Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 Hanðknattleiksvertíðin að hefjast FLEIRI kcppendur en nokkru sinni fyrr verða í Reykjavíkur- mótinu 1 handknattleik, sem hefsí n.k. laugardag. Verða keppendur samtals um 1300, og munar þar mestu um að nú bætist við nýr keppnisflokkur, 5. flokkur karla, og eins að hið unga Breiðholtsfélag Leiknir sendir nú keppnislið í alla flokka i mótinu. Eins og jafnan áður mun aðal- athyglin beinast að keppni í meistaraflokki karla, en í honum taka þátt 9 lið. Keppa þau í tveimur riðlum. í A-riðli leika 1. deildar félögin: Fram og Ármann, og 2. deildar félögin: ÍR, KR og Leiknir. 1 B-riðli leika svo 1. deildar félögin Valur, Víkingur og Þróttur og 2. deildar lið Fylkis. Liðunum var raðað í riðlana eftir stöðu sinni í mótinu í fyrra, þannig að lið sem voru þá nr. 1,3,5 og 7 verða í A-riðli, en í B- riðlinum leika lið sem urðu nr. 2, 4, 6 og 8 í mótinu í fyrra. Leiknir sendir nú í fyrsta sinn lið í meistaraflokk karla og var dregið um það í hvorum riðlinum liðið léki. Keppni í öðrum flokkum hefst svo 5. október og verður leikið í tveimur húsum, hinu nýja íþrótta- húsi við Hagaskólann og i Laugar- dalshöllinni. Siðasti Ieikdagur mótsins verður 13. desember. Sem fyrr greinir verður fyrsti leikdagur mótsins n.k. laugar- dagur. Þá leika i meistaraflokki Kristinn með Fram NÝLIÐARNIR I 1 deild.Fram.hafa nú hafið æfingar af fullum krafti staðráðnir I þvl að berjast af alefli fyrir veru sinni I deildinni. Þegar við ræddum við Jónas Ketilsson form. Körfuknattleiks- deildar Fram á dögunum tjáði hann okkur. að Kristinn Jörunds- son yrði áfram þjálfari liðsins. En með Kristni verður maður, sem hefur mikla reynslu að baki sem þjálfari, enginn annar en Helgi Jóhannsson, sem þjálfar nú á ný eftir nokkurra ára hlé. Helgi var fengi þjálfari ÍR hér fyrr á árum og þjálfaði auk þess landsliðið lengur en nokkur annar. Það er þvl óhætt að segja að Framarar verða með góða menn við stjórn- ina hjá sér I vetur. gk karla fyrst Fram og KR og síðan Þróttur og Fylkir, hefst fyrri leikurinn kl. 15.30 og seinni leikurinn kl. 16.45. Leikdagar í mótinu verða síðan sem hér segir: Sunnudagur 21. september: Kl. 14.00: ÍR — Ármann Kl. 15.15: Víkingur — Fylkir Sunnudagur 21. september: Kl. 19.00: Fram — Leiknir KI. 20.15: Valur — Þróttur Þriðjudagur 23. september: Kl. 20.15: KR — Leiknir Kl. 21.30: Valur — Fylkir Miðvikudagur 24. scptember: Kl. 20.15: Fram — Ir Kl. 21.30: Valur — Víkingur Sunnudagur 28. september: Kl. 19.00: Fram — Ármann Kl. 20.15: Víkingur — Þróttur Miðvikudagur 1. október: Kl. 20.15: Ármann — Leiknir Kl. 21.30: ÍR — KR Sunnudagur 5. október: Kl. 19.00: IR — Leiknir KI. 20.15: Ármann — KR Þriðjudagur 7. október: KI. 20.15: Leikið um 7. — 8. sætið KI. 21.30: Leikið um 3. — 4. sætið Miðvikudagur 8. október: Kl. 20.15: Leikið um 5. — 6. sætið Kl. 21.30: Leikið um 1. —2. sætið. H S K - leikmennirnir dreifa sér á félögin ÞRlR leikmenn sem léku með HSK I 1. deild á s.l. keppnistlmabili hafa nú tilkynnt félagaskipti. Sem kunnugt er féll HSK niður I 2. deild, og var þá ákveðið innan félagsins að tefla ekki lengur fram einu liði á vegum HSK, heldur fleiri liðum