Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 35 — Ingólfur Framhald af bls. 2 hefði farið í uppgröft við Aðal- stræti 14 og 18 og þar hefði fundizt mjög margt. Við Aðal- stræti 18 hefðu þau fundið hluta af langhúsi, sem næði inn undir næsta hús, en þau hefðu getað mælt 10 metra af því upp að húsgaflinum. Þá hefðu þau einnig fundið gamlar minjar við Aðalstræti 14, ennfremur væri eitt langhús, þar sem þau hefðu verið að grafa 1 sumar. Að sögn Else hafa ekki fundizt nein minni hús, en hún telur að þau sé að finna víðsvegar undir húsunum, sem standa vió Suðurgötu, Aðalstræti og Vonarstræti. Else sagði, að það tæki langan tíma að ganga frá þeim atriðum til fullnustu, sem þarna hefðu komið fram, en þegar væri vitað að þær rústir, sem fundizt hefðu, væru frá 10. öld. Verð- mætustu hlutirnir sem þau hefðu fundið við uppgröftinn væru sennilega glerperlur og dúkka úr tré. Þá hefði fundizt margt muna úr járni. Þá sagði Else, að sér hefði fundizt mjög gaman að vinna að þessu verkefni. — Sjónvarp Framhald af bls. 3 nefnist „World at War“. Hér er um að ræða 26 þætti, sem sýndir verða vikulega. Þeir verða síðasta atriði í dagskrá miðvikudagsins. 13. og 14. október verður sýnd bandarísk, leikin heimildamynd um Kúbu- deiluna 1962. Þá hefst á næst- unni heimildamyndaflokkur frá BBC um upphaf og þróun mannkynsins. Myndirnar fjalla aðallega um menningarlega þróun mannkynsins og eru teknar þar sem menningarsögu- legir viðburðir hafa átt sér stað. Sex íslenzk leikrit verða á dagskrá sjónvarpsins í vetur, og eru þau flest tilbúin til sýning- ar. Stefnt er að því að sýna eitt íslenzkt leikrit 1 mánuði hverjum í vetur. Hið fyrsta verður sýnt nú í október. Það heitir „Veiðitúr 1 óbyggðum" og er byggt á smásögu Halldórs Laxness. Helgi Skúlason er leikstjóri en með aðalhlutverk fara Gfsli Halldórsson, Margrét H. Jóhannsdóttir, Sveinbjörn Matthíasson, Þórhalla Þor- steinsdóttir og Saga Jór.sdóttir. önnur íslenzk 1 ei k rít sem sýnd verða í vetur, eru: Kera- mik, eftir Jökul Jakobsson. leikst'jóri Hrafn Gunnlaugsson; Sigur eftir Þorvarð Helgason, Hrafn Gunnlaugsson leikstýrir; Ófella eftir Matthías Johannes- sen, leikstjóri Helgi Skúlason; Silfurbrúókaup eftir Jónas Guðmundsson, leikstjóri Pétur Einarsson og loks „Birta“ eftir Erling Halldórsson, sem Þor- steinn Gunnarsson leikstýrir. Þegar blm. spurði Pétur Guðfinnsson hvort orðið hefði samdráttur í upptöku islenzkra leikrita, eins og spáð hefði verið í vor, sagði hann að framantöld leikrit hefðu öll verið unnin í upptökusal sjón- varpsins, en upptöku leikrits Hrafns Gunnlaugssonar, „Blóðugt sólarlag", sem fyrir- huguð var á Djúpuvík í sumar, hefði hins vegar orðið að fresta til sumarsins 1976, en upptaka utanhúss væri langtum kostn- aðarsamari en upptaka sem fram færi í sjónvarpssal. — Vopnahlé Framhald af bls. 1 múhameðstrúarmenn og vel- vopnaðir kristnir hægrimenn. Báðir aðilar vörðu hverfi sín og fóru til árása inn í hverfi and- stæðinganna. Fallnir menn og særðir lágu eins og hráviði á götunum og hjálparsveitir komust ekki til þeirra vegna sprenginganna og skothrfðarinn- ar. 1 kvöld var útvarpað áskorun- um til beggja aðila um að hætta bardögum, en þó mátti enn heyra skothrfð í úthverfunum Shiyah og Ain Al-Rummaneh. ! hverfinu Ashrafiyeh þar sem hægrisinnað- ir falangistar ráða lögum og lof- um, hljóðnaði hins vegar skot- hríðin, þegar óþekktur mað.ur gekk um göturnar og hrópaði: „Hættið að skjóta, enginn má skjóta, hættið að skjóta.