Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
11
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Astor
Blðm ®
vlkunnar
Kínavöndur — Klukknavöndur
(gentiana)
Sýslufundur V-Barðastrandarsýslu:
Brú yfir Þorskafjörð leysir
samgönguvanda Vestfirðinga
ÞEGAR komið er fram að mán-
aðamótum sept.-okt. eru fáar
jurtir sem við hér á landi get-
um vænzt að sjá I fullu blóm-
skrúði. Þannig er þvf þó farið
með kinavöng gentiana sino-
ornata) sem ennþá er þó harla
fágætur hér. Um hann er eftir-
farandi klausa í Skrúðgarða-
bókinni:
„Hugsum okkar hið bláasta
af öllum íslenzkum blómum —
dýragrasið eða bláin — stækk-
að svo sem 20 sinnum, og þar
höfum við nokkurnveginn
blómið á kínavendinum. Lat-
neska nafnið — sino-ornata —
þýðir: Sem prýðir Kinaveldi, en
þaðan er jurtin ættuð. Þessi
fagurbláu blóm spegla sjálfa
heiðríkju himinsins í krónum
sínum. Jurtin myndar breiður
af jarðlægum sprotum sem
sveigjast upp í endann og bera
eitt blóm hver. Hversu seint
hún blómstrar kemur ekki að
sök því að nokkrar frostgráður
virðast ekki gera henni hið
minnsta mein.
Liklega er bezt að blanda
jarðveginn lítið eitt með mó-
mold og ekki má hann vera of
þurr. Auðvelt er að fjölga kina-
vendinum með skiptingu svo að
ekki ætti það að standa í vegi
fyrir útbreiðslu hans.“
Sumum finnst það galli hve
seint kfnavöndurinn blómstrar
og finnst þeir ekki njóta blóm-
anna sem skyldi þegar flestall-
ur gróður annar er tekinn að
sölna. Þeim má benda á klukku-
vöhd eða fagurvönd (gentiana
septemfida) en um hann segir í
sömu bók: „Þessi gullfallega
jurt ætti skilið að vera miklu
algengari hér í görðum en nú er
og raunar þyrfti að reyna hér
miklu fleiri maríuvandar-teg-
undir. Þær eru flestar viður-
kenndar úrvals garðjurtir og
margar harðgerðar. Klukku-
vöndurinn er hér fyllilega harð-
ger og blómstrar mikið. Blómin
eru blá og mörg saman í stöng-
ulendunum. Hæð um 25 sm.
Blómstrar i júlí.“ Ó.B.G/AB..
A SÝSLUNEFNDARFUNDI
Vestur-Barðastrandarsýslu, sem
haldinn var fyrir skömmu, var
gerð sérstök ályktun um vegamál
á Vestfjörðum. I ályktuninni
kemur fram, að það eru einkum
tvær torfærur, sem slíta vega-
kerfi Vestfjarða frá meginvega-
kerfi landsins, og eru það Þorska-
fjarðarheiði og svonefndir Háls-
ar, en þessir vegir lokast jafnan I
fyrstu haustsnjóum.
Segir I ályktuninni, að þennan
vanda megi leysa með þvi að
leggja veg um Kollafjarðarheiði
eða brú yfir Þorskafjörð eða smá-
firðina Djúpafjörð og Gufufjörð.
Sýslunefndin telur að brúargerð
yfir Þorskafjörð, úr Skálanesi
yfir að Reykjanesi, sé heppi-
legasta lausnin, þar sem sú leið
yrði lengst fær á hverju ári, jafn-
vel árið um kring.