Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 Borgarfulltrúi Alþýðuflokks: Hvatti til lóðaúthlut- unar til Breiðholts hf. - án auglýsingar A FORSÍÐU Alþýðublaðsins í gær er vikið að frásögn í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins, þess efnis að borgarfulltrúi Alþýðuflokksins hafi lagt til að Sr. Páll Pálsson var kosinn lög- mætri kösningu í GÆR voru talin atkvæði í prestskosningu sem fram fór 1 Bergþórshvolsprcstakalli í Rangárvallaprófastdæmi s.l. sunnudag. Fór talningin fram á skrifstofu biskups. Á kjörskrá voru 210, þar af greiddu 146 atkvæði. Umsækjandi, sem var einn í kjöri, sr. Páll Páisson, Reykjavík, hlaut 144 atkvæði, einn seðill var auður og einn ógildur. Kosningin er lögmæt. Breiðholti h.f. yrði úthlutað bygg- ingarlóð án þess að hún væri fyrst auglýst. Ilann segir orðrétt: „Ég fæ hins vegar ekki séð að hægt sé að leggja að jöfnu þá tillögu mína og ráðstöfun borgarstjórnarmeiri- hlutans á lóðinni til Armannsfellk án auglýsingar. Annarsvegar er um að ræða einkafyrirtæki, scm byggir og selur væntanlega til þess að skapa sér ágóða. Ilins vegar er byggingasamvinnufélag, sem tckur að sér að byggja fyrir félagsmenn sína. . Af þessu tilefni er rétt að birta eftirfarandi kafla úr ræðu Björg- vins Guðmundssonar um lóðaút- hlulun (án auglýsingar) til Breiðholts hf. á fundi borgar- stjörnar 15. maí sl.: ,,Þá vil ég benda á aðra lóð, sem unnt er að úthluta nú þcgar, án mikils tilkostnaðar, en það er lóðin Krummahólar 8 í Breiðholti III. Stærsta byggingarfyrirtæki borgarinnar, Breiðholt hf., sem hefur 300 manns í þjónustu sinni leitaði cftir þessari lóð á sl. ári. . . Þegar rætt var um lóð þessa f borgarráði var ekki talið unnt að úthluta henni, nema gert væri nokkuð kostnaðarsamt bráða- birgðaræsi, en nú er hinsvegar komið í ljós, að unnt er að gera lóðina byggingarhæfa á mun ódýrari hátt. Það á því ekkcrt að vera til fyrirstöðu að úthluta lóð- inni. Tel ég eðlilegt að sá bygg- ingaraðili, er á sínum tíma fékk vilyrði fyrir lóðinni fái henni þegar úthlutað. Verði það gert, getur hann hafið framkvæmdir þegar í stað.“ Bjarnveig Bjarnadóttir: Kjarvalsstaðir og sjónvarpsviðtal VEGNA viðtals við mig í frétta- þætti sjónvarpsins 16. þ.m. um væntanlega heiðurssýningu á listaverkagjöf Asgríms Jóns- sonar, á aldarafmæli hans 4. marz á næsta ári, vil ég taka þetta fram: Það hefir verið álit mitt frá upphafi deilunnar milli lista- manna og borgarinnar vegna Kjarvalsstaða, að hún hlyti að leysast á þessu ári. Við það hafa allar ákvarðanir mínar og um- mæli miðast vegna væntan- legrar Ásgrímssýningar. Mér hefur fundizt það óhugs- andi ömurleiki að þetta mikla og dýra hús yrði ekki notað eins og til var ætlazt í upphafi. Mér er líka kunnugt um það, að óformlegar umræður milli deiluaðila hafa átt sér stað, og hljóta þær umræður að beinast í þá átt að lausn megi finnast á þessu viðkvæma máli nú þegar, svo að allir megi vel við una. En eitt er vist, að friður verður að ríkja í kringum heiðurssýningu Ásgríms. Ef út- lit verður þannig að svo muni ekki verða, hlýtur að vera betra að aflýsa sýningunni. En sú ákvörðun yrði hryggileg. Else Nordahl ásamt aðstoðarfólki sfnu f grunninum við Suðurgötu f g*r. Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. Ingólfur Arnarson hefði getað búið hér Fornleifauppgrefti þeim, sem staðið hefur yfir í Reykja- vfk s.l. 5 sumur, lýkur í dag. Uppgreftrinum hefur stjórnað sænski fornleifafræðingurinn Else Nordahl og sagði hún þegar Morgunblaðið ræddi við hana, þar sem hún var að ljúka uppgrefti á horni Vonarstrætis og Suðurgötu, að árangurinn hefði orðið góður. Það hefur ugglaust verið stór bær hér á landnámsöld, en þvf miður höf- um við ekki getað grafið hann allan upp, þar sem fjöldi húsa stendur yfir bæjarrústunum. Og Ingólfur Arnarson eða ein- hver annar hefur þvf getað bú- ið á svæðinu kringum Aðal- stræti, sagði Else. Else sagði, að lengstur tími Framhald á bls. 35 Loðnuskipin búin að físka fvrir 72 milli. —ÞAÐ verður engin hætta á því, að Norglobal þurfi að hætta að taka á móti loðnu frá íslenzku og færeysku skipunum f Barents- hafi, og það getur liðið langur tínii þar til málshöfðunin gegn okkur og áfrýjanir hafa farið í gegnum öll dómsstig hér í Noregi, sagði Jan Brandt Fossbakk, fram- kvæmdastjóri Norglobals, f sam- tali við Morgunblaðið f gær. Fossbakk sagði, að loðnu- veiðarnar i Barentshafi hefðu gengið frekar treglega hjá skip- unum síðustu daga, en í fyrradag hefðu þau öll fengið góða veiði og mun fallegri loðnu en síðustu vikuna. Eru skipin nú stödd á 78° n. br. og 30° a. lgd. fslenzku skip- in þrjú, Börkur, Guðmundur og Sigurður, voru búin að fá 21.804 tonn þann 16. september að verð- mæti samtals um 72 millj. kr. Guðmundur var aflahæstur sem fyrr með 7193 lestir, þá kom Börk- ur með 7047 lestir og Sigurður með 6537 lestir. Krúnborg frá Þórshöfn er hins vegar hæst skip- anna með 8079 lestir. Fossbakk hafði það eftir Johannessen skipstjóra á Nor- global að áhafnir skipanna hefðu það gott, og að engin óhöpp hefðu orðið. „Verðum að auka flugflotann” „Betri nýting, auknar bókanir,” segir •• Om O. Johnson forstjóri Flugleiða „t meginatriðum varðandi far- þegaflutninga á þessu ári, þá hafa flutningar orðið heldur meiri en við höfðum spáð og þar af leið- andi gengur rcksturinn að sumu leyti betur en við þorðum að vona,“ sagði Örn O. Johnson for- stjóri Flugleiða í samtali við Morgunhlaðið í gær um rekstur félagsins. „Allt flug“, hélt Örn áfram „er nú á viðkvæmu stigi í heiminum, það er hægfara þróun ef ekki samdráttur." „Hvernig kemur nýting véla út hjá ykkur á árinu?" „Hún kemur vel út á þessu ári. Við erum með einni flugvél færra á Atlantshafsleiðinni en 1974 og ferðafjöldi er líka heldur minni yfir hafið. Farþegafjöldinn á þessari leið er þó ekki nema 2% minni fyrstu 8 mánuði ársins nú miðað við sama tíma í fyrra, en nú er hann 181 þús. farþegar á móti 185 þús. 1974. Hleðslunýtingin er því mun betri. Á leiðum milli íslands og annarra Ianda Evrópu er um 6% færri farþega að ræða á fyrstu 8 mánuðum ársins miðað við sama tíma 74, eða 92 þús. farþegar á móti 98 þúsundum á sama tíma í fyrra, en ferðafjöldi á þessum leiðum er svipaður