Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 17 MYNDIN ER AF BORIS SPASSKY fyrrum heimsmeistara í skák og unnustu hans, Marinu Stcherbatcheff, einkaritara í franska sendiráðinu í Moskvu. Enn er allt á huldu um hvort Spassky kvænist Marinu, þvf sovézk stjórnvöld hafa skipað henni að koma sér úr landi fyrir giftingardaginn, sem var ákveðinn hafði verið 11. nóvember samkv. leyfi frá yfirvöldum. Þó er nú talið að betur horfi fyrir hjónaleysin eftir mikil blaðaskrif á Vesturlöndum og ásakanir um að Sovétstjórn- in sé þegar farin að virða Helsinkisáttmálann að vettugi. Þyrmir Franco lífi fimm dauðadæmdra? Madrid, 18. september. AP Hussein hafnar flaugum Fords Amman, 18. september. AP. SPÁNSKUR herréttur dæmdi f dag tvær ungar barnshafandi kon- ur og þrjá unga karlmenn til dauða fyrir að myrða lögreglufor- ingja. Þetta eru fyrstu dómarnir samkvæmt nýjum lögum um baráttu gegn hryðjuverkum þar sem morð á lögreglumönnum er dauðasök. Dómunum verður ekki áfrýjað til æðri herréttar samkvæmt lög- unum, en Francisco Franco þjóðarleiðtogi getur þó vægt hin- um dæmdu. Franco og stjórn hans fjalla um dómana á fundi á morgun, en sfðan verður að fram- fylgja þeim innan tólf klukku- stunda, nema Franco mildi þá. Sjötti sakborningurinn var dæmdur f 20 ára fangelsi. Réttar- höldin voru hávaðasöm, og réttur- inn skipaði herforingja til að taka við störfum fimm verjenda, þar sem þeir höfðu hávaða i frammi. Þau fimm sem voru dæmd til dauða játuðu að hafa verið félagar í bönnuðum samtökum „Byltingarfylkingu and- fastistískra ættjarðarvina (FRAP) sem stjórnin kallar „baráttuarm" kommúnisfaflokks marxista og lenfnista. Sjötti sak- borningurinn kvaðst hafa samúð með samtökunum en ekki vera félagi i þeim. Liklegt er talið að Franco breyti dauðadómum kvennanna í ævi- langt fangelsi, bæði vegna þess að þær eru barnshafandi og einnig vegna þess að konur hafa aldrei verið teknar af lífi á Spáni síðan Franco kom til valda fyrir 36 ár- um. Fimm aðrir dauðadæmdir fangar sitja í spönskum fangels- um: tveir Baskar, sem voru dæmdir f síðasta mánuði, og þrír félagar úr FRAP, sem voru dæmdir fyrr í þessum mánuði. Hins vegar var þeim leyft að skjóta máli sínu til yfirherréttar, þar sem nýju lögin náðu ekki til þeirra. í Barcelona er talið að dauða- dóms verði krafizt í réttarhöldum þar á morgun í máli 21 árs Baska, Juan Paredes Manot. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt lög- Framhald á bls. 35 STJÓRN Jórdanfu tilkynnti f dag, að hún ætlaði ekki að kaupa loft- varnaeldflaugar af Hawk-gerð af Bandarfkjamönnum vegna tak- markana, sem Ford forseti hefur sett á notkun þeirra. „Jórdanfu- stjórn telur þéssar takmarkanir einsdæmi og móðgun við þjóðar- heiður Jórdaníu," segir f yfirlýs- ingu frá skrifstofu Zaid Rifai for- sætisráðherra. Hussein Jórdaníukonungur hefur falazt éftir Hawk-eldflagum að verðmæti 270 milljónir dollara. Hann hefur þegar tilkynnt, að fái hann þær ekki muni hann kaupa loftvarnareldflaugar af Rússum. Hann hefur sagt, að Jórdaníu- stjórn sé þess albúin að fá sóvézka ráðunauta til að þjálfa Bedúína- her landsins „í takmarkaðan tíma“, éf hann káupir rússneskar Sam-flaugar. I yfirlýsingu Rifais er einkum vfsað á bug loforði, sem Ford for- seti hefur gefið bandaríska þing- inu þess efnis, að Jórdaníumenn muni aðeins nota eldflaugarnar á tilteknum stöðum og í varnar- skyni eingöngu og að Bandaríkja- menn muni leggja bann við þvf að eldflaugarnar heyri undir stjórn herliðs tveggja þjóða eða fleiri þjóða. Rifai lagði á það áherzlu í yfirlýsingunni að öll vopn, sem væru seld til Jórdaníu, „ættu að vera jórdönsk þegar þau væru komin til konungsríkisins". Rifai sagði að Jórdaníumenn ættu að fá flaugarnar afhentar jafnskjótt og Jórdaníumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð þeirra. Hann gagnrýndi þá fyrir- ætlun Förds að afhenda þrjár samstæður á þremur síðustu mánuðum ársins 1976, þrjár í við- bót á fyrstu þremur mánuðum