Morgunblaðið - 27.09.1975, Side 2

Morgunblaðið - 27.09.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 20 þús. tunnur seldar: „Þokkalega ánægð- ir meðverðið” SAMNINGANEFND Síldarút- vegsncfndar undirritaði f gær fyr- irframsamning um sölu á 20 þús. tunnum af heilsaltaðri Suður- landssíld framleiddri á yfirstand- andi síldarvertíð. Kaupandi sfld- arinnar er V/O Prodintor f Moskvu. Sfldina á að afgreiða á fyrsta ársfjórðungi 1976 og lág- marksstærð síldarinnar miðast við 900 stk. f tunnu. í fréttatilkynningu sem Síldar- útvegsnefnd sendi frá sér í gær, segir ekkert um verð það, er sam- ið var um. Ekki tókst Morgunblað- inu að ná sambandi við Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóra Síld- arútvegsnefndar f gær, en hann var þá á leið til Svíþjóðar þar sem samningaviðræður hefjast um helgina. Björgvin Torfason, full- trúi hjá Síldarútvegsnefnd, sagði Samningar um hitaveitu á Arnarnesi að hefjast BORGARRÁÐ hefur falið nefnd þeirri, sem áður sá um samninga við Hafnarfjörð, Garðahrepp og Kópavog fyrir Hitaveitu Reykjavfkur að hefja samningaviðræður. við fbúa á Arnarnesi um yfirtöku hitaveitu fbúanna, en þar er starfrækt kyndistöð fyrir íbúðarhverfið. Nefndin hefur enn ekki hafið viðræður við íbúana f hverfinu, en f henni eiga sæti Albert Guðmunds- son, Olafur B. Thors og Kristján Benediktsson. Söluaukn- ing Morgun- blaðsins 1 FRÉTT f dagblaðinu Vfsi í gær er látið að þvf liggja, að útgáfa hins nýja Dagblaðs hafi m.a. haft neikvæð áhrif á sölu Morgunblaðsins. Af þessu til- efni þykir rétt að upplýsa, að söluaukning Morgunblaðsins, sem yfirleitt er mjög jöfn, hef- ur verið meiri sfðustu vikur en um nokkurt skeið áður. Jafnframt er ástæða til að ftreka, að Morgunblaðið er nú sem fyrr reiðubúið til þátttöku f eftirliti með upplagi dagblað- anna og er þá átt við seld ein- tök, en ekki aðeins prentað upplag, og sýnist ekki sfzt ástæða til slfks eftirlits f Ijósi samkeppní þeirrar sem nú er á sfðdegismarkaðnum. hins vegar í gær að menn væru þokkalega ánægðir með þetta verð, en hinu væri ekki að neita, að verkunarkostnaðurinn væri nú orðinn mjög hár. Þessi samningur hefði gífurlega mikið að segja, þar sem þeir bátar er munu sjó- salta síldina gætu nú nýtt alla þá síld er þeir fengju. Björgvin sagði, að mjög mikilvægt væri nú að vanda verkun á sildinni vel, því samningurinn í Moskvu, sem gerður var í gær, markaði viss þáttaskil. Islendingar væru nú komnir á ný inn á hinn stóra rússneska síldarmarkað og hann mættum við ekki missa á ný. Þessa ljósmynd tók Sv. Þorm. ljósmyndari Mbl. hjá hesthúsunum við Elliðaárnar í gær, en þar voru þessar hæglátu rjúpur að spranga um f sólglefsunum, komnar af f jöllum ofan f byggð. Kvennafrí með úti- fundi 24. október 50 félög standa að því FULLTRÚAR frá u.þ.b. 50 félög- um og samtökum i Reykjavík og nágrenni stofnuðu þ. 11. sept. s.l. samstarfsnefnd um framkvæmd kvennafrís þ. 24. okt. n.k., á degi Sameinuðu þjóðanna. Aðild að nefndinni eiga stéttarfélög, stjórnmálafélög, kvenfélög og aðrir áhuga- og hagsmunahópar kvenna. Þ. 15. sept. var síðan stofnuð tíu manna framkvæmdanefnd og 5 starfshópar, sem vinna að undir- búningi. Hóparnir eru opnir öllum, sem taka vilja þátt í starfinu og má tilkynna þátttöku f húsakynnum Kvenréttindafélags Islands að Hallveigarstöðum við Túngötu (efstu hæð) kl. 2—4 og 9—10 síðdegis til 3. okt., sími 18156. Kannanir hafa verið gerðar á ýmsum vinnustöðum og hefur niðurstaða þeirra verið, að 80—100% kvennanna styðja nú þegar aðgerð þessa. Verkalýðshreyfingin hefur veitt málinu sterkan stuðning, t.d. samþykkti stjórn Sóknar einróma að styðja framkvæmdina fjár- hagslega og von