Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
Funi frá Kaupangi og Walter Feldmann jr. frá V-Þýzkalandi. Þeir unnu saman l.j Ljóski frá Hofsstöðum og Albert Jónsson, Islandi. Þeir unnu 1. verðlaun í hlýðniæfing-
verðlaun í 4. greinum og fengu hæstu heildarstig mótsins. um B., urðu nr. 4 1 tölti og nr. 5 1 fleirgangskeppni
Hestamótið í Semriach
Evrópumótið f Austurríki var
nú haldið eftir þeim nýju regl-
um sem samþykktar voru
haustið 1974 og voru þær með
litlum breytingum frá fyrra
móti. Helzt var sú, að f jórgangs-
keppni og fimmgangskeppni
voru sameinaðar f eina, svo
nefnda fleirgangskeppni, sem
svarar til þess að við hér heima
hyrfum aftur til upphaflegrar
tilhögunar gæðingakeppni okk-
ar, þar sem alhliða góðhestar
og klárhestar kepptu saman.
Urslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
TÖLT:
1. Dagur frá Núpum
knapi Reynir Aðalsts. íslandi
2. Funi frá Kaupangi
knapi W. Feldmann jr. V-Þýzkal.
3. Silfri frá Miðgrund
knapi Klaus Beuse V.-Þýzkal.
4. Ljóski frá Hofsstöðum
knapi Albert Jónsson fslandi
5. GrákoIIur frá Heggsstöðum
knapi Bernd Vith V.-Þýzkal.
6. Goði frá Sandhólaferju
knapi Birgitte Nagel Sviss
7. Glaumur frá Lækjarbakka
knapi Heinrieh Jud Sviss
8. Hrafn frá Kröggólfsstöðum
knapi Aðalst. Aðalsts. fslandi
9. Ca-Va-Seul frá Sandh. ferju
knapi Oliver Weitz V.-Þýzkal.
10. Stefnir frá Hreðavatni
knapi Trausti Guðm.s. fslandi
FLEfRGANGUR
1. Funi frá Kaupgangi
Knapi W. Feldmaiin jr. V.-Þýzkal
2. Léttir frá Innra-HÓImi
Knapi Janneke Faber Hollandi
3. Dagur frá Núpum
Knapi Reynir Aðalst.s. fslandi
4. Hrafn frá Kröggólfsst.
Knapi Aðalst. Aðalst.s. íslandi
5. Ljóski frá Hofsstöðum
Knapi Albert Jónsson íslandi
Af fslendingum komu síðar:
7. Baldur frá Stokkhólma
Knapi Sigurf. Þorst.s.
12. Gammur frá Hofstöðum
Knapi Ragnh. Sigurgrfmsd.
HLÝÐNIÆFINGAR B.
1. Ljóski frá Hofsstöðum
Knapi Albert Jónsson fslandi
2. Krummi frá Steenfort
Knapi Melcior Janssen Hollandi
3. Wotan
Knapi Anne Claude Keiling Frakkl.
4. Grákollur frá Heggsstöðum
Knapi Bernd Vith V.-Þýzkal.
5. Thor frá Miðdal
Knapi Heinrich Jud Sviss
6. Söltí frá Hellishólum
Knapi Georg Pítzer Austurrfki
7. Gammur frá Hofsstöðum
Knapi Ragnheiður Sigurgr.d. fslandi
HLÝÐNIÆFINGAR C
(mun erfiðari keppni en B.)
1. Funi frá Kaupgangi
Knapi W. Feldmann jr. V.-Þýzkal.
2. Ljósi frá S-Lambhaga
Knapi Susanne Ströh V.-Þýzkal.
3. Kópur frá Hólmi
Knapi Jeanette Vring Hollandi
4. Glaumur frá Lækjarbakka
Knapi Heinrich Jud Svíss
5. Silfri frá Miðgrund
Knapi Klaus Beuse V.-Þýzkal
Þarna áttu fslendingar aðeins Dag og varð
hann n/. 11.
HINDRUNARSTÖKK
(u.þ.b. 600 m. braut m. 10 hindrunum).
