Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 Gideonfélagið í Reykjavík 30 ára Félagið hefur gefið 95.000 skólabörnum Nýja testamentið Þann 30. ágúst sl. voru 30 ar liðin frá því að Gídeonfélag var stofnað í Reykjavík. Vestur- íslendingurinn Kristinn Guðna- son, sem dvalizt hafði um margra áratuga skeið erlendis, heimsótti þá ættland sitt. Ungur að árum öðlaðist hann trú á frelsara sinn Jesúm Krist. Vestan hafs kynntist hann Gídeonfélaginu þar sem hann gerðist virkur meðlimur, sístarfandi til síðustu stundar. Upphaflega var félagið stofnað af kristnum sölumönnum, sem játuðu Jesúm Krist, sem Drottin sinn og frelsara og viðurkenndu Biblíuna sem innblásið Guðsorð. Síðar bættust við verzlunar- og kaupsýslumenn og að lokum svo kallaðir „professional" menn. Tilgangur félagsins er að leitast við að ávinna aðra fyrir Drottin með lifi sínu og vitnisburði. Þetta var verkefni, sem gagntók huga Kristins. Greip hann sterk löngun til þess að kynna löndum sínum starf þetta og ef unnt væri að stofna Gídeonfélag hér á landi. Þeirra erinda kom hann hingað sumarið 1945. Þá komst hann f kynni við Ólaf Ólafsson kristni- boða, sem reyndist fús til þess að aðstoða Kristin í þessum efnum. Boðuðu þeir á fund ýmsa þá menn, sem taldir voru uppfylla inntökuskilyrðin og líklegir til þátttöku. Stofnfélagar urðu 17 og eru 15 þeirra á lífi og flestir starf- andi af fullum áhuga enn. Fyrir 10 árum voru félagsdeild- ir stofnaðar á Akranesi og Akur- eyri. Heildarfélagatalan á öllu landinu er nú 104. Auk þeirra verkefna, sem Gideonfélagar víðs- vegar um heiminn hafa, réðust íslenzkir Gídeonsfélagar árið 1954 i það að úthluta Nýjatestament- um til allra 12 ára skólabarna á landinu. Fyrir ábendingu margra skólastjóra og kennara var árið 1967 byrjað að úthluta til 11 ára barna. Á þann hátt var talið að betur mætti hafa not af Nýja- testamenntunum við kristinfræði- kennsluna. Eftir að úthlutun hefur farið fram i skólum nú í haust munu um 95.000 Islend- ingar hafa fengið Nýjatestamenti í hendur frá Gídeonsfélögum. Má því ætla að þau hafi komist til flestra heimila landsins. Mörg börn minnast með gleði og þakk- læti þeirrar stundar þegar Gideonfélagar heimsóttu skólana þessara erinda. Það sama verður og sagt um aðra þá staði, sem fá Biblíur og Nýjatestamenti að við því sé tekið með hlýju viðmóti og þakklæti, til uppörvunar fyrir þá, sem að þessu starfa. Til að minnast 30 ára starfs hafa Gídeonsfélagar efnt til félagsmóts í Skálholti. Lýkur þvi með almennri guðsþjónustu I Skálholtskirkju, kl. 2 e.h. á sunnudag. Þar mun biskupinn Yoshiyuki Tao heldur orgelhljómleika hér JAPANSKUR organleikari, Yoshiyuki Tao, er nú á hljómleika- ferðalagi um Evrópu. Hann kemur hingar til lands á vegum hljóðfæra- verzlunar Poul Bernburg h.f. og dvelst hér i fjóra daga. Hann heldur tónleika i Háskólabíói, n.k. sunnu- dagskvöld kl. 23.30, leikur i sjón- varpssal og leikur hans verður hljóð- ritaður á hljómplötu i J.B.J. upptökusalnum í Hafnarfirði. Yoshiyuki Tao er fæddur árið 1948 og útskrifaðist i konsertleik frá Kunitachi tónlistarskólanum iTokýo. Hann starfar nú i aðaldeild orgel- skóla Yamaha og kennir þar orgel- leik, jafnframt þvi sem hann heldur tónleika. Hér leikur hann á Yamaha orgel E-5 með tveimur R-60 B konsert hátölurum. M.a. mun hann leika japanska og islenzka tónlist. Yoskiyki Tao siðr- Kjólaefni Metravara r Otrúlega lágt verð Oplð tn 12 á laugardögum Egill íacobsen Austurstræti 91 25 (Fréttatilkynning). starfar í 107 löndum og telur um 47.000 meðlimi. Frá því að starfið hófst fyrir 76 árum hefur verið dreift út um 150 milljónum ein- taka af Biblium og Nýjatesta- mentum. Það gefst sérstakt tæki- færi til þess að hlýða á hann á samkomu í húsi K.F.U.M. & K. við Amtmannsstíg kl. 8.30 e.h. á sunnudag. Odd Ilaanes forséti Gídeonsamtakanna I Noregi og kona hans verða gestir sam- komunnar. Ennfremur Ástraliu- maður að nafni Fred Kollmorgan. Auk þess mun Halldór Vilhelms- son syngja einsöng. Sýnd verða sýnishorn af þeim eintökum af Nýjatestamentum sem byrjað verður að fara með í skólana strax daginn eftir auk annarra bóka, sem Gideonfélagar dreifa. Til guðsþjónustunnar i Skál- holti og samkomunnar í K.F.U.M. & K. eru allir hjartanlega vel- komnir og þeim sem þess óska gefst tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til útbreiðslu Orðsins. Skellinöðru stolið AÐFARANÓTT sl. þriðjudags var stolið appelsinugulri skelli- nöðru af Suzuki 50 gerð, módel 1973, og einkennistafir R-624 Hjólið var tekið í Breiðholti. Þeir, sem telja sig geta gefið upplýsingar um þennan þjófnað eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. Einn af stofnendum Gideonfélagsins, hinn ötuli og vfðkunni kristni- boði Ólafur Ólafsson er hér að afhenda skóladreng Nýja-testamentið. herra Sigurbjörn Einarsson prédika en sóknarpresturinn sr. Guðm. Óli Ólafsson þjóna fyrir altari. Ennfremur mun Gideon- félagi skýra í fáun* orðum frá starfinu. Nokkrir erlendir Gídeonfélagar hafa tekið þátt í mótinu í Skál- holti. Ber þar fyrstan að nefna M.A. Henderson aðalframkv.stj. samtakanna, sem aðsetur hafa í Nashville, Tennéssee. 1 mörg ár hefur hann haft hug á því að heimsækja Island, en vegna mik- illa anna ekki átt þess kost fyrr en nú. Hingað kemur hann á leið sinni vestur um haf eftir að hafa heimsótt og tekið þátt i Gideon- mótum í Ástralíu, Kóreu, Thailandi og viðar. Af frábærum dugnaði og fórnfýsi hefur hann átt einna drýgstan þátt í stjórnun og útbreiðslu félagsins, sem nú BIBR COSMETieS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.