“ „Allir aðilar hafa samþykkt vopnahlé,“ sagði útvarpið. „Gætið stillingar og stillið ykkur um að skjóta. Sýnið saklausum miskunn.“ „Við samþykktum vopnahléð nauðugir viljugir," sagði talsmað- ur falangista. „Við höfum oft áð- ur samþykkt vopnahlé, en and- stæðingarnir hafa alltaf rofið það.“ Múhameðstrúarmenn og foringjar vinstrisinna bera falangista sömu sökum. í viðræðunum sem leiddu til vopnahlésins í dag lögðust vinstri sinnar og múhameðstrúarmenn gegn þeirri kröfu innanríkisráð- herrans, Camille Chamoun, að hernum yrði beitt til að stilla til friðar. Chamoun, sem er kristinn, og Rashid Karami forsætisráð- herra eru i forsæti nýskipaðrar sáttanefndar, sem á að stuðla að samningum og binda enda á bar- daga. Fallbyssum, handsprengjum og vélbyssum var beitt í bardögun- um í nótt og í morgun og leyni- skyttur skutu ofan af húsþökum. „Okkur fellur þungt að tilkynna að á engri götu f Beirút getur fólk farið óhult ferða sinna," sagði þulur útvarpsins. „Haldið ykkur heima við þar til annað verður tilkynnt. Vopnaðir menn eru dreifðir um allar götur.“ Kunnur leiðtogi vinstrimanna, Kamal Junblatt, hefur ráðizt gegn þessari nýju nefnd og segir að hún hafi verið mynduð til að forð- ast pólitfskar grundvallarumbæt- ur, sem múhameðstrúarménn krefjast að verði gerðar. „Þetta er fallegasta land í heiminum og sjáðu hvað við ger- um við það,“ hrópaði reiður leigu- bflstjóri. „Við drepum hvern ann- an. Þetta er smánarlegt." — Gunnar og Björn Framhald af bls. 2 rétti til launaviðmiðunar, en bændur hafa talið hann vera grundvallaratriði verðlagslög- gjafarinnar. Þrátt fyrir þetta ákvæði hafa bændur ekki í reynd náð sömu tekjum og við- miðunarstéttirnar. Þó hafa bændur talið ákvæðið um kaup- viðmiðunina svo mikilvægt, að þeir hafa sætt sig við það einir stétta að gera aldrei kröfur til hærri launa en þeirra, sem samið er um f almennum kjara- samningum og lúta auk þess gerðardómi um kjör sín, náist ekki samkomulag í Sex- manna-nefnd. Stjórn Stéttarsambands bænda harmar, að ýmsar um- ræður í fjölmiðlum og villandi upplýsingar um landbúnaðinn og verðlagsmál landbúnaðar- vara skuli hafa vakið þá tor- tryggni og þann misskilning, sem birtist i áðurnefndum sam- þykktum. Stjórn Stéttarsambandsins telur að samstarfið innan Sex- manna-nefndarinnar hafi verið með þeirn hætti, að það gefi heldur ekki tilefni til árekstra milli stéttanna, enda ljóst, að hagsmunir þessara stétta fara i mörgu saman.“ , Björn Jónsson, . forseti Alþýðusambands Islands, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann væri samþykkur samþykktum Verkamannasambandsins og Landssambands iðnverkafólks og fullkomlega sammála þeim. Björn sagði: „Það er óskiljan- legur hlutur, þegar fullýrt er að samþykkt Stéttarsambands- fundarins sé ekki beint gegn verkalýðssamtökunum, en f henni er fullyrt að verðlagning landbúnaðarvara komi þeim ekkert við. Stangast það algjör- lega á við þann raunveruleika, að lögin gera þó ráð fyrir þvi að samtökin hafi afskipti af verð- lagningarmálunum. Hitt er annað mál, að ASÍ dró sinn fulltrúa út úr þessu samstarfi á sínum tíma vegna mótmæla við kerfið, sem við teljum óhæft. Síðan höfum við ekki getað talið að við ættum neinn full- trúa í Sex-mannanefndinni, a.m.k, hefur hvorugur þessara svokölluðu