1. Thor frá Miðdal
Knapi Heinrich Jud Sviss
2. Glaumur frá Lækjarbakka
Knapi Heinrich Jud Sviss
3. Thokki frá Semriach
Knapi Piet Hoyos Austurrfki
4. Neisti frá Indriðastöðum
Knapi Ton Corver Hollandi
5. Silfri frá Miðgrund
Knapi Klaus Beuse V.-Þýzkal.
Þarna áttu'íslendingar aðeins Dag og
varð hann nr. 11—13.
KAPPREIÐAR A SKEIÐI
(250 metrar á sama hátt og hér á
landi.
1. Hreinn frá Gullberjastöðum
23.4 sek. Bruno Podlech V.-Þýzkal.
2. Goldi frá Hagen
23.5 sek. Heins Pinsdorf
3. Hvinur frá Haugi
25.4 sek. Sig. Sæmundss.
4. Vindskjóni frá Álfsnesi
28.0 sek. Jens Iversen
5. Léttir frá Innrahólmi
29.7 sek. Janeeke Faber
V.-Þýzkal.
tslandi.
Danmörku
Hollandi
VfÐAVANGSHLAUP M. HINDRUNUM
(u.þ.b. 3000 metrar f mjög mishæðóttu
landi).
1. Funi frá Kaupangi
Knapí W. Feldmann jr. V.-Þýzkal
2. Eldo frá Semriach
Knapi Johannes Hoyos Austurrfki
3. Silfri frá Miðgrund
Knapi Klaus Beuse V.-Þýzkal.
4. Glaumur frá Lækjarbakka
Knapi Heinrich Jud Sviss
5. Þokki frá Semriach
Knapi Piet Hoyos Austurrfki
FJÖLHÆFNISEINKUNN
1. Funi frá Kaupangi
Knapi W. Feldmann jr V.-Þýzkal.
2. Silfri frá Miðgrund
Knapi Klaus Beuse V.-Þýzkal.
3. Glaumur frá Lækjarbakka
Knapi Heinrich Jud Sviss
Framhald á bls. 16
Nútt tímarit
ÞEGAR skandinavískum tíma-
ritum um bókmenntir og önnur
menningarmál er flett kemur í
ljós að félagsleg efni hafa yfir-
leitt betur. Sænska tímaritið
Ord och Bild (4. tbl) og norska
tímaritið Vinduet (2. tbl) eru
bæði tileinkuð konum vegna
kvennaársins. 1 Ord och Bild er
langt viðtal við þvottakonu um
kjaramál hennar og birtar eru
draumaráðningar á draumum
þriggja kvenna. Vinduet er
mun bókmenntalegra en Ord
och Bild. Ritstjórinn Knut
Faldbakken birtir viðtal við
þrjá kvenrithöfunda: Halldis
Moren Vesaas, Liv Költzow og
Bergljot Hobæk Haff. Siri
Nylander skrifar um bók-
menntir eftir konur og konur í
bókmenntum. Spjallað er við
Suzanne Brögger, sem samið
hefur bókina Fri os fra
kærligheden, umdeilda bók.
Hún er þeirrar skoðunar að
flestar skáldsögur um konur
endi þar sem þær hefðu átt að
byrja, en undanskilur Fear of
Flying eftir bandarísku skáld-
konuna Erica Jong, sem hún
telur brautryðjandaverk. I
Fear of Flying er kynlifi lýst
frá sjónarhóli konu á ákaflega
opinskáan hátt. Suzanne
Brögger er eins konar dönsk
Erica Jong. I smásögu, Frisind,
sem birtist í sama tölublaði
Vinduet segir hún frá samför-
um milli eins karlmanns og
tveggja kvenna og virðist eng-
inn eftirbátur karlrithöfunda í
djarflegum lýsingum. Þótt tölu-
vert sé af skáldskap í Vinduet
verður þó ekki annað sagt en
viðleitni blaðsins sé sú að fjalla
almennt um konur og vandamál
þeirra.
