Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
Samúel Jóhannsson
prentari, sjötugur
I DAG verður Samúel Jóhannsson
prentari sjötugur. Hann er borinn
og barnfæddur hér í Reykjavik.
Árið 1920 hóf Samúel nám í
prentlist í Prentsmiðjunni Acta,
lauk þar prentnámi sinu og
starfaði síðan við þá prentsmiðju
til ársins 1928. — Það ár gerist
Samúel starfsmaður ísafoldar-
prentsmiðju í hinu gamla húsi
ísafoldar við Austurstræti. Það
kom í hans hlut að vinna við
Morgunblaðið, sem þá var
prentað í Isafold. — Iiann vann
við blaðið meðan það var prentað
þar allt til ársins 1947 er
Morgunblaðsprentsmiðjan tók til
starfa og við hana vann Samúel
alit fram til þess að farið var að
offsetprenta Morgunblaðið árið
1972. Um áratuga skeið hefur
Samúel unnið á vöktum og vinnu-
dagurinn oft verið bæði langur og
strangur. Eru þess fá dæmi á hans
langa starfsferli að hann hafi
ekki verið mættur stundvíslega
— kvikur og léttur á fæti, — við
umbrotið í prentsmiðjunni hvort
heldur var á morgunvakt eða
kvöldvakt, sem oft stóð framundir
morgun.
Enn skilar Samúel miklu dags-
verki í prentsmiðju Morgunblaðs-
ins og lætur sjötugur engan bil-
bug að finna.
Samúel nýtur virðingar sam-
starfsmanna sinna, sem á þessum
tímamótum í ævi hans senda
honum innilegustu hamingjuósk-
ir. Framkvæmdastjóri Morgun-
blaðsins, ritstjórar þess og'aðrir
samstarfsmenn færa afmælis-
barninu hamingjuóskir og þakka
honum mikið og giftudrjúgt starf
i þágu Morgunblaðsins.
Þess má geta hér, að Samúel
hefur verið meistari flestra
þeirra, sem Iokið hafa námi í
prentsmiðju Morgunblaðsins.
Samúel, sem að sjálfsögðu er
meðal eldri félaga H.Í.P., átti sæti
i stjórn þess á árunum 1934—38.
Sem fyrr segir er Samúel
Jóhannsson fæddur hér í Reykja-
vík. Foreldrar hans voru hjónin
Jónína B. Jónsdóttir og Jóhann Á.
Jóhannsson. Samúel er kvæntur
norskri konu, Aletta Soffia
Knutsdóttir Mjátveit. Éiga þau
þrjiHmrn öll uppkomin.
I sumar varð kona Samúels
fyrir slysi er hún var
í heimsókn á æskustöðvum
sínum í Noregi og er hún enn í
sjúkrahúsi. Af þeim ástæðum
getur afmælisbarnið ekki tekið á
móti gestum á þessum afmælis-
degi sinum, en þau hjónin búa að
Drápuhlíð 7.
Sjálfstæðismenn í Nes- og Melahverfi:
Árásir andstæðinga
fylkja sjálfstœð-
ismönnum saman
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Félagi sjálfstæðismanna f
Nes- og Melahverfi:
Á fundi í stjórn Hverfasam-
taka sjálfstæðismanna í Nes- og
Melahverfi, sem haldinn var
mánudaginn 15. september
1975, var eftirfarandi tillaga
samþykkt einróma:
Fundurinn harmar blaða-
skrif og moldviðri sem blásið
hefur verið upp í ákveðnum
blöðum, sem eru í andstöðu við
Sjálfstæðisflokkinn, vegna
ákveðinnar lóðaúthlutunar i
borginni, til þess að skapa tor-
tryggni í sambandi við fjáröfl-
un til byggingar Sjálfstæðis-
hússins í Reykjavík.
öllum sem um málið hugsa af
skynsemi er ljóst, að hér er
fyrst og fremst á ferð „pólitisk
bomba“ sem smíðuð er af óhlut-
vöndum mönnum til að gera
fjáröflun Sjálfstæðisflokksins
tortryggilega og til að rýra
mannorð Alberts Guðmunds-
sonar borgarfulltrúa.