er á framlögum frá fleiri félögum. Framkvæmdanefndin mun leita eftir samvinnu við samtök Hafnarfjörður: Safnað fyrir þroskaheft börn LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar mun í dag, laugardag, selja perur til ágóða fyrir byggingu heimilis fyrir þroskaheft börn í Hafnar- firði. Félagar I klúbbnum munu ganga í hús eftir hádegi og vonast til að fágóðan stuðning bæjarbúa. kvenna víðsvegar um land og hafa einstaklingar og félög úti á landi þegar sýnt áhuga á, að samstaða náist um allt land. Áætlað er, að útifundur verði hámark dagskrárinnar í Reykja- vík og opið hús verði á fleiri en einum stað í borginni. Framkvæmdanefnd um kvennafrí: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Ásthildur Ölafsdóttir, Björk Thomsen, Elísabet Gunnarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Gerður Steinþórs- dóttir, Margrét Einarsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Valborg Bentsdóttir. Dreifibréf verður sent út til kvenna næstu daga, og er svo- hljóðandi: HVERS VEGNA KVENNAFRl? Kvennaársráðstefnan, haldin dagana 20. og 21. júni 1975, í Reykjavík, skorar á konur að taka sér frf frá störfum á degi Sam- Framhald á bls. 18 Álsala glæðist á ný EFTIRSPURN eftir áli hefur nokkuð glæðzt með haustinu — að þvf er Ragnar S. Halldórsson forstjóri Islenzka álfélagsins h.f., tjáði Mbl. f gær. ISAL á nú um 25 til 30 þúsund tonn f birgðum og er ekki búizt við þvf að mikið gangi á þær, en vonir standa til að hin aukna eftirspurn leiði til þess að birgðir aukist ekki. Ragnar S. Halldórsson sagði að frá þvf í marzmánuði og fram í september hefðu sáralitlar pant- anir borizt aðrar en þær, sem Kín- verjar gerðu og keyptu, um 10 þúsund tonn. Sfðan hafa borizt pantanir f september og liggja nú fyrir pantanir fyrir 16 þúsund tonnum, sem samsvarar nokkurn veginn framleiðslunni til ára- móta. Þá hafa Kinverjar óskað eftir um 6.500 tonnum til viðbótar fyrrgreindu magni. Þessi nýja pöntun verður afskipuð í nóvem- ber. Framleiðendur, sem nota ál sem hráefni, virðast nú vera bún- ir að nota þær birgðir, sem þeir höfðu áður keypt. Þegar skortur er á áli byrgja framleiðendurnir sig upp til þess að geta haldið áfram framleiðslu sinni. Þegar þessar birgðir þrýtur, kemst að nýju hreyfing á álmarkaðinn, sem nú virðist hafa orðið. Óvenjumargir Þjóðverj- ar að ólöglegum veiðum SlÐASTLIÐINN sólarhring var talsvert að gera hjá Landhelgis- Borgarráð samþykkti tvískipta hækkun hitaveitugjalda, 32,25% BORGARRÁÐ samþykkti f gær á fundi sfnum hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur, sem nem- ur 32,25%, sem skipt er f tvo hluta — þannig að gjaldskráin hækkar þegar um 15%, en sfðan aftur um 15% hinn 1. janúar. Hækkunarbeiðni sú, er Hitaveit- an hafði lagt fyrir borgarráð, nam 33%. Hækkunin var samþykkt í borgarráði með þremur atkvæð- um gegn einu, en einn borgar- ráðsmanna sat hjá. I tillögu, sem borgarráðsfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram, er lögð á það áherzla, að nauðsynlegt sé að tryggja veitu- stofnunum Hitaveitu, Rafmagns- veitu og Vatnsveitu tekjustofna, er tryggi fjárhag þeirra — að öðr- um kosti hljóti að draga úr þeirri þjónustu, sem stofnarirnar veita borgarbúum og atvinnurekstri í borginni. Með hækkun gjald- skrárinnar væri verið að tryggja notendum veitunnar áframhald- andi örugga þjónustu og þar með lægri hitunarkostnað en uiínt er að fá með öðrum hitagjöfum. Bendir borgarráð á með tillög- unni, að samkvæmt gjaldskrá Hitaveitunnar er hitunarkostnað- ur þeirra, sem hennar njóta, nú aðeins 25% af hitunarkostnaði með olíu, en myndi verða eftir hækkunina um 34%. Til þess að draga úr áhrifum hækkunarinnar