Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBÉR 1975
3
„Við skiljum ástæður Islendinga
fyrir 200 mílna útfærslunni”
— sagði Bratteli í ræðu í gær
TRYGVE Bratteli forsætis-
ráðherra Noregs sagði í
ræðu, sem hann flutti í
kvöldverðarveizlu norsku
stjórnarinnar fyrir islenzku
forsætisráðherrahjónin í
gærkvöldi, að raunsæ
viðurkenning á varnarsam-
starfi þjóða væri skilyrði
fyrir áframhaldandi sam-
vinnu austur og vesturs og
tilraunum til að draga úr
spennu milli þessara aðila
og að bæði Noregur og ís-
land væru í NATO til að
tryggja öryggi sitt með
þeim hætti, sem i dag væri
aðeins gerlegt innan slíks
varnarsamstarfs. Mikilvægi
þess samstarfs sæist glöggt
i Ijósi aukinnar áherzlu á
öryggismálalegt mikilvægi
hafsvæðisins undan strönd-
um NV-Evrópu.
Þá sagði forsætisráðherr-
ann: „Allir vita hve hafið um-
hverfis ísland er efnahags-
lega mikilvægt fyrir íslenzku
þjóðina og því er það eðlilegt
að íslendingar taka af áhuga
þátt í hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Norð-
menn eiga einnig mikilla
hagsmuna að gæta með sín
stóru hafsvæði og taka
virkan þátt í ráðstefnustörf-
unum. Við leggjum alla
áherzlu á, að ráðstefnan
leggi grundvöll að réttlátum
reglum um nýtingu hafsins
og auðæfa þess. Náið sam-
starf við íslendinga á ráð-
Bratteli og Geir Hallgrfmsson er þeir hittust 1 gærmorgun.
Frú Erna Finnsdóttir og Randi Bratteli skoðuðu f gær norska sjóminjasafnið og var myndin tekin þá.
sfmamyndir AP.
stefnunni hefur verið sérlega
ánægjulegt, einkum við
samninga um mótun fram-
tíðarreglugerðar um yfirráða-
rétt strandríkjanna yfir
náttúruauðlindunum innan
200 mílna efnahagslögsögu.
Við hlökkum til frekara sam-
starfs á ráðstefnunni á næsta
ári og leggjum áherzlu á, að
þá takist að ná varanlegu
samkomulagi. íslendingar og
Norðmenn styðja báðir
eindregið að á verði komið
200 mílna fiskveiðilögsögu,
þar sem strandríkin hafi full-
kominn rétt til að gera allar
nauðsynlegar ráðstafanir til
að vernda fiskstofnana og
tryggja hag fólksins sem býr
við ströndina. Við höfum
valið nokkuð aðra leið en
íslendingar til að ná þessu
takmarki, en ég geri mér Ijóst
að staða okkar í þessu máli er
ekki sú sama og ykkar. Við
skiljum þær ástæður, sem
íslendingar leggja til grund-
vallar ákvörðun sinni um
200 mílna fiskveiðilögsögu
og gerum ráð fyrir að veiði-
réttartilslakanir verði gerðar
af nauðsynlegri tillitssemi við
nágrannaþjóðir (slendinga.
Við styðjum þann samnings-
vilja, sem íslenzka stjórnin
hefur gefið til kynna gagn-
vart þeim þjóðum, því að ég
er viss um að íslendingar og
Norðmenn muni á þessu
sviði og öðrum halda áfram
sínu nána og árangursrika
samstarfi með gagnkvæmum
skilningi og virðingu, sem við
á í samskiptum náinna ætt-
ingja. Ég býð íslenzku for-
sætisráðherrahjónin enn
hjartanlega velkomin til Nor-
egs og lyfti þeirra skál."
í dag föstudag heldur Geir
Hallgrímsson áfram viðræð-
um sinum við feratteli og
gengur siðan á fund Ólafs
Noregskonungs og snæðir
með honum hádegisverð
Síðar í dag heldur forsætis-
ráðherra blaðamannafund og
í kvöld bjóða forsætisráð-
herrahjónin gestgjöfum sín-
um og öðrum gestum til
kvöldverðar.
Forsætisáðherrafrúin, Erna
Finnsdóttir, mun fyrir
hádegi fara i ýmsar
skoðunarferðir i nágrenni
Óslóar en hún situr síðan
hádegisverðarboð konungs.
Forsætisráðherrahjónin
halda frá Ósló síðla dags á
morgun, laugardag.
Vetrardagskrá sjónvarpsins:
Sex íslenzk leikrit sýnd í
1. OKTÓBER gengur í gildi
vetrardagskrá sjónvarpsins.