frá aðildarfélögum héraðssambandsins. Breiðablik tekur þvl sæti HSK I 2. deild en lið Selfoss og UMF Laugdæla leika bæði I 3. deild. Þeir leikmenn sem hafa tilkynnt félagaskipti eru: Stefán Hallgrlmsson til jS, en með þvl liði lék hann áður fyrr, Gunnar Jóakimsson miðherjinn, fer til KR, og Þröstur Guðmundsson, sem fer til Vals. Som vl sá det mod skotterne fornyllgt, kan ^ vores bedste flandshold give hvem som helst ' kamp. Især nár det bliver sammenspillet. Men vi har for ofte máttet undvære de bed- ste. Hvordan man fár dem med, kan vi lære af Sverige — og navnlig af Island. ** k'nad Lundberg triunrif til I re***-'- Nýr tónn í skrifum danskra blaöa um íslenzka knattspymu „VIÐ getum vfst eignast bctra landslið. Svfþjóð og tsland hafa sýnt okkur hvernig við eigum að fara að því.“ Þannig hljóðar fyrirsögn í danska dagblaðinu „Aktuelt" s.l. laugardag, og er í grein þessari mikið fjallað um íslenzka knatt- spyrnu. Segir þar m.a.: Ekkert knattspyrnulandslið í Evrópu hefur komið eins á óvart á siðasta ári og hið íslenska. Við veittum því athygli of seint hversu sterkt íslenzka landsliðið er. Við mættum því í Álaborg, þegar það var u.þ.b. að ná hinum frábæra árangri sínum. Við vorum heppnir að vinna nauman sigur, og þá héldum við að við hefðum leikið illa. En nokkrum dögum siðar gerði hið íslenzka landslið jafntefli við A-Þýzkaland á útivelli. Síðan hefur íslenzka landsliðið unnið hvert afrekið öðru betra, og er þar sízt of sterkt til orða tekið. Það virðist vera orðin regla hjá íslenzka Iandsliðinu að tapa að- eins með einu marki eða gera jafntefli í landsleikjum sínum og hafa þeir þó keppt við beztu Iandslið Evrópu. Og það sem meira er: Þarna hefur verið um að ræða mjög þýð- ingarmikla leiki, m.a. f Evrópu- bikarkeppni landsliða. Slíkt er stórkostlegt að þjóð sem er með svipaða íbúatölu og Árósar skuli geta látið um sig muna á móti hinum „stóru“ Evrópuþjóðum í knattspyrnunni. Síðasta afrek Islendinganna var ieikur þeirra í Moskvu fyrir nokkrum dögum. Sá leikur var liður í Olympíukeppninni og Is- lendingar töpuðu aðeins með einu marki. Það var einmitt í þessari keppni sem Rúmenarnir rasskelltu okkur. Bara úrslitin í þessum leik eru stórmerkileg. Það er að vísu sennilegt að Sovétmenn hafi ekki verið með sitt A-landslið í leikn- um, þar sem Dynamo Kijev var á Knapp fær tvö tilboð að utan TONY Knapp landsliðsþjálfari f knattspyrnu skrapp í tveggja daga Evrópuferð um sfðustu helgi. Þegar Morgunblaðið innti Knapp eftir erindinu vildi hann sem minnst láta eftir sér hafa, en kvaðst þó hafa verið að kanna betur tvö þjálfaratilboð sem sér hefðu borizt frá Evrópuliðum. „Þessi tilboð fékk ég vegna góðrar frammistöðu íslenzka landsliðsins undir minni stjórn," sagði Knapp. Hann sagði að ekkert væri ákveðið hvar hann yrði næst þjálfari, og þegar hann var spurður um þjálfarastörf hjá íslenzkum liðum svaraði hann þvf til, að hann Jiefði ekkert tilboð fengið frá íslenzku liði ennþá. Norðurlandamót sama tíma að sigra Bayern Miinchen á útivelli, 1—0. En Sovétmenn eru alla vega mjög sterkir. Kijev sem hefur verið teflt fram sem A-landsliði þeirra, er ekki svo frammúrskarandi í Sovétríkjunum eins