Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 Minning: Svanur Sigurðsson frá Breiðdalsvík Fæddur 17. september 1929 Dáinn ll.september 1975 1 dag verður til moldar borinn að Heydölum, Svanur Sigurðsson framkvæmdastjóri Hellubæ. Hann var sonur hjónanna Jó- hönnu Þorbjargar Sigurðardóttur og Sigurðar Jónssonar bónda á + Móðir okkar, GRÓA JÓNASDÓTTIR frá Hli8, Bergstaðastræti 26 B, lézt í Landspítalanum 17 þ.m Bömin. Bróðir okkar og mágur KRISTINN L. OTTÓSSON fyrrv. útgerðarmaður í Grimsby er látinn og hefur jarðaförin farið fram Margrét Ottósdóttir Jafet Ottósson Fjóla Gisladóttir Steinunn Nielsen Alfred Nielsson Henny Ottósson + Útför móður okkar, ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Fjólugötu 3, Reykjavik, fer fram frá Dómkirkjunni, laugardaginn 20. sept kl 1 0 30 Sigrún Óskarsdóttir, Arnbjörn Óskarsson, Málfriður Möller, Doróthea Óskarsdóttir, Axel Ó. Lárusson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar og systur okkar, ÁSU KRISTJÁNSDÓTTUR, Viðimel 46, Reykjavik. Dagný Jónsdóttir og systkini hinnar látnu. + Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför DAGS JÓNASSONAR, Litlagerði 10. Reykjavik. Anna Friðriksdóttir Marta Dagsdóttir, Jón Dagsson, Friðrik Dagsson, Jón Ásbergsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar og systur, GUÐNÝJAR, er lézt í Barnadeild Hringsins, þann 5 sept sl Edda Garðarsdóttir, Jón Waage, Garðar Berg Waage, + Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR EYJÓLFSSONAR Þvottá Aðstandendur. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar ÓLAFSKJARTANSSONAR, bréfbera, Faxabraut 1, Keflavik, Kjartan Ólason, Sigtryggur Kjartansson, Maria Kjartansdóttir, Jón Kjartansson, Lúðvík Kjartansson og aðrir ættingjar. Ósi I Breiðdal, fæddur þar og upp- alinn. Var hann næst yngstur sjö systkina. Svanur ólst upp bæði við land- bú og sjósókn, en faðir hans stundaði töluvert sjó með bú- skapnum. Þar hafa Svani runnið i tnerg og blóð þau áhrif, er mótuðu ævistarf hans. Það hefur reynst hollt veganesti og gæfurikt og á við langar skólagöngur með marg- vislegu pappírsvafstri. Snemma beindist þó hugurinn að sjónum eingöngu og 16 ára gamall heldur hann á sína fyrstu vertíð til Sandgerðis. En svo var sjómennskan honum í blóð borin, að tæplega 18 ára gamall hóf hann útgerð með bróður sínum og fleirum. Keyptu þeir 14 lesta bát er Vinur hét og var Svanur þar formaður. Eins og allir vita, er sjósókn við Islandsstrendur, og var ekki síður er skipin voru minni og ver búin, viðsjál. Kom því strax í ljós, að Svanur var sjómaður og stjórnari góður, enda átti hann það ekki langt að sækja, þar eð Sigurður, faðir hans þótti fbragðs sjómaður. Kannski hafa sjómannshæfi- leikar Svans aldrei betur kom- ið fram en er þeir skipverjar á Vini lentu í vélarbilun og hrakningum út af og i Berufirði snemma vetrar 1948. Þá brást honum ekki kjarkur né úrræði, þótt ungur væri. Eru þeir atburð- ir fólki enn í fersku minni. Frá- sögn af atburði þessum er i bók- inni Þrautgóðir á raunastund IV. bindi. Veturinn 1947 lauk Svanur vél- stjóranámskeiði hjá Fiskifélagi