Frá síc asta vetri hafa íitlar
breytingar orðið á skipul' ;i
dagskrárinnar. Þó verður sá
háttur á hafður í vetur, að í stað
þess að sýna langar kvikm. ndir
á miðvikudags- og laugardags-
kvöldum eins og verið hefur, þá
verða þær sýndar á föstudags-
og laugardagskvöldum. Að sögn
Péturs Guðfinnssonar, fram-
kvæmdastjóra sjónvarpsins, er
þessi breyting gerð fyrst og
fremst vegna þess, að dagskrá
lýkur yfirleitt seint þegar
langar kvikmyndir eru sýndar,
þannig að heppilegra er talið að
sýna þær þegar 1 hönd fara
almennir frídagar. Sakamála-
þættir þeir, sem verið hafa á
föstudagskvöldum, verða í
vetur á miðvikudagskvöldum.
Þá /erða sjónvarpsleikrit,
önnur en fslenzk, sýnd á mánu-
dagskvöldum í vetur, en ekki
sunnudagskvöldum eins og
verið hefur. Islenzku leikritin
verða eftír sem áður á dagskrá
á sunnudagskvöldum. Fram-
haldsmyndaflokkar, sem að
undanförnu hafa verið sýndir á
mánudagskvöldum, verða eftir-
leiðis á dagskrá á sunnudags-
kvöldum.
Innlendur fréttaskýringa-
þáttur verður á föstudagskvöldi
vikulega. Hann verður með
svipuðu sniði og verið hefur.
Umsjónarmenn verða sjón-
varpsfréttamenn innlendra
frétta. Erlendur fréttaskýringa-
þáttur verður á dagskrá annan
hvern þriðjudag og er fyrir-
hugað að breyta nokkuð tilhög-
un hans frá því sem verið
hefur, en hverjar breyt-
ingarnar verða er enn óráðið.
Hinn þriðjudaginn verða svo
umræðuþættir um innlend
málefni. Iþróttaþættir verða á
laugardögum kl. 17—18.30 og á
tíunda tímanum á mánudags-
kvöldum. Vaka verður í umsjá
Aðalsteins Ingólfssonar og
verður þátturinn hálfs-
mánaðarlega.
Fastir þættir um skólamál
verða mánaðarlega i sjónvarp-
inu í vetur og verður umsjónar-
maður þeirra Helgi Jónasson
fræðslustjóri í Hafnarfirði. Þá
verður þátturinn „Heimsókn“ á
dagskrá mánaðarlega.
Umsjónarrrienn verða Ómar
Ragnarsson og Þrándur Thor-
oddsen, Þátturinn „Maður er
nefndur“ verður á döfinni öðru
hverju og guðræknisstundin
„Að kvöldi dags“ verður eftir
sem áður sfðast á dagskrá
sunnudagsins.
Nú standa yfir sýningar á
framhaldsmyndaflokknum
„Allra veðra von“, en honum
lýkur um miðjan október. Þá
verða líklega teknir til sýningar
13 brezkir framhaldsþættir,
sem heita „Follow Eagles“.
Þættirnir eru byggðir á stað-
reyndum og fjalla um ýmsa
þjóðhöfðingja í Evrópu frá mið-
biki 19. aldar fram til fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Sagði
Pétur Guðfinnsson, að þegar
þáttum þessum lyki kæmi til
greina að hefja sýningar á
„Onedin“ að nýju. Af öðru er-
lendu afþreyingarefni má telja
„Lækni á lausum kili“, en sýn-
ingum á þeim flokki fer nú
senn að ljúka. Óráðið er hvað
kemur í staðinn, en það mun
verða gamansamur mynda-
flokkur. Þá má nefna „Love
American Style“, sem verður á
dagskrá fram yfir áramót, en
sömuleiðis er óákveðið hvað við
tekur af þeim myndaflokki.
Sakamálaþátturinn „Skálkarn
ir“ verður sýndur þar til um
miðjan október, en Péfur sagði
óráðið hvaða sakamálaþáttur
kæmi í staðinn.
„Stundin okkar“ verður á
dagskrá kl. 18 á sunnudögum,
en erlendar barnamyndir verða
sýndar á sama tíma á miðviku-
dögum og á laugardögum* kl.
18.30—19.
íslenzkir skemmtiþættir á
vetur
laugardagskvöldum hafa verið
fastur liður í vetrardagskrá
sjónvarpsins og verður svo
einnig að þessu sinni. Fram að
áramótum verða sýndir 4—6
þættir með efni úr gömlum
revíum. Umsjónarmenn verða
Guðrún Ásmundsdóttir og Tage
Ammendrup. Pétur sagði, að
hvað við tæki þegar þessir
þættir hefðu runnið sitt skeið á
enda, væri enn óráðið, en til
athugunar væri að gera
getraunaþætti með gamansömu
ívafi.
Ólafur Ragnarsson
fréttamaður hefur að undan-
förnu unnið að gerð þátta með
efni frá Islendingabyggðum i
Kanada. Hann hefur viðað að
sér efni i eina fimm þætti og er
sá fyrsti á dagskrá 19. október
n.k.
Heim.ldamyndir skipa sinn
sess i vetrardagskránni. Um
miðjan október hcfjast
sýningar á myndaflokki, sem
Framhald á bls. 35
Svipmyndir úr leikriti Halldórs Laxness „Veiðitúr 1 óbyggðum", sem sýnt verður 1 október.