neytendafulltrúa látið svo lítið að gera ASl nokkra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart þeirri hækk- un, sem nú síðast var sam- þykkt. Það samstarf, sem verið hefur innan Sex- manna-nefndarinnar, er verka- lýðssamtökunum algjörlega óviðkomandi og snertir þau ekki á nokkurn hátt. Eg hygg að ekki væru margir finnanleg- ir f verkalýðshreyfingunni sem myndu vilja samþykkja með hinum svokölluðu neytenda- fulltrúum þá hækkun, sem varð síðast á landbúnaðarvörum." Morgunblaðið spurði þvf næst Björn Jónsson hvort hann liti ekki alvarlegum augum þá þróun, sem virtist vera að verða milli bændastéttarinnar og launþega í landinu og svaraði hann þá: „Það er engin skemmtun, en ég held að þeir, sem lásu áramótagrein for- manns Stéttarsambandsins í sínu ágæta blaði, sé nú ljóst að sá valdi einhverju, sem upp- hafinu veldur, því að heiftar- legri árás á verkalýðshreyfing- una, held ég að hafi ekki komið frá nokkrum manni um langt árabil. Verður ekki annað séð, en Stéttarsambandið í heild og þing þess leggi óbeint blessun sína yfir þessar skoðanir mannsins." — íþróttir Framhaid af bls. 34 segja um okkur. Við höfum enga slika fyrirvara. Sýnir grein Aktuelts það ljóslega hversu mikið álits fslenzkir knattspyrnu- menn hafa aflað sér að undan- förnu. Hitt er svo annað mál, að það er ekki rétt hjá danska blað- inu að íslenzku atvinnumennirnir hafi fyrirvara í samningum sínum — því miður — og kom það bezt í ljós er Celtic vildi ekki gefa Jó- hannesi Eðvaldssyni leyfi til landsleiksins í Belgíu á dögunum. — Olíukaup . Framhald af bls. 1 Norðmenn fúsir til að miðla Islendingum af reynslu sinni og aðstoða þá eftir mætti. Agnar Kl. Jónsson sendiherra, og Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri, voru með for- sætisráðherra í viðræðunum, en af hálfu Norðmanna tóku þátt í þeim Bratteli, Knut Frydenlund, utanríkisráðherra, og Bjartmar Gjerde, samstarfsráðherra í mál- efnum Norðurlanda. Forsætisráðherrarnir hittust aftur fyrir hádegi á morgun og þá verður m.a. rætt um landhelgis- mál, alþjóðamál, samvinnu Evrópuríkja, þ.á.m. EBE og NATO og samvinnu Norðurlanda. I dag heimsótti Geir Hallgrims- son Nylands-verksted, sem er eitt af fyrirtækjum Aker- samsteypunnar og skoðaði þar m.a. risavaxinn olíupall, sem verið er að smíða. I gærkveldi sátu forsætisráð- herrahjónin boð norsku rikis- stjórnarinnar í Akershus-kastala. Frú Erna Finnsdóttir heimsótti í morgun söfn á Bygdö, þar sem eru víkingaskipin, Fram, Kon- Tiki-safnið og norska þjóðminja- safnið. Siðan snæddi hún hádegis- verð f boði frú Randi Bratteli. — Minning Framhald af bls. 27 slysi, er ekið var á hann, þegar hann var á leið til vinnu sinnar, og varð hann aldrei samur rnaður eftir það. Kristján og Kristjana eignuðust tíu börn og eru tvö enn ófermd. Þrjú eru fædd á tsafirði, Sigríður Ingibjörg, búsett í Hveragerði, Guðrún Ágústa í Reykjavík, Þröstur á Akranesi, hin eru öll fædd á Akranesi; Rakel, búsett í Kópavogi, Arnfríður í New- Mexico og Kristján, Kristjana Valgerður, Jón Ágúst, Kolbrún og Asdis, sem öll eru á Akureyri. Einnig átti Kristján son áður en hann kvæntist Kristjönu, Einar Val, kennara á Isafirði. Kristján var maður glaðvær og söngelskur, hrókur alls fagnaðar, þótt minna bæri á því hin síðari ár, enda þreyttur orðinn og slit- inn, búinn að koma upp tveim kynslóðum. Ilann var til fyrir- myndar f snyrtimennsku