íslands og árið síðar hóf hann nám í Stýrimannaskólanum og lauk fiskimannaprófi vorið 1950. En útþráin blundaði i Svani, sem fleiri ungum Islendingum frá fyrstu tíð. Lauk hann því far- mannaprófi vorið 1951 og réðst siðan til skipadeildar S.l.S. Starfaði hann sem stýrimaður og siðar skipstjóri á skipum Sam- bandsins til ársins 1959. Á þeim árum ailgdi hann til margra ó- likra landa, m.a. var hann í Suður- Amerikusiglingum stanslaust um 7 mánaða skeið á Jökulfellinu. Fer ekkert á milli mála, að far- mennskan gerði Svan víðsýnan á mörgum sviðum atvinnulífsins, sem síðar kom honum í góðar þarfir. Sagt er að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.“ Haustið 1959, en þá var Svanur heimilisfastur í Reykjavík og átti þar ibúð, ákvað hann að flytja austur á Breiðdalsvík og hefja þaðan sjósókn á ný. Þarf ekki að fjölyrða um það, að þeir sem til þekktu, töldu þetta algert gönu- skeið og glæfraspil. Að hætta ör- uggu starfi hjá skipadeild S.I.S. og setjast að á hjara veraldar, þar sem bjuggu um 80 manns í frum- stæðu plássi var tæpast eðlilegt. En Svanur var ákveðinn og þar með hófst raunar siðasti kapituli lifsstarfs hans. Þar reisti hann heimili, Hellubæ, og þar andaðist hann svo undarlega snemma, að mati okkar samferðarmannanna, 45 ára að aldri. Er Svanur kom austur, tók hann við skipsstjórn á m.b. Hafn- arey SU 110, en báturinn var í eigu Hraðfrystihúss Breiðdæl- inga. Var Svanur með hann í tvö ár. En veturirin 1961 stofnar hann hlutafélagið Braga, kaupir gaml- an 90 lesta bát og hefur þar með útgerð. Með þann bát Braga SU 210 er hann til haustins 1963. Árið 1962 gekkst Svanur fyrir því, sem stjórnarformaður Hrað- frystihúss Breiðdælinga, en þvi starfi gegndi hann til dauðadags, ásamt Pétri bróður sinum, sem er framkvæmdastjóri þess fyrir- tækis, að láta byggja fyrir það + Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, ELSUBJARNADÓTTUR, Hvammstanga, Fyrir hönd vandamanna Richard Guðmundsson. nýtt 190 lesta stálskip í Noregi. Og haustið 1963 hljóp það af stokkunum og hlaut nafnið Sig- urður Jónsson SU 150, en það var föðurnafn þeirra bræðra. Var Svanur með þann bát í 4 ár og aflaði vel. Reyndist báturinn mesta happaskip í alla staði. Vorið 1967 fær Svanur svo nýtt skip fyrir sitt fyrirtæki. Það var tæplega 200 lestir, smiðað hjá Stálvík h.f. og hlaut nafnið Hafdis SU 24. Jafnframt þeim bátakaup- um hóf Svanur saltfiskverkun, fyrst með blautfisk en siðan einn- ig fiskþurrkun. Er þessi starfsemi nú í tveim nýlegum húsum og er þar tækjakostur góður. I ársbyrjun 1972 gekkst Svanur fyrir stofnun hlutafélagsins Hval- baks. Var það sett á laggirnar í sambandi við kaup skuttogara. Voru hluthafar bæði af Breiðdals- vík og Stöðvarfirði. I því sam- bandi fór Svanur út til Japar. að ganga frá þéim málum og mátti segja, að allt vafstur, sem þannig umsvifum er samfara, hafi mest hvílt á hans herðum, enda gerðist Svanur framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Gegndi hann því starfi til haustsins 1974, en þá réði hann nýjan framkvæmdastjóra til Hvalbaks, enda orðinn allt of hlaðinn störfum. Þó var