ákvað borgarráð að skipta henni í 15 + 15% og tæki hin fyrri hækk- un þegar gildi, en hin síðari 1. janúar 1976. I tillögunni segir jafnframt, að haldizt verðlag stöð- ugt, muni frekari hækkun ekki reynast nauðsynleg f fyrirsjáan- legri framtið. Borgarráðsfulltrúi Alþýðu- bandslagsins Sigurjón Pétursson greiddi atkvæði gegn hækkunar- tillögunni, þar sem hann taldi hana of háa og benti á, að gjald- skrá Hitaveitunnar hefði hækkað um 130% á einu ári. Kristján Benediktsson, borgarráðsfulltrúi Framhald á bls. 18 gæzlunni við að stugga við vestur- þýzkum togurum, sem voru að veiðum innan 50 mflna fiskveiði- lögsögunnar. Alls voru 14 Þjóð- verjar að veiðum við landið, þar af 9 að ólöglegum veiðum innan fiskveiðimarkanna. Varðskip ráku þá á haf út. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Ölafssonar hjá Landhelgis- gæzlunni voru sex togaranna fyr- ir innan við Suðausturströndina og einn rétt utan markanna. Varð- skipið stuggaði við þeim og elti 90 mílur út fyrir Hvalbak. Þá voru þrír togarar að ólöglegum veiðum við Vesturlandið og voru þeir sömuleiðis reknir út. Gunnar Ólafsson sagði að eng- inn togaranna hafi verið mikið fyrir innan 50 mflur, en hlutfall þeirra sem voru fyrir innan af togurunum, sem voru að veiðum við landið, var óvenju hátt. Togar- arnir voru farnir af miðunum hér við landið í gærdag. Þorlákshöfn: Heldur léleg aflabrögð Þorlákshöfn, 26. september AFLABRÖGÐ hér hafa verið heldur léleg, þótt sumir bát- anna hafi fengið sæmilegan afla. Gerðir eru út 5 bátar héð- an á spærling og hafa þeir afl- að sæmilega. Samanburður á afla 1974 og 1975: Bolfiskaflinn 1975 er 16.034 tonn, humar er 117 tonn, loðna 16276 tonn, spærlingur 1.429 tonn. Til samanburðar var aflinn 1974 fyrir sambærilegt tíma- bil: Bolfiskafli 19.708 tonn, humar 101 tonn, loðna 19.742 tonn og spærlingur 4.133 tonn. Þá veiddust i fyrra 22 tonn af síld. — Ragnheiður. Skrifstofu- stjóri forsœtis- ráðunegtisins FORSETI Islands skipaði hinn 16. september síðastliðinn Björn Bjarnason skrifstofu- stjóra í forsætisráðuneytinu, en Björn var áður deildarstjóri i ráðuneytinu. Harður árekstur HARÐUR árekstur varð í fyrrakvöld um klukkan 22 á gatnamótum Suðurlandsbraut- ar og Hallarmúla. Leigubifreið kom niður Hallarmúla, en Volkswagenbifreið ók eftir SUðurlandsbraut og skullu þær saman með þeim afleið- ingum, að ökuraaður og tvær stúlkur í Volkswagen- bifreiðinni slösuðust og voru flutt í slysadeild. Eftir rannsókn þar var fólkinu leyft að fara heim. Leigubifreiðarstjórinn ber í yfirheyrslum hjá rannsóknar- lögreglu, að hann hafi ekki séð Volkswagenbifreiðina og telur að hún hafi verið ljóslaus. Hinn ökumaðurinn telur sig hafa verið með ljós, en lögregl- an mun þó hafa aðgang að ein- hverjum sjónarvottum. Málið er i rannsókn, en bílarnir skemmdust báðir talsvert. Vetrarlegt í Siglufirði Siglufirði, 26. september. HÉR ER i fyrsta skipti á þessu hausti vetrarlegt yfir að líta, — alhvit jörð. Afli línubáta er heldur í tregara lagi núna. Skipstjórar bátanna hafa kvartað yfir þvi, að brezkir togarar þrengi að þeim um þessar mundir. Um veiðar- færatjón af völdum togaranna nú hef ég ekki heyrt getið. mj. Mgvetningar fresta göngum Björk Mývatnssveit 26.9. HÉR hefur verið noröanátt sfðustu daga. Aðfararnótt þriðjudags setti níður allmik- inn bleytusnjó. Sfðan hefur gengið á með dimmum éljum. Sumsstaðar er færð farin að spillast á vegum. Öðrum göng- um, sem áttu að hef jast á mið- vikudag, hefur verið frestað, og ekki ráðið hvenær farið verður. Búast má við, ef snjókoman helzt áfram, að erfitt geti reynzt að ná fé úr afréttinni. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.