Morgunblaðið - 06.08.1975, Page 5

Morgunblaðið - 06.08.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1975 Sextugur: Einar Jónsson Einars stöðum, Reykjadal Þar sem ég gat ekki komið því við að taka í hönd Einars vinar míns I gær á 60 ára afmælisdegi hans, langar mig til að senda honum nokkrar línur I tilefni dagsins. Margir þekkja Einar á Einarsstöðum I Reykjadal og hafa leitað til hans I erfiðleikum sínum og hygg ég að flestum okkar ef ekki öllum hafi liðið betur eftir að hafa haft samband við hann. Einar er drengur góður I orðs- ins fyllstu merkingu. Hæglátur maður er hann og er ef til vill ekki allra við fyrstu sýn. En öllum liðsinnir hann eftir beztu getu. Það, sem Einari er gefið umfram flesta aðra, er sú náðargáfa að skyggnast lengra inn I hulins- heima en aðrir og vera þess megn- ugur að verða öðrum til blessunar með þvl starfi, sem honum er falið frá æðri máttarvöldum. Einar vinur minn er einstakur mannvinur, tekur öllum vel, skilur alla svo vel og kærleikur streymir frá honum til alls sem lifir, manna og málleysingja. Ekki þarf að segja Einari hvað amar að, hann skynjar hlutina á sinn hátt og það er alveg óþarfi að útskýra neitt. Veit ég að ófáir hafa Ieitað til hans sem hafa gef- ist upp af einhverjum ástæðum, og hann hefir gefið þeim trúna á lífið á nýjan leik og þeir geta séð framtlðina I bjartara Ijósi en áður, og þar með fært fjölda manns hamingju að nýju. Aldrei hefur Einar, svo ég viti til, talið eftir tíma né fyrirhöfn til hjálpar og er hann ósjaldan kom- inn án þess að beðinn væri, þar sem þörfin er mest I það skiptið. Ekki setur Einar neitt upp fyrir Vildi spara eyðu- blöð og skriftir RANNSÓKNARLÖGREGLAN fékk um helgina til yfirheyrslu tvo menn sem höfðu oröið ósáttir útaf ávfsanahefti. Mennirnir höfðu setið að drykkju á Óðali og annar þeirra slegið um sig, boðið á Ifnuna og borgað með ávfsun. Brátt skildu leiðir, eigandi heft- isins fór út með dömu undir arm- inn en hinn fór I Glæsibæ. Næst gerist það að eigandinn ákveður að bregða sér I Glæsibæ. Þegar hann kemur að dyrunum þar sér hann að dyraverðirnir eru með fyrrverandi félaga hans og ávís- anaheftið og 26.200 króna ávísun sem félaginn hafði reynt að leysa út. Var eigandi heftisins ekki ánægður með þetta og kærði fé- lagann. Gaf hann þá skýringu hjá lögreglunni, að hann hefði átt von á eigandanum I Glæsibæ og því tekið heftið og gefið út þessa háu ávlsun til að spara skriftir og eyðublöð við drykkjuna um kvöldið! Aðrir sögðu að maðurinn hefði verið svo drukkinn, að líklega hefði hann ekki haft rænu á að skrifa fleiri ávísanir. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SIMINN KR: 22480 þetta tlmafreka starf sitt, enda segist aðeins vera milliliður eða „brú milli heima“. Veit ég að fjöldi fólks vlða um land beinir þakklátum huga til hans. Mann- kærleikur og fórnfýsi er hans aðalsmerki og hans hógværa traustvekjandi framkoma nær til hjartna allra, sem til hans leita. Hann hefur ekki hátt, þarf þess ekki með, er lágróma og fas hans fágað, hlédrægur að eðlisfari en samt mannblendinn. Einar er glaður maður I vina- hópi, er hrókur alls fagnaðar og kann frá ýmsu skemmtilegu að segja. Og engin hætta er á þvl að fólkið verði syfjað næsta dag, þrátt fyrir rabb yfir kaffibolla langt fram á nótt. Nei, hann Einar sér um það. „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir", stendur þar. Einar dæmir engan, skilur breyskleika fólks og reynir að bæta úr eins og hægt er. Er það ekki að ganga á guðs vegum að eyða miklu af tíma sínum I að hjálpa náunganum og verða öllum til góðs? Er það ekki sannur mannkærleikur? Einar Jónsson er fæddur 5. ágúst 1915 að Einarsstöðum, Reykjadal, S.-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Þóru Sigfús- dóttur og Jóns Haraldssonar bónda þar og er einn af ellefu börnum þeirra hjóna. Einar Jónsson er bóndi ásamt systkinum slnum fleirum að Einarsstöðum og megum við vera því heimili öllu þakklát fyrir þann skilning sem það hefur sýnt Einari, þvl óneitanlega kem'ur það töluvert niður á heimilinu. Samt hefur allt blessast. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á hans elskulegu eigin- konu, Erlu, dóttur Björns Hall- dórssonar leturgrafara I Reykja- vík, og konu hans, né litlu dóttur- ina sem er hinn sanni sólargeisli á heimilinu. Erla stendur við hlið bónda síns á stóru heimili og gestakomur er ótrúlegar, en hún er vandanum vaxin og er mikil styrk og stoð manns sins. Okkur hér sunnan fjalla finnst nú stundum of breið vík sé milli vina, en fylgjan hans Einars lætur ekki á sér standa og er full að- gangshörð á stundum, en þá vitum við að Einar er annaðhvort að lenda á flugvellinum eða á annan hátt kominn til borgar- innar og það er alltaf gleðiefni. Einar minn. Við hjónin, tetlgda- foreldrar mínir og allt okkar skyldulið þakkar þér löng og góð kynni og óskar þér og þlnum allrar blessunar um ókomin ár. Mætti Island eignast fleiri þér líka. — Til hamingju með sext- ugsafmælið. Steinunn Sigurgeirsdóttir. og fáið það bezta VIÐ BJOÐUM 1. Ný litfilma innifalin í framköllunarverðinu 2. Stórar og fallegar litmyndir án hvítra kanta sem gefur 25% stærri myndflöt 3. Litmyndir unnar á 3 dögum í fullkomnustu Ijósmyndavinnustofu landsins og úr beztu fáanlegum hráefnum 4. Agfa Fuji Kodak Intercolor framköllun 5. Ef þér eruð ekki 100% ánægðir, endurvinnum við myndirnar eða endurgreiðum að fullu myndiðjan H ASTÞOR Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20 Akureyri Vestmannaeyjar Keflavík Neskaupstað Sauðárkrókur Akranes Stykkishólmur Seyðisfjörður Húsavík Landsins beztu kjör á framköllun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.