hann stjórnarformaður félagsins til dauðadags. Árið 1970 tók Svanur við rekstri sildarverksmiðjunnar hér, en hún varð gjaldþrota er „síldar- ævintýrinu" lauk, en Svanur hafði verið einn helsti hvatamað- ur að stofnun hennar á sínum tima. Á síldarárunum réðst Svan- ur í síldarsöltun ásamt Pétri bróð- ur sínum. Hét það fyrirtæki Gull- rún h.f. Þeirri starfsemi lauk að sjálfsögðu er síldin hvarf. Á þessu sést, að Svanur hafði mörg járn I eldinum, var óþreyt- andi að drifa upp atvinnu f byggð- arlaginu, fullur bjartsýni og trú- ar á framtíð Breiðdals. Hann hélt því fram, að Breiðdalsvík yrði staður framtíðarinnar, vegna legu sinnar, landrýmis og búsældar. Er ég þess fullviss, að þar hefur hann haft rétt fyrir sér, sá draum- ur á eftir að rætast, og þá hefur Svanur Sigurðsson lagt hornstein- inn þegar. Fyrir utan þau störf, er drepið hefur verið á, hlóðust fleiri á Svan, svo sem: formennska í Út- vegsmannafélagi Austurlands og nefndastörf á vegum sjávarút- vegsins, í hafnarnefnd og fleiri nefndum á vegum Breiðdals- hrepps. Allt þetta tók tíma, ekki síst landsfundir hjá L.l.U. og samnjngafundir, er allir voru í Reykjavík á öllum tímum árs. Eitt af mörgum áhugamálum Svans voru slysavarnir. Var hon- um mikið hjartans mál að efla þær I byggðarlaginu og eyddi hann tíma og eigin fé í því skyni. Eflaust hefði hann kosið að gera þar meira, en annir settu honum skorður. Þó auðnaðist honum að láta reisa sæluhús á Breiðdals- heiði. Afhenti Svanur það S.V.F.Í. á aðalfundi félagsins 1972, sem gjöf frá sér og konu sinni, til minningar um son þeirra hjóna, er dó á barnsaldri. Er hús- ið kennt við drenginn og nefnist Stefánsbúð. Ilér hefur verið stiklað á stóru, og ég veit, að þetta er einungis þurr upptalning. Hún sýnir þó, hvað Svanur hefur lagt af mörk- um í sögu byggðar á Breiðdalsvík. Við eigum honum allt gott að gjalda. Þann 2. okt 1948 kvæntist Svan- ur eftirlifandi konu sinni Hjör- dísi Stefánsdóttur, Carlssonar kaupmanns á Hóli i Stöðvarfirði. Þeim var fjögurra barna auðið, þau eru: Stefán, er lést ársgamall, Rafn Svan verksmiðjustjóri á Breiðdalsvík, Nanna Stefania, nemi og Hafdís á barnsaldri. Eru þær systur í foreldrahúsum. Hjónaband þeirra Svans og Höddu var farsælt, heimilisbrag- ur með ágætum, hjónin samhent við uppeldi barnanna. Á því heim- ili var gott að dvelja og ánægju- legt að koma. Veitist fjölskyld- unni styrkur nú. -------Orð, orð. Til hvers eru öll þessi orð, svört tákn á hvítum pappír, ýmist ein sér eða raðað saman I mismunandi langar raðir, sem mynda að lokum setningar, málsgreinar, dálítinn póst um mann, er dvaldi hér meðal vor, en hefur nú lagt upp í ferðina, er vér öll eigum fyrir höndum. Hvað segja þessi orð og ártöl? Hvers megna þau og hvern tilgang hafa þau? Ekki glæða þau lífsandann í brjóst þess manns, sem þau fjalla um, ekki megna þau að sefa þá sorg, er hvilir yfir heimili hans og ástvinum, byggð hans og kunn- ingjum. Nei, þau eru vanmáttug þess alls, umkomulaus — óp undrandi manns, sem skilur ekki skapadóm almættisins, veikburða mótmæli gegn ráðstöfun þess, eins konar neitun dóms, sem þó