Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGÚST 1975 Portúgal: Var byltingin skrípa- leikur? Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur 0 M i* wjiof dftaÍKÍ* *oi Peftmwl OSECIILO A«*TA. WIRA ! dí a<.í«> r* >? Cezeans ie milhnrei de Irnbnlhndores manilestaraa o sea apoio oo MFfl . VASCO GONQALVES: 4 UÍDADE E AGORA MAIS CLARA QUE NUNCA> Presidentc Ja República, o Primeiro-Ministro e 0 ministrc do Trabalho usaram da p. >uem pode recear cjtie os trabalhadores se organizem sendo os que se opóetn aos trabalhad s iandona Governo t/tos ao MFA Constituinte 'tartidos da csquerda tm da sala Comelho de Ministros :Sr£ ".yáyly! NacionaUzadas íiTtI 1Petroquímica *»• * ~ l*A t» * e a Covina • Ör socitilistas }á m10 partiapanim ita reuniðo V 'Vitmd ittJprretiAetite nmn Forslða blaðsins O Seculo þegar Goncalves lýsti því yfir að samhug- ur þjóðarinnar hefði aldrei verið meiri. Daginn áður höfðu sósfal- istar farið úr stjórninni. Slfkar yfirlýsingar forsætisráðherrans vöktu mikla gremju meðal alls þorra manna. Ríkjandi ástand í Portúgal er í raun svo fáránlegt og óskiljanlegí að því verður ekki við neitt líkt. Stærstu flokkar landsins eru á- hrifalausari en enginn; helztu á- hrif byltingarinnar nú virðast vera þau að um allt land er fólk að missa atvinnu sína. Njósnir á næt- urþeli, handtökur, símhleranir; það er ekki jafnmikil frétt í því og erlend blöð vildu vera láta, þegar Carvalhlo lýsti því yfir að þrf- stirnið myndi ef til vill þurfa að grípa til harkalegra aðgerða. Þeim hefur verið beitt að undan- förnu. Straumur manna frá Ang- óla og Mosambík magnast. Fyrir þeim flaumi hefur ekki verið gert ráð í þjóðlffinu, enda hafast flest- ir þessara flóttamanna við f óhrjá- legum búðum fyrir utan Lissabon og þeirra bíður ekkert nema eymd og volæði því að þeir hafa fæstir að neinu að hverfa í Portú- gal. Fyrirlestrar um Marx og Lenin í stað fyrra námsefnis Ekki vantar digurbarkalegar yfirlýsingar; nú hefur verið til- kynnt að Portúgalar eigi til dæm- is að verða sjálfum sér nægir í matvælaframleiðslu. Þeir flytja inn megnið af öllum matvörum og enn hefur láðst að gera ráðstafan- ir til að auka framleiðni og fram- leiðslu. Svo að þar er langt í land. Eignir einstaklinga og fyrirtæki hafa verið þjóðnýtt. Þar stjórnar engin og starfsemi einkennist af öngþveiti ográðleysi. Starfsfólki hefur verið sagt að enginn megi drottna yfir öðrum né gefa fyrir- skipanir og þess vegna er hver höndin upp á móti annarri. Sum ■þessara fyrirtækja og verksmiðja eru komin í þrot. Yfirmönnunum og sérfræðingum hefur verið sagt upp, margir eru farnir úr landi. Þegar erfiðleikar steðja að, út- reikningar eru skakkir eða vél bilar, hefur stundum þurft að sækja dýra sérfræðinga til ann- arra landa. Skólarnir eru lamaðir. Kennarar og nemendur mæta þegar þeim þóknast. Þá flytja kennarar gjarnan fyrirlestra um Marx og Lenin. Það er fróðleikur út af fyrir sig, en kannski þyrfti að hafa fleira með. „Sá fræðilegi möguleiki er nú fyrir hendi að læknir geti útskrifast, sem aldrei hefur lesið bækur um læknis- fræði, hvað þá heldur búið um sár. Aftur á móti gæti hann þulið Marx aftur á bak.