Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 27 Kynni mín og Svans Sigurðssonar, sem við kveðjum i dag voru ekki löng, aðeins eitt ár, sem ekki er langur tími af æfi manns. Þó varð ég þess láns að- njótandi á þessu ári að kynnast Svani all náið. Þau kynni urðu mér ekki til vonbrigða. Þegar ég hugsa til baka, til liðins árs eru mér efst í huga allar þær stundir, er við sátum saman og ræddum um útgerðina og öll þau vanda- mál, er við áttum við að etja. Uppgjöf var ekki til umræðu, til þess bar hann velferð þessa byggðarlags of mikið fyrir brjósti. Minningin um þessar samveru- stundir munu veita mér styrk til áframhaldandi baráttu. Litið vinalegt sjávarþorp og fögur sveit hafa nú misst einn af sínum beztu sonum. Fánar blakta í hálfa stöng við hvert hús, hér eru hugir allra sameinaðir í sorg. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka Svani allan þann hlýhug og vináttu er hann auðsýndi mér og mínum. Megi góður Guð gefa konu hans, börn- um og fjölskyldu allri styrk í þeirra miklu sorg. Sigurður Guðmundsson. Einn mætasti maður sem ég hefi kynnzt og eignazt að vini er látinn. Að morgni fimmtudagsins 11. þ.m. lézt skyndilega að heimili sinu á Breiðdalsvík, Svanur Sigurðsson, skipstjóri og út- gerðarmaður. Hann var aðeins 45 ára að aldri, fæddur 17. septem- ber 1929. Við fráfall hans hefir orðið héraðsbrestur á Breiðdalsvík. Forsjármaður byggðarlagsins I at- vinnumálum og frumherji er með honum genginn. Sagt er að maður komi jafnan í manns stað, en vandséð er hvernig fyllt verður það stóra skarð sem hann skilur eftir sig. Þó á litla þorpið I Breiðdalsvik mest undir að sem bezt takist til f þvi efni þótt aldrei verði til fulls. Svanur var fæddur á Ösi í Breiðdal. Foreldrar hans voru þau Jóhanna Sigurðardóttir, ættuð frá Fossgerði á Beru- fjarðarströnd, og Sigurður Jóns- son frá Eyjum í Breiðdal. Svanur ólst þar upp á fjölmennu heimili í stórum hópi systkina og fóstur- systkina. Eins og þá tíðkaðist Hóf hann á æskudögum að starfa að öllum almennum verkum er til féllu, en faðir hans stundaði jöfn- um höndum búskap og útræði. Að sjósókn og útvegi beindist hugur Svans frá upphafi og á því sviði liggja afrek hans, sem ekki voru meðalmanns þótt ungur falli í valinn. Hann Iærði fyrst til véla og varð 17 ára vélstjóri á bát frá Sand- gerði. Árið 1947 keypti hann 14 tonna vélbát, Vin, og gerðist þá skipstjórnarmaður svo snemma beygðist krókur að því sem verða vildi. Svanur lauk prófi fiski- manna og farmanna í Sjómanna- skólanum og gerðist um árabil eftir 1951 farmaður á Samband- skipum og sigldi á Jökulfelli um hríð á fjarlægum heimshöfum. Árið 1959 verða þáttaskil í lífs- starfi Svans. Þá tekur hann við skipstjórn á Hafnarey SU-110 frá Breíðdalsvík og sezt þar að. Síðar festir hann kaup á vélskipinu Braga og hélt því úti um nokkur ár og allt þar til það var ekki talið í sjó leggjandi. Þá réðst hann í nýsmíði fiskiskips hjá Stálvík. Lauk smíð skipsins 1967 og bar nafn Hafdísar yngri litlu stúlk- unnar hans. Varð það honum enda hin mesta happafleyta. Þá stofnaði Svanur hlutafélagið Braga, sem þá og síðan hafði með höndum útgerð og fiskvinnslu. Á síldarárunum höfðu Breið- dælir undir forystu Páls á Gilsár- stekk reist litla síldarverksmiðju. Er síldin hvarf af miðunum sigldi sá rekstur í strand. Þá festi Bragi h.f. kaup á verksmiðjunni .,j framleiddi þar fiskmjöl og vann síðan loðnu og hafði Svanur náð góðum tökum á þeim rekstri. Svanur var frumkvöðull að stofnun hlutafélagsins Hvalbaks, sameignarfélags Breiðdæla og Stöðvfirðinga um skuttogaraút- gerð. Festi félagið kaup á skuttog- ara f Japan, Hvalbak, sem