zarathustra", sinfónfskt Ijóð eftir Richard Strauss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ___________________ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „1 Rauð- árdalnum" eftir Jóhann Magnús Bjarnason.Örn Eiðs- son les (6) 15.00 Miðdegistónleikar Vladimar Ashkenazy leikur „Myndrænar etýður“ op. 39 nr. 3—7 eftir Rachmaninoff. Oda Slobodskaya syngur „Sex spænska söngva“ eftir Shostakovits; Ivor Newton leikur á pfanó. Sinfónfuhljómsveit Lundúna leikur „Sinfónfu f þrem þáttum" eftir Stravinsky; Colin Davis stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Sættir“ eftir Þórarin Helgason Guðrún Asmundsdóttir leik- kona les 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 sjónmáli Skafti Harðarson og Stein- grfmur Ari Arason sjá um þáttinn. KVÖLDIÐ 20.00 Pfanósónata op. 20 eftir Samuel Barber. Vladimir Horowitsj leikur. 20.20 Sumarvaka a. Af skáldakyni Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Jóhönnu Guðlaugsdóttur um bróður hennar, Jónas skáld. b. Hofið í Ljárskógum. Hallgrfmur Jónsson frá Ljár- skógum segir frá. c. Fyrsta kirkjuferðin mfn Guðrún Eirfksdóttir flytur. d. Kórsöngur. Söngfélagið „Gígjan“ á Akureyri syngur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Þorgerður Eiríksdóttir leikur með á pfanó. 21.30 Ctvarpssagan: „Hjóna- band“ eftir Þorgils gjallanda Sveinn Skorri Höskuldsson les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Knut Hamsun lýsir sjálfum áer“. Martin Beheim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sfna(14) 22.40 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir 23.35 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKCDAGCR 6. ágúst 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Gunniaugs saga orms- tungu Myndasaga í sex þáttum. 1. þáttur. Teikningar gerði Haraldur Einarsson, en söguna les Öskar Ilalldórsson. 20.50 Ljúft er að iáta blekkj- ast Norski sjónhverfingamaður- inn Toreno sýnir spilahrell- ur, og ýmiss konar töfra- brögð og útskýrir, hvernig hægt er að blekkja áhorf- endur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 21.40 Engispretturnar (Locusts) Ný, bandarfsk sjónvarps- mynd. Leikstjóri Richard T. Hef- fron. Aðalhlutverk Ron Howard, Ben Johnson, Lisa Gerritsen og Belinda Balaski. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin gerist á búgarði í Montana f Bandarfkjunum um 1940. Sonur bóndans er nýkominn heim eftir brottrekstur úr flughernum. Hann þykir hin mesta ættarskömm, en fær þó að sýna, hvað í honum býr, þegar engisprettuplága ógnar afkomu sveitabænda á þessum slóðum. 22.55 Dagskrárlok 1-4^-e ER RQ HEVRR rP Stjórnendur þáttarins I sjónmáli ásamt tæknimanni. Frá vinstri Skafti Harðarson, Hreinn Valdimarsson tæknimaður og Steingrfmur Ari Arason. i SJÓNMÁLI í sjónmáli verður á dagskránni í kvöld klukkan 1 9.35 Þetta er annar þáttur þeirra Skafta Harðarsonar og Steingríms Ara Arasonar. Að þessu sinni taka þeir félagarnir fyrir pen- inga og koma þrír hagfræðingar fram í þættinum. Björn Matthíasson ræðir almerint um islenzk peninga- mál og vandamál, sem þeim fylgja eins og verðbólguna, og Þráinn Eggertsson og Ásgeir Daníelsson eru á öndverðum meiði um hið fullkomna hagkerfi, markaðskerfið annars vegar og sósíalismann hins vegar. Þá flétta þeirSkaftiog Stein- grimur inn í tónlist og grini. Jón Múli Árnason les upp tilkynningar og fólk á förnum vegi er spurt hvað það myndi gera ef það fengi 10 milljónir skattfrjálsar. Eru svörin ef- laust hin forvitnilegustu, en að sögn Skafta eru þau þó æði mikið á einn veg. I GLUGG LÆKNISHÖNDAÐ HANDAN? Að þessu sinni tók Jökull Jakobsson fyrir huglækningar i þætti sínum „Sjötta skilningarvit- ið", sem sýndur var á sunnudag- inn. Leiddi Jökull þá saman Einar Jónsson á Einarsstöðum, miðil, en I gegnum hann hafa huglæknar