“ Þetta segir mér stuðninsmaður miðdemó- krata og ég er ekki fær um að dæma hvort hann tekur of djúpt í árinni. Að deila öllu með náunga sínum — það er lóðið Verðbólgan hefur magnazt og er nú um 30%. Vegna þess hve kaup hefur hækkað hefur verð á nauðsynjavörum rokið upp úr öllu valdi. „Við eigum það í vænd- um þegar kemur fram á haustið að fólk fari beinlínis að líða skort í stórum stfl, vegna þess að menn hafa ekki efni á að kaupa sér mat. Þó mega þeir þakka fyrir sem hafa vinnu. En með áframhald- andi samdrætti mun þeim fjölga gífurlega, sem ekkert hafa sér til framfæris og er þá nokkuð annað en voðinn vís?“ Þetta sögðu marg- ir í mín eyru og höfðu þungar áhyggjur af eins og eðlilegt er. Einn fullorðinn maður, sem ég hitti úti I Estoril sagðist hafa búið þar í tuttugu ár í þriggja her- bergja íbúð. Þau hjón væru svo vel sett að þau eiga ísskáp. Nú er ekki nóg með að tvær fjölskyldur séu fluttar inn til þeirra að skip- un MFA, „af því að nú eiga allir að eiga allt saman“, heldur hafa fjölskyldur f næsta nágrenni einnig afnot af ísskápnum hjón- anna. „Og ef ísskápurinn okkar bilar. Hvað geri ég þá, sagði ég við hermennina, sem báru mér þessi boð. Eiga nágrannar mínir að taka þátt í að greiða viðgerðina. En hvað heldurðu að svarið hafi verið. Þú ert auðvald. Þú átt ís- skáp og átt að deila honum með nágrönnum þínum, án þess að krefjast neins á móti.“ Svo fórn- aði hann þreytulega höndunum og sagði: „Ég vildi óska þess svo innilega að einhver málalok fengjust. Allt er betra en þetta ástand. öryggisleysi og hræðsla. Hver njósnar um annan. Hafi ein- hver átt þér grátt að gjalda fyrir tuttugu árum, þarf hann ekki annað en gera réttum aðilum við- vart og segja að hann viti að þú sért fasisti eða endurskoðunar- sinni. Þá ertu handtekinn og fjöl- skylda þín fréttir ekki af þér vik- um og kannski mánuðum saman. Kannski verðurðu skotinn. Allt sem kæmi f staðinn fyrir það sem nú er væri þó bærilegra. Þó svo það væri fullkomið og ódulbúið einræði. Ég er orðinri svo gamall að ég þoli ekki lengur að óttast hvert kvöld hvað morgundagur- inn ber f skauti sinu.“ Ferðamenn sjást ekki. Það eykur efnahagsvandann enn Undanfarin ár hefur Portúgal lagt á það mikið kapp að byggja upp ferðamannaaðstöðu og hefur orðið prýðilega ágengt. Þangað hafa flykkzt 'Bandarfkjamenn og Frakkar, Þjóðverjar og Hollend- ingar f stórum stíl, enda þótt ná- grannalandið Spánn standi þar enn miklu framar. Aðstaða fyrir ferðamenn er víða mjög góð og þjónusta og framkoma við ferða- menn er ijúf og þekkileg án þess að vera ærslafull eða smeðjuleg. Nú standa hótelin auð, ferða- mennirnir þora ekki að koma til landsins vegna hins ótrygga á- stands. Það er í sjálfu sér eðlilegt, enda þótt segja megi að venjuleg- ur ferðamaður sem aðeins ætlar sér að fá sól í kroppinn og vfn að dreypa á, ætti ekki að finna ýkja- mikið fyrir ólgunni. Stærsta hótel í Portúgal er Estoril Sol í Cascais. Þar er allt að fá sem hugurinn girnist, sundlaug, strönd, sauna böð, diskótek, bari og herlegan mat og spilavíti í næsta nágrenni, svo að eitthvað sé talið. Þetta hót- el rúmar rösklega tólf hundruð manns sé það fullsetið. Þegar ég dvaldist á þessum göfuga stað nú á dögunum munu gestir hafa ver- ið innan við fimmtíu og þjónar og starfslið tvímælalaust í meiri- hluta. Enda var það svo að maður hafði varla undan að borða vegna þess hve þjónarnir voru áfjáðir í að fá að gera eins og eitt handtak öðru hverju. Þó var