Af framangreindu tilefni
samþykkir fundurinn fullt
traust á Albert Guðmundsson,
sem þekktur er að vammleysi
og dugnaði og mótmælir öllum
ásökunum um óheiðarleg
vinnubrögð varðandi fjárfram-
lög til byggingar Sjálfstæðis-
hússins, enda hafa þúsundir
manna og kvenna lagt fram fé
og sjálfboðavinnu til að gera
þann draum að veruleika, að
sjá glæsileg heimkynni Sjálf-
stæðisflokksins rísa af grunni.
Það er trú okkar og von, að
framangreind árás andstæð-
inga vorra fylki sjálfstæðis-
mönnum fastar saman til að ná
settu marki, en láti ekki öfund-
sjúka andstæðinga, sem beita
nákvæmlega sömu aðferðum
við fjáröflun til sinnar flokks-
starfsemi, draga úr dugnaði og
fórnfýsi þess fólks sem styður
og styrkir Sjálfstæðisflokkinn.
Verið að flytja
Kröfluborinn
STARFSMENN við Kröflu unnu f
gær og fyrradag að þvf að flytja
jarðborinn stóra. Var hann tek-
inn frá holunni sem valdið hcfur
hvað mestum erfiðleikum og
settur nálægt fyrstu holunni sem
boruð var.
Að sögn Sigurðar Benedikts-
sonar, starfsmanns Orkustofn-
unar, sem Mbl. ræddi við hjá
Kröflu í gær, verður Iokið við að
flytja borinn í dag. Tekur nokkra
daga að stilla hann til borunar en
þegar því lýkur verður byrjað að
bora þriðju holuna. I gærkvöldi
voru menn væntanlegir til Kröflu
með útbúnað til að loka „vand-
ræðaholunni," þar á meðal nýja
holuloka.
Klippt aftan úr þýzkum
VARÐSKIPIÐ Týr klippti
klukkan 14,19 í gær á báða tog-
víra vestur-þýzka togarans
Gluckstadt SK-101 frá Kiel, þar
sem skipið var á veiðum suð-
austur af Hvalbak, 3 mílur innan
50 mílna markanna.
Wm1 Wjjjm
¥
,*2 T 4 I \s
tlr afgreiðslusal aðalbanka Landsbanka tslands.
90 ár frá staðfestingu
laganna um Landsbankann
1 GÆR voru 90 ár frá því er lög
um Landsbanka Islands voru
staðfest, en það gerði konungur
tslands hinn 18. september
1885. Hinn 1. júlf 1886 opnaði
bankinn síðan f Bakarabrekk-
unni, sem sfðar fékk nafnið
Bankastræti. Afmæli bankans
er miðað við 1. júlí nú hin
sfðari ár, en ekki 18. septemb-
er, en þó hefur verið talið að
bankinn væri stofnaður 1885.
Landsbanki íslands er elzti
og stærsti viðskiptabanki lands-
ins. Utan aðalbankans eru nú
starfrækt 6 útibú í Reykjavík
og úti á landi eru útibúin 11 og
að auki 7 afgreiðslustaðir bank-
ans f tengslum við þau. Alls eru
því 18 útibú og afgreiðslustaðir
bankans utan Reykjavíkur.
Heildartala starfsmanna
Landsbaknans í árslok 1974 var
662, en þar af störfuðu í útibú-
um bankans utan Reykjavíkur
169 manns. Á sfðasta heila
reikningsári bankans 1974 varð
velta hans 1.544 milljarðar
króna og hafði á því ári aukizt
um 58%. Afgreiðslur bankans
urðu á árinu 7,5 milljón, sem
svarar til 23%aukningar frá
fyrra ári.
