Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 Texti & myndir Árni Johnsen nemendnr mmnm Lúðrablástur vakti okkur einn morguninn klukkan 5 niðri I Konsó. Það var verið að ræsa í strlð. Við þekkjum það að okkar sjómenn eru ræstir á sjóinn, eða að slökkvilið I þorpum úti á landi eru kölluð út með brunalúðri, en þarna ræsa þeir sína hermenn með lúðrablæstri þeg- ar skyldan kallar og skorizt hefur I odda með þeim og næstu grönnum, Borana eða Gúdjíun., ,m eru um fimmfalt fleiri hvor þjóðflokkur en Konsómennirnir 100 þúsund. Stuttu seinna fóru menn að tinast út úr kofunum og I myrkrinu hlupu þeir inn i frumskóginn með spjót sín og skildi og byssur þeir sem áttu. Ættbálkarnir eigast ekki við með neinum skriðdrekum eða slikum drápsvopnum tækninnar og miðað við nútímahernað þykir þeirra stríð ugglaust hálfgert gutl, en engu að siður kostar það lif manna dag eftir dag. ár eftir ár og þannig hefur það verið öld fram af öld Daginn eftir vantaði lOdaglauna- menn í byggingarstörf hjá Kristni- boðsstöðinni, þeir höfðu verið ræstir i stríðið og ef menn mæta ekki eru þeir sektaðir og fáir hafa efni á því Konsóbúar eru glæsilegt fólk, há- vaxnir og svipfagrir og þykja herská- ir og góðir hermenn, enda hafa þeir haft í fullu tré við hina fjölmennu ættbálka sem ráðast gjarnan á þá Einn þessara árásargjörnu ættbálka, Gúdjiar, halda þeim forna og grimma sið að skera kynfæri af mönnum annarra ættbálka ef þeir ætla að giftast og skreyta sig með þeim í brúðkaupinu eins og ég hef áður getið um I Eþíópíugreinum minum. Sérstaklega þykir þeim varið I að ná til Konsómanna í slíkum erindagjörðum vegna þess hve Konsómenn eru miklir hermenn og glæsilegir. Var svo komið fyrir nokkrum árum að slikar árásir á Konsómenn voru orðnar daglegt brauð. en þá tóku Konsóhermenn sig saman og réðust á heilt þorp Gúdjia og útrýmdu’ þar öllu lifi. Síðan hafa þeir haft frið að mestu i þessum efnum, en þó eru árásir Gúdjía farnar að aukast á ný. "Síðar þennan dag hittum við særða hermenn nýkomna úr stríð- inu. Einn var með byssukúlu i leggn- um, annar var talsvert aumur en þó nokkurn veginn göngufær Eins og venjulega hafði Jóhannes læknir hvergi frið, því allsstaðar var fólk Rætt við Jónas Þórisson skólastjóra 400 barna skóla í Konsó Á skólabekk I íslenzka kristniboðsskólanum I Konsó, myndarlegir piltar. sem vildi láta skoða sig og hjúkra. Hann skoðaði þennan særða her- mann í sjúkraskýlinu og hafði sá fengið byssukúlu i sig við.öxlina vinstra megin, en hægra megin fyrir neðan lungu hafði hún stöðvazt eftir að hafa farið í gegnum annað lung- að Það var ekki að furða þótt hann væri aumur, en það var eins og sumir særðir menn þarna skildu hreinlega ekki hve langt leiddir þeir voru og lifðu því áfram, því viss er ég um að Vesturlandabúar ( sams- konar tilfellum hefðu steindrepizt án nokkurra vangaveltna. Nú fer þvi fjarri að Konsóbúar lifi á striði því þeirra lif er akuryrkja, sem er þó ákaflega erfið í raun hjá þeim, þar sem venjan er að ekki rigni allt upp í 8 mánuði á ári og nú hafa þeir orðið að þola tvö ár að mestu rigningarlaus, en með Framhald á bls. 30 Fyrst horfði hann með ótta í augum á móti myndavél- inni, en ( lokin var hann farinn að brosa. Konsóbörnin eru varla byrjuð að geta gengið sjálf þegar þau fá það hlutverk að bera litlu börnin á bak- inu daglangt. Þarna er ein lítil stúlka með Ktinn bróður á bakinu en vinkon- an stendur hjá. Börnin eru klippt svona með brúsk til þess að Guð eigi hægara með að kippa þeim upp til sin á hárinu, ef þau deyja. Börn i Konsóþorpinu Dokatto, 2000 íbúa þorp strákofa með vfggirðingum í kring úr trjástofnum og er þorpinu að auki skipt í nokkur hverfi. í þorpunum úir og grúir af fló og öðrum skorkvikindum sem eru ekki beinlínis til þess að skerpa kærleikann. Skúli og Jónas á grunni nýs heimavistarhúss fyrir skólafólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.