ársins 1978 og átta samstæður frá þeim tíma og til 1979. Framhald á bls. 35 Geller sigraði Middlesborough, 18. september. Reuter. EFIIW Geller frá Sovétríkjunum var sigurvegari í Alexander- skákmótinu í Middlesborough. Hann hlaut níu og hálfan vinning og vann fimm skákir en gerði nfu sinnum jafntefli. Robert Húbner frá Vestur- Þýzkalandi fórnaði möguleika sfnum aó að verða sigurvegari á mótinu af því hann neitaði að tefla við Tony Miles frá Bret- landi. Húbner sagði að hann hefði ekki fengið tilkynningu urn að teflt yrði um morguninn en ekki sfðdegis fyrr en á síðustu stundu. Smyslov varð annar á mótinu með 8'A vinning en Húbner lenti í þriðja til fimmta sæti ásamt Bron- stein frá Sovétríkjunum og Hort frá Tékkóslóvakiu. Sax fékk 8 vinninga og Timman 7H vinning. Friðrik Ólafsson varð í áttunda til níunda sæti ásamt Kavlek frá Bandarfkjunum með 7 vinninga. Gheorghiu og Lombardy fengu 6 vinninga. ALVARLEGT KOSNINGA- ÁFALL FYRIR FORD Gert ráð fyrir 10% olíuverðshœkkun OPEC-ríkin fara sér hægt Vínarborg 18. scplcmbcr Reuter. NÚ ER talið nær fullvfst, að olfuframleiðslurfkin f OPEC samþykki verðhækkun á hrá- olíu frá 1. október nk. eftir óbreytt verð frá sl. áramótum. Olíumálaráðherrar rfkjanna 13 koma saman til fundar f Vfn 24. þessa mánaðar til að taka endanlega ákvörðun, en um 40 sérfræðingar frá þessum ríkj- um hafa undanfarna daga setið á fundum til að undirbúa málið fyrir ráðherrana. Sérfræðingar telja að ekki verði um mjög verulega hækk- un að ræða og hallast flestir að því, að hún verði um 10%, sem þýðir að olíufat hækkar úr 10,46 dollurum i 11.50 dollara og þótt sú hækkun muni hafa erfiðleika í för með sér fyrir iðnaðarþjóðirnar verður hún ekki óviðráðanleg. Leiðtogar OPEC-landanna halda því nú fram, að olíuverðs- hækkun sé nú réttlætanleg vegna þess, að verðbólga á Vesturlöndum hafi valdið verð- hækkunum á þeim vörum, sem olíurikin kaupa frá Vesturlönd- um, eins og t.d. stáli og hveiti. Iranskeisari heldur því fram, að oliuframleiðslurikin hafi tapað um 30—35% af olíutekj- um vegna lækkandi gengis BandaríkjadoIIars og verðbólgu í heiminum. Heimildir herma, að Líbýa, Alsír og Irak krefjist 30% hækkunar, en að meiri- hlutinn innan samtakanna sé andvígur vegna þess að slfk hækkun sé óraunsæ og gæti valdið erfiðleikum. Olíuverðshækkunin sem orð- ið hefur frá 1973 hefur haft í för með sér, að cftirspurn eftir olíu hefur minnkað til muna og er talið að dagsframleiðslan hjá OPEC-ríkjunum sé nú um 7 milljón fötum minni en var 1973. Saudi-Arabía minnkaði Framhald á bls. 35 Washington 18. september AP. DEMÖKRATINN John Durkin sigraði í aukakosningum um annað öldungadeildarsætið fyrir New Hampshire í fyrradag og er sigur hans talinn mikið áfall fyrir Ford forseta, sem tók persónu- lega þátt f ksoningabaráttu fram- bjóðanda repúblíkana, Luis Wyman. Ronald Reagan fyrrum rfkisstjóri Kaliforníu kom einnig fram fyrir hönd Wymans. Er þetta í fyrsta skipti á 120 árum að demókratar skipa bæði öldunga- deildarsætin fyrir New Hamp- shire. Durkin fékk 54% atkvæða, en Wyman 43. Frambjóðandi óháðra fékk 3%. WILSON FRA BÚKAREST Búkarest, 18. september. AP. ÞRIGGJA daga heimsókn Harolds Wilsons forsætisráðherra Bret- lands til Rúmeniu lauk i dag með þvi að Wilson og Ceausescu for- seti Rúmeníu undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um gagnkvæm loforð um að stórauka samstarf þjóðanna á sem flestum sviðum. Þá undirrituðu leið- togarnir einnig samning um sam- starf á sviði iðnaðar- og efnahags- mála, skattasamning og samstarf um friðsamlega nýtingu kjarnorku. í tilkynningu rúmensku fréttastofunnar segir að viðræðurnar hafi einkennst af vinsemd og gagnkvæmum skilningi leiðtoganna. F I A T r Sýningarsalurl Höium oonaö sýningarsa að sÉ®öia35 — Sýnum nýjar og notaðar Fiat-bifreiðar Tökum allar notaðar bifreiðar í umboðssölu FIAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI, Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.