bæði úti og inni, meðan hann var bóndi, og alla tfð til æviloka í störfum sín- urn og öllu því, er hann tók sér fyrir hendur. Hann sagði einu sinni, að það væri skrýtið, hvað allir yrðu góðir þegar þeir væru dánir, en er það ekki einmitt þá sem fólk tínir fram beztu minningarnar, og fyr- irgefur og gleymir þeim, sem verri eru? Kristján á orðið marga afkomendur, barna- og barna- börnin hans eru nú hátt í fjörutíu. Skömmu fyrir andlát hans veiktist Kristjana kona hans og dvelst hún nú á sjúkrahúsinu á Akranesi. Þau eiga því um sárt að binda yngstu systkinin að Suður- götu 39 um þessar mundir. Megi guð gefa henni heilsuna aftur, svo að hún komist heim til barna sinna á ný. Blessuð veri minning mfns elskulega föður. Dóttir. — Tilmæli ASÍ Framhald af bls. 36 hreyfingarinnar til baráttu gegn verðbólgunni og þeirri geigvæn- legu kjaraskerðingu, sem af henni hefur leitt og mun leiða, ef ekki verður nú þegar um gagn- gera stefnubreytingu að ræða i efnahagsmálum og kjaramálum. Það er álit miðstjörnarinnar, að við þær aðstæður, sem nú ríkja, geti verkalýðshreyfingin því aðeins vænzt viðunandi árangurs í þeirri baráttu, sem nú er fram- undan, að hún mæti atvinnurek- endum og ríkisvaldi sem órjúf- andi heild með sameiginlega stefnu og markmið. Því sam- þykkir miðstjórnin að boða til kjaramálaráðstefnu aðildarsam- takanna eigi síðar en í nóvember til þess þar og þá að ganga endan- lega frá samræmdri kröfugerð samlakanna. Verði að því stefnt að fullreynt verði á áramótum, hvort samningar geti 'tekizt án verk- fallsátaka." — Olíuverð Framhald af bls. 17 framleiðslu um 19%, Líbýa um 41%, Kuwait um 27%, Venezúela um 19% og Iran um 12%. Ríkin hafa f grundvallar- atriðum haldið óbreyttu verði, en þó lækkuðu stjórnir Nígeríu, Ekvador og Líbýu verðið nokk- uð, eða allt að 46 centum á olíufat. — Þyrmir Framhald af bls. 17 reglumann við bankarán í borg- inni fyrir þremur mánuðum. Aðeins þrír menn hafa verið teknir af lífi á Spáni á undan- förnum tíu árum, allir fyrir að myrða lögreglumenn. Þau sem nú hafa verið dæmd til dauða eru Maria Jesus Dasca Panellas, 20 ára stúdent, Concepcion Tristan Lopez, 21 árs gömul hjúkrunarkona, Jose Sanchez-Bavi Sollas, stúdent, Manuel Canaveras de Gracia, 20 ára stúdent og Ramon Garcia Sanaz, 27 ára málmverkamaður. Sá sem var dæmdur í 20 ára fangelsi var Jose Fonfria, 29 ára gamall lfffræðikennari, sem var sagður hafa tekið þátt i sam- særinu gegn vilja sínum. Sækjandinn hélt því fram, að Sanaz hefði skotið á lögreglufor- ingjann, Antonio Pose Rodriguez lautinant, af stuttu færi i Madrid 16. ágúst með byssu, sem hann hefði fengið hjá Canaveras de Gracia. Hann kvað Sanchez-Bravo hafa stjórnað morðinu, en sagði að stúlkurnar hefðu sagt honum fyrir verkum. — Hearst Framhald af bls. 1 hjónunum, Þ< ir . handlóku þau eftir að hafa fylgzt með þeitn stundarkorn. „Þar nteð höfum við haft upp á öllum sem við, vitum að voru félagar í SLA,“ sagði Charles Bates, einn af starfsmönnum FBI sem stjórnuðu leitinni að Patty Hearst. Leitin að henni hófst í hverfinu þar sem hún fannst, að sögn FBI. Móðir ungfrú Hearst, Catherine, var í Los Angeles þegar dóttir hennar var handtek- in og sagði að hún mundi fara rakleiðis til San Francisco. Randolph faðir hennar var i New York i viðskiptaerindum og vildi ekkert segja um handtöku dóttur sinnar fyrst í stað. Aðspurður sagði Bates um