Yfirstjórn bankans skipa þrír
menn: Björgvin Vilmundarson,
Helgi Bergs, og Jónas H. Har-
alz, en aðstoðarbankastjórar
eru Gunnlaugur Kristjánsson
og Sigurbjörn Sigtryggsson. í
bankaráði Landsbanka Islands
eiga nú sæti þessir menn: Einar
Olgeirsson, fyrrverandi alþing-
ismaður, formaður, Kristinn
Finnbogason framkvæmda-
stjóri, varaformaður, Árni Vil-
hjálmsson prófessor, Baldvin
Jónsson hæstaréttarlögmaður
og Kristján G. Gíslason stór-
kaupmaður. Endurskoðendur
bankans eru Ragnar Jónsson
skrifstofustjóri og Jón Helga-
son ritstjóri.
Sigfús Daðason hættir
hjá Máli og menningu
SIGFUS Daðason hefur sagt upp
störfum sem útgáfustjóri hjá
bókaforlaginu Máli og menningu.
Lagði Sigfús fram uppsagnarbréf
á miðvikudaginn.
Sigfús sagði í samtali við Mbl. í
gær, að ástæðan væri sú, að á
aðalfundi félagsráðs Máls og
menningar á þriðjudaginn hefði
hann ekki náð kosningu í stjórn
og hefði formaðurinn, Þorleifur
Engin síldarsala
í Danmörku
síðan 12. sept.
ENN er ekki vitað hve mörg skip
ætla til síldveiða f Norðursjó, en
sfðustu daga munu nokkur skip
hafa haldið til þeirra veiða. Þær
fréttir hafa hins vegar borizt úr
Norðursjó, að þar sé bræla og hafi
verið í nokkra daga, og litla sem
enga sfld að finna. Sfðasta sala
fslenzks sfldveiðiskips var í Dan-
mörku 12. september s.l.
Útgerðarmenn og sjómenn síld-
veiðiskipanna munu vera öhressir
yfir þeim ákvæðum í reglugerð-
inni, sem sett var vegna síldveiða
á Islandsmiðum, að þau skip er
ætluðu sér að salta síldina um
borð, skyldu hefja veiðarnar fyrir
5. október n.k. ella félli veiði-
heimiid þeirra niður. Segja
sjómenn, að ekki taki að fara nið-
ur í Norðursjó, ef skipin ætla á
þessar veiðar hér heima, þar sem
enginn tími gefist þá til veiðanna
fyrr en þau væru búinn að veiða
sinn kvóta við ísland.
Einarsson jarðfræðingur, átt
uppástunguna að því. „Ég áleit að
þarna hefði ég fengið ákveðna
bendingu um að ég skyldi hætta,“
sagði Sigfús.
Sigfús Daðason hefur gegnt
starfi útgáfustjóra í eitt ár, en
áður hafði hann verið fram-
kvæmdastjóri um árabil. Hann
var látinn hætta þvi starfi i fyrra
og gerður að útgáfustjóra samfara
því að hann tapaði i formanns-
kjöri fyrir Þorleif Einarssyni.
Auk Þorleifs eiga nú sæti i stjórn-
inni Halldór Laxness, Jakob
Benediktsson, Anna Einarsdóttir
og Vésteinn Lúðvíksson, sem nú
kom inn í stað Sigfúsar.
Þegar Sigfús var spurður um
undanfara þessara atburða f
stjórninni svaraði hann þvf til, að
það væri flókið mál og erfitt og
yrði ekki hrist fram úr erminni
án undangenginnar könnunar.
Sigfús sagði að lokum, að hann
hefði enga ákvörðun tekið um það
hvað hann tæki sér fyrir hendur
eftir að hann lætur af störfum hjá
Máli og menningu.
Ljósmynd Sv. Þorm.
SLYS — Stúlkan sem lenti f slysinu á Suðurlandsbraut f fyrrakvöld
og sagt var frá í blaðinu f gær, er nú á batavegi.Hún skall mjög
harkalega með andlitið f götuna eftir að bfllinn ók á hana. Hlaut
hún töluverð meiðsli, m.a. missti hún tennur og kjálkabrotnaði.
Nokkrir árekstrar urðu í umferð höfuðborgarinnar f gær en sá
mesti varð f gærmorgun á Kringlumýrarbraut í Fossvogi, cn þá
lentu 6 bflar í árekstri. Skcmmdir urðu nokkrar cn ckki tcljandi
meiðsli.