þetta um aðal- ferðamannatfmann. Sömu sögu er að segja af öðrum gistihúsum. Ég hitti bandarfskan prófessor f sögu í þinghúsinu, þar sem hann var líka að hlusta og horfa á eins og ég. Hann bjó á hóteli úti í Estoril semalla jafna er fullsetið og meira en það á þessum tfma árs, nú var þar að slangra einn og einn ferða- maður. Hann sagði, mér að hann hefði ætlað að skrifa greinar frá Portúgal fyrir tímarit f Banda- rfkjunum. En hann sagðist hafa gefið það algerlega upp á bátinn. I fyrsta lagi breyttust málin frá degi til dags, og stundum oft á dag. I öðru lagi vissi hann ekki hverju hann ætti að trúa, sögur um framferði kommúnista væru stundum svo furðulegar, að það lægi við borð hann héldi þetta væri uppspuni. Og í þriðja lagi virtist sér afar erfitt að afla áreið- anlegra fregna af þvf sem gerðist, þar vísaði alltaf hver á annan og enginn vildi í raun og veru taka ábyrgð á neinu. Var byltingin skrípaleikur? Einn sólardaginn ákvað ég að bregða mér f sightseeing til Ses- imbra og Setúbal, þá ferð fara allir ferðamenn rétt eins og sjálf- sagt þykir að þeysa með útlend- inga til Hveragerðis og Gullfoss hér. Með mér f ferðinni var leið- sögukonan Maria og bílstjórinn. Önnur sæti voru auð. „Við förum samt“ sagði María snaggaraleg miðaldra kona, með háskólagráðu í ensku og frönsku. Hún hreytti út úr sér: „Ég fæ kaupið mitt mánaðarlega, svo að þetta skiptir engu. Við skulum bara láta þá háu herra finna fyrir þvf sem þeir hafa sjálfir komið af stað. Þeir eru búnir að þjóðnýta þ.etta fyrir- tæki eins og annað og þeir hræða alla í burtu.“ Hún hafði tekið með sér blaðið O Seculo og grýtti því illskulega frá sér, þegar hún hafði litið á forsíðuna. Þar var Goncalv- es að lýsa því yfir eina ferðina enn, að eining þjóðarinnar hefði aldrei verið meiri. „Ætli það séu ekki fleiri en ég sem álíta þennan mann annað hvort blindan og heyrnarlausan eða vitskertan,“ sagði hún. „Hver getur treyst svona manni? Liðleskju og komm- únista sem reynir að slá ryki í augu fólks og virðist ekki takast að blekkja neinn nema sjálfan sig og kannski Gomes, þann nytsama sakleysingja?“ Hún sagðist ekki vita hvernig þetta myndi enda. Það er raunar ekki von. Hver skyldi geta sagt um það. En sama máli gegndi með hana og alla aðra sem ég ræddi við að hræðslan við einræði kommúnista sem kynni að vera f vændum, var afar sterk. „Ég hefði svarið fyrir það 25. apríl í fyrra, að málin tækju þessa stefnu. Þá voru allir svo glaðir og hamingjusamir og allir virtust trúa því að nú fengi lýðræði að ríkja f Portúgal og við gætum orðið frjálsar manneskjur. Og hvernig má það vera að slfk þróun hefur orðið á svona stuttum tíma án þess að skynsamir stjórnmála- menn hafi nokkuð fengið að gert. Er þetta þá skipulagt erlendis frá, eða hvað? Var byltingin okkar bara skrípaleikur til að koma síð- an á því einræði sem öllu er verra og hver heilvita maður f Portúgal óttast meira en allt annað, sovézk- um kommúnisma?“ h.k. Sagt er að ágreiningur sé innan hersins. Iðulega hefur komið fyrir á útifundum PCP (kommúnista) að einkennisbúnir hermenn hafa mætt á fundina og látið f ljós háværa samstöðu með kommúnistum. Þessir hermenn voru friðsamir f meira lagi og sátu á krá og sungu og spiluðu. Við þinghúsið f Lissabon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.