og sl. ár. I innanlandsflugi hafa verið fluttir 150 þús. farþegar, fyrstu 8 mán. en í fyrra voru þeir á sama tima 146500, svo þar er um 2,2% aukningu að ræða. Flutningarnir eru sem sagt heldur meiri en okkar áætlanir gerðu ráð fyrir. Við gerðum ráð fyrir talsvert meiri fækkun í utanlandsfluginu og talsvert meiri aukningu í innanlandsfluginu, en hins vegar kom júnimánuður mjög illa út bæði varðandi utanlands- og inn- anlandsflug vegna verkfalls- skrekks. Á innanlandsleiðum erum við nú með 5 Fokkera sem að auki fljúga á Færeyjar og Grænland. Á Skandinaviu eru aðallega Boeing- þoturnar tvær og yfir Atlants- hafið eru 3 DC 8 þotur.“ „Hvernig eru bókanir nú í haust miðað við s.l. haust?" „Þær eru heldur betri á öllum leiðum. Hins vegar er erfitt að tala um bókanir á Norðurlanda- leiðunum yfir vetrartímann, því íslendingar láta ekki bóka sig með neinum fyrirvara. Þeir vilja ganga um borð í vélarnar eins og strætó og svo ef ekki eru til sæti þá bölva þeir þessari lélegu þjónustu. Þessu er allt öðruvísi farið á Atlantshafsleiðinni, þar Framhald á bls. 35 Guðbjartsson: Engri samþykkt beint gegn launþegum Heiftarleg árás á verkalýðshreyfinguna I YFIRLVSINGU sem Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, sendir frá sér í nafni stjórnar sani- bandsins, segir m.a. að engri samþykkt nýafstaðins Sléttar- sambandsfundar hafi verið beint gegn hagsmunum laun- þegty en yfirlýsing Gunnars er svar við ályktunum, sem Verka- mannasamband Islands og Landssamand iðnverkafólks hafa látið frá sér fara og þar sem mótmælt er ályktun aðal- fundar Stéttarsambandsins og henni lýst sem „ósmekklegri“, „gikkslegri“ o.s.frv. Björn Jónsson forseti ASÍ sagði um þetta mál í gær, að þeim, er lásu áramótagrein formanns Stéttarsambandsins „væri nú Ijóst, að sá ylli einhverju sem upphafinu ylli, þvf að heiftar- legri árás á vcrkalýðshreyfing- una held ég að hafi ekki komið frá nokkrum manni um langt árabil.“ Yfirlýsing Gunnars Guð- bjartssonar formanns stjórnar Stéttarsambands bænda, sem Mbl. barst í gær, er svohljóð- andi: „Vegna samþykkta stjórna Verkamahnasambands Islands og Landssambands iðnverka- fólks og þeirra umræðna sem orðið hafa í fjölmiðlum um samþykktir síðasta aðalfundar Stétlarsambands bænda, vill stjórn þess taka þetta fram: Engri samþykkt Stéttarsam- bandsfundarins var beint gegn Björn Jónsson hagsmunum Iaunþega. Verðlag landbúnaðarvara er ákveðið samkvæmt sérstökum lögum af nefnd þeirri, sem kölluð er Sex- manna-nefnd. Bændasamtökin og ákveðin launþegasamtök hafa rétt til að skipa sína þrjá mennina hvor í þessa nefnd. Undanfarin ár hefur oftast orðið fullt samkomulag 1 Sex- manna-nefnd um verð- lagninguna og svo var einnig Gunnar Guðbjartsson nú í haust. Stéttarsamband bænda gerir ekki kröfu til að réttur neytenda til þátttöku í verðlagningunni sé skertur. Samkvæmt núgildandi lögum skal verðlagning búvara við það miðuð, að bændur fái sambæri- leg laun við verkamenn og iðn- aðarmenn. Uppi hafa verið ákveðnar kröfur um það, að bændur yrðu sviptir þessum Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.