ungfrú Hearst að „hún virtist vel á sig komin“. Hún var strax færð til yfirheyrslu, en á yfir höfði sér ákæru fyrir þátttöku i ráni í banka I San Francisco 15. apríl 1974. Bæði hún og Harris-hjónin eiga alls yfir höfði sér 20 ákærur, meðal annars fyrir að hafa haft ólögleg vopn undir höndum og mannrán. Hvarf ungfrú Hearst er eitthvað dularfyllsta mál sem um getur í sögu Bandarikjanna og jafnframt fyrsta pólitíska mann- ránið í sögu landsins. Aðeins tveimur mánuðum eftir rániö sneri ungfrú Hearst baki við foreldrum sinum. Uún gerði skoðanir Symbonesiska frelsis- hersins að sínum og tók virkan þátt í starfsemi hans. Eftir banka- ránið 1974 sendi hún útvarpsstöð hljóðritun þar sem hún syrgði sjö félaga úr frelsishernum, sem féllu í bardögum við lögreglu, og strengdi þess heit að hún mundi aldrei snúa aftur til fjölskyldu sinnar. 1 júní í sumar voru tveir af foringjum frelsishersins dæmdir i ævilangt fangelsi fyrir morð. — Hussein Framhald af bls. 17 Ilenry Kissinger utanríkisráð- herra hefur reynt að fá þingið til að samþykkja sölu Ilawk- flauganna og sagt að Hussein hafi áhrif í hófsama átt í Araba- heiminum og sé hliðhollur Banda- ríkjamönnum. Clifford Case öldungadeildarmaður og aðrir þingleiðtogar hafa barizt gegn sölunni nema með þeirn skil- yrðum, sem Ford skýrði þing- heimi frá i orðsendingu 1 gær. Andstaða þeirra hefur harðnað við samkomulag, sem Hussein konungur og Ilafez Assad, forseti Sýrlands, hafa gert um nánari samvinnu landanna. Margir telja, að það samkomulag hafi treyst aðstöðu Araba á „norðurvíg- stöðvunum“ gagnvart ísrael. — Verðum að . . . Framhald af bls. 2 eru bókanir löngu fyrirfram og mikið skipulag virðist vera á ferðalögum farþega á þeim Ieiðum.“ „Eru breytingar væntanlegar á flugrekstrinum?“ „Þetta mun haldast í svipuðum dúr, en heldur vaxandi og við munum í haust þurfa að huga að aukningu flugflotans á næsta ári. Verða þau mál tekin fyrir nú á næstu mánuðum, en það er allt sem bendir til þess að við verðum að auka flugflotann." „Var ekki skortur á sætum til Norðurlanda um hásumarið?“ „Á tímabilinu frá 15. júli til 15. ágúst mun hafa verið eitthvað um alveg lokaðar ferðir og þannig vill það stundum verða á háannatima- bilinu, en á tímabilinu frá júni- lokum og fram í september fjölg- um við talsvert ferðum á þessum leiðum." „Hvernig standa flugskýlis- mál?“ „Þau mál liafa verið til athug- unar um nokkurt skeið. Það verður mikið vandamál þar sem . ekki mun takast að koma upp nýju flugskýli fyrir veturinn, en það kemur væntanlega upp á næsta ári. I millitiðinni verður hins vegar að gera ráðstafanir til að bæta aðstöðuna." „Hvað um umræður síðustu daga varðandi möguleika á öllu viðhaldi íslenzkra véla hér heima?" „Islenzku flugvirkjarnir eru rnjög færir strákar og ágætir starfsmenn, en það er margt i rekstrinum sem veltur ákaflega mikið á hagkvæmni og viðhald flugvéla hefur verið og er vanda- mál margra flugvéla. Viðhald á DC vélunumeráendastöð þeirra i New York, en það er Seabord sem sér uni það viðhald undir eftirliti flugvirkja hjá Flugleið- um. Norðurlandaflugið hefur endastöð hér heirna og meginhluti viðhalds þeirra fer frem hér. Sarna er að segja um Fokkerana. Það er grundvallarsjónarmið okkar að stefna að því að gera allt við vélarnar hér heima sem ger- legt er og hagkvæmt og að því vinnum við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.