síðan hefir verið gerður út til hráefnis- öflunar fyrir staðina tvo. Hefir togarinn síðan verið undirstaða og lyftistöng atvinnulífsins í þess- um plássum. Svanur var stjórnar- formaður í Hraðfrystihúsi Breið- dalsvíkur, sem bróðir hans Pétur hefir veitt forstöðu. Af þessu má sjá hver burðarás atvinnulífsins á Breiðdalsvík Svanur var. Svanur fylgdist mjög vel með öllum nýjungum í útgerð- og fisk- iðnaðarmálum. Engan hefi ég þekkt, sem vandlegar velti fyrir sé þeim möguleikum, sem í boði voru. Hugur hans var síleitandi og ekkert framkvæmdi hann nema að vel ígrunduðu máli. Einkaframtaksmaðurinn Svan- ur Sigurðsson fylgdi Sjálfstæðis- flokknum eindregið að málum og var í forystusveit hans í Austur- landskjördæmi. Betri vin og stuðningsmann en Svan Sigurðs- son er ekki hægt að kjósa sér. Svanur lét sig miklu skipta félagsmál útvegsins, bæði á Austurlandi og í heildarsam- tökum útvegsmanna. Þótti hann drjúgur liðsmaður í þeirri sveit sökum þekkingar sinnar, góðvild- ar og glöggskyggni. Hinn 2. október 1948 gekk Svanur að eiga Hjördísi Stefáns- dóttur frá Hóli í Stöðvarfirði, dóttur sæmdarhjónanna Nönnu Guðmundsdóttur og Stefáns Carlssonar. Þau Hjördís eign- uðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi: Rafn Svan, kvæntur Aðalheiði Hauksdóttur, og eru þau búsett á Breiðdalsvík, og dæturnar Nanna og Hafdis í for- eldrahúsum. Þau misstu dreng, Stefán, á öðru aldursári. Svanur var dulur um eigin hagi en þó kom það oftsinnis í Ijós hvað stóð hjarta hans næst að ást og virðingu. Þar fóru glæsileg hjón saman sem þau voru og bjuggu sér og góðum börnum sfnum hið myndarlegasta heimili. Ástvinum hans bið ég blessunar þess sem öllu ræður og huggunar í dýpstu sorg. í dag er útför hans gerð frá Eydalakirkju. Hinn glæsilegi manndómsmaóur hverfur nú til þeirrar moldar sem hann óx af. Farmaðurinn hefir siglt sína hinztu för og er alkominn heim til átthaganna sem hann vann og unni af alhug. Sverrir Herrmannsson. Ferð okkar um þennan heim er bæði mislöng og misbjört. Enginn veit hvenær kallið kemur en oft- ast kemur það lifandl samferða- mönnum á óvart. Margs er að minnast frá löngu samstarfi, það verður þ > ekki rak- ð hér heldur þakkaðar ótaldar samverustundir þar sem ég var ævinlega þiggjandinn. Hann var maður þeirrar gerðar, sem gott er að vera samvistum við. Aðstandendum votta ég samúð. Baldur Pálsson . „Svanur þú máttir ekki fara svona snemma" — þessi orð sagði Hadda við mig, er við krupum við hvílu Svans og kvöddum hann sofandi. Ég vil fá að gera þessi orð einn- ig að mínum — ég get ekki sætt mig við, að Svanur skuli fara svona snemma og nú — ef þetta er sjálfselska min eða eigin með- aumkun þá verður svo að vera. „Ég þekki þennan mann“ — það eru mörg ár síðan við kynnt- umst en árin eru ekki eins mörg síðan ég kynntist manninum Svani. örfáum dögum áður en Svanur kvaddi okkur um sinn, kom hann brosandi mér til hjálp- ar og frænku sinni minni konu — hann kom með snærishönk frá sér. Ég vildi tengja saman snæris- enda með fljótlegum réttahnút, hann brosti og sagði, ég splæsi þetta saman — það var sutt- splæs. Þræðir okkar hafa splæsts sam- an seinustu árin, hver því hefur ráðið veit ég ekki, nema það sé sá, er öllu stýrir. Menn lýsa ekki vináttu, menn finna hana — þvi finn ég sárt til. Það „blæðir í hjarta" og hvarmar vökna, er ég í dag kveð Svan í Heydalakirkju, en hvað eru mín sár hjá því harmsári, sem Hadda, falleg börn, tengdamóðir og mág- kona eru lostin. Fágætur er góður vinur — menn halda sig eiga vin, en þegar ekki er þörf á manni lengur þá vill vináttan stundum feykjast á haf út með austanvindinum. Svanur