starfað, og Hrafnkel Helgason yfirlækni á Vifilstöðum, ásamt sjúklingi beggja, Baldri Sigurðs- syni, sem fengið hafði góðan bata. Og spurningin var hver hafði læknað Baldur? Ætla má að Hrafnkell hafi verið I mjög erfiðri aðstöðu. Annars veg- ar varð hann að verja gildi lækna- stéttarinnar en hins vegar að gæta sín á því að móðga ekki meirihluta íslendinga með hörðum dómum um andalækna Verður vart annað sagt en að Hrafnkeli hafi tekizt þetta mjög vel. Með skýrri fram- setningu sinni sýndi hann fram á að bati Baldurs væri á fyllsta máta í samræmi við læknisfræðileg lög- mál. Hann lét samt ekki plata sig ofan I þá gryfju að kveða upp dóm yfir andatrú eins og vtsindamönn- um er gjarnt, heldur lét áhorfend- um eftir að mynda eigin skoðanir. Á sama hátt má segja að Einar hafi ekki ofboðið neinum efnis- hyggju eða efasemdamanninum. Hann er mjög hógvær maður, en í hógværð hans og sterkri trú fólst geysilegur sannfæringamáttur. Verður engan veginn hægt að segja að málflutningur hans hafi kastað rýrð á málstað andatrúar- fólks. Jökull virtist ágætur spyrjandi GUNNLAUGS SAGA — „Þorsteinn var þaðan út leiddur með góðum gjöfum og reið Helga heim með honum og fæddist þar upp með mikilli virðing og ást af föður og móður og öllum frændum." Niðurlag 3. kafla. ER RQ SÍflHp GUNNLAUGSSAGA ORMSTUNGU Þá eru íslendingasögur komnar á dagskrá hjá sjónvarpinu, með sýn- ingu á Gunnlaugssögu Ormstungu. Þetta er myndasaga I 6 þáttum, og verður fyrsti þátturinn sýndur í kvöld klukkan 20.35. Óskar Hall- dórsson les söguna við teikningar Haraldar Einarssonar. Eru þetta kyrr- myndir, en skipt ört um myndirnar. ENGISPRETTURNAR Aðalhlutverkið 1 kvikmyndinni „Engispretturnar" er leikið af Ben Johnson, sem hlaut Óskarsverð- launin fyrir leik sinn í myndinni „The Last Picture Show", sem sýnd var í Stjörnubíói fyrr á þessu ári. Leikur hann bónda, sem stendur frammi fyrir innrás engispretta á hveitiakra sína. En það er ekki hans eina vandamál, hitt er heimkoma sonar hans, sem var flugmaður í sjóhern- um. Hann hafði verið rekinn þar sem hann var ekki talinn hæfur til að gegna lengur þeim starfa og að auki er hann andlega niðurbrotinn vegna dauða bezta vinar síns. Gagnvart föður sínum og nágrönnum er hann heigull. Hið erfiða hlutverk sonarins er leikið af Ron Howard. Þessi kvik- mynd er alveg ný og var gerð fyrir ABC sjónvarpið í Bandaríkjunum. og á auðvelt með að greina aðal- atriði frá aukaatriðum. En það var ekki slður óvenjuskýrum málflutn- ingi gesta hans að þakka að áhorf- endur áttu góða stund fyrir framan sjónvarpstækin. SVÍKUR JÚDAS ENGAN? „Júdas svíkur engan", nefndist þáttur, sem sjónvarpið sýndi á mánudagskvöld. Fjallaði þátturinn um dag I Iffi hljómsveitarinnar Júdasar frá Keflavík. Var fylgzt með hljómsveitarmönnunum frá þvf að þeir risu úr rekkju, þar til þeir lognuðust út af eftir ball f Grindavfk. Þar sem sjónvarpið hefur fengizt mjög Iftið við að gera „dókumenter" þætti um borgarlíf og borgarmenningu á íslandi. vakti þessi þáttur strax forvitni Þegar til kom reyndist þátturinn heldur yfirborðskenndur, og var lítið gert til að kafa undir yfirborð- ið, t.d. með viðtölum við strákana eða fólk, sem I kringum þá er. Áhorfandinn var þvf litlu nær um poppheiminn og það andrúmsloft og baráttu, sem þar fer fram. Þá var lýsingu mjög ábótavant. hvort sem það verður skrifað á reikning peningaleysis eða stjórnanda. Það er þó kannski heldur mikið að segja að þátturinn hafi valdið von- brigðum. Hugmyndin á bak við hann er góð og þátturinn var skemmtilegur, þó að efniviðurinn hafi ekki verið nýttur til fullnustu. Er vonandi að Egill Eðvarðsson, sem stjórnaði gerð þáttarins, haldi áfram á þessari braut og fínni sér fleiri viðfangsefni í íslenzku borga rlífi. -pje.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.