Morgunblaðið - 06.08.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.08.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGUST 1975 11 Skyndisala á skóm Komiö strax og gerið góö kaup. Kvenskór — karlmannaskór — drengjaskór Næg bílastæði — Komið og skoðið — Aðeins 3 daga Skóverzlunin Framnesvegi 2 Attrœð: Bryngerður Frímannsdótt■ ir, Klaksvík, Fœreyjum Þórshöfn, þriðjudag 6. ágU5T7 " fDAG verður áttræð í Klaksvík í Færeyjum, frú Bryngerður Frí- mannsdóttir, sem búið hefur í Klaksvik rúmlega 50 ár. Hún ævi sjómaður á skútum og öðrum fiskiskipum frá Kjölbro i Klaks- vik. Láta mun nærri að afkomendur þessara íslenzku hjóna í Klaksvík séu ails um 100, það er að segja börn, barnabörn og barnabarna- börn, en þess má geta að hér i Færeyjum er sonur hennar, Fri- mann Baldvinsson, kunnur fyrir afskipti sin af íþróttamálum, en hann er formaður Iþróttafélags Klaksvikinga. Sennilega, en um það skal ekki fullyrt, eru þau, Gerða og Bald- vin, einu Islenzku hjónin, bæði eru Islendingar, — sem flytja bú- ferlum á skútuöldinni frá Islandi og setjast að fyrir fullt og allt I Færeyjum, en sem fyrr segir hef- ur hún búið í Klaksvík, og annars staðar ekki, siðan árið 1921. Þó er Gerða ekki aldursforseti íslend- inga búsettra I Klaksvik, því að þar býr önnur kona af fær.-isl. foreldri, sem fyrir skömmu varð áttræð, og hér í Hafn, eins og Þórshafnarbúar kalla Þórshöfn,' er Joan, gamall verkamaður, sem mun hafa heitið Jón er hann kom hingað, kominn töluvert fram á níræðisaldur. Afmælisdaginn ætlar Bryngerð- ur að halda upp á i dag í litla bárujárnhúsi sínu, gulu með rauðum gluggum, — en eftir að fjölskyldan er þar saman komin, flytjum við okkur yfir til Fri- manns sonar mins, — sagði gamla konan, og þar verður vonandi af- mæliskaffið drukkið, þegar ætt- ingjar og vinir úr bænum eru allir komnir, en meðan við sátum frammi í eldhúsi og drukkum kaffi var ein tengdadætranna, þegar byrjuð að undirbúa afmæli tengdamömmu og var á kafi i bakstri, smákokutegundunum fjþlgaði óðum og ilmurinn fyllti húsið. — sv.þ. fluttist þangað með eiginmanni sinum, Baldvini Sigurbjörnssyni frá Húsavík, nokkrum árum eftir að þau gengu i hjónaband og byrj- uðu búskap á Húsavík. Sjálf er Bryngerður eða Gerða eins og hún heitir i Klaksvík fædd norður I Grimsey 6. ágúst 1895. Þegar hún fór frá tslandi fóru með henni tvö ung börn þeirra hjóna. Þeim hjónum varð 10 barna auðið en auk þess tóku þau tvö börn i fóstur, sem ólust upp hjá þeim. Þau misstu tvö barna sinna, annað skömmu eftir fæðingu, en hitt, ungan son, sem var i blóma lífs sins, er hann lézt af slysförum frá konu og tveimur börnum. Tvö börn Bryngerðar eru búsett á Is- landi, á Húsavík býr Vfkingur sonur hennar og í Ytri-Njarðvík er Sigmundur, sem kominn er til Klaksvikur til að vera við- staddur afmæli móður sinnar. Gerða á fjölda ættingja heima á Islandi. En eins og hún segir sjálf eru þeir dreifðir um land allt norðan úr Grímsey og suður á Suðurnes og eina dóttur á hún búsetta í Bandaríkjunum. Á öllu þessu fólki kann hún bersýni- lega mjög góð skil. Gamla kon- an, sem ég heimsótti fyrir nokkr- um dögum, er ség kom við í Klakksvik ber aldurinn mjög vel, er bráðern og kann frá mörgu að segja frá ævidögum sínum heima í Grímsey fram til 11 ára aldurs og því, sem á daga hennar hefur drifið hér I Færeyjum. Baldvin maður henn- ar var i áhöfn þeirri, sem á sinum tíma sigldi frá Reykjavík til Þórs- hafnar Kutter Sigurfara, sem nú stendur og skal standa sem minnisvarði um skútuöldina á Islandi. Mann sinn missti Gerða árið 1966, en hann var nær alla sína Utgerðarmenn Sjaldan er ein báran stök. Kaupið strax - kaupið ódýrt, úrvals japönsku þorskanetin frá Nichimo, til afgreiðslu strax af lager í Reykjavík, á hinu ótrúlega lága Nichimo verði. Hafið samband við umboðsmenn okkar á íslandi áður en þiö festið ykkur aftur í netum frá öðrum. Umboðsmenn NICHIMO KRISTJANO. SKAGFJÖRÐ Sími 24120 Útgerðarmenn og sjómenn eru manna dómbærastir á net. Þeir leggja aðeins bestu net fyrir fiskinn. Þess vegna þýðir ekkert annað fyrir okkur en að leggja það besta og hagstæðasta fyrir þá. ium viö net fynr utgerðarmenn EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.