gat ekki orðið slíkur vinur það vitum við, sem hann þekktum, hann var æfinlega þakklátur fyrir það, sem fyrir hann var gert og hann lét það í ljós og sýndi i verki — hann var vinur vina sinna. Svanur axlaði hin síðari ár byrðar, sem öðrum bar að bera með honum, en gerðu ekki — meðan hann lifði fékk hann ekki þakklæti fyrir slíkt, nú er það orðið of seint. Þessar byrðar urðu Svani dýrar á fleiri en einn máta. Einn af aðalbankastjórum stærstu banka landsins sagði i mín og Svans eyru fyrr á þessu ári, að það væri rétt, að viðskiptabanki Hvalbaks SU 300 hefði ekki staðið undir rekstri togarans, heldur Svanur Sigurðsson, þótt eigendur væru fjórir. Ber ekki að meta slíkar hreinskilnislegar yfirlýsingar? Hefði Svans ekki notið við legði greindur togari ekki upp fisk á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði í dag það veit ég, og hvar stæði fólkið 1 þessum sjávarþorpum þá, vænt- anlega innan „50 km segulmiðj- unnar“. Til eru menn sem sinna stund- um fyrst öðrum, já byggðarlagi sínu og jafnvel öðrum byggðarlög- um, síðan sjálfum sér og heimil- um sínum. Þetta gerði Svanur stundum of oft — þetta er kostur fyrir suma, en galli í senn fyrir aðra — þannig var Svanur. Heimili er f sárum, heilt byggð- arlag er í sorg — ég syrgi hann. Öll viljum við þvf trúa að til- gangur sé með hérvist okkar og gerðum. Svanur hefur skilað góðu dags- verki — sæbarinn hornsteinn hans á Breiðdalsvík geymist og gleymist ei — ávaxtanna naut hann ekki sjálfur. Það er oft erfitt að vera sjómað- ur, verkamaður og útgerðarmað- ur í senn, það hefur Svanur reynt. Hann var við verkstjórn í saltfisk- húsi sínu daginn áður en hann féll f valinn vinnupeysan hans brúna var saiti slegin er hann lagðist til hinstu hvílu, líka þurfti hann að sinna símanum á skrif- stofunni og hann sagði við mig þá: „Jón nú fer ég til Seyðisfjarð- ar á morgun“, sú ferð verður ekki farin af Svani — sonurinn verður að fara í þá ferð, styrki hann góðir vættir. Ég veit Svan verða með fyrstu mönnum, sem tekur upp þráðinn —snærishönkina — þegar kall mitt kemur og splæsir hann þá brosandi öðru sinni saman nýjum þráðum, sem ekki munu rofna millum okkar sem nú Haustlauf fellur fyrr en skyldi — en það vorar á ný — vinir Svans biðja almáttugan Guð vera nálægan honum og fjölskyldu hans nú og er sól hækkar að nýju. Jón Magnússon. Þóra Guðmundsdótt- ir — Minningarorð Fædd 16. júlf 1930 Dáin 14. ágúst 1975 Hún fæddist f Stykkishólmi, elzt þriggja barna Guðmundar Jónssonar frá Narfeyri og sfðari konu hans, Kristínar Vigfúsdótt- ur, úr Brokey á Breiðafirði, Kristfn var Ijósmóðir á staðnum f 33 ár, og með eindæmum farsæl í starfi, komin af rammíslenzkum bændahöfðingjum við Breiða- fjörðinn og ber með sér brag þess enn á efri árum. Guðmundur fað- ir Þóru var trésmíðameistari að mennt. Síðar á ævinni hóf hann rekstur Flóabáísins Baldurs á Breiðafirði og stýrði jafnframt Samvinnuútgerðinni í Stykk- ishólmi. Var hann, vestur þar, einn svipmesti persónuleiki þeirra tíma. Þóra lauk unglinganámi f Stykkishólmi, en fór síðan til náms að Reykjaskóla í Hrútafirði. Fáum árum eftir lát föður síns, þá 16 ára gömul, hélt Þóra til Reykjavíkur f atvinnuleit. Hend- ing réð því að hún hóf störf á veitingahúsi. Lagði hún sig alla fram, enda tamast að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sfn. Á skömmum tíma varð hún snjöll matreiðslukona, sérhæfði sig í að smyrja brauð og naut þá sinna högu handa og listfengi. Ekki er vafi á því, að samvizkusemi Þóru og ódrepandi skyldurækni, ásamt góðum gáfum, hefðu gert hana frábæra á fleiri sviðum, ef tæki- færi hefðu gefizt. Síðar fluttist Kristín móðir Þóru til Reykjavíkur ásamt börn- um sínum tveim, Guðrúnu og Atla. Guðrún er gift Gunnari Jóhannessyni bakarameistara f Reykjavík. Atli lézt fyrir fáeinum árum úr langvinnum og erfiðum sjúkdómi (lömun). 