Ord och Bild er marxískt
tímarit. Þar er ekki farið í laun-
kofa með pólitískan tilgang
blaðsins. Danska tímaritið
Vindrosen var einnig orðið
marxískt tímarit þegar það sál-
aðist, sumir segja vegna þess
hve einstrengingslegt það var í
félagslegri boðun sinni.
Gyldendal gaf Vindrosen út.
Nú hefur Gyldendal kostað út-
gáfu nýs menningartimarits,
sem nefnist Fælleden. Ritstjór-
ar eru fjórir: Bente Hansen,
Mogens Klövedal, Ebbe Klöve-
dal Reich og Peter Poulsen.
Áætlað er að blaðið komi út sex
sinnum á ári og hvert blað verði
64 síður. Þótt boðskapur Fælle-
den sé sósfalískur (að sjálf-
sögðu erum við rauðir, segja
ritstjórarnir) virðist ekkert
kreddufólk vera hér á ferðinni.
1. tbl Fælleden er lifandi og
skemmtilegt. Greinar eru læsi-
legar, skrifaðar handa venju-
legum lesendum. I tilefni
kvennaársins skrifar Bente
Hansen greinina Hvordan man
laver en intellektuel mand með
mörgum skörpum athugunum á
körlum, konum og fjölskyldu-
lífi. Birt er viðtal við Jean Paul
Sartre eftir Simone de
Beauvoir, sem var fyrst prentað
í franska tímaritinu L’Arc í
apríl á þessu ári. Viðtalið
nefnist Omgivet af kvinder.
Sartre segir frá þvi að í
bernsku sinni hafi hann verið
umkringdur af kvenfólki,
amma hans og mamma hafi
mest hugsað um sig og allt hafi
verið fullt af stelpum í kringum
hann. Mér hefur alltaf virst að í
mér byggi einhvers konar kona,
segir Sartre. 1 hans augum er
kvenfrelsisbaráttan hluti
stéttabaráttunnar.
Skriften pá væggen. Nye og
gamle veje i poesien heitir
grein eftir Peter Poulsen. Þetta
er stefnumótandi grein ungs
skálds um skáldskap, sem tekur
mið af eigin reynslu umhverfis
þess og daglegu lífi. Peter
Poulsen þýðir ljóð eftir tvö
skáld, sem yrkja í þessum anda,
Bandaríkjamanninn Allen
Ginsberg og Svíann Lars
Norén. Birt er ljóð eftir
tyrkneskan verkamann í Dan-
mörku, sem gefið hefur út
ljóðabók á dönsku. Ljóð
Tyrkjans, hann heitir Murat
Alpar, lýsir stöðu erlends
verkamanns f Danmörku. Þeir,
sem hafa komið til Danmerkur
nýlega, komast ekki hjá þvi að
taka eftir hve erlendir verka-
menn eru fjölmennir þar. 1
Murat Alpar hafa þeir eignast
málsvara:
Einn af þessum dögum
þegarég
kann mér ekki læti yfir
ljóðabókinni minni
er hringt til min frá blaðinu
,,Það hefur verið mikið rætt
um ljóðin þin
Hvernig væri
að fá viðtal"
Ég segi
Ég lít inn.
Blaðamaðurinn spyr m.a.
hvort ég líti á mig
sem Dana eða Tyrkja?
Ég er enginn þjóðskrumari
og segi þess vegna
að ég líti á mig
sem manneskju
(Það geri ég I raun og veru
1 því er ekkert fals)
Ritstjórn Fælleden. Teikning eftir Anne-Marie Steen-Petersen. í
aftari röð Bente Hansen og Ebbe Klövedal Reich, f fremri röð
Mogens Klövedal og Peter Poulsen.
Daginn eftir
stendur i blaðinu
að ég viti ekki
hvar ég standi
Fyrirsögnin er
„Erlendur verkamaður
yrkii;“
Erlendur verkamaður!
Vörumerki
Eftir 1. tbl. Fælleden að
dæma er lfklegt að það eigi
eftir að verða áhrifamikið
menningartímarit.