og liðið er í Evrópubikarkeppni landsliða og í bikarkeppni félagsliða. Og víst er að Sovétmenn hafa ekki gleymt því að þessi leikur var liður í Olympíukeppninni. Þeir notuðu beztu atvinnumenn sfna, meðan Islendingar urðu að vera án atvinnumanna sinna, sem hafa þó mikið að segja fyrir lands- lið þeirra. Islendingar hafa staðið sig miklu betur en Danir í ár. Það hafa Sviar einnig gert, en við erum ekkert undrandi á þvf. Það gera þeir oftast. En Svíar hafa haft vit á því að hafa beztu menn sína með í áríð- andi leikjum. Þegar við töpuðum fyrir Skotum á heimavelli sigruðu Svfar Irland á útivelli. En Sviarnir eiga, eins og Islend- ingar, mjög samstillt landslið. Þeir hafa atvinnumenn sína með, þeir fá leyfi hjá liðum sínum, þegar sænska knattspyrnusam- bandið vill nota þá. Sá fyrirvari er í samningum þeirra, að þeir skuli fá leyfi þegar Svíþjóð á að leika landsleiki, og hinn sama fyrirvara hafa Islendingar einnig sett. Þetta ér meira en hægt er að Framhald á bls. 35 FII stúlkurnar á Italfu. Fremrl röð frá vlnstri: Gyða (Jlfarsdðttir, Guðrún Júlfusdðttlr, Margrðt Brandsdóttir, Anna Lfsa Sigurðardóttir, Sædis Arndal og Erna Flygenring. Aftari röð: Guðrún II. Guðmundsdóttir, Frla Aradóttir, Guðlaug E. Kristinsdóttir, fararstjóri, Kristjana Aradóttir, Sigrún SJgurðardóttir, Sigfrfður Sigurgeirsdóttir, Svanhvft Magnús- dóttir, Katrfn Danivalsdóttir og Helgi Ragnarsson, þjálfari. JAFNTEFLIHJÁ Islandsmet í maraþonhlaupi Högni Óskarsson hlaupari úr KR setti nýlega nýtt íslenzkt met í maraþonhlaupi. Illjóp hann vegalengdina, 42.195 km, á 3:15,17,0 klst. og bætti metið, sem Jón Guðlaugsson, HSK, átti, um rösklega hálfa klukkustund, en það var 3:51,03 klst. Högni setti met sitt f Bandarfkjunum, en þar dvelur hann nú við framhalds- nám f læknisfræði. Fyrirhugar hann að taka þátt f fleiri hlaupum á næstunni, og telur sig eiga góða möguleika á að bæta hið nýja met sitt. unglinga í sundi haldið í Reykjavík Á sundþingi Norðurlanda sem haldið var f Turku í Finnlandi dagana 22.-24. ágúst s.l. var sam- þykkt að næsta unglingameistara- mót Norðurlanda í sundi færi fram hérlendis dagana 9.—11. júlí á næsta ári. Nokkur andstaða var við að halda mótið hér á landi þar sem hér er engin aðstaða fyrir éina keppnisgreinina, dýfingar, en að lokum var ákveðið að sá hluti mótsins færi fram í Noregi um sömu helgi og aðalhlutinn fer •fram í Reykjavík. FH-STÚLKUNUM ISLANDSMEISTARAR FH í kvennaknattspyrnu eru nú í keppnis- ferð á ítalíu og léku þær sinn fyrsta leik þar s.l. laugardag. Mættu FH-stúlkurnar þá ACF Podenone, Iiði frá Lignano, sem varð meistari 2. deildar á síðasta keppnistímabili. Lauk leiknum með jafntefli, 0—0, og koma þau úrslit verulega á óvart, þar sem kvennaknattspyrna er mjög vinsæl á Italíu og mikið stunduð. Eru meira að segja komin þar atvinnulið. FH-stúlkurnar voru betri í leiknum og áttu fleiri hættuleg mark- tækifæri en ítölsku stúlkurnar. Bezt FH-stúlknanna í leiknum var Kristjana Aradóttir. FH-stúlkunum hefur verið tekið mjög vel á Italíu og hafa blöð þarlendis fjallað töluvert um komu þeirra og eins hafa þær komið fram í sjónvarpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.