1 rauninni er það afrek, hvernig Kristin annað- ist son sinn í heimahúsum af eig- in rammleik. En Þóra lét ekki sinn hlut eftir liggja. Hún lifði kyrrlátu lífi hjá móðir sinni og sjúkum bróður og reyndi að létta honum Iífið á allan hátt. Hinu skeytti hún Iítt, þótt sjálf nyti hún engra lífsins gæða. En var hún ekki gæfumanneskja þrátt fyrir það? Þegar erill veitingahúsanna tók að þreyta Þóru, fór hún inn á aðrar brautir. Hún vann hjá Prjónastofu Önnu Þórðardóttur síðustu æviárin. Þóra átti sex hálfsystkini af fyrra hjónabandi föður síns. Tvö þeirra eru á lífi, Nanna og Magni. Aðeins eru örfá ár síðan ég kynntist Þóru, og harma ég, að þau urðu ekki fleiri. Mér þótti hún strax athyglisverð persóna, sem enga eiginleika átti aðra en góða. Hún var fríð kona og gjörvuleg, hafði stillilega og fág- aða framkomu, sem andaði hlýju. Þóra var enn ung, er dauða hennar bar skyndilega að. Mu.n hún lengi hafa kennt Iasleika, en ekki látið uppi við neinn. Skap- lyndi hennar bauð henni að þjást í hljóði og segja engum hug sinn. LífiA er skjótt lfkt er það clding. sem giampar um nótt, Ijósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. M. Joch. Ilallfríður Kolbeinsdóttir. Kristján Söebeck Jónsson -Minning Fæddur: árið 1906 Dáinn: árið 1975. 30. ágúst sl. var til moldar bor- inn Kristján Söebeck frá Akra- nesi. Mig langar til að votta minn- ingu hans virðingu mina I nokkr- um orðum. Þeir eru víst margir sem hugsa til hans þessa dagana og rifja upp minningar, minnast glaðværðar hans og létta skapsins og sakna þess, að hann hringi eitthvert kvöldið til að vita hvern- ig líði. Og margir munu sakna hlýlegu orðanna í jólakortunum frá honum. Kristján var fæddur að Gröf I Bitru. Foreldrar hans voru Hjálmfríður Árnadóttir og Jón Þórðarson og var hann yngstur sex systkina. Þau eru Þorvaldur, búsettur á Hólmavík, Steinþór, var kennari á Isafirði, en er nú látinn, Arnfríður, bjó á ísafirði, látin, Lýður, sem var yfirfisk- matsmaður á Akranesi, látinn, Ágústa, húsfreyja að Vatnsleysu í Biskupstugnum, ekkja Þorsteins Sigurðssonar. Vegna fátæktar ólst Kristján upp hjá vandalausum að Miðhús- um i Hrútafirði. Þar dvaldist hann fram yfir fermingaraldur, er hann hélt til ísafjarðar, sem varð dvalarstaður hans næstu ára- tugi og sá staður, er honum æ síðan var hjartfólgnastur, þó að atvikin höguðu þó svo til síðar að hann fluttist þaðan. Árið 1926 kvæntist hann Sigríði Ingibjörgu Tryggvadóttur frá Kirkjubóli i Skutulsfirði, dóttur Tryggva Pálssonar og konu hans, Kristjönu, og hafði hann þá verið vinnumaður hjá Tryggva um skeið. Kristján og Sigríður hófu búskap að Kirkjubæ i Skutuls- firði og hafði Kristján þá dvalizt einn vetur á Bændaskólanum á Hvanneyri, Kristján missti konu sína 1942. Þau áttu 5 börn, eitt dó i frumbernsku, en hin eru Sigurð- ur, Kári og Tryggvi, allir kvæntir og búsettir í Reykjavík, og Nanna, gift og búsett í Hnifsdal. Eftir lát Sigríðar tók við heimilinu Kristj- ana Ágústsdóttir frá Látrum i Að- alvík og hafði hún verið vinnu- stúlka á Kirkjubóli um tíma. Þau bjuggu enn 2—3 ár að Kirkjubæ. en fluttust til Isafjarðar og bjuggu þar um 5 ára skeið, fóru þá til Akraness úrið 1951, og þar áttu þau heima siðan. Á Akranesi vann Kristján alltaf hjá Haraldi A. Böðvarsyni, að undanteknu einu ári er hann var hjá syni sínum, Þresti. I febrúar sl. varð hann fyrir Franihald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.