hefur verið fullnægt. Á tslandi er mikið skrifað af minningargreinum — kannski of mikið. Þær eru tilraun til gagn- sóknar í ókunnan heim, kannski tilraun til að sefa sorg, lítill vott- ur stórrar þakkar, sem kannski kemur of seint — en þó vottur — vér getum ei meir. Ef minningar- greinar eru eitthvað annað og meira en orð, hafa einhvern til- gang, marka einhver spor, eru bitastæð i glaumi dagsins, eru brot í bautastein horfinnar sam- tíðar, þá á þessi grein fullan rétt á sér. Svanur Sigurðsson var Breið- dal lyftistöndg með umsvifum sín- um, var einri af þeim fyrstu, er áræddi að hefjast handa utan 50 km segulsmiðjunnar. Ég tel mig hafa þekkt Svan Sig- urðsson vel í þess orðs fyllstu merkingu eða eins og við teljum okkur þekkja fólk frá okkar bæj- ardyrum séð. Hann var hinn vörpulegasti á velli og vel farinn í andliti, jafnlyndur, glaðsinna yfirleitt, greiðvikinn með af- brigðum og drengur góður, Við unnum saman nokkur ár, mest úti á hinu síkvika hafi, þar sem veröldin er afskaplega lítil, en þó ægistór og áttlaus stundum, nema þegar horft er á kompásinn. Ég treysti þunnt. Auðvitað átti hann sína mannlegu breyskleika, það er ekki meining mín að gera hann að dýrlingi. En vegna þeirra og hins gagnstæða, var hann maður og það eru fögur sannindi, þegar úr hlaði er haldið. Hellubær hefur mikils misst. Kona hans og dætur hafa misst sitt dýrmætasta. Tengdamóðir hans og mágkona, er nýlega voru fluttar á heimilið, eiga um sárt að binda. Son hans, tengdadóttur og litla sonardóttur hefur sorgin slegið. Vandamenn og vinir eru hljóðir og harmi lostnir. Breiðdalur hefur mikils misst. Það hvílir þögn yfir rönnum. Það skal engan undra, þegar maður á besta aldri, maður athafna, bjart- sýni ög með trú á sitt byggðarlag, er fyrirvalalaust horfinn. Hann býður ekki lengur góðan daginn á götunni, hann rekur ekki lengur búmannsáhyggjurnar, sem sann- ur Islendingur, hann leysir ekki lengur vanda náungans, er hann vanhagar um bíl eða kaðalspotta. Nei, Breiðdalur er í sárum, byggðin drúpir í djúpri sorg. Það eina er vér getum sagt, og þar þykist ég tala fyrir allt byggðar- lagið, er þetta: Þökk sé Svani Sigurðssyni fyrir samfylgdina. Blessun vor fylgi honum. Guðjón Sveinsson. Okkur setti hljóða, þegar við fréttum andlát Svans Sigurðs- sonar. Enn er burtu .kallaður athafnamaður á besta aldri, einn af þeim, sem við héldum, að ætti mörgu ólokið. Með örfáum orðum viljum við þakka hljóðlátum og hógværum samferðarmanni. Svanur varð strax í skóla vinsæll og vel látinn, Ijúfur íumgengni. 1 athöfnum var hann framsækinn og traustur, enda til forystu kallaður í félags- og athafnalífi. Við bekkjarbræðurnir, sem vor- um samtíða Svani í farmanna- deildinni 1952 og 1953 viljum við leiðarlok þakka hugljúfum sam- ferðarmanni. Eins og oft áður finnst manni kallið snöggt og ótímabært, en það verður ekki deilt við dómarann. Við viljum votta aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur, og biðjum þess að sá sem öllu ræður hughreysti þá sem nú eiga um sárt að binda. Bekkjabræður úr Farmannadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.